Morgunblaðið - 06.01.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.01.1985, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 4. tbl. 72. árg. ____________________________________SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins PiUegt reður hefur Terið í Reylgarfk frá þrí á ftjstudag, hlýindi og stilla, eins og sjá má á þessari mynd, sem RAX tók árla langardagsins rið Tjörnina. Það rerður ekki amalegt að dansa út jólin i höfuðborginni, haldist blíðan yfir helgina. ísraelar hraða flutn- ingi Falashas-gyðinga Flugræningi í Cleveland skotinn Clerelaad. Okio, 5. juáar. AP. SÉRSVEITIR lögreglunnar í Cleeeland í Ohio í Bandaríkjunum yfirbuguðu ( morgun 32 ira gamla konu, sem haldið hafði sjö manns í gíslingu um borð í farþegaþotu í flugvellinum í borginni. Skutu þeir á hana og er hún alearlega 8»rð á sjúkrahúsi. Lögreglumennirnir ruddust inn f vélina eftir að konan, sem var vopn- uð skammbyssu, hafði i hótunum að drepa gíslana. Hún hafði ruðst um borð eftir að kallað var út í vélina og krafist þess að flogið yrði til Rio De Janeiro í Brasilíu. Umsátrið um vél- ina stóð í sex tíma og þegar til upp- gjörsins kom skaut konan á tvö lög- reglumenn og særði annan lítils- háttar. Gekk með barn og ól gegn greiðslu Uadon, S. jaaúr. AP. FYRSTA konan, sem tekið hefur að sér fyrir greiðslu að ganga með og ala barn, feddi í nótt, aðfaranótt föstu- dags, 14 marka beilbrigt stúlkubarn. Hjón sem sömdu um þennan greiða við konuna greiddu 14.000 pund (um 558.000 ísl. kr.) fyrir barnið. Að sögn forstöðumanns London’s Victoria Mat- ernity-spítalans líður móður og barni rel. Embættismaður, sem fer með fé- lagsmál í sveitarfélaginu þar sem barnið fæddist, í norðurhluta Lund- únaborgar, kvað það kunna að brjóta í bága rið ættleiðingarlögin að taka að sér að fæða barn gegn greiðslu. Hafa dómsyfirvöld þegar falið hon- um að sjá til þess að afhendingu barnsins verði frestað um rúma viku, meðan athugun fari fram I málinu. Barnsmóðirin, Kim Cotton að nafni, er 28 ára gömul og á tvö börn með eiginmanni sínum. Samkvæmt samningi hennar og hjónanna gekkst hún undir tæknifrjóvgun, þar sem sæði óþekkts manns var notað. Ajðkelon, ísrael, 5. juáu. AP. ÍSRAELSTJÓRN hefur ákveðið að I hraða flutningum á Falashas-gyðing- um frá Eþíópíu eftir að fjölmiðlar greindu frá þeim í fyrradag, en fram | að því höfðu flutningarnir, sem hóf- ust í nóvember og eru gífurlega um- fangsmiklir, farið leynL Eþíópíustjórn hefur fordæmt flutningana harðlega. í yfirlýs- ingu utanríkisráðuneytisins i Addis Ababa segir að ekkert sé hæft í staðhæfingum um að Fal- ashas-gyðingar hafi verið ofsóttir af stjórnvöldum og þeim meinað að iðka trú sina. Segir ráðuneytið að tunga Falashas-gyðinga og menning sé hin sama og annarra íbúa í Gondar-héraði í norður- hluta Eþiópíu, þar sem Falashas- gyðingar hafa búið. Aðgerð ísrael- stjórnar sé gróf íhlutun i innan- ríkismál landsins. Talið er að gyðingar í Eþiópiu séu um 25 þúsund og hefur verið haft eftir yfirmanni innflytjenda- eftirlits i ísrael að meirihluti þeirra sé nú kominn til ísrael. Hafa þeir verið fluttir loftleiðis frá Súdan, en þangað leitaði stór hluti þeirra vegna hungursneyðar- innar í Eþiópiu, og þaðan til borg- arinnar Ashkelon i Israel, en millilent hefur verið í ýmsum borgum í Evrópu, þar sem stjórn- málasamband er ekki á milli ísra- el og Súdan. Mikill viðbúnaður er i ísrael vegna komu Falashas-gyðinganna. „Sumir þeirra koma hingað ber- fættir. Þeir hafa aldrei séð tals- ima og vita ekki hvað peningar eru,“ er haft eftir einum starfs- manna innflytjendaeftirlitsins i Ashkelon. Uzi Bar-Am, formaður innflytjendanefndar ísraelska þingsins, sagði í dag að það kynni að reynast Falashas-gyðingunum erfitt að aðlagast tækniþjóðfélagi 20. aldar. Sú staðreynd að þeir væru einir gyðinga svartir á hör- und kynni einnig að leiða til þess að þeim yrði misjafnlega tekið í hinum nýju heimkynnum, en vinna yrði ötullega að því að eyða hleypidómum í þeirra garð. Eftir Yitzhak Navon, menntamálaráö- herra, er haft að viðtökur Fal- ashas-gyðinga í tsrael verði próf- steinn á samfélagið þar. Falashas-gyðingar rekja upp- runa sinn til hermanna þeirra, sem voru í fylgdarliði Meneliks, sonar Salómons konungs og drottningarinnar af Saba, er hann ferðaðist um Austur-Afríku fyrir þrjú þúsund árum. Ýmsir frseði- menn halda því hins vagar fram að Falashas-gyðingar séu inn- fæddir Eþíópíumenn, sem snúið hafi verið til gyðingatrúar fyrir ævalöngu. Árið 1975 úrskurðaði æðsta ráð gyðingapresta að Falashas-gyð- ingar væru af sama kynþætti og aðrir gyðingar og rekja mætti uppruna þeirra til ættar Daníels, sonar Jakobs, sem getið er um í Gamla testamentinu. Þeir gætu af þeim sökum flust til ísrael og gerst þar borgarar á sama hátt og aðrir gyðingar. Grænland: Bingó skæður keppi- nautur kirkiunnar <’-1-II K Laóu Frá Nila IXraaa Dma fióllaritara Mhl (imlaadi, 5. jaaáar. Prá NUa Jtfrfta Braaa, BINGÓ er nú orðiö svo skæður keppinautur kirkjunnar ( Græn- landi, að a.m.k. ein af sóknar- nefndum landsins hefur látið mál- ið til sín taka. Þá hefur æðsti mað- ur kirkjunnar þar, vísibiskupinn, lýst þeirri skoðun sinni, að honum þyki þessi þróun nöturleg. Það er sóknarnefndin í Jak- obshavn í norðvesturhluta landsins, sem hreyft hefur þessu máli. Hefur nefndin skrifað sveitarstjórninni og farið fram á að eitthvað verði gert til þess að draga úr linnulausu bingóspili. Þar er bingó haldið hvert ein- frétUriUra MbL asta kvöld vikunnar og nokkur kvöld vikunnar fleira en eitt og á fleiri en einum stað í bænum. Segir sóknarnefndin að bingó- ið verði æ ágengara og ógni nú safnaðarlífi í bænum. Bingó er iðkað hvern dag fyrir stórhátíðir kirkjunnar, jól, páska og hvíta- sunnu, og fer sóknarnefndin fram á, að skylt verði að gera hlé á spilinu a.m.k. í eina viku fyrir þessar hátíðir. Komið hefur í ljós í Jak- obshavn, þegar bingóhald og kvöldmessur hafa lent á sama tíma, að næstum enginn hefur komið til kirkju. Presturinn í bænum, Jens Nielsen, sagði í við- tali við grænlenska útvarpið, að kirkjan liti svo á, að hún ætti i samkeppni við bingóhaldarana og hann yrði að viðurkenna, að flestir tækju bingóið fram yfir kirkjuna. Yfirmaður grænlensku kirkj- unnar, Kristian Mörch vísibisk- up, hefur nú skrifað öllum safn- aðarnefndum landsins og beðið þær að senda greinargerð um málið. „Einu sinni voru mess- urnar miðpunktur mannlífs i byggðum og bæjum. Þess vegna þykir mér þessi þróun nðturleg," sagði biskupinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.