Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 6. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1985
Sláturfélagið flyt-
ur starfsemi
sína í Laugarnes
— byggingarframkvæmdir hafnar á lóð félagsins
SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur hafið byggingu £ lóð sinni í Laugarnesi og
er gert ráð fyrir að á næstu 5—6 árum rísi á lóðinni 1. áfangi sem er ný
vinnslu- og dreifingarmiðstöð fyrir kjötvörur og fleiri matvæli. Verður sú
starfsemi SS sem nú er til húsa að Skúlagötu fhitt þangað en siðar er gert ráð
fyrir að þangað flytji öll önnur starfsemi fyrirtækisins í Reykjavík, svo sem
matvælaframleiðsla og aðalskrifstofur.
F.t. Sðren Kristensen, sölustjóri Smyrilline, Jónas Hallgrímsson, framkvaemdastjóri Austfars. Kjartan Lárusson,
framkvæmdastjóri Ferðaskrífstofu rfkisins, og Ole Hammer, framkvæmdastjéri Smyrilline.
Ferðaskrifstofa ríkisins
tekur við umboði Norröna
Ferðaskrifstofa ríkisins hefur tek-
ið við aðalumboði fyrirtækisins
Smyrilline bér á landi, í samvinnu
vio Austfar hf. og Jénas Hallgríms-
son á Seyðisfirði.
Áður hafði ferðaskrifstofan Úr-
val umboðið með höndum og var
henni þakkað áralangt samstarf á
blaðamannafundi, sem haldinn
var í húsakynnum Ferðaskrifstofu
ríkisins af þessu tilefni sl. mánu-
dag.
Nú eru um tiu ár liðin frá þvf að
Smyrilline hóf reglubundnar
ferjusiglingar til íslands og
opnaði þannig nýja ferðamögu-
leika fyrir íslendinga og útlend-
inga til og frá landinu við góðar
undirtektir.
Á fundinum kom m.a. fram í
máli Kjartans Lárussonar, for-
stjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, að
í ár væri um aukna ferðamögu-
leika að ræða fyrir farþega Atl-
antshafsferjunnar mf. Norröna og
ýmsar nýjungar í boði á viðkomu-
stöðum ferjunnar.
En 1985 verður þriðja árið, sem
mf. Norröna heldur uppi áætlun-
arferðum milli Seyðisfjarðar,
Þórshafnar í Færeyjum, Bergen í
Noregi, Hanstholm í Danmörku og
Shetlandseyja, en þaðan er beint
ferjusamband við Aberdeen i
Skotlandi.
Ferðaþjónusta Austfirðinga,
Austfar hf., sér um fyrirgreiðslu
farþega Smyrilline á Austfjörðum
og nær umboðssvæði hennar allt
frá Húsavík að Höfn í Hornafirði.
Meðal þess, sem farþegar Nor-
röna geta nú skipulagt hér á landi
áður en lagt er úr höfn með Nor-
röna, er dvöl á fjallahóteli í Nor-
egi, í sumarhúsum í Danmörku og
ferðir með langferðabilum frá
Hanstholm til helstu borga í Dan-
mörku. Þannig getur t.d. sá, sem
siglir frá Seyðisfirði á fimmtu-
degi, verið kominn til Kaup-
mannahafnar á laugardagskvöldi.
Þá ætti einnig að vera áhugavert
fyrir íslendinga að kynna sér
menningu nágranna sinna í Fær-
eyjum og á Hjaltlandi. En frá
Hjaltlandi eru hæg heimatökin að
heimsækja Skotland og einnig er
boðið upp á ferðir til Finnlands og
Svíþjóðar fyrir þá sem hyggja á
frekari ferðalög um Skandinavíu.
Fyrsta ferð Norröna i ár verður
30. maí og verður brottför frá
Seyðisfirði alla fimmtudaga til 5.
september, samtals 15 ferðir.
J6n H. Bergs, forstjóri Sláturfé-
lagsins, sagði þegar hann var
spurður um þessar framkvæmdir:
„I fyrsta áfanga byggingar-
framkvæmdanna verða frysti- og
kæliklefar, pökkunar- og heild-
söluafgreiðslusalir,         söludeild,
sendibílaskýli og viðeigandi að-
staða fyrir starfsliðið o.fl.
Grunnflötur fyrsta áfangans, sem
er jarðhæð, 1. hæð og hluti af 2.
hæð, verður um 1.750 fermetrar,
og er áætlaður byggingarkostnað-
ur hans um 45 millj. króna. Þegar
fyrsta áfanga er lokið, verða heild-
söludeildir kjötvaranna fluttar af
Skúlagötunni inn í Laugarnes, en í
siðari áföngum er stefnt að auk-
inni hagræðingu með þvi að færa
saman á einn stað matvælafram-
leiðslu fyrirtækisins, sem nú er á
mörgum stoðum i borginni, og að-
alskrifstofur, sem eru dreifðar á
þrjá staði i höfuðborginni.
Vinnslu- og dreifingarstoð Slát-
urfélagsins í Reykjavík að Skúla-
götu 20 er orðin ófullnægjandi að
stærð og einnig vegna aukinnar
fjölbreytni og sívaxandi full-
vinnslu kjötafurða. Slátrun var
endanlega hætt i Reykjavík fyrir
um 20 árum og flutt út i búvöru-
framleiðsluhéruðin. Ýmsar grein-
ar kjötvinnslu SS hafa einnig ver-
ið fluttar austur fyrir Hellisheiði.
Nú i haust var byrjað að pakka
kjöti i lofttæmdar smásöluumhúð-
ir í nýrri vinnslustöð SS á Hvols-
velli. Voru þessar nýju tegundir
sýndar á landbúnaðarsýningunni í
september sl. Á döfinni er að
flytja fleiri þætti kjötvinnslunnar
út i framleiðsluhéruðin eftir þvi
sem hagkvæmt reynist, en ljóst er,
að Sláturfélagið verður að starf-
rækja heildsöludreifingu og
vinnsluaðstoðu á markaðssvæði
Stór-Reykjavíkur."
Jk*m*~*
Útlitsteikning af húsi SS í Laugarnesi sem hafin er bygging á.
60. sýning á Gísl
Annað k völd (fimmtudagskvöld) sýnir Leikfélag Reykjavíkur hið vinsæla leikrit Gísl eftir Brendan Behan í 60.
skipti og hefur verið uppselt á svo til allar sýningar verksins. Það var frumsýnt fyrir ári. Leikritið gerist í
húshjalli í Dyflinni á írlandi þangað sem komið er með breskan hermann, 18 ára pilt, sem gísl.
Dagatal með uppskrift-
um að sjávarréttum
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
nú gefíð út dagatal með ýmsum
upplýsingum um helztu nytjafíska
hér við land og tilheyrandi matar-
uppskriftum. Er útgáfa þess liður í
átaki ráðuneytisins fyrir kynningu
á útveginum og bættri meðferð
afla.
I fréttatilkynningu frá ráðu-
neytinu segir, að það hafi um
nokkurt skeið unnið ýmist kynn-
ingar- og fræðslustarf, sem miði
að því að auka gæði sjávaraf-
urða. Megi þar nefna sérstaka
útvarpsþætti, sem haldnir hefðu
verið síðastliðinn vetur um sjáv-
arútvegs- og gæðamál. Mynd-
bandaefni hafi verið dreift með
áskorun um bætt gæði. Þá hafi
ráðuneytið haldið ráðstefnu um
gæðamál í samstarfi við Fiskiön
og sérstök námstefna hafi verið
haldin í samstarfi við Blaða-
mannafélag íslands fyrir blaða-
og fréttamenn um sjávarútvegs-
mál. Fjölmörg erindi hafi þar
verið flutt og hafi blaða- og
fréttamönnum þar gefizt tæki-
færi til að auka þekkingu sína á
sj ávarútvegsmálum.
Ekki er hægt að segja til
um ástand einstakra gerða
— segir siglingamálastjóri um ástand sjálfvirks sleppibúnaðar
Sveitarfélögin í Bláf jalla-
fólkvangi eru þrettán talsins
asta ári bættust við með sérstök-
um samningi Bessastaðahreppur
og nokkur sveitarfélög á Suður-
nesjum, þ.e. Grindavík, Njarðvík,
Miðneshreppur, Gerðahreppur og
Vogar. Eru þá aðilar að Bláfjalla-
fólkvangi allflest sveitarfélög á
Reykjanesskaga og 9 af þessum
sveitarfélögum eru einnig aðilar
að Reykjanesfólkvangi.
MED MYND í Reykjavíkurbréfi
sunnudagsblaðs urðu þau mistök
að Bláfjallafólkvangur var sagður
skiðaland fimm sveitarfélaga.
Æði langt er síðan sveitarfélögin
sem að fólkvanginum standa voru
svo fá. Þau eru nú 13 talsins,
nokkur bættust við síðast í fyrra.
Fyrstu sveitarfélögin sem stofn-
uðu til samvinnu um Bláfjalla-
fólkvang fyrir rúmum 10 árum
voru: Reykjavík, Kópavogur, Sel-
tjarnarnes og Selvogur. Brátt
bættust við Hafnarfjörður,
Garðabær og Keflavík og nú á síð-
„ÉG TREYSTI mér ekki til þess, að
fullyrða að ekki hafi komið fram
raunur á ástandi sjálfvirks sleppi-
búnaoar eftir tegundum. Skoðun á
þessum búnaði stendur einfaidlega
enn þi yfir og heildarmyndin enn
ekki Ijós," sagði Magnús Jóhannes-
son, siglingamálastjóri, í samtali við
Morgunblaðið, en í frétt Mbl. í gær
var eftir honum haft, að ekki hefði
komið fram marktækur munur á
ástandi búnaðar eftir tegundum.
„Það er skoðaður búnaður af
þessu tagi á hverjum degi og
raunverulega ekki hægt að segja
til um það fyrr en skoðun lýkur,
hvernig ástand einstakra gerða er.
Einn daginn skoðum viö kannski
nokkra búnaði af einni tegundinni,
sem kannski koma illa út. Hinn
daginn skoðum við 30 til 40 af
sömu tegund og þeir koma allir vel
út. Þess vegna fæst ekki heildar-
mynd af skoðun eins dags og
niðurstöðu verður því að bíða þar
til heildarskoðuninni er lokið,"
sagði Magnús.
Leiðrétting
í FRÉTTUM Morgunblaðsins að
undanförnu hefur tvivegis verið
sagt að Starfsmannafélag Reykja-
víkurborgar hafi gengið frá sér-
kjarasamningum við ríkisvaldið.
Þetta er rangt. Hið rétta er að
starfsmannafélagið gekk frá
samningum við samningsaðila
sinn, Reykjavíkurborg, 14. des-
ember sl. Velvirðingar er beðist á
þessum mistökum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48