Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 13. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985
Stingkonurnar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þuríður Pálsdóttir isamt Hrafni Gunnlaugssyni, leikstjóra Betlaraóperunn-
ar, við æfingu á verkinu.
Betlaraóperan
eftirJón Viðar
Jónsson
í kvöld klukkan átta flytur út-
varpið eitt af sérkennilegustu
verkum leikbókmenntanna — eða
óperubókmenntanna eftir því
hvoru megin menn vilja hafa það
— Betlaraóperuna, The Beggar's
Opera eftir John Gay. Betlaraóp-
eran, sem Morgunblaðið hefur
beðið mig að segja frá í nokkrum
orðum, var frumflutt í Lundúnum
árið 1728 og varð þá þegar eitt af
vinsælustu leikverkum 18. aldar.
E.t.v. má segja að hún hafi á síðari
áratugum horfið full mikið og al-
veg að ósekju í skugga annars
frægs óperusöngleiks — eða ball-
öðuóperu, svo notað sé það hugtak
sem haft var um leiki þessarar
tegundar á sinni tíð — Tú-
skildingsóperu, Dreigroschenoper
Bertolt Brechts, sem er í rauninni
ekki annað en frjálsleg stæling á
verki Gays, með nýrri tónlist eftir
Kurt Weill. Betlaraóperan sjálf
stendur fyllilega fyrir sfnu og
hinn hrái blær hennar er jafnvel
enn betur sniðinn að nöturlegri
heimsmynd og grimmúðugri
kaldhæðni verksins en glæst um-
gerð Brechts og Weills — en á
þessum tveimur verkum er einn sá
meginmunur að sérsamdar tón-
smíðar Weills bregða samfelldum
stílblæ yfir allan leikinn á meðan
tónlist frumverksins er samtín-
ingur af alls kyns alþýðutónlist og
dægurlogum síns tíma. í Betlara-
óperunni beitir Gay ýkjum og háði
til að afhjúpa sjúkt siðferði; hún
er á vissan hátt absúrdleikhús
rúmum tveimur öldum áður en
absúrdisminn fæddist. Það er því
tæpast mjög undarlegt þó að hún
sæki nú fram á ný.
Betlaraóperan verður upphaf-
lega til sem árás á og andsvar við
þeirri innfluttu óperutísku sem
tröllreið Lundúnaleikhúsunum á
fyrri hluta 18. aldar. Höfuðstoð og
uppihaldsmaður þeirrar tísku var
Hándel hinn þýski, sem var bú-
settur í Englandi frá 1712 til ævi-
loka, 1759. Hándel samdi óperur
að italskri fyrirmynd handa ensku
hástéttinni af miklum dugnaði —
samkvæmt uppflettiritum alls 35
stykki sem slagar hátt í afköst
Shakespeares (37 leikrit) — og
snerust þær flestar um guði og
hetjur úr klassískri goðafræði, eða
þá ástir og afrek hugprúðra mið-
aldariddara. Breskur almenningur
hafði að sjálfsögðu lítil tök á að
komast í snertingu við þessa
sviðslist, sem þar á ofan var flutt
honum á framandi tungu, segja
tónlistarsagnfræðingar að dálæti
aðalsins á þessum innflutningi
kunni að hafa komið í veg fyrir að
Bretar eignuðust sjálfir alvarlega
óperuhefð.
Gegn hinum ítalska kúltúrimp-
eríalisma snerist Gay sem sagt
með Betlaraóperu sinni. Skáldið
John Gay (1685—1732) var ættað-
ur frá Devon og tengdist fljótt eft-
ir að hann kom tl Lundúna þeim
bókmenntahring sem stórskáldin
Alexander Pope og Jonatan Swift,
höfundur     Gúlliver-sagnanna,
höfðu í kringum sig. Segir Pope
raunar að Swift hafi einhverju
sinni stungið því að Gay að gera
hjarðleik, pastoral, sem færi fram
í Newgate, hinu illræmda aðal-
fangelsi Lundúna (seinni hluti
Betlaraóperunnar gerist einmitt
þar að talsverðu leyti) og hafi sú
hugmynd verið frumkveikja Betl-
araóperunnar. Hún er háðugleg
skrumskæling á ítalskættuðum
óperum Handels; hin spaugilegu
áhrif vakin með því hróplegasta
misræmi forms og efnis sem hugs-
ast getur: persónurnar bófar,
mellur og alls kyns undirheima-
lýður sem þenur hér brjóst sín í
fagurri sönglist. Verkið hitti svo í
mark að slíks eru fá dæmi úr sögu
leiklistarinnar; sjálft fór það sig-
urför um heiminn og í kjölfar þess
reis heil flóðbylgja af svipuðum
ballöðuóperum sem áttu gífurleg-
um vinsældum að fagna; árið 1733
eru t.d. sýndar 22 nýjar óperur af
þessu tagi í Lundúnum og var
þessi tíska þá orðin veruleg ógnun
við óperuveldi Hándels; en smátt
og smátt dró úr henni og þegar
áratugur var liðinn frá frumsýn-
ingu Betlaraóperunnar var hún að
fjara út. Engin af ballöðuóperum
18. aldar hefur lifað fram á okkar
tíð utan Betlaraóperan.
En Betlaraópera John Gays er
sannarlega annað og meira en
skopstæling á tilteknu listrænu
formi. Eins og allir gamanleikir er
hún i innsta eðli sínu siðrænt verk
sem ræðst á spillt aldarfar með
meðulum satírunnar. Hún er
heimsósómi um samfélag eigin-
hagsmuna og gróðafiknar, harð-
svíraðra fjármálamanna og mútu-
þægra valdhafa, samfélag þar sem
allt er ofurselt hagsmunum pen-
inganna. Samtímamenn gerðu sér
vissulega glögga grein fyrir þess-
ari skírskotun leiksins, en þá
greindi mjög á um siðferðisleg
áhrif hans. Þannig fullyrðir Sir
John Hawkins málafærslumaður í
tónlistarsögu sinni frá 1776 að
nauðganir og glæpir hafi færst
mjög í aukana allt frá því Betlara-
óperan kom fram og er greinilega
í engum vafa um orsökina. í svip-
aðan streng tók Dr. Samuel John-
son, hinn mikli orðabókarhöfund-
ur og andans höfðingi Breta á 18.
öld, en viðurkenndi þó öðru sinni
að engan vissi hann að visu hafa
orðið verri mann af að sitja undir
óperunni. Kannski kynti það undir
fordæmingu á henni að undir niðri
var flestum ljóst að fáránleiki
hennar átti sér ýmsar óhugnan-
legar hliðstæður í samtímanum;
og spurning hvort athæfi hins
virðulega herra Peachums, sem
hirðir þýfið af þjófunum og selur
þá svo í gálgann þegar þeir eru
hættir að skila honum nægilegum
arði, var í raun svo miklu viður-
styggilegra en framferði breskra
auðjöfra sem á 18. öld áttu vel-
gengni sina ekki að litlu leyti mjög
svo arðbærri þrælasölu að þakka.
Á okkar tíð eru það ekki slíkar
sogulegar hliðstæður sem gæða
boðun verksins þunga. Afklædd
búningi 18. aldar, færð i marglitan
skrúða þeirrar tónlistar sem nýtur
mestra vinsælda nú, birtist hún
nánast sem goðsögn um siðlausan
kapítalisma, þar sem lög og réttur
eru troðin fótum, þar sem ekkert
er heilagt nema veldi auðsins.
Kannski hefur erindi hennar
sjaldan verið brýnna en einmitt
nú, þegar vígreifir hugsjóna-
riddarar reyna að telja okkur trú
um að hömlulaust einstaklings-
frelsi sé hið æðsta sem sóst verði
eftir.
(Aðalheimild: The Oxford Com-
panion to Music, London 1974)
Jón Viðar Jónsaoa er leiklisUr-
atjóri KíkisútvMrpsins.
,
Myndir Fanneyjar
Jónsdóttur
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Það hefur næsta litið farið
fyrir myndum Fanneyjar Jóns-
dóttur á íslenzkum sýningarvett-
vangi hingað til. Hógværðin og
látleysið einkenna hér lifsstil og
verk gerandans.
Fanney er þannig einn af
mörgum íslenzkum lista-
mönnum er lítið fer fyrir en hafa
þó drjúgt nám í malnum — eru
eiginlega alltaf að læra og á
námskeiðum  einhvers  staðar.
Ánægjan og áhuginn er þessu
fólki alveg nóg eða svona hér um
bil.
Fanney er innfæddur Reyk-
víkingur og hóf að fást við liti
fimm ára að aldri og hefur þann-
ig málað í hartnær átta áratugi
því að hún verður áttræð á þessu
ári. Hún nam fyrst hjá Ríkharði
Jónssyni en siglir til Kaup-
mannahafnar tvítug að aldri
(1925) og nemur þar næstu 5—6
arin, aðallega við Teknisk Sel-
skabs Skole. Eftir heimkomuna
sótti hún dag- og kvöldskóla í
myndlist allt fram á miðjan ald-
ur.
Trútt um talað þá fylgir viss
hætta jafn langri skólagöngu og
þá aðallega sú, að viðkomandi
verði of hikandi og ósjálfstæður
í myndsköpun sinni — hér ber
markvisst sjálfsnám iðulega
meiri árangur. Eiginlega er allt
myndlistarnám       eingöngu
stökkpallur út í markvisst
sjálfsnám og sjálfsrýni allt lifið.
Listamaðurinn er búinn að vera
er hann telur sig hafa lært nóg.
Það sem vekur skapandi kenndir
til lífsins er einmitt hæfileikinn
til að bæta við sig og sjá hlutina
allt um kring í síenduraýjuðu
ljósi. Skólar geta ýtt undir og
eflt þessa kennd en ekki búið
hana til. Hugleiðingar sem þess-
ar gerast áleitnar við skoðun
sýningar Fanneyjar Jónsdóttur i
Gallerí Borg, sem kynnir 25 verk
listakonunnar fram til 20. janú-
ar. Á sýningunni eru fimmtán
myndir unnar i oliu- og akryl,
tvær i blandaða tækni oliukritar
og vatnslitar en átta í vatnsiit.
Hér eru það olíu og akrylmynd-
irnar sem ótvírætt eru veiga-
mesti þáttur sýningarinnar hvað
myndræna lifun snertir. Þær eru
heiðarlega og frísklega unnar og
þrátt fyrir rammislenzkt mynd-
efni bera þær nokkurt svipmót
af erlendri skólagöngu gerand-
ans — einnig í vali sérstakra
myndefna. Helst þykir mér veig-
ur í þeim myndum sar sem ein-
læg og græskulaus kimni Fann-
eyjar kemur fram í myndefninu,
svo sem í myndunum „Rauður
kassabíll" (4) og „Kassabíll" (7).
Hér er nostalgía gömlu áranna
skemmtilega meðhöndluð og á
dálítið frumstæðan hátt en þá
sérstæðu kennd hefði gerandinn
gjarnan mátt leggja meiri rækt
við um dagana að minu áliti.
Dregið saman í hnotskurn þá
er þetta þekkileg sýning og heið-
arleg ásamt því að vera gott
dæmi um einlæga og fölskva-
lausa lifun og málaragleði.
Myndtákn og litir
í húsakynnum Nýlistasafnsins
getur þessa dagana, og fram til
20. janúar, að líta nokkur mynd-
verk eftir Halldór Asgeirsson.
Gerandinn, sem er í hópi yngri
myndlistarmanna okkar, hefur
víða farið undangengin ár, jafn-
vel komið alla leið til Mexíkó en
aöallega hefur hann haldið sig í
Frakklandi þar sem hann býr og
starfar um þessar mundir —
nánar tiltekið í París.
En það eru áhrifin frá Mexikó,
sem mest eru áberandi á þessari
sýningu í formi hvers kyns
myndtákna með frumstæðu yfir-
bragði. En jafnframt kemur það
greinilega fram á sýningunni, að
Halldór hefur verið áhangandi
hugmyndafræðilegu listarinnar,
konseptsins svonefnda, og virð-
ist eiga erfitt með að slita sig frá
fortiðinni um leið og hann litur
hýru auga til nýbylgjumálverks-
ins og ferskari viðhorfa. Það er
þannig ýmislegt i deiglunni hjá
hinum unga listamanni og eig-
inlega  virka  hugmyndir  hans
meira sannfærandi m dtísrsla
myndtáknanna. Ekki tókst mér
a.m.k. að meðtaka hið magn-
þrungna, sem á að leynast á bak
við táknin — heldur virðast mér
þau frekar óákveðin og óupplifuð
— svífa iðulega utan á fletinum í
stað þess að sameinast honum.
Þetta á þó ekki við myndirnar
„Himinhvolf — hyldýpi" (5) og
„Rauður dregill í tilefni lend-
ingar Sikorski-þyrlunnar" (7),
sem mér þóttu hrifmestu mynd-
irnar á sýningunni. Hér gefur
liturinn táknunum myndræna
dýpt og fram kemur markviss og
rökrétt hrynjandi.
Hið hugmyndafræðilega i
formi stórra ljósmynda, frekar
óskipulögðu dóti á gólfi og vel
hönnuðum stiga, er góðra gjalda
vert, en virkar einhvernveginn
eitthvað svo úrelt og margtugg-
ið, — og þó má vel vera að hér
leynist styrkur Halldórs Ás-
geirssonar. — En úr því sker
framtíðin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56