Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 27 Frumvarp um auglýsingar í BBC fellt London, 16. janúar. AP. NEÐRI deild brezka þingsins felldi í dag frumvarp er heimilað hefði auglýs- ingar í brezka sjónvarpinu, BBC, sem Stjórnendur BBC hafa lagst gegn því að teknar verði upp aug- lýsingar milli dagskráratriða i út- varpi og sjónvarpi á þeirri for- sendu að það mundi bitna á hinni góðu dagskrá. BBC stærir sig af einhverri fínustu útvarps- og sjón- varpsdagskrá, sem um getur. Aðalflutningsmaður frumvarps- ins var Joe Ashton þingmaður Verkamannaflokksins. Gerði það ráð fyrir „sveigjanlegum" auglýs- ingatíma. Ashton kveðst hafa flutt frumvarpið til þess að auð- velda lækkun afnotagjalds út- varps- og sjónvarps með auglýs- ingatekjum. Frumvarpið var fellt með 159 r ríkisrekið. atkvæðum gegn 118. Deilan um auglýsingar eða ekki auglýsingar blossaði upp er BBC fór fram á hækkun afnotagjalds fyrir lita- sjónvarp úr 46 sterlingspundum í 65 pund. Margaret Thatcher gaf til kynna i nóvember að hún væri hlynnt auglýsingum á sumum út- varps- og sjónvarpsstöðvum BBC sem langtimalausn fjárhagsvanda stöðvarinnar. Margir þingmenn íhaldsflokksins iita á auglýsingar sem heppilega leið til að halda af- notagjöidum niðri, en frumvarp Ashtons var talið ótimabært. Bú- ist er við að ríkisstjórnin láti gera úttekt á fjármögnun starfsemi BBC áður en lagt verður fram frumvarp um breytingar þar á. Látinn maður sekur um morð Los Angeles, 16. jmnúar. AP. LATINN maður var í dag dæmdur sekur fyrir morð á eiginkonu sinni og syni, og verður þessi úrskurður líklega til þess að börn mannsins af fyrra hjónabandi fá ekki einnar milljónar dollara tryggingafé. Clifford Lee Morgan, 57 ára, fékk leigumorðingja til að myrða seinni konu sína, Nancy, og átta ára son þeirra, Mitchell. Voru þau myrt á heimili þeirra hjóna í maí 1981 með hrottalegum hætti. Áður hafði Morgan keypt handa þeim dýra líftryggingu. Morgan lézt úr krabbameini í júní í fyrra. Var málaferlum þá ekki lokið, en í september 1983 var hann kærður fyrir að hafa skipulagt morðin. Leigumorð- ingjarnir tveir hafa verið dæmd- ir í millitíðinni og verða þeir líf- látnir í næsta mánuði í gasklefa. Þar sem Morgan hefur nú ver- ið sekur dæmdur hefur verið komið í veg fyrir að fyrri kona hans og fjögur börn þeirra geti gert tilkall til tryggingarfjárins, einnar milljónar dollara. Pen- ingarnir munu hins vegar að öll- um líkindum falla erfingjum Nancy í hlut, móður hennar og systur. Endanlega verður skorið úr um með nýjum vitnaleiðslum hver hljóta skal tryggingarféð. Verða þar óbreyttir borgarar kallaðir fyrir. Ný skilgreining á gyðingdómnum felld Jerusalem, 16. janumr. AP. ÍSRAELSKA þingið felldi í dag tillögu frá þingmönnum úr flokkum rétttrún- aðarmanna en með henni vildu þeir breyta lagalegri skilgreiningu á því hver er Gyðingur. Tillagan var felld með 62 atkv. gegn 51 og sagði Peres, forsætis- ráðherra, í umræðum um hana, að ef hún yrði samþykkt myndi hún sundra þjóðinni. Fjórir flokkar rétttrúnaðarmanna eiga samtals 12 menn á israelska þinginu og kröfðust þess að tillagan yrði sam- þykkt og þannig efnd loforð, sem þeim voru gefin fyrir kosningar, hvað sem liði öðrum málum eins og efnahagsöngþveiti og deilunum um brottflutning fsraelshers frá Líbanon. Ef frumvarpið hefði orðið að lögum hefðu þeir einir getað tekið gyðingatrú sem rabbíar eða prest- ar rétttrúnaðarmanna legðu bless- un sína yfir. Þar með hefðu lang- flestir rabbíar Gyðinga í Banda- ríkjunum og Evrópu verið settir út í kuldann enda fremur frjálslynd- ir í trúarlegum efnum. Samkvæmt lögum er sá Gyðing- ur sem á Gyðingamóður eða hefur tekið gyðingatrú. Vonast eftir auknum viðskiptum við Rússa fctjMÍnsjarsala W0M breytiiya á vershminni Seljum húsgögn með miklum afslætti Til dæmis: Húsgögn fyrir blómastofur og sumarbústaði. Ódýrir stakir sófar og stólar í unglinga- og sjónvarpsherbergi eða sumarbústaði. Sófasett, hornsófar, teborð, skóskápar, klappstóllinn vinsæli og margt fleira. Komið og skoðið úrvalið. Það verður margt góðra húsgagna sem seljast ódýrt. VALHÚSGÖGN ÁRMÚLI4 SÍMI82275 \ Washiiifpon, 16. janúar. AP. f GÆR kom fram að vonir væru bundnar við það í utanríkisráðuneytinu, að viðskiptaviðræður sem áttu sér stað milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í síöustu viku myndu hafa aukin viðskipti milli landanna í for með sér. Talsmaður ráðuneytisins, Alan Romberg, kvað næsta skref að ákveða sameiginlegan fund við- skiptanefnda landanna undir stjórn Malcolm Baldridge við- skiptaráðherra Bandaríkjanna og Nikolai Patolichev utanríkis- viðskiptaráðherra Sovétríkjanna. Slíkur fundur hefði síðast verið haldinn árið 1978, áður en sovéskt herlið hélt inn í Afganistan. Lionel Olmer, aðstoðarvið- skiptaráðherra, var fyrir sendi- nefndinni, sem fór til Moskvu. Var markmið ferðarinnar að kanna möguleika á ráðherraviðræðum um viðskiptamálefni. Sagði að- stoðarráðherrann heim kominn, að hann hefði verið ánægður með móttökurnar og árangur ferðar- innar. Romberg sagði, að vonast væri til að fundir Olmers í Moskvu yrðu til þess að gagnkvæm viðskipti, sem báðir aðilar teldu sér hag- kvæm, myndu fara vaxandi. Sérunninn safngripur frá Glit verður kjörgripur barna þinna og stolt barnabarna á komandi öld ttr] HÖFÐABAKKA9 SIMI 685411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.