Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 13. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR17. JANUAR1985
39
Sigurlaug Margrét
Jónasdóttir - Minning
Fædd 30. janúar 1898
Dáin 10. janúar 1985
Það snerti mig illa, þegar Björg
dóttir Sigurlaugar vinkonu minn-
ar hringdi til mín að morgni þ. 10.
janúar síðastl. og sagði mér lát
móður sinnar. Margs var að minn-
ast frá langri leið. Fyrir rúmum 75
árum bar fundum okkar Sillu
fyrst saman, en svo var hún köll-
uð. Ég var 12 ára stelpukrakki og
fékk að fara með föður mínum
vestur í Skagafjörð að heimsaekja
frændfólk okkar á Veðramóti.
Þangað var gaman að koma. Þá
var Veðramótabær fullur af ungu
tápmiklu og glæsilegu fólki sem
átti sér stóra drauma. Siguriaug
hét yngsta barnið á bænum og
vorum við á sama aldri og urðum
brátt mestu mátar. Eldri systkin-
in voru í forystusveit ungs fólks í
Skagafirði og um þessar mundir
voru þau að undirbúa niikla hátíð
sem átti að vera á Sauðárkróki 17.
júní. Það átti að vanda mikið til
þeirrar samkomu og því mikið að
starfa. Ys og þys var í bænum og
ungt fólk reið í hlað til skrafs og
ráðagerða. Þá var ekki hlaupið í
síma né send boð gegnum útvarp
ef á lá. Eina farartækið var þá
þarfasti þjónninn.
Hinn mikli hátíðisdagur rann
upp bjartur og fagur. Fyrir allar
aldir var uppi fótur og fit í bæn-
um: Fólkið bjó sig til ferðar og
lagt var á gæðingana og hleypt úr
hlaði fyrir dagmál. Við krakkarn-
ir, en það vorum við Lauga og
Haraldur, áttum að fara gang-
andi. Guðrún, elsta systirin, lagði
okkur lífsreglurnar áður en hún
reið af stað. Þið eigið að fara beint
í Jónasarhús, dusta þar af ykkur
ferðarykið, hafa skóskipti og þvo
ykkur um hendurnar. Það var
þrifið fólkið á Veðramóti. Eftir að
hafa notið morgunverðar fórum
við að tygja okkur. Hugurinn bar
okkur hálfa leið, þegar við hlupum
af stað með spariskóna bundna í
klút, niöur höllin.
Þegar við komum á Krókinn
fórum vð rakleitt i Jónasarhús.
Þar áttu heima hjónin Jónas
Sveinsson og Björg Björnsdóttir.
Við kvöddum dyra og upp lauk
dyrunum stúlkukrakki á svipuðu
reki og við Lauga. Myndarlegur
krakki, glaðlegur á svip með mikið
hrokkið hár. Hún heilsaði okkur
hlýlega og kallaði inn til móður
sinnar að Veðramótskrakkarnir
væru komnir. Húsfreyja lét ekki á
sér standa og eftir örskot vorum
við komin inn í stofu og nutum
bestu veitinga. Unga stúlkan, sem
upp lauk fyrir okkur, var einka-
dóttir hjónanna, Sigurlaug Mar-
grét, en var jafnan kölluð Silla.
Þvínæst var farið eftir forskrift-
inni að heiman, dustað af sér ryk-
ið, farið í spariskóna og hendur
þvegnar. En nú þurfti að hafa
hraðann á, því messan byrjaði kl.
11. Þegar við fórum út úr dyrun-
um kallaði húsfreyja á eftir okkur:
Þið komið til mín, ef þið verðið
5»tin? i iiíw ».:a?.*iw MiiTur ug l'div
hressingu. Svona var Björg. Silla
slóst í för með okkur og var með
okkur allan daginn. Þannig hófust
kynni okkar Sillu. Síðan hefur
þráðurinn aldrei slitnað.
Silla fæddist í Háagerði á
Skagaströnd 30. janúar 1898. For-
eldrar hennar voru Jónas Sveins-
son, Húnvetningur að ætt. Rakti
ætt sína til stórbænda í Svína-
vatnshreppi. Móðir hennar var
Björg Björnsdóttir dótturdóttir
Jónasar bónda í Háagerði Jóns-
sonar. Er margt mætra manna
kominn af þeirri ætt. Var Silla al-
nafna ömmu sinnar er hét Sigur-
laug Margrét. Einn bræðra henn-
ar var Björn hreppstjóri á Veðra-
móti Jónsson.
Vorið 1898 fluttu þau hjón með
litlu dóttur sína frá Háagerði til
Sauðárkróks. Bæði hjónin voru
harðdugleg og stundaði Jónas þá
alla vinnu sem honum bauðst og
kom sér jafnframt upp bústofni
svo hann brá á það ráð vorið 1911
að flytjast að Uppsölum í Blöndu-
hlíð. Ráku þau þar myndarbú í
nokkur ár.
Silla var mikið náttúrubarn,
kjarkmikil og dugleg. Hafði yndi
af því að eltast við búpeninginn út
um haga og naut þess að hlynna
að nýgræðingi hvort heldur um
var að ræða jurtir eða dýr. En
margt fer oðruvísi en ætlað er. Á
fermingaraldri veiktist Silla og
það alvarlega að hún var flutt í
sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Hér-
aðslæknir Skagfirðinga var þá
hinn mæti maður Jónas Krist-
jánsson, sá er síðar stofnaði Nátt-
úrulækningahælið í Hveragerði.
Lauk veikindum hennar á þá leið
að taka þurfti af henni annan fót-
inn. Þótti það ganga kraftaverki
næst hve vel tókst til með þá að-
gerð. En dugnaður hinnar ungu
stúlku og þrek þótti einnig að-
dáunarvert. Augljóst mun ollum
hvílíkt áfall þetta var fyrir lífs-
glaða unga stúlku að verða fyrir
svo þungri raun. Nú gat hún ekki
oftar hlaupið út um hvippinn og
hvappinn, stokkið á bak eða leikið
við lömb í haga. Allt þetta var þó
eftirsóknarvert tápmiklum og
glöðum unglingi. Ég man hve mér
féll það sárt, þegar ég frétti
hvernig komið væri fyrir Sillu,
litlu stúlkunni, sem leikið hafði
við hvern sinn fingur daginn góða
sem við áttum saman á Sauðár-
króki vorið 1909.
Tíminn leið og ég frétti öðru
hvoru af heimasætunni á Uppsöl-
um. Sjálfsagt hafa veikindi henn-
ar og fötlun valdið því að losna tók
um foreldra hennar á Uppsölum.
Þau munu hafa séð fram á að
einkadóttirin myndi ekki geta
staðið fyrir sveitabúskap. Þau
brugðu því á það ráð að selja jörð
og bú og flytja til Akureyrar vorið
1919. Þeim hafði búnast vel á Upp-
solum. Keyptu þau lítið hús, sem
stóð neðan við götuna rétt á móti
skólanum, þar sem ég átti heima.
Kunningsskapur okkar endurnýj-
aðist brátt og leiddi til vináttu er
haldist hefur alla tið, þó vík yrði
oft milli vina og strjálir samfund-
ir, voru artirnar þær sömu. Vegna
veikindanna hafði skólaganga
Sillu verið í molum, enda ekki
skólar á hverju strái sem stúlkur
áttu aðgang að. Silla var góðum
gáfum gædd og ekki var að spyrja
um dugnaðinn og áhugann. Hún
var fljót að átta sig á hlutunum og
tileinka sér námsefnið þegar því
var að skipta. Eftir að Silla flutt-
ist til Akureyrar þurfti hún að fá
sér eitthvert starf því ekki gat hún
hugsað sér að sitja auðum hönd-
um. Hún hugsaði sem svo að skrif-
stofustörf myndu henta henni.
Hún sótti námskeið í bókfærslu og
sótti tungumálatíma. Varð þetta
til þess að hún fékk skrifstofu-
starf hjá KEA. Féll henni það vel
og þar starfaði hún í nokkur ár.
Skömmu eftir að hún var komin
til starfa hjá KEA mætti hún
þjóðskáldinu sr. Matthíasi Joch-
umssyni á götu þar í bænum.
Skáldið tók hana tali og spurði
hvort hún gæti ekki hjálpað sér
við skriftir, því nö vsen sjór: hans
tekin að daprast. Það var freist-
andi aö fá tækifæri til að kynnast
göfugmenninu sr. Matthíasi og
vera samvistum við slíkt andans
stórmenni, þó ekki væri nema
stöku sinnum. Fékk hún leyfi hjá
húsbónda sínum Sigurði Krist-
inssyni kaupfélagsstjóra til að
vinna fyrir skáldið, þegar það
kallaði. Silla hafði mjög fallega
rithönd og var fljót að skrifa. Þá
þótti slíkt mikils virði að skrifa
vel, en nú eru galdra- og tryllivél-
ar teknar við og margir skrifa
nöfn sín á þann veg að enginn get-
ur lesið. Samvistirnar við stór-
skáldið urðu henni mikils virði.
Oft heimsótti ég Björgu, móður
Sillu, eftir að hún kom í nágrenn-
ið. Hún tók mér ávallt mæta vel og
við vorum hinir mestu mátar. Hún
var mannkosta kona, sem átti
þann kærleik er fyrirgefur allt og
umber allt. Mér þótti því vænna
um Björgu, eftir því sem ég kynnt-
ist henni betur. Það var augljóst
mál  að erfitt  var  fyrir  fatlaða
konu að búa uppi á Brekku og
sækja vinnu niður í bæ. Úr þessu
varð að bæta. Húsið á Brekkunni
var selt og keypt fallegt hús á
Brekkugötu 15. Var húsið nefnt
Uppsalir eftir jörðinni þeirra í
Skagafirði.
Haustið 1921 þurftum við
mamma að flytja úr blessuðum
skólanum, því faðir minn dó um
veturinn. Bauð Jónas á Uppsölum
okkur íhúð í húsi sínu og tókum
við því boði fegins hendi. Jónas
var Möðruvellingur. Hafa þeir
ávallt reynst mér og mínum vel.
Bjuggum við mamma á Uppsölum
í tvö ár. Tókst þá náin vinatta með
okkur Sillu og Björgu móður
hennar.
Jónas Þorbergsson var um þess-
ar mundir á Akureyri. Ég var
kunnug honum frá því ég var 11
ára barn, flutti með foreldrum
minum í fallega skólahúsið á
Brekkunni fyrir ofan Akureyri. Þá
var Jónas í 3. bekk og tók gagn-
fræðapróf um vorið. Hann var vel
gefinn piltur, námsmaður góður.
Hann tók mikinn þátt í félagsmál-
um nemenda og talinn góður
ræðumaður og skrifaði greinar í
Skólapiltinn, blað skólans. Hann
var viðkvæmur í lund og mjög
barngóður. Þess naut ég sem barn.
Var mér ávallt hlýtt til Jónasar,
sem snemma var áhugasamur um
landsmál, fann hvar skórinn
kreppti. Hann fór til Kanada
skömmu eftir að hann lauk gagn-
fræðaprófi að leita gæfunnar eins
og sagt var. En hann hvarf brátt
heim aftur. Fyrri kona hans var
Þorbjörg Jónsdóttir frá Arnar-
vatni. Var hún vel gefin kona, en
heilsulaus. Lést hún langt fyrir
aldur fram frá lítilli dóttur þeirra,
Kolbrúnu. Var það þungur harm-
ur.
Hinn 17. maí 1925 gengu þau
Silla og Jónas í hjónaband. Bjó
hún manni sínum og stjúpdóttur
hlýlegt og gott heimili. Hafði Jón-
as þá verið ritstjóri Dags á Akur-
eyri í þrjú ár. Gegndi hann því
starfi til ársins 1928 en þá flytur
fjölskyldan til Reykjavíkur og
Jónas gerðist ritstjóri Tímans.
Jónas var mjög ritfær. Einkum
voru það stjórnmálin, sem hann
Iét til sín taka. Hann var ötull
stuðningsmaður nafna síns Jónas-
ar frá Hriflu. Silla var mikil hús-
móðir. Var heimilið með mynd-
arbrag og henni umhugað um að
maður hennar nyti þar hlýju og
skjóls í stormasömu lífi. Því þá
var ekki síðiír en nú hart deilt.
Börnum sínum var hún góð móðir.
Eftir að barnabörnin komu til sög-
unnar sýndi hún þeim og mikið
ástríki. Eftir að flutt var til
Reykjavíkur jukust umsvifin og í
fleiri horn varð að líta. Aðdáun-
arvert var hverju þessi fatlaða
kona gat komið í verk, en hún var
andlega sterk. Eftir tveggja ára
starf við ritstjórn Tímans var Jón-
asi veitt starf útvarpsstjóra, en
sem kunnugt er var útvarpið
stofnað árið 1930. Vandinn 6x og
var Silla ávallt hin sterka stoð
heimilisins, sem aldrei brást. Þau
eignuðust tvö börn, Björgu og Jón-
as. Hlynntu þau að móður sinni
eftir bestu getu eftir að faðir
þeirra dó, en hann lést 6. júní
1968. Var það mikil sorg fyrir alla
fjölskylduna.
Björg er kona Jóns Sen fiðlu-
leikara. Eiga þau fjögur börn. J6n-
as hefur lengi unnið við útvarpið
og er nú útvarpsstjóri á Akureyri.
Kona hans er Sigrún Sigurðar-
dóttir. Vinnur hún við útvarpið
þar. Einkadóttir þeirra, alnafna
ömmu sinnar, Sigurlaug Margrét,
virðist ætla að ganga sömu braut-
ir. Stjúpdóttir Sillu, Kolbrún, gift-
ist Birni ólafssyni hinum snjalla
fiðluleikara sem látinn er fyrir
nokkru. Þau eignuðust eina dótt-
ur, Þorbjörgu.
Þegar ég hugsa til gömlu vin-
konu minnar, Sillu, kemur mér
margt í hug og mér fellur illa hve
lítið ég gat gert henni til gleði hin
síðari ár. En aldur og vesöld hafa
einnig sótt á mig.
Nú hefur hinn slyngi sláttumað-
ur verið á ferð og þá er ekki að
sökum að spyrja. Þá lokast öll
sund, engu verður breytt, engu um
þokað.
Um leið og ég sendi börnum
Sillu, ættingjum og vinum, inni-
legar samúðarkveðjur bið ég Guð
að blessa hana og þær mæðgur
báðar, sem reyndust mér best þeg-
ar ég átti um sárt að binda, faðir
minn nýlátinn og ég varð að yfir-
gefa æskuheimili mitt, sem ég
unni svo heitt. Þá var dýrmætt að
eiga góða að. Síðustu 6 árin hefur
Silla dvalið í Hafnarbúðum. Hún
átti þar athvarf í litlu notalegu
herbergi. Hafði hún orð á því þeg-
ar ég heimsótti hana hve allir
væru sér góðir.
í Guðs friði.
Hulda Á. Stefánsdóttir
Komið er að þáttaskilum. Starfi
hér á jörð er lokið, ný ferð er haf-
in.
Ég efast ekki um að amma mín
hafi verið hvíldinni fegin, þótt
trega hafi stundum gætt hjá henni
við þá hugsun að hún færi að fara.
Hún var lífseig og viljasterk
kona sem aldrei gafst upp þrátt
fyrir fötlun sína frá bernsku og
þann sjúkdóm sem hún barðist við
siðustu árin.
Ég minnist hennar sem lífs-
glaðrar konu og sjálfstæðrar er lét
málefni líðandi stundar sig miklu
skipta. Hún var stolt og skapstór
en hafði jafnframt mikinn tilfinn-
ingahita til að bera. Úr brunni
visku sinnar og þekkingar miðlaði
hún því sem þar hafði varðveist.
Ljóð og kveðskapur voru henni
einkar hugleikin.
f einkalífi sínu var hún gæfu-
söm. Þau afi minn fylgdust aö í
gegnum lífið af slíkri kostgæfni og
samheldni að fágætt myndi teljast
nú í dag. Hag sínum undi hún
hvað best á heimilinu. Hún var
þess freyja og lét það sig miklu
skipta. Þar ríkti hljýja og ham-
ingja. Mér þótti aíltaf ljúft að
sækja þau heim. Þau voru mér
ávallt meira en bara afi og amma.
Þar var opinn faðmur, hjartahlýja
og tryggð. Slíkt veganesti er ómet-
anlegt barni og síðar unglingi sem
er á ókannaðri lífsleið.
Þau höfðu staðfasta trú á fram-
lífinu og fór ég ekki varhluta af
því. Hér á jörð værum við ákveð-
inn tíma, síðan héldum við á ann-
að tilverustig.
Eitt besta heilræði sem þau
gáfu mér var „að ganga hægt um
gleðinnar dyr" og vera sáttur við
sjálfan sig.
Liðinn tíma þakka ég heilshug-
ar og bið henni Guðs blessunar í
nýjum heimkynnum.
ÞóraSen
Minning:
Eiríkur Guðmundsson
frá Þorgeirsstöðum
Fæddur 26. apríl 1927
Dáinn 9. janúar 1985
Deyrfé
deyja frændr
deyr sjálfr et sama
en orðstírr
deyr aídregi
hveims sér góðan getr.
(Hávamál)
Hann Eiríkur frændi minn er
dáinn, kvaddur burt á besta aldri.
Ekki hefði mig grunað þegar ég
hitti hann þriðjudaginn 8. janúar,
hressan og glaðan, að það yrði í
síðasta sinn sem við sæjumst í
þessu lífi.
Eiríkur var næstyngstur barna
þeirra Ingibjargar Einarsdóttur
og Guðmundar Halldórssonar, er
bjuggu nær allan sinn búskap í
Þorgeirsstöðum. Þau er eftir lifa
eru Karl bóndi í Þorgeirsstöðum,
Steindór bóndi í Hvammi og yngst
er systirin Signý, húsmóðir á
Hðfn. Ekki verður mér hugsað til
bernsku minnar öðruvísi en systk-
inin í Þorgeirsstöðum séu samofin
þeirri mynd. Stutt var á milli bæj-
anna Volasels og Þorgeirsstaða og
ekki var ég gömul þegar farið var
að senda mig ef þurfti að koma
boðum í Þorgeirsstaði. Hlakkaði
ég jafnan til þeirra ferða, því ég
fann glogglega að hún Ingibjörg
föðursystir mín átti nóg hjarta-
rými handa mér eins og sínum
eigin börnum. Það var mikil sam-
heldni milli unglinganna í Suður-
Lóni, ef eitthvað átti að fara eða
gc-o -~f jauma s::t;r nopnnnn
saman kominn. Seinna skildi leið-
ir. Tvö úr hópnum eru þegar farin
yfir móðuna miklu, Í6sturbr6ðir
minn Þórhallur Dan Kristjánsson
og Guðríður Kristbjörg Sigurð-
ardóttir frá Krossalandi. En hann
Eiríkur yfirgaf aldrei heimabyggð
sína. Ungur giftist hann Rögnu
Gunnarsdóttur frá Vík í Lóni.
Bjuggu þau þar í nokkur ár og
eignuðust tvö börn, Áslaugu og
Guðmund. Seinna slitu þau sam-
vistir. Flutti Eiríkur þá aftur að
Þorgeirsstöðum og bjó þar með
Karli broður sínum og konu hans
til dauðadags. Ýmisleg störf hafði
Eiríkur með höndum. I mörg sum-
ur hefur hann t.d. annast þjónustu
við ferðamenn er fýsti að skoða
Lónsöræfi. Ýmist 6k hann þeim
inn á Hlakamb eða sótti aðra sem
að norðan komu. Þurfti mikla
gætni við Skyndidalsá, sem oft er
ill yfirferðar, en Eiríki treystu all-
ir, þótt ekki léti hann mikið yfir
sér.
Hann var einn af þeim mönnum
er unnu verk sín af samviskusemi
og engan veit ég sem betra var að
leita til um greiða. Veit ég að
sveitungar hans hafa oft notið
greiðasemi hans og lipurðar, ekki
síst eftir að hann t6k við póst-
flutningum og skólaakstri hin síð-
ari ár.
f dag kveður sveitin okkar fagra
einn af sínum bestu sonum, en eft-
ir lifir minningin um góðan dreng.
Börnum hans, systkinum og öðr-
um vandamönnum vottum við
hjónin innilegustu samúð okkar.
„Far þú í friði, friður guðs blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt." (V.Br.)
Sigrún Eiríksdóttir
frá Volaseli
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56