Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 13. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985
41
Minning:
Ingólfur Guðmunds-
son Ferjubakka
Fæddur 21. júní 1899
Dáinn 8. janúar 1985
Ingólfur Guðmundsson fæddist
í Laxholti í Borgarhreppi, en flutt-
ist ársgamall með foreldrum sín-
um að Ferjubakka í sömu sveit, og
var hann lengst af kenndur við
þann bæ.
Faðir hans var Guðmundur
Andrésson frá Hvassafelli. Hann
bjó á Ferjubakka til ársins 1934,
og var hann kunnur fjör- og at-
orkumaður, sem jafnframt búskap
fékkst við fjárkaup og vegaverk-
stjórn.
Móðir Ingólfs var Ragnhildur
Jónsdóttir frá Vatni í Haukadal,
af kunnum og merkum Dalaætt-
um.
Ingólfur var næstelstur þrettán
systkina, og varð hann því
snemma að taka til hendinni
heima á Ferjubakka. Var hann
þar heimilisfastur fram undir
tvítugt. Eins og títt var á þeim
tíma, sótti hann vinnu að heiman,
þegar hana var að fá, vegavinnu á
sumrin og vertíðir á vetrum. Síðan
var hann vinnumaður í Hjarðar-
holti um tíu ára skeið, þá á Haug-
um, og loks ráðsmaður í Ferjukoti
síðustu níu árin, sem hann dvald-
ist í Borgarfirði.
Árið 1939 fluttist Ingólfur til
Reykjavíkur og stofnaði þar heim-
ili ásamt eftirlifandi konu sinni,
Hermínu Franklínsdóttur frá
Litla-Fjrðarhorni í Kollafirði á
Ströndum.
Þeim Hermínu og Ingólfi varð
ekki barna auðið, en áður átti Ing-
ólfur son, Jón, sem búsettur er í
Vestmannaeyjum og er kvæntur
Halldóru Hallbergsdóttur.
I Reykjavík vann Ingólfur ýmis
störf, var m.a. fyrsti starfsmaður
Fáks í Tungu við Laugaveg.
Lengst af var hann hjá Afurðasölu
Sambandsins, og allt til þess að
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
Ingólfur ólst upp við hesta-
mennsku og eignaðist ungur hesta
og varð fljótlega kunnur hest-
amaður. Bar margt til þess. Hann
hafði afar næmt auga fyrir bygg-
ingu og hreyfingum hesta, var
bæði nærfærinn og laginn og sat
hesta manna best. Meðfædd
snyrtimennska hans kom einnig í
ljós í samskiptum hans við hesta,
bæði hvað hirðingu og meðferð
snerti.
Tíðrætt var Ingólfi um árin,
sem hann dvaldist í Borgarfirði,
og þá einkum um samskipti sín við
hesta og hestamenn. Minntist
hann oft vinar síns Ásgeirs Jóns-
sonar frá Hjarðarholti, síðar á
Haugum, sem hann taldi einhvern
slyngasta hesta- og tamninga-
mann, sem hann hefði kynnst.
Þegar Ingólfur var á Haugum,
hafði Ásgeir með höndum póst-
ferðir í Búðardal. Fór Ingólfur
fjölmargar ferðir fyrir hann á
vetrum. Voru þessar ferðir oft erf-
iðar og slarksamar, en alltaf fór
vel, því Ingólfi var ekki gjarnt að
leggja hesta í óvissu og ófærur.
Oft sagði hann frá ferðum sín-
um og hestakaupum, sem oft gátu
gefið svolítið í aðra hönd. Fór
hann þá stundum til Reykjavikur
með hesta fyrir sig og aðra til þess
að koma þeim í verð. Minnisstæð
er mér ein ferð, sem hann sagði
mér frá. For hann þá til Reykja-
víkur með hóp hesta, og var með
þá í Tungu. Meðal hestanna var
grá hryssa, sem margir girntust.
Ingólfur hélt henni í háu verði, og
liðu nú nokkrir dagar. Mönnum
fannst verðið of hátt og enginn
leit á hina hestana og byrjaði nú
að hlaðast á kostnaður. Fór nú
svo, að Ingólfur sá sér ekki annað
fært en að slá af verðinu. Var þá
Björn frá Gullberastöðum fljótur
til að kaupa hryssuna. Þetta var
Perla, sem talin var með fegurstu
hrossum og góð eftir því. Og nú
var ekki að sökum að spyrja; allir
hinir hestarnir seldust á auga-
bragði.
Önnur saga er mér einnig minn-
isstæð, sem hann sagði mér, frá
ferð þeirra Símonar Teitssonar
frá Grímarsstöðum, sem þeir fóru
að Hólum í Hjaltadal árið 1932 til
þess að vera við 50 ára afmælis-
hátíð Hólaskóla. Mátti heita að
þeir hefðu upp í allan ferðakostn-
aðinn með þeim hestakaupum,
sem þeir höfðu á leiðinni. Því mið-
ur er þessi saga enn óskráð.
Þegar Ingólfur kom til Reykja-
víkur, gerðist hann félagi í Hesta-
mannafélaginu Fáki, og var hann
þegar kosinn í stjórn þess, og átti
þar sæti lengi. Sjálfsagt verða
aðrir til þess að rekja þá sögu, sem
þekkja hana betur en ég, en ég
held að Ingólfi hafi verið hugstæð-
ust þau árin, sem hann var í stjórn
með Þorláki Ottesen sem for-
manni.
Ingólfur átti góðhesta til ævi-
loka. Flesta tamdi hann sjálfur, og
fóru margir gæðingar um hendur
hans um ævina. Marga hesta
tamdi hann fyrir aðra og oft var
hann fenginn til þess að laga
hesta, sem einhver mistök höfðu
orðið með. Eftir að Landssamband
hestamanna var stofnað og góð-
hestasýningar hófust, var hann
oft fenginn til þess að sýna gæð-
inga. Minnisstætt er mörgum
fyrsta landsmót LH, sem haldið
var á Þingvöllum 1950. Þar sýndi
Ingólfur Hóla-Stjarna, sem stóð
efstur gæðinga, en einnig sýndi
hann Roða, sem var í þriðja sæti.
Um langt árabil átti Ingólfur sæti
í dómnefndum á hestamótum. Var
hann eftirsóttur til þeirra starfa
sökum glöggskyggni hans og
hlutleysis.
Sá, sem þetta ritar, kynntist
þeim hjónum, Ingólfi og Hermínu,
fyrir rúmum aldarfjórðungi, og
varð úr sú vinátta, sem aldrei bar
skugga á. Þau kynni urðu í sam-
bandi við hestamennsku, og urðu
til þess að ég byrjaði að stunda
þesa íþrótt ásamt honum. Valdi
hann fyrir mig fyrstu hestana,
sem ég eignaðist, og tókst honum
það svo vel, að ég á honum ávallt
skuld að gjalda.
Meðan ég átti heima í Reykja-
vík, vorum við oftast saman á
hestum, og voru konur okkar oft
með okkur. Eftir að við fluttum á
Kjalarnes, vorum við í nærri tvo
áratugi með hesta okkar í sömu
sumarhögum, og riðum þá mikið
út saman, en fórum einnig í lengri
ferðir. Minnisstæðar eru mér
margar ferðir í Borgarfjörð og
ferð vestur í Dali. Síðasta lengri
ferð okkar hjóna með beim Ingólfi
og Hermínu var að Þingvöllum,
þegar Ingólfur átti 75 ára afmæli.
Ingólfur var þaulreyndur ferða-
maður og var mikið af honum að
læra um alla meðferð hesta á
ferðalögum,  umhyggja  hans  og
nærgætni gagnvart hestunum var
einstök.
Eins og áður er getið, var Ing-
ólfur frábær tamningamaður,
hafði þá glöggskyggni og þolin-
mæði, sem nauðsynleg er. Því fór
ekki hjá því, að hann hafði ein-
stakt lag á börnum. Börn okkar
nutu Ingólfs í upphafi hesta-
mennsku sinnar, og var hann þeim
góður kennari. Man ég, að ein-
hverju sinni var ég að finna
eitthvað að hestamennsku dóttur
minnar, sem þá var sex ára. Þá
sagði sú litla: „En Ingólfur segir"
o.s.frv. og þýddi þá lítið fyrir mig
að segja meira, ég varð að láta í
minni pokann.
Síðustu árin hrakaði heilsu Ing-
ólfs, en alltaf var hann með hest á
gjöf, en fór nú sjaldan á bak. Er ég
hitti hann síðast, á Þorláksmessu,
sagðist hann vera heldur linur, en
hafði þó hug á að taka hest sinn á
gjóf bráðlega. Þótti honum miður,
að ég skyldi vera á bíl en ekki
ríðandi, langaði til að gefa mér
aðeins í glas. Ekki grunaði mig, að
svo stutt væri að leiðarlokum, sem
raun varð á.
Við hjónin og Brynjúlfur og
Kristín þökkum samfylgdina og
vottum Hermínu og öðrum að-
standendum innilegustu samúð
okkar.
H.-iukur Ragnarsson
Kveðja frá Hestamanna-
félaginu Fáki
Með Ingólfi Guðmundssyni er
nú horfinn af sjónarsviðinu einn
af traustustu og bestu félags-
mönnum okkar. Ingólfur var
fyrsci launaði starfsmaður félags-
ins og vann félaginu mikið gagn
um áratugaskeið. Hann var í
stjórn félagsins í mörg ár og sýrtdi
ævinlega mikinn áhuga á velferð
þess. Ingólfur var mikill og góður
hestamaður í þess orðs besta
skilningi. Hann leiðbeindi þvi oft
unglingum um meðferð hesta og
reiðmennsku og vann slík störf af
mikilli alúð. Hafa því margir notið
tilsagnar hans og munu minnast
prúðmennsku hans i þeim störfum
sem og öðrum. Hann er því kvadd-
ur af félögum sinum með mikilli
virðingu og þökk fyrir allt sem
hann hefur unnið fyrir félagið.
Eftirlifandi eiginkonu, Hermínu
Franklinsdóttur, er hér með vott-
uð okkar innilegasta samúð.
F.h. Hestanuuinafélagsins Fáks,
Örn lngólfsson
ATHYGLI skal vakin á því, aö afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
t
Frændi okkar,
GESTUR JÓNSSON.
Villingaholti,
andaöist I sjukrahusi Suourlands 15. janúar.
Systkinabörn og aorir vandamenn.
+
BJÖRGVIN INGI ÓLAFSSON,
vélsmiður,
lést i Landspitalanum þann 14. janúar sl.
Kristín Björgvinsdóttir,
Ólafur Bjorgvinsson.
Biörgvin I. Björgvinsson,
Linda Lee Dupuia.
t
Utför
ÖNNU JÓHANNESDÓTTUR,
Lindargötu 15,
Sauöarkróki,
fer fram frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 19. janúar kl. 13.00.
Jarösett veröur i heimagrafreit á Vindheimum aö athöfn i kirkju
lokinni.
Vandamenn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma.
GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR,
Brúnastoðum,
Reykjavlk,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. janúar kl.
10.30 árdegis.
Svanhildur Ingimundardóttir,   Axel Þórir Gestsson,
Hilmar Ingimundarson,         Erla Hatlemark
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og vinur,
HALLDORA JAKOBSDÓTTIR
kaupkona,
Marargötu 7,
veröurjarösunginfráGaröakirkjuföstudaginn 18. januarkl 14.00.
Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hennar er
bent á tiknarstofnanir.
Ólof Helga Benónýsdóttir,      Asgrimur Ásgeirsson,
Hjördfs Halldóra Benónýsdóttir, Hörður Lorange,
barnabörn og barnabarnaböm.
+
SIGURL AUG M. JÓNASDOTTIR
fyrrum útvarpsstjórafrú,
sem  lést  10.  januar,  veröur  jarðsungin  frá  Dómkirkjunni
fimmtudaginn 17. janúar kl. 13.30.
Björg Jónasdóttir Sen,   Jón Sen,
Jónas Jónasson,        Sigrún Siguröardóttir,
Kolbrún Jónasdóttir
og barnabörn.
Útför fósturmóður okkar.	+	
VIGDfSAR JÓNSDÓTTUR,		
sem andaöist i Hrafnistu 3	. janúar sl., fer fram frá Fossvogskirkju,	
föstudaginn 18. janúar nk.	kl. 13.30.	
Þeim sem vildu minnast	hinnar látnu er vinsamtegast	bent á
liknarstofnanir.		
F.h. vina og vandamanna,	Viggó Guðmundsson, Hjalti Þorsteinsson.	
Kransar, kistuskreytingar
BORGARBLÓMÍD
SKÍPHOLTÍ35   SÍMh 322I3
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56