Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.01.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 fclk f fréttum Barnakórinn söng undir stjórn Margrétar Guðnadóttur fóstru. J ólatr ésskemm tun í Cromwell m * Ilok desember sl. héldu íslendingar í Cromwell, Connecticut-fylki í Bandaríkjunum. jólatrésskemmtun. Þar búa nú um 33 íslendingar, námsmenn í framhaldsnámi og fjölskyldur þeirra. A skemmtuninni var m.a. dansað í kringum jólatréð, íslenskri barnakórinn í Cromwell söng jólalög undir stjórn Margrétar Guðnadóttur fóstru og fólk gæddi sér á hangikjöti og laufabrauði. Alls mættu 70 íslendingar bæði búsettir þar og úr nærliggjandi fylkjum. Það er nú orðin hefð að halda skemmtun af þessu tagi árlega og var þetta sú sjötta í röðinni. Jólasveinninn kom í heimsókn með íslenska pakka. Morgunblaðið/Þórunn Baldvinsdóttir Hér eru þau skötuhjúin Eins og getið hefur verið um sló Olivia Newton-John til á síðustu mínútum ársins 1984 og gifti sig sveini einum ungum, Matt Latt- anzi að nafni. Ekki eru menn trúaðir á hjónabönd í Hollywood og illar tungur segja að veðmál sé í gangi um hvé hjónaband þeirra Oliviu og Matta endist. Olivia þykir með afbrigðum hrifgjörn kona og freist- ingarnar eru margar í gleðiborginni Hollywood. Sheena gengin út Söngkonan Sheena East- on hefur fengið sig full- sadda af einbúalíferninu, en hún hefur nú gengið að eiga umboðsmann sinn, kappa að nafni Bob Light. Það er kannski heldur djúpt í árina tekið að tala um einbúann Sheenu, því hún hafði þekkt hinn nýbakaða eiginmann sinn í fimm ár, eða allt frá þeim tima er söngferill henn- ar fór að skila arði svo um munaði. Herra Light hefur verið umboðsmaður hennar allan þann tíma og sumir myndu segja um Sheenu nú, að hún kunni að sameina at- vinnu og ánægju. Burt og Clint, tveir ofurtöffarar. HvaÖ eru gæjarnir að sýsla? Augu fólks munu mjög bein- ast að nýjum kvikmyndum á hinu nýja ári og hér munum við líta á helstu verkefni nokk- urra vel þekktra leikara. Gömlu brýnin Burt Reynolds og Clint Eastwood leika saman i nýrri og taiinni æsispennandi Timolhy Hutton mundar byssuna fagmannlega. Þckkiði Richard Gere? Stingurinn á fullri ferð í ævintýramyndinni Dune. sakamálantvnd sem heitir Heat City. Sting, söngvari popparasveit- arinnar Police, hefur reynt fyrir sér í kvikmyndum í seinni tið og þótt standa sig bara fjári vel. Hann leikur eitt aðalhlut- verkanna í einhverri dýrustu mynd sem gerð hefur verið, vís- indaskáldverkinu Dune sem gerð er eítir metsölubók F'ranks Herbert. Myndin kostaði að sögn 50 milljónir dollara, enda tækni- brellur og þvíumlíkt með því stórkostlegasta sem enn hefur sést á hvíta tjaldinu. Á móti Sting leikur Max Von Sydow. Timothy Hutton, ungur og efnilegur hjartaknúsari, fer á kostum í njósnamynd sem ber nafnið The Faleon and the Snowman. Loks ber að geta Richards Gere, sem þykir bera af flestum koilegum sínum hvað snertir lík- amlegan gjörvileik. Hann er kannski kunnastur fyrir hlut- verk sín sem taugaveiklaðir kvennamenn í myndunum Breathless og Looking for Mr. Goodbar. Hann hefur þó sýnt að hann getur leikið prýðilega og það gerði hann í verðlauna- m.vndinni An Officer and a Gentleman. í nýjustu mynd sinni, Cotton Club, er hlutverkið sniðið fremur að leikhæfileikum en líkamsburðum og stendur Gere sig vel eins og hans var von og vísa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.