Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.01.1985, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1985 36 Minning: Sólrún Guöjónsdótt- ir, Gilsfjarðarmúla Fædd 24. febrúar 1899 I)áin 21. janúar 1985 Sólrún Guðjónsdóttir, fyrrum húsfreyja í Gilsfjarðarmúla síðar til heimilis í Króksfjarðarnesi, er látin á 86. aldursári. Sólrún fæddist í Gilsfjarðar- múla 24. febrúar 1899, dóttir hjón- anna Sigrúnar Eyjólfsdóttur og Guðjóns Jónssonar bónda þar. Hún giftist Gunnari Jónssyni frá Tröllatungu árið 1920. Þau hjónin bjuggu fyrst í Tröllatungu í sambýli með for- eldrum Gunnars, síðan nokkur ár í Hlíð við Þorskafjörð, þar til þau fluttu til Gilsfjarðarmúla árið 1932, bjuggu þau síðan þangað til þau hættu búskap árið 1968. Eftir það flutu þau að Króks- fjarðarnesi í sömu sveit og áttu þar heimili það sem eftir var ævinnar. Börn hjónanna frá Gilsfjarð- armúla eru alls níu, þá dvöldu þar einnig foreldrar Sólrúnar eftir að þau hættu búskap, allt til æviloka. Störf húsfreyjunnar í Múla voru því mikil og vandasöm, en þau ein- kenndust af samviskusemi, dugn- aði og kærleika. Hún var gædd góðum gáfum, mikilhæf kona er naut virðingar síns samfélags. Hún gleymist ekki þeim er kynntust henni. 1 Múla var öll umhirða og um- gengni góð, meðferð og hirðing á búpeningi mun þar hafa verið betri en víða þekktist. Mestur hluti búskaparára hjón- anna var á krepputímum, því þurfti mikla vinnu, fyrirhyggju og ráðdeild til að sjá stóru heimili farborða á fremur litlu ábýli. Það gafst því ekki mikiil tími til að vinna að félagsmálum, fri- stundir voru fáar, þó hafði bónd- inn á hendi ýmis félagsstörf fyrir sveit sína. Fæddur 24. nóvember 1910 Dáinn 23. janúar 1985 í dag er gerð frá Dómkirkjunni útför Teits Sveinbjörnssonar, Öldugötu 6, Reykjavík, en hann andaðist miðvikudaginn 23. janú- ar sl. í Borgarsjúkrahúsinu eftir sex vikna legu þar. Ekki var það þó fyrsta lega hans á sjúkrahúsi, því heilsuhraustur maður var hann ekki og þurfti því áður að leita lækna. Ég fann hjá mér löngun til að taka penna í hönd og setja fáein kveðjuorð á blað. Ég var fyrr á árum alltíður gestur hjá þeim hjónum Teiti og Bentu frænku minni, fyrst í Álfheimum, síðar í Ljósheimum og síðast en ekki síst á Gnoðarvogi 46, en þar bjuggu þau og ráku einnig söluturn um árabil. Ég vann hjá honum einn vetur og segja má að ég hafi haft þar á heimilinu athvarf meira og minna allan veturinn. Aldrei fann ég hjá Teiti annað en það væri sjálfsagt að ég væri þarna eins og ég ætti þar heima. Ekki er það ætlun mín hér að rekja æviferil Teits heldur aðeins að festa á blað nokkra minningar. Hjá honum var gott að vinna. Hann mat það sem vel var gert og lét það í ljósi. Hann lagði sig fram við að kenna þeim, sem voru að byrja og rétti þeim gjarnan hjálp- arhönd. Eitt dæmi langar mig að nefna frá fyrstu kvöldvakt minni. Það kom að því að ganga frá, þrífa þurfti ísvélina. Þá kenndi hann mér hvert einasta handtak, hvern- ig átti að handleika hvern einasta hlut svo best færi, þannig að öllu væri fullnægt þ.e. hreinlæti og jafnframt að fara vel með vélina. Meðal annars var hann í sókn- arnefnd Garpsdalssóknar og þau bæði hjónin mjög virkir félagar í kirkjukórnum. Þegar börnin uxu úr grasi gátu þau létt undir og gat því Gunnar drýgt tekjur búsins með því að stunda vinnu utan heimilis hluta ársins. Eiginmann sinn missti Sólrún árið 1979. Vegna hins nána sambýlis fór ekki hjá því að ég kynntist Sól- rúnu betur en ella, ég er vissulega þakklátur fyrir margar góðar stundir er ég naut á heimili þeirra hjóna. Á sl. hausti heimsótti ég Króksfjarðarnes, sem fyrr var mitt fyrsta verk að heilsa vinkonu minni Sólrúnu. Mér verður Mér fannst þetta þá ef til vill nokkur nákvæmni en það kom sér vel að læra þetta rétt í upphafi. Fleiri dæmi gæti ég nefnt frá þeim tíma, sem ég vann hjá hon- kveðjustundin minnisstæð, okkur mun sennilega báðum hafa verið hið sama í huga, að óvíst væri að við ættum eftir að sjást aftur, svo var líkamlegt þrek hennar dvínað. Sólrún hafði þá nýverið tekið sér í hönd Nýja testamentið til lestrar, eins og svo oft áður. Hun var trúhneigð og hafði boðskap Jesú Krists að leiðarljósi. Síðastliðinn laugardag kvöddu ættingjar, sveitungar og vinir Sól- rúnu Guðjónsdóttur í kirkju henn- ar í Garpsdal en hún verður jarð- sett við hlið eiginmanns síns á Akranesi í dag. Blessuð veri minningin um mik- ilhæfa konu. Ólafur E. Ólafsson um, sem báru vott um trúmennsku og velvilja hans við starfsfólkið. Teitur gaf okkur oft ýmis góð ráð, sem okkur fannst ef til vill óþörf en það var af góðum huga gert, því hann vildi öllum vel. Heimili þeirra hjóna fannst mér fallegt og hlýlegt og fékk ég síðar, eftir að ég var sjálf búin að stofna mitt eigið heimili og farin að standa í barneignum, að njóta gestrisni þeirra og einstakrar hlýju og alúðar í gíeði og sorg. Leiðir okkar hafa sjaldnar legið saman nú seinni ár vegna búsetu minnar í fjarlægð. Þó átti ég fyrir tveimur mánuðum þess kost að heimsækja þau á Öldugötuna, þar sem þau áttu heimili sitt síðustu árin, í sama húsi og dóttir þeirra og fjölskylda hennar. Þegar fund- um okkar bar saman var hann hress og hafði ég ekki haldið að svo stutt væri eftir þar til ævidegi lyki. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka honum kynnin. Benediktu móðursystur minni og Guðlaugu dóttur þeirra og fjöl- skyldu votta ég samúð mína og bið þeim blessunar á ókomnum árum. Magndís Alexandersdóttir Teitur Sveinbjörns- son — Minning raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ýmislegt Bón - Bón Þvottur - Þvottur Fallegur bíll á aöeins þaö besta skiliö og þaö fær hann hjá okkur. Við þvoum og bónum að innan sem utan. Notum aðeins bestu fáanlegu efni, vanir menn sjá um aö öll vinna og frágangur séu til fyrirmyndar. Sækjum og skilum bílum ef óskaö er. Viö erum á Smiðjuvegi 56, kjallara. Tímaþantanir eru í síma 79428. Geymið auglýsinguna. Einbýlishúsalóöir Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóö- um í Setbergi. Um er að ræöa nál. 40 lóðir, einkum fyrir einbýlishús, en einnig nokkur raö- hús og þarhús. Lóöirnar veröa byggingarhæfar á sumrinu 1985. Nánari uppl. veitir skrifstofa bæjarverkfræöings, Strandgötu 6, þ.m.t. um gatnagerðargjöld, upptökugjöld, byggingar- skilmála ofl. Umsóknum skal skila á þar til gerö- um eyðublööum sem þar fást, eigi síöar en 12. febrúar nk. Eldri umsóknir þarf aö endurnýja. Bæjarverkfræöingur. Bújörð Laus til ábúöar og/eöa sölu er hluti Narfa- staða í Suöur-Þingeyjarsýslu. Á jöröinni eru nýlegar byggingar, íbúðarhús, votheyshlaða og fjárhús fyrir ca. 450 kindur ásamt góðri aöstööu til kálfaeldis. Bústofn og vélar geta fylgt. Uppl. veitir Hreiöar Karlsson í síma 96- 41444. Fiskiskip til sölu 165 lesta, byggt í Noregi 1964. Aöalvél Call- esten 800 Ha 1982. Stór viðgerð fór fram á skipinu 1982. Skipið er mjög vel búiö til tog- veiða, línuveiða og síldveiða. Fiskiskip, Austurstræti 6, 2. hæö, sími 22475. Heimasími sölumanns 13742. Innihurður Til spónlagningar, plastlagningar eða málun- ar, einnig karmar og gerefti. Stuttur afgreiðslutími. M. Guðmundsson, Dalshrauni 12, Hafnarfirði. Sími 52159. Hvöt - Fræðslufundur Hvöt félag sjálfstæöiskvenna I Reykjavík heldur fræöslufund á vegum Krabbameinsfélags Islands um krabbamein, orsakir og varnlr, laugar- daginn 2. febrúar kl. 12.00-14.00 I Valhöll (kjallarasal). Guöbjörg Andrésdóttir hjúkrunarkennari flytur fyrirlestur, sýnir kvikmynd og svarar tyrirspurnum. Mætiö vel og stundvislega. Léttar veitingar. Stjórnin. Sjálfstæðiskonur Opið hús Landssamband sjálfstæöiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna í Reykjavlk, hafa opiö hús I Valhöll í hádeginu fimmtudaginn 31. janúar. Sjálfstæöiskonur, mætum allar og spjöllum saman. Léttur málsveröur veröur á boöstólum fyrir konur og börn sem aö sjálfsögöu eru vel- komin. Stjórnirnar Ungt sjálfstæöisfólk í Reykjavík, Kópa- vogi, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi Þorrablót veröur haldiö í Valhöll föstudagskvöld 1. febrúar nk. og hefat kl. 19.30. Þorramatur, diskótek og léttur jass, leikinn af Eyþóri Gunnarssyni, Friöriki Karlssyni, Jóhanni Ásmundssyni og Gunnlaugi Briem. Miöasala í Valhöll til kl. 17.00 föstudaginn 1. febr. Verö kr. 400. Ungt sjálfstæóiafólk fjölmenniö. Heimdallur — Týr — Stetnir — Baldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.