Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1985 7 Hafskip telur eng- in vandkvæði á að sjóbúa gámana Ráðuneytið bíður umsagnar dýralæknis „ÉG SIT uppi með hestana hérna í Reykjavík, skipið farið og verkfallið skollið á. Kg verð að reyna að koma þeim upp í sveit,“ sagði Herbert Olason frá Akureyri í samtali við Mbl., en hann og Reynir Aðalsteinsson eru eins og kunnugt er að undirbúa stofnun reiðskóla í Þýskalandi en hafa ekki fengið að flytja hesta sína þangað með gámum vegna ákvæða í gamalli reglugerð. Umsókn Herberts og Reynis um undanþágu til að flytja hrossin út með gámum til reynslu er enn til umfjöllunar í landbúnaðarráðu- neytinu. Ráðuneytið óskaði um- sagnar dýralæknis sem ekki hafði borist ráðuneytinu í gærdag. Herbert sagði að ef hrossin kæm- ust ekki út á næstunni yrðu þeir félagar fyrir milljónatjóni og það myndi tefla stofnun reiðskóla þeirra í algera tvísýnu. Gunnar Bjarnason, hrossaút- flutningsráðunautur, skrifaði ráðuneytinu bréf á sínum tíma þar sem hann mælti eindregið með því að flutningur með gámum yrði leyfður og viðskiptaráðuneyt- ið hefur samþykkt útflutninginn. Birgir ómar Haraldsson, skipa- verkfræðingur hjá Hafskip, segir í Hugmyndir um frjálsan inn- flutning olíu til fiskiskipa: Er andvígur slíkum hugmyndum — segir sjávarútvegsráö- herra, ætti ekki að hafna þeim að óathuguðu máli segir forsætisráðherra „ÉG ER andvígur hugmyndum um frjálsan innflutning olíu til flskiskipa. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem ég hef, eru olíu- viðskiptin við Sovétríkin, ef eitthvað er, hagstæðari en þau olíuinnkaup, sem átt hafa sér stað annars staðar. Viðskiptin við Sovétríkin byggja á mjög gömlum merg og hafa átt sér stað í um 30 ár,“ sagði sjávar- útvegsráðherra, Halldór Ás- grímsson, í samtali við Morgun- blaðið. „Þau byggjast upp á því, að við kaupum af þeim og þeir af okkur. 90% af því, sem við kaupum af þeim, er olía. Nú er framundan nýr fimm ára samningur við Sovétmenn, þar sem við erum almennt að biðja um að þeir kaupi meira af okkur. Við þau skilyrði er frá- leitt að tala um minni olíu- kaup af þeim. Ég teldi það vera mjög andstætt hagsmun- um sjávarútvegsins að draga úr þessum olíukaupum. Þessi olía hefur ekki verið dýrari en annars staðar og við höfum selt þeim sjávarafurðir og ég sé engin merki þess, að aðrir markaðir séu tilbúnir til að taka við þeim afurðum eins og nú standa sakir,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson. Morgunblaðið innti forsæt- isráðherra álits á hugmyndun- um um frjálsan olíuinnflutn- ing til fiskiskipa. Hann hafði eftirfarandi að segja um þær: „ef útgerðin getur flutt inn ódýrari olíu en olíufélögin þá ætti ekki að hafna því að óat- huguðu máli“. umsögn sem hann gaf um þessa flutninga að beiðni Herberts, að hann teldi engin vandkvæði á að sjóbúa hestagámana tryggilega á þilfari ms. Skaftár en leggur ekki dóm á líðan hestanna þar. Hann telur gámaskip Hafskips hentug til flutningsins þar sem þau hafi verið sérstaklega styrkt til flutn- ings slíkra gáma og gámunum sé aðeins raðað í einni hæð á þilfari. Hafskip er eina skipafélagið sem er með beinar áætlunarsigl- ingar héðan til Hamborgar, þaðan sem styst er til búgarðsins sem Herbert og Reynir hafa tekið á leigu. Ekki er hægt að flytja hest- ana i lestum skipanna þar sem þau eru alltaf með kísilgúr í lest- unum. Þess má geta að hesta má flytja í lestum skipa allt árið og fór til dæmis mun smærra skip fullt af afsláttarhrossum til Belgiu fyrr í vetur á vegum Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og annað sl. sumar. Sveinn Björnsson listmilari við eitt verka sinna, sem hann nefnir „Steinatóna“. Morgunblaðift/Árni Sæberg Sveinn Björnsson list- málari á Kjarvalsstöðum SVEINN Björnsson, listmálari, opnar á morgun málverkasýningu á Kjarvalsstöðum. Sýningin er í tilefni 60 ára afmælis listamannsins. Hún verður opnuð klukkan 16 og verður opin alla daga frá klukkan 14 til 22. Sveinn Björnsson sýnir 54 myndir málaðar á tveimur síðustu árum í Krísuvík, þar sem lista- maðurinn hefur hús á leigu frá Hafnarfjarðarkaupstað. Sýningin verður opin til 17. febrúar næst- komandi. EIN BESTU BÍLAKAUPIN í DAG! MAZDA 323 Saloon Deluxe árgerð 1985 er ríkulega útbúinn 5 manna bíll, meö nægu plássi fyrir fjölskylduna og farangurinn. Viö getum nú boöiö þennan veglega bíl á mjög hagstæðu veröi. Opið laugardaga frá kl. 10-4 BILABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Hestaflutningur Herberts og Reynis til Þýskalands:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.