Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 Tillaga nr. 14. Höfundar Reynir Vilhjálmsson, Helgi Hjálmarsson, Vilhjálmur Hjálm- arsson, Dennis Jóhannesson og Björn Helgason. Illlaga nr. 21. Höfundur Birna Bjömsdóttir. im n Tillaga nr. 28. Höfundar Jóhann Einarsson, Guðmundur Gunnlaugsson og Pétur Jóns- son. Hlutverk og mótun Amarhóls - Sex tillögur hlutu verðlaun og rétt til þátttöku á seinna þrepi NIÐURSTAÐA dómnefndar í fyrra þrepi hugmyndasamkeppni um hlutverk og mótun Arnarhóls liggur nú fyrir. Sex hugmyndir hlutu vcrðlaun, 150 þúsund krónur og rétt til þátttöku í síðara þrepi samkeppninnar, en auk þess ákvað dómnefnd að kaupa inn tvær til- lögur, fyrir 65 þúsund krónur hvora, og tvær tillögur hlutu sérstaka viðurkenningu, og fylgdu henni 50 þúsund krónur til hvors höf- undar. í formála dómnefndar segir, að tvær megin ástæður hafi legið til þess, að Reykjavíkurborg og Seðlabanki Islands ákváðu að efna sameiginlega til þessarar hugmyndasamkeppni. I fyrsta lagi var það mat forráðamanna borgarinnar að hólnum og svæðinu í kring yrði að gera eitthvað til, ef hann ætti að verða á ný það aðdráttarafl, sem hann áður var, bæði lagfæra hann og laga að þeim kröfum, sem gerðar eru til nýtingar hans sem útivistarsvæðis. í annan stað var fyrirsjáanlegt að lokið yrði við byggingu Seðlabanka íslands árið 1986 en það ár halda Reykvíkingar 200 ára kaup- staðaréttindi borgarinnar hátíðleg. Aðal- inngangur í seðlabankabygginguna verður að sunnanverðu og verður aðkoma að hon- um á þaki Kolaports, bifreiðageymslu Reykjavíkurborgar. Þetta svæði tengist Arnarhóli beint auk þess sem bankinn veit- ir skjól, sem eykur nýtingarmöguleika hóls- ins verulega, ef rétt er á haldið. En hann er einnig kjörinn til útivistar fáist þar skjól auk þess sem stórútihátíðahöld borgarbúa hafa gjarnan farið þar fram. Dómnefnd ákvað að hugmyndasam- keppnin skyldi fara fram í tveimur þrepum. í hinu fyrra skyldi leitað á sem óbundnast- an hátt eftir hugmyndum og tillögum og skyldi keppnislýsing því vera víð og frjáls- leg. Tilgangurinn var sá að gefa sem flest- um tækifæri til að taka þátt og jafnframt til þess að laða mætti fram sem fjölbreytt- astar hugmyndir, sem ekki væru þvingaðar af þröngum og fyrirfram afmörkuðum ramma dómnefndar. Sex tillögur voru síð- an valdar til þátttöku í síðara þrepi til frek- ari úrvinnslu. Jafnframt var ákveðið að kaupa tvær tillögur, sem verðlaunahafar mættu hafa gagn af í framhaldsvinnu, og tvær hlutu sérstaka viðurkenningu, sem þóttu hafa sitthvað sér til ágætis, en dóm- nefnd taldi þó vafasamt að þær væru raunhæfar, vegna umfangs, kostnaðar eða annarra þátta. Dómnefnd skipa Davíð Oddsson borgar- stjóri, dr. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri og arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson, Gunnar Friðbjörnsson og Þórarinn Þórarinsson. Trúnaðarmaður nefndarinnar er ólafur Jensson og ritari Hjörleifur B. Kvaran. Á meðfylgjandi myndum má sjá þær tillögur sem hlutu verðlaun og rétt til áframhaldandi þátt- töku. Tillaga nr. 29. Höfundar Guðrún Jónsdóttir og Knútur Jeppesen. Þessar sex tillögur hlutu verðlaun og rétt til þátttöku á seinna þrepi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.