Morgunblaðið - 09.02.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985
Tillaga nr. 14. Höfundar Reynir Vilhjálmsson, Helgi Hjálmarsson, Vilhjálmur Hjálm-
arsson, Dennis Jóhannesson og Björn Helgason.
Illlaga nr. 21. Höfundur Birna Bjömsdóttir.
im n
Tillaga nr. 28. Höfundar Jóhann Einarsson, Guðmundur Gunnlaugsson og Pétur Jóns-
son.
Hlutverk
og mótun
Amarhóls
- Sex tillögur hlutu verðlaun og
rétt til þátttöku á seinna þrepi
NIÐURSTAÐA dómnefndar í fyrra þrepi
hugmyndasamkeppni um hlutverk og mótun
Arnarhóls liggur nú fyrir. Sex hugmyndir
hlutu vcrðlaun, 150 þúsund krónur og rétt til
þátttöku í síðara þrepi samkeppninnar, en auk
þess ákvað dómnefnd að kaupa inn tvær til-
lögur, fyrir 65 þúsund krónur hvora, og tvær
tillögur hlutu sérstaka viðurkenningu, og
fylgdu henni 50 þúsund krónur til hvors höf-
undar.
í formála dómnefndar segir, að tvær
megin ástæður hafi legið til þess, að
Reykjavíkurborg og Seðlabanki Islands
ákváðu að efna sameiginlega til þessarar
hugmyndasamkeppni. I fyrsta lagi var það
mat forráðamanna borgarinnar að hólnum
og svæðinu í kring yrði að gera eitthvað til,
ef hann ætti að verða á ný það aðdráttarafl,
sem hann áður var, bæði lagfæra hann og
laga að þeim kröfum, sem gerðar eru til
nýtingar hans sem útivistarsvæðis. í annan
stað var fyrirsjáanlegt að lokið yrði við
byggingu Seðlabanka íslands árið 1986 en
það ár halda Reykvíkingar 200 ára kaup-
staðaréttindi borgarinnar hátíðleg. Aðal-
inngangur í seðlabankabygginguna verður
að sunnanverðu og verður aðkoma að hon-
um á þaki Kolaports, bifreiðageymslu
Reykjavíkurborgar. Þetta svæði tengist
Arnarhóli beint auk þess sem bankinn veit-
ir skjól, sem eykur nýtingarmöguleika hóls-
ins verulega, ef rétt er á haldið. En hann er
einnig kjörinn til útivistar fáist þar skjól
auk þess sem stórútihátíðahöld borgarbúa
hafa gjarnan farið þar fram.
Dómnefnd ákvað að hugmyndasam-
keppnin skyldi fara fram í tveimur þrepum.
í hinu fyrra skyldi leitað á sem óbundnast-
an hátt eftir hugmyndum og tillögum og
skyldi keppnislýsing því vera víð og frjáls-
leg. Tilgangurinn var sá að gefa sem flest-
um tækifæri til að taka þátt og jafnframt
til þess að laða mætti fram sem fjölbreytt-
astar hugmyndir, sem ekki væru þvingaðar
af þröngum og fyrirfram afmörkuðum
ramma dómnefndar. Sex tillögur voru síð-
an valdar til þátttöku í síðara þrepi til frek-
ari úrvinnslu. Jafnframt var ákveðið að
kaupa tvær tillögur, sem verðlaunahafar
mættu hafa gagn af í framhaldsvinnu, og
tvær hlutu sérstaka viðurkenningu, sem
þóttu hafa sitthvað sér til ágætis, en dóm-
nefnd taldi þó vafasamt að þær væru
raunhæfar, vegna umfangs, kostnaðar eða
annarra þátta.
Dómnefnd skipa Davíð Oddsson borgar-
stjóri, dr. Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri og arkitektarnir Guðmundur Kr.
Guðmundsson, Gunnar Friðbjörnsson og
Þórarinn Þórarinsson. Trúnaðarmaður
nefndarinnar er ólafur Jensson og ritari
Hjörleifur B. Kvaran. Á meðfylgjandi
myndum má sjá þær tillögur sem hlutu
verðlaun og rétt til áframhaldandi þátt-
töku.
Tillaga nr. 29. Höfundar Guðrún Jónsdóttir og Knútur Jeppesen.
Þessar sex tillögur
hlutu verðlaun og rétt
til þátttöku
á seinna þrepi