Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1985, Blaðsíða 16
16 B MOftGUNBLAÐIÐ, SUNNÍIDAGUR 17. FEBRÚAR 1985 GRAFIK Þeir eru löngu hættir að fremja tónsmíðar á krossviðarplötur og málningarlok og hafa snúið sér að þróaðri vinnuaðferðum. Um nýj- ustu breiðskífuna þeirra segir hljómplötugagnrýnandi Mbl. 12.02. að hún sé „eitthvert mest lýsandi dæmið um það hve fram- bærilegt íslenskt popp/rokk er í dag, þrátt fyrir bölsýnishjal úr öllum áttum". Gamia græna húsið sem stóð við fjörukambinn á ísafirði og sungið er um í smellinum „Húsið og ég“, hefur varla órað fyrir því að það ætti eftir að lenda á vinsældalista ann- arra en veðra og vinda fyrir vestan. Bjartar vonir vakna ótt og títt í tónlistar- heiminum, en oft aðeins til þess að lognast út af jafnóðum. Stundum verður þó vonarneistinn að velgengni og þá er gaman að lifa hjá við- komandi tónlistar- mönnum, að ekki sé tal- að um þá, sem alltaf höfðu trú á því að ein- mitt þessi tiltekna hljómsveit gæti gert það gott, bara ef hún fengi „cjéns“. knyndin febt í hvers og eins Spjallað við hluta hljómsveitarinnar Grafík Það hefur t.d. áreiðanlega ekki komið Isfirðingum neitt á óvart þegar nafnið Grafík fór að fikra sig upp eftir vinsældalistunum og skífan „Get ég tekið cjéns?“ kom út með hæsta stigatölu í vali tíu dæguriagagagnrýnenda á bestu ís- lensku breiðskífunni á liðnu ári. Hjá mörgum dægurskríbent- anna þýddi nafnið Grafík líka ým- ist „bjartasta vonin“ eða „besta lagið“, þegar reikningar síðasta árs voru gerðir upp og öldur ljós- vakans létu ekki sitt eftir liggja, hlustendur hömpuðu hinum graf- ísku tónsmíðum óspart. Og það áð- ur en bylgjur rásar 2 fóru að ná vestur á firði, þar sem hljómsveit- in Grafík var stofnuð vorið ’81. „Get ég tekið cjéns“ er þriðja platan sem hljómsveitin sendir frá sér og Grafík er því engin nýgræðingur í tónlistarheiminum, þó að ræturnar liggi utan Reykja- víkur. Það þótti því ekki úr vegi að spjalla við nokkra þeirra sem sveitina skipa og fá þá til að kort- leggja tilveru hennar fyrir lesend- ur, að einhverju marki a.m.k. Kjarnann í Grafík skipa nú þeir Helgi Björnsson, söngvari, Rúnar Þórisson, gítarleikari, og Rafn Jónsson, trommuleikari. Auk þeirra leika þeir Haraldur Þor- steinsson og Styrmir Sigurðsson á bassa og hljómborð með hljóm- sveitinni um þessar mundir og oft kalla þeir líka til liðs við sig saxó- fónleikarann Einar Braga og Ab- dullah, sem leikur á hin ýmsu ásláttarhljóðfæri og á, eins og nafnið bendir til, ættir sínar að rekja til framandi stranda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.