Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 71 Haukur Kristins- son netagerðarmaður Fæddur 4. janúar 1904 Dáinn 23. október 1984 Það er lífsins saga að menn og konur fæðast, vaxa, þroskast og falla um síðir, en hafa á leiðinni náð unaði lífsins í störfum sínum, notið lífshamingju og alið með sér fastmótaða hljóðláta framkomu í dagsins önn og bindindi. Einn af slíkum mönnum var Haukur Kristinsson fyrrverandi bóndi og söngstjóri í Núpskirkju í Dýrafirði. — Hann var einn af æskuvinum mínum í Dýrafirði, frá skólaárum mínum í Núpsskóla veturna 1916—1918. Kynni okkar þá tengdust fyrir líkan aldur og nokkuð lík sjónarmið á framkomu unglinga, til stefnumála þeirra tíma, sem margir æskumenn létu heillast af UMF. Haukur fæddist að Núpi 4. janúar 1904. Foreldrar hans voru Rakel Jónasdóttir, Skagfiskrar ættar og Kristinn Guðlaugsson, Eyfirðingur, bróðir séra Sigtryggs Guðlaugssonar prófasts á Núpi. Koma þessara bræðra setti dýrmætan svip á samtíð sína. Kristinn kom um 1890, Sigtryggur 1905. Bróðir komandi með fram- réttar hendur til eflingar á áhuga á ræktun huga og handa í málefn- um flestra íbúa Vestfjarða og víð- Fæddur 29. september 1901 Dáinn 28. febrúar 1985 Einn aldamótamaður var kvaddur hinztu kveðju frá Hall- grímskirkju í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd laugardaginn 9. marz 1985 og lagður þar í skaut móður- jarðar, þeirrar móður sem hann ann og vann af heilum drengskap langan vinnudag. Hann var sveit- úngi og samherji vor í bændastétt um áratuga skeið. Hann hét Sveinn Hjálmarsson f.v. bóndi á Svarfhóli í Hvalfjarðarstrand- arhreppi. Framvinda tímans er óstöðvandi, vinir koma og vinir kveðja. Tveir heiðursbændur jafn- aldrar og næstu grannar langa ævi og farsæla, bændur úr sveit- inni okkar kæru, eiga næstum samleið út af sviðinu. Hjá því verður ekki komist, að við sem eft- ir stöndum berum nokkurn söknuð í brjósti, þó hinu verði fagnað, að vegferð skuli lokið án örkumla og ellihrörleika, slík endalok eru eng- um til gleði. ölafur ólafsson f.v. bóndi á Eyri bjó langa tíð á norðurbakka Laxár, þannig lágu lönd Svarfhóls og Eyrar saman, hann var til hinztu hvflu lagður 4. marz 1985 í Gufunesi. Sveinn Hjálmarsson var kom- MINNINGARGREIN birtist bér í blaðinu í gær um Jórunni Ólafsdótt- ur frá Hamrahóli. Þau leiðu mistök urðu að myndin af henni, hér að ofan, mislagðist og varð eftir. Er beðist velvirðingar á mistökunum, um leið og myndin af henni er birt. ar. Gamlir Dýrfirðingar minnast þeirra góðu gömlu daga: „Þá Núpsskóli reis upp í túni Kristins á Núpi, og af honum studdur undir framkvæmdastjórn prestsins Sig- tryggs bróður hans. Hamingja fylgdi komu þeirra og blessun." Aidamóta unglingar í nærsveit- um Núps dreymdu dagdrauma, til verka og lærdómsmáta. Þegar rödd þeirra bræðra heyrðist á fundum og kennslu í skólanum, flutt af fimi tungunnar, í fyllingu þekkingar og alvöru lífsins. Þessu gátu ungu mennirnir þá, og nú gamlir menn, eigi gleymt. Við þessi viðhorf ólst Haukur upp og tileinkaði sér til hins ýtrasta. Verður ungur nemandi í Núps- skóla og lagði gjörva hönd, að bú- störfum hjá föður sínum, oftast heimavið, utan einn eða tvo vetur starfsmaður á búi bondans í Kal- manstungu í Borgarfirði. Oft var hann i vinnu við skólabúið, á haustin hjá frænda sínum. Hauk- ur var nokkuð hlédrægur, vel stilltur og hugljúfur í allri sambúð við heimilisfólk sitt, sem oft var margt, t.d. systkini, 4 systur og 3 bræður hans — svo var um alla er hann þekktu. Einn var sá erfða- þáttur, sem fylgdi þeim norðan bræðrum. Það var sönglistin og lagasmið þeirra, orgelleikur Krist- inn af borgfirzku bændafólki lángt um ættir fram. Foreldrar hans voru Hjálmar Guðnason og Guðfinna Jónsdóttir búandi hjón á Svarfhóli og víðar. Foreldrar Hjálmars voru Guðni Hjálmars- son og Jóhanna Ulugadóttir hjón í Sarpi í Skorradal. Foreldrar Guðna voru Hjálmar Jónsson og Guðrún Sigurðardóttir, hjón í Grafardal. Foreldrar Jóhönnu voru Illugi Ásgrímsson og Gróa Ólafsdóttir, hjón á Þverfelli í Lundarreykjadal. Foreldrar móð- ur Sveins voru Jón Erlendsson og Guðrún Hannesdóttir, Jónssonar og Auðbjargar Þorleifsdóttur, hjón á Syðribrú í Grímsnesi. For- eldrar Jóns voru Erlendur Berg- sveinsson og kona hans Guðleif Jónsdóttir í Gröf í Grímsncsi. Kom frá Seli í Grímsnesi að Hóli í Svínadal 1856 bóndi þar og síðar á Svarfhóli til 1900, er síðast hjá Erlendi syni sínum þar, duglegur bóndi, segir í Bæ.V. 352. Sveinn tók við búsforráðum á Svarfhóli árið 1932 af foreldrum sínum, ásamt einkabróður, Guð- jóni, sem var tveim árum ýngri. Sagt var að þeir bræður hefðu fengið góðan arf frá efnuðum frænda sínum, sem enga afkom- endur átti. Hjónin á Svarfhóli, Hjálmar og Guðfinna, áttu aðeins þessa tvo syni. Þau vissu hvert hugur þeirra stefndi. Þetta voru dugnaðarmenn og sveitin þeim kær og allt það líf sem hún býður uppá. Það hefur ekki farið fram hjá foreldrunum hvað drengjun- um þeirrra bjó í brjósti. Þau komu því til móts við þá og buðu þeim að taka við eignum þeirra, jörð og búi, óvíst var að löng bið eftir þessum arfi gæfi farsælli lausn. Þeir munu sjá þeim fyrir fram- færslu og aðhlynníngu til loka- dags. Mikil ólga var í brjósti þess- ara ungu sveina til að láta til skarar skriða og hefja stórt átak, og einhugur var um að á jörðinni skyldi nýtt stórvirki risa, sem bera skyldi því vitni að þarna voru dugandi menn að verki, sem gafst tækifæri til að sýna hvað í þeim bjó. Gamla bæjarstæðið á Svarfhóli var niður á miðju túninu, þar stóð járnklætt timburhús ásamt úti- húsum. Hinir ungu hugdjörfu menn tóku nú heldur betur til við stórframkvæmdir, þó á heims- krepputímum væri. Þeir byrjuðu á ins og hörpuleikur séra Sigtryggs. „Eplið féll ekki langt frá eik- inni,“ þar sem Haukur var. Hann sagði á efri árum, að afloknu dags- verki, hafi leið hans legið að orgeli föður síns og hann notið þar hvíld- ar og ró, við hljómtóna orgelsins, og eins tónanna innra með sér sjálfum. Með árum og æfingunni náði hann þeirri leikni í söng- starfi, að frændi hans Sigtryggur réði hann til söngkennslu í skólan- um sínum sem Haukur vann í ró og af dyggð. Eftir að faðir hans hætti söngstjórn í Núpskirkju sökum veikinda, tók Haukur við og starfaði þar til efri ára, sem söngstjóri í Núpskirkju, og öðrum t.d. Sandskirkju við sum tækifæri. Á síðustu starfsárum sínum, sam- einuðu Haukur og Guðjón Davíðs- að girða allt land jarðarinnar fjárheldri netgirðingu, en það er alllöng leið um óslétt land, hálsa og mýrarsund. Svarfhólsland ligg- ur sunnan Laxár í Svínadal, mót Hlíðarfæti og Eyrarlandi að norð- an. Þó áin gefi nokkrar tekjur í veiði, þá er hún engu að síður oft til trafala, brýtur af bökkum, flyt- ur aur og grjót uppá graslendið fyrir utan það að vera oft erfið yfir að fara. Svarfhóll á einnig land móti eftirtöldum jörðum: Hurðarbaki, Eystra-Miðfelli, Kalastaðakoti, Kalastöðum og Saurbæ. Austurhluti Svarfhóls- lands er skógivaxið mót Vatna- skógi. Þar er nú risin allþétt byggð sumarbústaða. Næst var að taka til við að byggja upp öll hús jarð- arinnar, og færa bæjarstæðið uppá hæðina nær Múlanum, þar sem það er síðan. Þarna reis af grunni ein sú stærsta og veglegasta kastala- byggíng í sveit á þessum slóðum og þó víðar væri leitað. Til að sjá var bygging þessi sem stór fer- kantaður steinsteypukassi. Þarna var fyrir öllu séð í einu húsi, sem duga mætti um ókomna tíð. Tvær íbúðir í miðju húsinu mót suðri og sól, fjós á steyptu haughúsi i aust- urendanum, þurrheyshlaða í miðjuhúsi mót norðri, fjárhús og hesthús í vesturendanum og bú- vélageymsla í kjallara í norðan- verðu húsinu. Löngu seinna byggði Sveinn svo votheysturn norðan við fjósið. Þessi byggíng vakti athygli og var sannarlega byggð fyrir framtíðina og stendur enn í dag fyrir sínu eftir rúm 50 ár. Sveinn vann mikið að jarðarbót- um, svo töðuvöllur er stór og góð- ur á Svarfhóli. Sveinn bjó góðu búi og ég hygg arðsömu. Hann sparaði ekki fóðrið í búféð og lagði mikla vinnu í umhirðu þess. Hitt er svo annað mál, að störf einyrkjabónd- ans eru oft ærin, og satt best að segja lýjandi og erfið, það svo að menn verða útslitnir áður en þeir vita af. Þó Svarfhóll sé í miðri sveit er búseta þar all erfið, eða var það lengst af. Afleggjarinn af þjóð- braut er alllangur og getur verið erfiður yfirferðar við misjafnar aðstæður að vetrarlagi. Sveinn lagði mikið á sig til að komast í sæmilegt vegasamband, og naut þess seinni árin, þegar hann hafði eignast dráttarvél. Voru það mikil viðbrigði miðað við vegleysur, og þurfa oft að flytja mjólk á hest- klökkum. Sannast sagna voru mjólkurflutningar frá Svarfhóli á Hurðarbaksmel einn erfiðasti þátturinn í bústörfunum. Oft var Sveinn seint fyrir, hann vissi að mjólkurbíllinn kom ekki fyrr en son, söngstjóri Mýrakirkju, söngkrafta kirknanna í einn söng- kór. Annað og aðalstarf Hauks voru bústörf með Valdimar og Áslaugu konu hans, eftir að faðir þeirra hætti búskap, vegna aldurs. Af hinni ágætustu samvinnu og snyrtimennsku, var búskapurinn unninn enda báðum þeim bræðr- um eiginlegt í hverju starfi til lands og sjávar. fbúðarhús er tveggja hæða hús, sín íbúðin þeirra á hvorri hæð og peningshús góð. Um miðjan aldur giftist Haukur valinkunnri konu og ljósmóður, Vilborgu Guð- mundsdóttur frá Fremri-Hjarð- ardal í Dýrafirði. Öllum þótti vel fara þá Vilborg og Haukur bund- ust eiginorði, enda af góðum ættstofnum. Vegurinn um Dýra- fjörð liggur um hlaðið á Núpi og oft kumu „Sandsmenn" við hjá þeim bræðrum og nutu hlýju húss og fólks, auk góðgerða í mat og drykk. Þá var oft sest við skrif- borð hans og rætt um nótnablöð sönglaga hans og nokkurra ann- arra sagnaþátta hans. Þó hann að eðlisfari væri hlédrægur var gam- an að vera með honum í stofunni hans, og jafnvel að segja honum sína sögu. Þá leiftraði hugur hans í mynd minninganna. Það traust höfðu samtíðarmenn til Hauks að þeir kusu hann í mörg ár sem annan endurskoðanda Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri. Þau hjónin Vilborg og Haukur eignuðust tvö börn, Margréti, gifta á ísafirði og Guðmund, er undir kvöld og oft vildi komutími hans vera óreglulegur, kom það sér ílla fyrir Svein, því hann þurfti oft að hitta bílstjórann og einnig sækja flutning. Oft spilltist veður, svo dimmt var og vandratað heim, reyndar langt liðið á kvöldið stundum. Þá var að taka til við fjósverkin. Lína kona Sveins, hjálpaði við mjaltirnar, en það segir sig sjálft, að kona sem ól honum 6 börn og gekk þrisvar sinnum með tvíbura, hefur ekki alltaf verið tilkippileg í erfiðis- verkin úti við, þó hún hafi að sér lagt, um það efast ég ekki. Og seinni árin var hún farin að bila í fótum og ekki til útiverka. Hún hafði oft stórt heimili um að hugsa, því þar var oft stunduð barnakennsla á heimilinu, og þar hélt kennarinn til og oft eitthvað af tökubörnum. Sveinn var orð- lagður vilja og greiðamaður, hann var frábær eiginmaður og faðir, barngóður og nærgætinn. Hann reyndist konu sinni eins og best verður á kosið, börnunum einnig. Þetta var samhent fjölskylda og samrýnd. Ég hygg það hafi verið gæfuspor þeirra beggja, Sveins og Línu, að eiga samleið í lífinu. Henni kom vel að hitta traustan, góðan og vandaðan mann til að eiga samfylgd með, hann brást engum hann Sveinn, því mátti treysta. Það sama mátti segja með Svein, það var hann ómetanlega lán að eignast trausta, duglega ágætiskonu, sem helgaði sig heim- ilinu, manni sínum og börnum. Þetta var gott fjölskyldulíf og heilladrjúgt, þeim til sóma og mörgum til gagns. Guðjón, bróðir Sveins, var ekki eins heppinn, hann giftist ungri stúlku að sunn- an, sem gafst fljótt upp á sveita- búskapnum og fékk hann til að flytja suður með sér og skildi þar við hann, þar með var grunninum undan hans búskap splundrað. Þau eru bæði dáin fyrir mörgum árum. Lína Arngrímsdóttir, kona Sveins, er upprunninn ísfirðingur, dóttir Arngríms Bjarnasonar rit- stjóra og athafnamanns, sem þekktur var á#inni tíð, hann átti mörg börn með sinum tveimur konum. Sveinn var lengi Búnaðar- félagsformaður í sveit sinni og fulltrúi Búnaðarfélags íslands, greiddi út jarðabótastyrki o.m.fl. Sveinn var traustur trúnaðarmað- ur í öllu sem honum var trúað fyrir, orðheldinn, minnugur og vandaður í alla staði. Sveinn var hagorður og vel máli farinn. Það var oft gaman að Sveini, hann svaraði allra manna best fyrir sig, það var enginn öfundsverður af að lenda í orðakasti við hann. Sveinn Hjálmars- son, Svarfhóli lést 15 ára. Var það harmur mikill foreldrum og öllum er til þekktu. Persónulega fannst mér og eflaust öllum ,að þar hefði brostið einni glæstasti og sterkasti þáttur þeirra Núpsverja, sem framtíðar manns með einkenni foreldra og forfeðra. Við þetta áfall sýndu þai* hjón fádæma ró og stillingu. Frá sjö ára aldri ólst Torfi Sigurðsson, bróðursonur Vilborgar upp hjá þeim hjónum en hann hafði þá misst móður sína. Torfi er nú bú- settur í Reykjavík. Á áttunda áratug Hauks minnk- aði heilsan smátt og smátt, en bættist oft við hjálp lækna. Þá hættu þau búskap og Vilborg tók að sér hjúkrunarstörf á Sjúkra- húsinu á Þingeyri. Áttu þau þá heima á veturna á Þingeyri og nokkurn tíma að sumrinu að Núpi. Síðastliðið sumar fluttu þau til ísafjarðar í hús sem Margrét dótt- ir þeirra býr í. Hinn 23. október 1984 dó vinur minn Haukur og leitt að vita hvað kveðja mín er síðbúin, ég frétti svo seint um fráfall hans vegna fjarveru minn- ar. Vilborg — ég vil þakka þér hversu oft þú tókst á móti mér og leiddir mig inn til vinar okkar, með vissu um gott og skemmtilegt samtal meðal okkar í anda þess góða. Vilborg, þú hin elskandi kona Hauks Kristinssonar frá Núpi, ég bið góðan Guð að blessa þig og fjölskyldu þína, systkini hans og alla ástvini ykkar, nær og fjær. Guð annist hann og varðveiti. * Guðmundur Bcrnharðsson frá Astúni Hann talaði oft á fundum og lét sig það engu skipta þó hann væri málhaltur vegna galla á vör. Hann sagði mér það, að ungur maður hefði hann ekki ætlað að geta yfir- stigið þetta mótlæti, en þá tók hann til sinnar hugdirfsku, sem hann átti svo mikið af og hét þvi að aldrei framar skyldi hann láta sem hann vissi af þessum með- fædda galla. Við það stóð hann með sóma og varð meiri maður af. Sannleikurinn er sá, að þeir sem þekktu Svein báru virðíngu fyrir honum, annað var ekki hægt, vegna hans miklu mannkosta. Hann var allra manna færastur til að gera upp sín mál, við lága sem háa, hann kom allsstaðar fram sem heill, óragur drengskapar- maður, skarpgreindur, orðhepp- inn, með útrétta hjálparhendi hvar og hvenær sem með þurfti. Viljinn til allra verka var ótak- markaður, reyndar var hann orð- inn mikið útslitinn og boginn f baki eftir erfiðan ævidag, sem hann skilaði af sér með miklum sóma. Í Við Sveinn vorum næstu grann- ar í áratugi, hvergi sló skugga á okkar kynni eða samskipti, en þau voru þó nokkur stundum. Sveinn var góður granni og eins og fyrr segir heill og sannur i öllum við- skiptum, boðinn og búinn til góðra verka. Ég og fjölskylda mín mun- um ætíð minnast Sveins og hans fjölskyldu af hlýjum hug, með fyllstu virðingu. Smá óhapp veld- ur því að ég er ekki við á kveðju- stund. Sveini Hjálmarssyni þakka ég að leiðarlokum góð kynni, drengskap og sýndan vinarhug. Blessuð sé minníng hans. Valgarður L. Jónsson frá Kvstra-Miðfelli. Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróörarstöö viö Hagkaup, simi 82895.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.