Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 92. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 24. APRlL 1985
fR**0isttMjttoifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aostoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Arni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Agúst Ingi Jónsson
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Enginn ánægður
með Kjaradóm
Lengi hefur verið beðið eftir úr-
skurði Kjaradóms um laun
ríkisstarfsmanna í Bandalagi há-
skólamanna. Hann var loksins
kynntur á mánudaginn. í stuttu
máli má segja, að enginn sé
ánægður með úrskurðinn. Forvíg-
ismenn BHM telja launahækkun-
ina of litla en talsmenn ríkissjóðs
eru þeirrar skoðunar að hún sé of
mikil. Kjaradómur sjálfur klofn-
aði í þrennt. Meirihlutinn, þrír
dómarar, standa að úrskurðinum.
í öðru sératkvæðinu er niðurstaða
meirihlutans talin leiða til of
mikillar launahækkunar en í hinu
til of lítillar. Meirihluti dómsins
unir kannski bærilega glaður við
sitt með þeim rökum að úr því
enginn sé ánægður hafi verið gert
jafnt á hlut allra og þar með
dæmt af sanngirni.
Meðalhækkun launa hjá
BHM-fólkinu er samkvæmt úr-
skurði Kjaradóms 14,8% frá og
með 1. mars 1985. Mest er hækk-
unin hjá kennurum eða um 17%,
séu þeir ekki taldir með er meðal-
hækkunin 12,3%. Almennt hafa
laun ríkisstarfsmanna í BSRB
hækkað um 7 til 8% umfram
hækkanir hjá BHM-mönnum
undanfarið. Þannig að segja má,
að séu kennarar ekki taldir með
hjá BHM fái ríkisstarfsmenn í
BHM launahækkun sem sé 4 til
5% umfram almenna félaga í
BSRB. Kennarar í BSRB fengu 3
til 4% umfram aðra vegna heima-
vinnu, þannig að launamunurinn
hjá kennurum í BSRB og BHM
virðist vera sá sami og þegar litið
er á heildina.
Skiptar skoðanir eru vafalaust
um það, hvort þessi launamunur
sé nægilega mikill eða of mikill.
Um samanburð af þessu tagi
verða menn seint sammála frekar
en um samanburð milli kjara
þeirra er starfa hjá ríkinu annars
vegar og hinu opinbera hins veg-
ar. Eins og lesendum Morgun-
blaðsins ætti að vera vel kunnugt
eftir fjölda greina og frétta um
það efni á síðum blaðsins, voru
það helstu rök BHM-manna í
málflutningnum fyrir Kjaradómi,
að bilið milli launa á almennum
markaði og ríkinu hefði vaxið
mjög undanfarið og lögum sam-
kvæmt bæri Kjaradómi skylda til
aö gæta þess að ríkisstarfsmenn
njóti sambærilegra kjara og þeir
menn með svipaða menntun,
sérhæfni og ábyrgð, sem vinna
hliðstæð störf hjá oðrum en rík-
inu.
Málflutningurinn fyrir Kjara-
dómi snerist um þennan saman-
burð en í úrskurði meirihluta
dómsins segir, að allur saman-
burður í þessu efni sé mjög erfið-
ur og vandasamur vegna þess, hve
ólík launakerfi ríkisins og hins al-
menna markaðar séu. Til dæmis
er á það bent að yfirvinnugreiðsl-
ur til hærra launaðra ríkisstarfs-
manna séu mun hærra hlutfall af
heildarlaunum þeirra en hjá sam-
bærilegum aðilum á almennum
vinnumarkaði. Meirihluti Kjara-
dóms telur ekki nægilegar rann-
sóknir liggja fyrir til að unnt sé
að færa laun ríkisstarfsmanna
fyrir dagvinnu til samræmis við
launakjör á almennum markaði,
en sérstök samanburðarnefnd að-
ila vinnur nú að frekari rann-
sóknum á þessu sviði.
Kjaradómi verður ekki áfrýjað.
Réttlát niðurstaða í samanburði á
launakjörum fæst ekki í áróð-
ursstríði eins og því sem samn-
inganefnd BHM hefur staðið
fyrir. Starfsemi ríkisins verður
hins vegar ekki haldið uppi nema
til þess ráðist sæmilega hæfir
menn með bærileg laun. Þetta síð-
asta atriði viðurkenna allir, vand-
inn er að finna meðalhófið sem
flestir eru ásáttir um. Kjaradóm
nú er unnt að líta á sem áfanga í
þeirri leit.
Morgunblaðið
og Stjórnar-
tíðindi
Eins og sagt var frá hér í blað-
inu í gær bar lögfræðingur
fimm skipa sem hlotið hafa dóm
fyrir landhelgisbrot undan Staf-
nesi fyrir sig, að skipstjórar hafi
byggt á frétt Morgunblaðsins um
veiðiheimildir Dómari benti
réttilega á, að Morgunblaðið væri
ekki lögformleg heimild í þessu
efni heldur Stjórnartíðindi.
Athugun Morgunblaðsins hefur
nú leitt í ljós, að frétt blaðsins að
því er varðar bátana við Stafnes
var í samræmi við tilkynningu er
sjávarútvegsráðuneytið sendi rit-
stjórn blaðsins, en hún er óná-
kvæm hvað gildistíma varðar.
Prentvilla var hins vegar í frétt
um veiðisvæði á Selvogsbanka,
þar sem togarinn Klakkur var
tekinn að veiðum. Ritstjórn blaðs-
ins lítur það og málið í heild mjög
alvarlegum augum. Hér eftir mun
blaðið ekki birta tilkynningar af
þessu tagi í fréttadálkum sínum
og beinir því til sjávarút-
vegsráðuneytisins að nota fram-
vegis auglýsingadálka blaðsins og
vekja rækilega athygli á því að
menn kynni sér reglurnar hjá
stjórnvöldum, sem ein eiga að
bera ábyrgð á því að þær komist
til skila.
Helgi Hálfdanarson:
KIMl
í nýju hefti tímaritsins Skímu
ræða nokkrir málfræðingar og
kennarar um íslenzka málstefnu.
Yfirleitt eru greinar þeirra gleði-
legur vitnisburður um einbeittan
áhuga á verndun þjóðtungunnar
og vilja til að taka á þeim vanda af
festu og sanngirni. Skíma er því aö
þessu sinni, sem svo oft áður, mik-
ið fagnaðarefni öllum þeim sem
láta sig farnað móðurmálsins
nokkru skipta. Þó langar mig til
að gera lítils háttar athugasemdir
við fáein atriði sem þar koma
fram.
Dr. Höskuldur Þráinsson pró-
fessor ritar grein sem hann nefnir
Um málstcfnu og málvöndun. Eins
og vænta mátti ræðir hann málin
af hispurslausri hógværð og tekur
á hættulegum vafa-atriðum með
hyggilegri gát.
A þessu þingi virðist Höskuldur
öðrum fremur í vafa um það, að til
sé nokkuð sem kallazt geti íslenzk
málstefna. Því til staðfestingar
nefnir hann til sögunnar þrjá
ágæta málfræðinga og leitast við
að sýna fram á, að ekki komi þeim
sem bezt saman um það, í hverju
þessi stefna sé fólgin. Þar að auki
kveður hann minn vesaling á
vettvang, og virðist mikið i mun
að komast að þeirri niðurstöðu, að
við Baldur Jónsson prófessor séum
ekki sammála í hvívetna.
Raunar hélt ég, að það gæti
naumast orðið saga til næsta bæj-
ar, að okkur Baldur Jónsson kynni
að greina á um eitthvað. Hins veg-
ar vill svo til, að i þessu sama
Skímu-hefti gerir Baldur skýra og
afdráttarlausa grein fyrir því sem
hann telur að sé og eigi að vera
íslenzk málstefna; og hvort sem
það sætir meiri eða minni tíðind-
um, þá tek ég undir hvert orð sem
í grein hans stendur.
Höskuldur minnist á nýlegt
smákver, sem ég átti hlut að og
nefnist Gtetum tungunnar. Þykir
honum farið ógætilega með orðin
rétt og rangt, þegar talað er um
málfar í kveri þessu. Hann vill í
þeim efnum gera sem gleggstan
greinarmun á orðunum rétt og
rangt annars vegar og gott og vont
hins vegar.
Auðvitað er hægt að glöggva sér
þennan greinarmun. Gallinn er
bara sá, að gott og vont getur síður
átt við annað í máli en stíl, og stíll
er utan og ofan við alla raunveru-
lega málstefnu. Að öðrum kosti
hljóta orð þessi að nálgast um of
merkingu orðanna rétt og rangt til
þess að dilkadrátturinn svari
kostnaði.
Höskuldur tekur það til dæmis,
að í kveri þessu er mælt með orða-
laginu „Bílstjórinn sagði, að sér
hefði tekist að aka þessa leið"
fremur en „... að honum hefði
tekist.. .*, nema bílstjórinn sé að
tala um annan en sig. Ástæðan til
þessarar athugasemdar í kverinu
góða er ekki langsótt: I þessu sam-
bandi er afturbeygða fornafnið
nákvæmara en hitt; þar tæki það
af öll tvímæli, en persónufornafn-
ið ekki. Það hlýtur að teljast æski-
legt, að málnotkun sé sem skýrust,
sé sem mest án tvímæla, en óæski-
legt að hún sé loðin og ómarkvís.
Raunar er þar um að ræða sjálfa
kviku allrar málræktar. Og það
sem í því tilliti er æskilegt, hika
ég ekki við að kalla rétt. Ruglingur
á fornöfnunum tveimur, í þessu
sambandi sem öðrum, slævir eggj-
ar málsins og sviptir það tján-
ingarmætti sinum að sama skapi.
Þess vegna tel ég að móðurmálinu
sé lítill greiði gerður með því að
mæla þessum ruglingi bót.
Á það bendir Höskuldur að
persónufornafnið í þessu sam-
bandi eigi sér ekki síður fordæmi í
fornu máli en hið afturbeygða. Nú
er það mitt viðhorf að telja að
jafnaði háan aldur máldæmis til
meginkosta. En hvaða vit væri að
telja öll fordæmi frá fyrri öldum
jafn-góð? Að sjálfsögðu voru forn-
ir höfundar ekki óskeikulir fremur
en vér dauðlegir menn á öllum
öldum. Enda er alkunna, að orð-
myndir, sem almennt kallast vill-
ur, koma fyrir í virðulegum forn-
ritum. Tuttugasta öldin fékk ekki í
árdaga neinn einkarétt á misjafn-
lega „góðu" máli.
Ýmsum verður tíðrætt um þá
hvumleiðu áráttu, sem einkum er
eignuð ungum og nýbökuðum
fræðimönnum, að kalla flest af
því, sem til málverndar hefur tal-
izt, óþarft og jafnvel skaðlegt.
Málið eigi að fá að „þróast", svo
sem verkast vilji, án afskipta ein-
hverrar íhaldsamrar rekistefnu.
Og ekki er því að neita, að hugar-
far af þessum toga gerir vart við
sig annað veifið, þó að því miður
grafi það fremur um sig í laumi en
að það komi fram á opinberum
vettvangi, þar sem það fengist
rætt, ef það tæki tali. Þessi hyggja
virðist helzt í því fólgin að láta
allt reka á reiðanum sem varðar
afdrif móðurmálsins. Naumast má
leiðrétta málfar barna, því ekki
má kalla eitt öðru réttara í máli,
og eins víst að krakki, sem hefur
verið leiðréttur, þori ekki framar
að opna munninn af „málótta", og
svo sé leiðréttingin móðgun við
foreldrana.
Varla dylst það, að þessi afstaða
til málræktar á sér nokkrar rætur
í fræðum útlendinga, sem taka
mið af þjóðfélagsgerð, gjörólíkri
íslenzkum aðstæðum. Ekki sízt á
það við um enskumælandi þjóðir,
sem geta átt við verulega mál-
fars-stéttaskiptingu að stríða.
Kemur þar margt til, m.a. gerð
tungumálsins, þar sem úir og grú-
ir af orðum, sem vegna annarlegs
uppruna eru miklum fjölda lítt
menntaðs fólks vart skiljanleg og
vandmeðfarin jafnt um merkingu,
framburð og stafsetningu. Þetta á
ekki aðeins við um fræðimál ýmiss
konar, heldur einnig fjölmargt í
daglegu tali. Af þessum sökum
getur barátta fyrir „málfarslegu
jafnrétti" orðið samslungin al-
mennri réttindabaráttu.
Á fslandi er slík málfarsleg
stéttaskipting sem betur fer ekki
til; og sést þar ekki sízt, hvers
virði málvernd fslendinga hefur
verið. Hér yrði lausung í mál-
stefnu hins vegar hreinn háski
fyrir þjóðtunguna og um leið fyrir
sjálfstæði íslenzkrar menningar.
Ekki er því að leyna, að töluvert
ættarmót er með reiðareks-
stefnunni og þeim kærulausa tíð-
aranda, sem kennir sig við frjáls-
lyndi. Og mig svíður í fóhornið að
sjá svo vel menntaðan og gáfaðan
mann sem Eirík vin minn Rögn-
valdsson cand.mag. ánetjast þess-
ari frjálslyndis-tízku, sem að
sönnu á ekkert skylt við það frelsi
til tjáningar, sem oss flestum er
dýrmætast alls. En Eiríkur segir í
Skímu-grein sinni, sem nefnist
Milstefnan í nútíð og framtíð:
„Það er í mínum augum algert
aukaatriði t.d. hvort sagt er mér
eða mig langar, hitta lækninn eða
læknirinn, vera eins og pabbi hans
eða pabbi sinn, tala við hvorn annan
eða hvor við annan, hjá hvorum-
tv<"KRJu eða hjá báðum, kýr eða kú.
Og það er rétt að segja það hreint
Nýi skemmtigarðurínn verður gegnt Eden f Hveragerði.
Morgunblaoio/Sigrún
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64