Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.06.1985, Blaðsíða 21
S B)i21 MORGUNBLADiPi SUNNUDAPUR 2, JtJNÍ 1985 DEBUT Tónlist Jón Ásgeirsson Ungur gítarleikari Þórarinn Sigurbergsson „debúteraði" sl. föstudag með tónleikum í Langholtskirkju. Á efnis- skránni voru verk eftir Weiss, Scarlatti, J.S. Bach, Tansmann, Brouwer og Albenis. Fyrsta verkið var eftir Sylvi- us Leopold Weiss (1686—1750), jafnaldra J.S. Bach, en Weiss var þýskt tónskáld og lútuleik- ari. Hann mun hafa starfað með Scarlatti feðgum, frá 1708 til 1714 og síðar fengið stöðu sem hirðtónlistarmaður í Dresden og þá tekið þátt í tón- leikum með Quants og Pisend- el. Eftir hann liggja eingöngu verk fyrir lútu, m.a. sónötur, partítur og konsertar. Eftir Weiss lék Þórarinn tvö lög og þar eftir tvær umritanir á són- ötum eftir Scarlatti, sem fóru vel í umritun (ekki útsetningu) eftir K. Akasaka. Eftir J.S. Bach lék Þórarinn þriðju selló- svítuna. Þá komu þrjú lög eftir Alexandre Tansmann (1897— ) franskt tónskáld (fæddur í Pól- landi), píanisti og hljóm- sveitarstjóri. 1 tónlist hans safnast saman áhrif af aiþýðu- tónlist, tólftóna raðtækni, ótónstæðum vinnubrögðum og samsetningu margra sam- hljómandi tóntegunda (Poly- tonality). í þeim þremur verk- um er Þórarinn lék eftir Tansmann mátti heyra mjög sterk pólsk áhrif. Þórarinn Sigurbergsson Eftir Leo Brouwer, sem er kúbanskur tónhöfundur, nem- andi Persichetti og Wolpe og undir áhrifum af Nono og Henze, flutti Þórarinn tvö samstæð lög er höfundurinn nefnir Elogio de la Danza, mjög áheyriieg verk og vel unnin. Tónleikunum lauk svo með þremur lögum eftir Albeniz. Þórarinn hefur töluvert mikla tækni, mótar tónverkin mjög vel og það er mikil „músikk" í þvi sem hann leikur. Það kom greinilega fram í sellósvitunni eftir Bach, þó hann ætti þar nokkur erftið augnablik, sem ekki er tiltökumál svona á fyrstu tónleikunum, enda lék hann svítuna á köflum óþarf- lega hratt. Bestu verkin hjá Þórarni voru þau eftir Tans- mann og Brouwer. Lögin eftir Aibeniz voru á köflum vel leikin. Verður fróð- legt að fylgjast með Þórarni i framtíðinni. Eins og fyrr segir hefur hann góða tækni en ætl- aði sér ef til vill of mikið, með erfiðri efnisskrá. Það vitnar um stórhug, sem er góður eig- inleiki og eftir þessa tónleika er óhætt að gera mikla kröfur tii Þórarins. Ný smásaga eftir Guðberg íTMM ÚT ER komið nýtt hefti Tímarits Máls og menningar (2. hefti 1985). Meðal efnis er ný smásaga eftir GuAberg Bergsson, Ijód eftir sjö ís- lenska höfunda, greinar og ritdóm- ar. Gunnar Harðarson skrifar grein um bókagerð íslenskra myndlistarmanna og veltir fyrir sér áhrifum Dieters Roth og Magnúsar Pálssonar á þessa sérkennilegu listgrein. Eyjólfur Kjalar Emilsson skrifar um heimspeki Vilhjálms af Basker- ville, söguhetju hinnar rómuðu skáldsögu Umbertos Eco Nafn rósarinnar og Helga Kress birtir síðari hluta ritgerðar sinnar um þýðingu Ivars Eskeland á Leigj- andanum eftir Svövu Jakobsdótt- ur. Nýtt vikublað í Vestmanna- eyjum Vewtmannaeyjum, 23. maí. NÝTT VIKUBLAÐ hóf í dag göngu sína hér í bæ er ber það sérkenni- lega nafn Karató. Aðstandendur blaðsins eru allmargir aðilar úr kaupmannastétt en ritstjóri þess er Snorri Jónsson. Ritstjórinn segir að nafngift blaðsins sé sótt í gam- alt ömefni sem var að þvf komið að falla í gleymsku, en Karató heitir þar sem gamli vatnsbrunnurinn er undir Löngu, gegnt Nausthamars- bryggju. Blaðið er 8 síður, prentað í Eyrúnu hf. i vandaðan pappfr og mun eiga að koma út framvegis á fimmtudögum. Blaðaútgáfa er hér með mikl- um blóma og varla meiri gróska í útgáfumálum annars staðar á landinu utan höfuðborgarinnar. Karató er þriðja vikublaðið sem boðið er bæjarbúum og auk þess koma út nokkuð reglulega fjögur blöð sem eru málgögn stjórn- málaflokka. öll eiga þessi blöð það sameiginlegt að þeim er dreift til bæjarbúa þeim að kostnaðarlausu, liggja frammi i öllum verslunum og sjoppum bæjarins. Dagskrá er elsta viku- blaðið, nú á 14. ári og kemur út alla föstudaga, venjulega fjórar síður. Útgefandi og ritstjóri er Hermann Einarsson. Fréttir koma út alla fimmtudaga og eru nú á 12. ári. Fréttir eru yfirleitt átta síður og er Eyjaprent hf. út- gefandi, ritstjóri Gísli Valtýsson. Málgögn stjórnmálaflokkanna koma venjulegast út hálfsmán- aðarlega en taka sér langt sumarfrí. Útgáfutíðni þeirra eykst síðan þegar fjör færist í pólitíkina s.s. í kringum kosn- ingar. Alþýðuflokkurinn gefur út Brautina, Alþýðubandalagið Eyjablaðið, Framsóknarflokkur- inn Framsóknarblaðið og Sjálf- stæðisflokkurinn gefur út Fylki. Auk þessara blaða sem hér hafa verið upp talin koma að jafnaði út fjölmörg önnur blöð árlega. Má þar nefna árlegt Sjó- mannadagsblað og Þjóðhátíðar- blað og íþróttafélögin hafa sent frá sér blöð. Þegar dagblöð og tímarit af íslandi bætast við má glögglega sjá að mikið er lesið í Eyjum að öllu jöfnu. - hkj Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! Iní ættir að kaupa kjarabréf • Þú færð hámarksávöxtun en tekur lágmarks áhættu • Þú getur innleyst kjarabréfin hjá Verðbréfasjóðnum með nokkurra daga fyrirvara. • Þú lætur sérfræðinga í verðbréfaviðskiptum vinna fyrir þig • Þú sparar tíma og fyrirhöfn. • Þú veist alltaf hvert verðgildi kjarabréfanna er, vegna daglegrar gengisskráningar þeirra • Nafnverð kjarabréfanna er kr 5 000 og 50 000 Þannig geta allir verið með • Kjarabréfin eru handhafabréf. ÞÚ FÆRÐ KJARABRÉFIN í PÓSTHÚSUM Á Akureyri, Akranesi, Borgarnesi, Egilsstöðum, Garðabæ, Hafnarfirði, Húsavík, Hvolsvelli, ísafirði, Keflavík, Kópavogi, Selfossi, Mosfellssveit, Vestmannaeyjum og í pósthúsum í Reykjavík. VERDBRÉFA SJÓÐURINN HF Hafnarstræti 7 101 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.