Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš B 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985
¦ - --------------------------------------                                    i
B  39
-----------—-
„Viöaukakerfiö" íefnahagslífinu sovéska
veldur því aö allar framleidsluáætlanir
stjórnvalda eru óskhyggjan einber
Sjá: SVIK OG SVINDL
HUSBÆNDUR OG H JU
7'
Hjá vondu
fólkií
Singapore
Gloria Cawalo er 25 ára gömul
kona frá Luzon. Hún er í
hópi tugþúsunda kvenna frá Fil-
ippseyjum sem hafa lagt land
undir fót til að freista gæfunnar
annars staðar, þar sem meira er
að bíta og brenna en heima fyrir.
Gloria kom til Singapore fyrir
tæpum þremur mánuðum. Á flug-
veilinum tók á móti henni fulltrúi
frá ráðningarskrifstofu sem sér
um að útvega efnafólki þjónustu-
lið, en hagur íbúa Singapore hefur
stöðugt farið batnandi að undan-
förnu. Gloria var þegar í stað ráð-
in í vist hjá kínverskum hjónum.
Ráðningarkjör hennar voru svipuð
því sem gengur og gerist í Singa-
pore, 400 krónur í laun á mánuði
auk fæðis og húsnæðis og frís í
hálfan dag í viku hverri.
En Gloria átti ekki sjö dagana
sæla í vistinni. Húsbóndinn var að
vísu hinn þægilegasti allt frá upp-
hafi, en ekki var sömu sögu að
segja um konuna hans. 1 fyrstu lét
hún sér nægja að hella úr skálum
reiði sinnar yfir vinnukonuna en
áður en langt um leið tók hún að
láta hendur skipta. Hún greip til
bambusstafs og lét höggin dynja á
Gloriu fyrir litlar eða engar sakir.
í eitt skipti barði hún hana með
gúmmislöngu fyrir að hafa ekki
slökkt Ijós.
Gloria átti ekki í mörg hús að
venda þar sem hún var ein síns
liðs í fjarlægu landi. En svo sagði
önnur vinnukona henni frá stað
sem erlent verkafólk gat leitað til
í nauðum. Það var miðstöð kaþ-
ólskra í Geylang rétt utan við
miðborgina og þangað fór hún.
Faðir  Arotcarena,  kaþólskur
M
</\
'ACí
(Pa
0  •»  9,
««.«

Q)
ER VINNUKONU
pretur úr Baskahéruðunum, kom
þar á fót griðastað fyrir rúmu ári.
Hann hafði séð að vaxandi þörf
var á athvarfi fyrir útlendar
verkakonur, einkum frá Filipps-
eyjum og Sri Lanka. Að jafnaði
leita þangað fjórar til fimm stúlk-
ur í viku hverri.
Um það bil 20.000 erlendar
stúlkur hafa ráðið sig til heimil-
isstarfa í Singapore. Þar hafa
vinnumiðlunarskrifstofur potið
upp eins og gorkúlur og í mörgum
tilvikum lítur svo út sem þær
höndli með fénað eins og með-
fylgjandi auglýsing sýnir, en hún
birtist í blaði í Singapore í des-
ember. „Sérstakt jólatilboð.
Vinnukonur frá Filippseyjum.
Verð kr. 10.000. Innifalið fargjald,
skráning og læknisskoðun.
Tveggja ára ábyrgð!"
Ekki bætir úr skák fyrir stúlk-
urnar að þær geta ekki farið hina
lagalegu leið til að
leita réttar síns því að lög
Singapore ná ekki yfir þær.
Ef vinnuveitendum býður svo
við að horfa geta þeir látið
hjá líða að greiða þeim um-
_ » samin laun. Þeir geta kraf-
i-\ izt þess að þær vinni alla
¦^/\daga  vikunnar  og  fái
aldrei frí.
Ef stúlkurnar sætta
sig ekki við að brotið
sé á þeim á þennan
hátt og hafa mót-
mæli í frammi geta
húsbændurnir haldið eftir
launum þeirra í tvo eða þrjá
mánuði og notað andvirðið til
að kaupa farseðil handa þeim
til baka til Manila og þar með
fengið atvinnuleyfi stúlkn-
anna ógilt. Það tekur aðeins
einn sólarhring og þær geta
ekkert gert. Faðir Arotcarena
segir: „Við gerum okkar ýtr-
asta til að leggja stúlkunum lið,
en ekki er unnt að leita til
dómstólanna ef vinnuveitendur
neita að gera upp við þær."
Þó geta stúlkurnar reynt að
leita réttar síns í sumum tilvik-
um, t.d. þegar þær verða fyrir
líkamlegu ofbeldi eins og Gloria.
Til skamms tima gátu húsbænd-
urnir sent vinnukonurnar heim ef
þær áttu málsókn yfir höfði sér
þangað til að málið féll sjálfkrafa
niður. Þetta er þó ekki lengur
hægt. { mars siðastliðnum var sú
breyting gerð á vinnulöggjöfinni,
að nú er ekki lengur unnt að rifta
ráðningarsamningi einhliða, ef
hjú hefur höfðað mál á hendur
húsbændum sínum.
Dómstólar nú eru einnig farnir
að taka harðar á alvarlegum brot-
um. Fyrir skömmu var maður
dæmdur í tveggja ára fangelsi
fyrir að hafa sýnt vinnukonu sinni
kynferðislega áreitni.
Gloria hefur kært húsmóður
sína fyrir illa meðferð og yfir-
heyrslur munu fara fram innan
tíðar. Þegar málarekstrinum lýk-
ur ætlar hún að reyna að fá vinnu
hjá geðfelldari húsbændum i
Singapore.
— STEPHEN TAYLOR
Sitthvað smálegt um
fína fólkið í Frans
Um hádegisbil á sunnudögum
má sjá þá koma út úr kaþ-
ólsku kirkjunum í fínu hverfunum
í París. Þeir eru mjög settlegir,
mennirnir beygja sig og kyssa á
hönd konunnar, og einhvern veg-
inn tekst þeim að vera mjög
franskir þótt klæðnaðurinn sé að
mestu úr annarri átt, Harris-tvíd,
Burberry-frakki og græn, austur-
rísk slá.
Hér er á ferðinni hin gamla,
gróna franska heldrimanna stétt
en fas þessa fólks allt og fram-
koma er orðið mjög vinsælt efni til
eftiröpunar í Frakklandi. BCBG
kallast það, sem er skammstöfun
fyrir „Bon Chic Bon Genre", eða
„Vel klæddur, vel fæddur" eins og
það gæti heitið á slæmri þýðingu,
og þar er það aðalatriðið að Hfa í
upphöfnu afskiptaleysi og láta sér
á sama standa um vafstrið í henni
verslu. Slfkir menn eru ekkert að
troða skoðunum sínum eða hátt-
um upp á aðra, þá, sem þeir kalla í
hálfkæringi Les gens — eða al-
múgann.
Franskur útgefandi, Hermé að
nafni, hefur nú létt þeim róðurinn,
sem vilja líkjast BCBG, með leið-
Fari eitt-
hvað úr-
skeiðis
falsa þeir
bara bók-
haldið
elyuks var fólgin i svokölluðum
„viðaukum". Þegar skýrslurnar
yfir framleiðsluna komu inn frá
búunum hafði hann þann hátt-
inn á að bæta við 100 kilóum af
kjóti hér og 200 kílóum af gul-
rótum þar o.s.frv. Allt gekk
þetta upp og ef þeim hjá Inn-
kaupastofnun ríkisins datt í hug
að bera saman skýrslurnar og
það, sem þeim raunverulega
barst, var auðvelt að skýra út
mismuninn með rýrnun, ann-
aðhvort í flutningum eða í
geymslu.

Ætla mætti, að Lev Nevesely-
uk væri einstakt dæmi um
rússneska hversdagshetju, ágætt
dæmi um mann, sem lærir að
lifa með og bjargast í þvf stein-
runna kerfi, sem er miðstýrður
áætlanabúskapur, en svo er þó
ekki. Lev og hans iíkar skipta
tugum þúsunda í Sovétríkjunum
og sameiginlegt framlag þeirra
skýrir að mörgu leyti þann gíf-
urlega mun, sem er á framleiðsl-
unni á pappírnum, og þeirri, sem
hún raunverulega er.
Af þessum sökum var Endur-
skoðendaskrifstofu ríkisins, sem
er nokkurs konar sambland af
skattrannsóknadeild og rann-
sóknarlögreglu, skipað að taka
allt „viðaukakerfið" til rækilegr-
ar rannsóknar og hafa að undan-
förnu dálitil brotabrot af niður-
stöðunum verið að birtast í sov-
ésku fjölmiðlunum.
Endurskoðendurnir komust að
ýmsu athyglisverðu. Sem dæmi
má nefna, að í ráðuneyti bygg-
ingarmála hafði verið greidd ein
milljón rúblna í alls kyns bón-
usa, sem áttu sér enga stoð i
raunveruleikanum, og 207.000
rúblur til æðstu embættismann-
anna. Við athugun á 48 hér-
aosskrifstofum ráðuneytisins
kom í Ijós, að við aðra hverja var
það alsiða að hagræða bókhald-
inu eftir þórfum.
Þegar skoðað var í bækurnar
hjá ríkisnefndinni, sem sér um
aðföng til landbúnaðarins, t.d.
áburð og vélar, kom í ljós, að þar
var i gangi mjög ábatasöm
svikamylla, sem fólst í því að
minnka (á pappírnum) það land,
sem var í ræktun. Uppskeran af
11.000 ekrum var þannig sögð
vera af 9.000 ekrum og því aug-
ljóst, að afraksturinn af hverri
ekru hafði aukist verulega. Þessi
góði árangur var svo aftur
ástæða til að allir fengu auka-
bónus.
Það alvarlegasta við rannsókn
endurskoðendanna, sem sagt var
frá í Izvestia, er, að með henni er
gefið í skyn, að „viðaukakerfið"
sé gegnumgangandi í öllu efna-
hagslífinu og að mikið af tölun-
um, sem stjórnmálamennirnir
og áætlanasmiðirnir fara eftir,
sé aöeins óskhyggjan einber.
Yfirvöld í Sovétríkjunum
hyggjast grípa til ýmissa ráða til
að koma í veg fyrir þetta svindl
og í Izvestiu sagði, að hópi töl-
fræðinga hefði verið falið það
verkefni að koma upp kerfi, sem
útilokaði viðaukavitleysuna.
Slíkt hefur þó verið reynt áður
í Sovétríkjunum með Htlum
árangri og alls óvíst, að það tak-
ist að þessu sinni. Lev Nevesely-
uk er iíka enn á skrifstofunni
sinni i Mordovíu, enn að safna
saman bónusunum og vafalaust
íær bókhaldsþekkingin hans að
njóta sín enn um sinn.
— MARTIN WALKER
beiningabók eftir einn hinna inn-
vígðu, Thierry Mantoux, þar sem
raktir eru aðalssiðirnir allt frá
vöggu til grafar. Skartgripirnir
eru samviskusamlega tindir til og
svo er einnig með verslanirnar og
klæðskerana, sem þessi „aðall"
skiptir við. Mantoux er 37 ára
gamall og sölustjóri hjá Saint
Louis-kristalgerðinni, fyrirtæki,
sem var stofnað árið 1586 og er í
náðinni hjá BCBG-fólkinu.
„Mig langaði til að segja frá ein-
hverju, sem ekki hafði verið sagt
frá áður — þetta er alveg þjóð-
flokkur út af fyrir sig," sagði
Mantoux.
Myndin, sem hann dregur upp,
er af starfsömu fólki og skyldu-
ræknum og vel upp öldnum börn-
um. Yngsta kynslóðin er að vísu
ekki alveg jafn öguð og þær, sem
eldri eru, en það er samt engin
hætta á, að arfurinn glatist, sú
hefð að ein kynslóðin taki við af
annarri og tileinki sér fyrirhafn-
arlaust lífsviðhorf hennar og
skoðanir.
Óvæntar uppákomur eða sund-
urgerð í klæðaburði eru ekki á
dagskrá hjá BCBG-fólkinu. Að
ganga fram af fólki með hneyksl-
anlegu framferði finnst því ákaf-
lega barnalegt. „Börnin þess eru
allt of upptekin af því að vera
BCBG og ljúka við prófin sín,"
segir Thierry Mantoux.
Áhugi BCBG-konunnar beinist
ekki að því að tolla í tískunni,
heldur að fjölskyldan sé enskari
en nokkur Englendingur í klæða-
burði. Fyrir ungu stúlkurnar
skiptir mestu máli, að fötin séu
dýr, en þó má aldrei klæðast
neinu, sem greinir að þá, sem bet-
ur mega sín, og þá, sem eru
„fauche", það er að segja á hvín-
andi kúpunni. Stúlkurnar mega
sauma samkvæmiskjólana sína
sjálfar og heimaunnin flík þykir
betri en sú, sem sýnir of mikið af
sköpulaginu eða er í bannlitunum,
gulrauðu og eplagrænu.
Thierry Mantoux og kona hans
eiga þrjá unga syni og hann ræðir
við þá á ensku, sem hann talar að
sjálfsögðu með Oxford-hreim. Það
er engin hætta á að það verði sleg-
ið slöku við menntun Mantoux-
drengjanna, allt þar til þeir Ijúka
við háskólann, lykilinn að þeirri
fögru framtíð, sem BCBG-fólkinu
finnst það vera borið til.
Mantoux, sem hefur ofurást á
þessum útvalda hópi, hefur ekki
trú á, að venjulegum framapotara
verði mikið ágengt. „Það er að vísu
hægt að verða BCBG," segir hann.
„en það tekur þrjár eða fjórar
kynslóðir.
- ROBIN SMYTH
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32
B 33
B 33
B 34
B 34
B 35
B 35
B 36
B 36
B 37
B 37
B 38
B 38
B 39
B 39
B 40
B 40
B 41
B 41
B 42
B 42
B 43
B 43
B 44
B 44
B 45
B 45
B 46
B 46
B 47
B 47
B 48
B 48
B 49
B 49
B 50
B 50
B 51
B 51
B 52
B 52