Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUQ4RPAQUR, 15. JÚNl 198? Aðalfundur SIS: Sambandið hafi forgöngu um nýtt fjölmiðlafyrirtæki Bifröst í Borgarfírði, 14. júní. Frá Agnesi Bragadóttur, bladamanni Morgunblaósins. Á AÐALFUNDI Sambandsins, sem lauk í kvöld hér í Bifröst, voru sam- þykktar ályktanir sem gera ráð fyrir því að stjórn Sambandsins leiti leiða til að styrkja stöðu samvinnuhreyf- ingarinnar í fjölmiðlun. Gert er ráð fyrir að sérstök hliðsjón verði höfð Fyrsti sig- ur Þórs gegn Val í 1. deild ÞÓR VANN sinn fyrsta sigur á Val f 1. deildinni í knattspyrnu er liðin mættust í gærkvöldi á Akureyri. Þór sigraði 2—1 og var sigur liðsins mjög sanngjarn. í hálfleik var stað- an 1—0 fyrir Val. Það var Hilmar Sighvatsson sem skoraði mark Vals á 13. mínútu. Fyrri hálfleikur var frekar slakur. Síðari hálfleikur var mun betri og líflegri og átti Þór mun meira í leiknum. Á 53. mínútu jafnaði Jónas Róbertsson leikinn úr víta- spyrnu og fjórum mínútum síðar skoraði Bjarni Sveinbjörnsson sig- urmark Þórs. Þegar Þór skoraði síðara mark sitt var flösku kastað inn á leik- vanginn og brutust út nokkrar stympingar í stúkunni. Einn mað- ur var handtekinn og færður í fangageymslu lögreglunnar. Nán- ar verður skýrt frá leiknum síðar þar sem blaðið fór svo snemma í prentun. Hef fengið stórkostlegar móttökur — sagdi Reynir Pétur Ingvarsson „Móttökurnar hér á Akur- eyri voru stórkostlegar, mér var fagnað eins og þjóðhöfð- ingja með híðrablæstri og öllu tilheyrandi," sagði göngugarp- urinn Reynir Pétur Ingvarsson frá Sólheimum í Grímsnesi, þegar blm. sló á þráðinn til hans norður til Akureyrar í gærkveldi, en þangað kom hann um fimmleytið í gær. Félagar í íþróttafélögum fatlaðra og þroskaheftra gengu á móti Reyni og fylgdu honum að Ráðhústorginu. Mikill mannfjöldi var sam- ankominn í miðbænum og var Reyni fagnað ákaft, að sögn Halldórs Kr. Júliusson- ar, forstöðumanns Sólheima. Sigríður Stefánsdóttir, fyrsti varaforseti bæjarstjórnar Akureyrar, flutti ávarp ásamt fleirum og bauð Reyni velkominn til höfuðstaðar Norðurlands. Þá var Reyni færður fjöldi gjafa frá fyrir- tækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Reynir kvaðst ekki finna til þreytu þó hann væri búinn að ganga 945 km á þremur vik- um. „Ég hef fengið svo stór- kostlegar móttökur hvar sem ég hef komið að ég veit bara ekki hvernig ég get fullþakk- að öllu þessu fólki,“ sagði Reynir. Sjá frásögn af Sólheim- um á bls. 14. af þeim möguleikum sem felast í hinum nýju útvarpslögum. Viðbótartillaga við ofangreinda ályktun sem stjórnarformaður Sambandsins, Valur Arnþórsson, bar fram frá Þresti Ólafssyni var jafnframt samþykkt. Hún gerir ráð fyrir því, að stjórn Sambands- ins hafi forgöngu um viðræður milli fulltrúa samvinnuhreyf- ingarinnar, verkalýðshreyfingar- innar og samtaka bænda og ann- arra almennra samtaka um stofn- un alhliða fjölmiðlafyrirtækis þessara aðila. Hér á fundinum hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þessar samþykktir hafi nokkur áhrif á aðild Sambandsins að ís- film, að minnsta kosti ekki um stundarsakir. Hæstiréttur: Sjóli til Hafnarfjarðar Morgunbladið/Júlíus Varöskipið Ægir kom með togarann Sjóla HF 18 í togi frá Patreksfirði og var hann dregiun að bryggju í Hafnarfírði síðdegis í gær. Töluverður mannsöfnuður var á bryggjunni þegar Sjóli lagðist að, þ. á m. nokkrir skipverjar af togaranum, sem brann utan við Patreksfjörð sl. miðvikudag. Kauptilboð sem rift var eftir undirritun standi HÆSTIRETTUR hefur dæmt, að kauptilboð í íbúð, sem eigendur samþykktu og undirrituðu í maí 1982 en fóru síðar fram á ógildingu, skuli standa. Eigendurnir tóku öðru og betra tilboði að þeirra mati. Sá kaupsamning- ur er því ógildur og ganga kaupin til baka og verður maðurinn, sem gerði betra tilboðið að áliti eigenda, að rýma íbúðina. Tildrög málsins eru þau, að í maímánuði 1982 var fasteigna- sölunni Gimli í Reykjavík falið að selja 5 herbergja íbúð við Nóatún í Reykjavík. Hjón gerðu skriflegt tilboð í eignina að fjár- hæð 1.250.000 þúsund krónur og skyldi útborgun vera 900 þúsund krónur og eftirstöðvar greiðast á fjórum árum. Eigendur íbúðar- innar tóku þessu tilboði og und- irrituðu, en síðar sama dag sýndi annar áhuga á kaupum og var boðið að skoða íbúðina af hálfu fasteignasölunnar. Maðurinn bauð 1.100.000 þús- und krónur, sem greiðast skyldu að fullu á rúmu ári. Haft var samband við hjónin, sem gerðu tilboðið fyrr um daginn og þau beðin að falla frá tilboði sínu. Þau höfnuðu, enda ráðstafað eig- in íbúð með sölu. Eigendurnir riftu kauptilboðinu og seldu manninum, sem bauð stað- greiðslu. Hjónin mótmæltu rift- un tilboðsins og fóru þess á leit, að þeim yrði með beinni fógeta- gerð fengin umráð íbúðarinnar. Þeirri kröfu var hrundið í fógetarétti í ágúst 1982. Hjónin greiddu í banka inn á íbúðina samkvæmt kauptilboði sínu og útveguðu bankaábyrgðir. Þau hófu málssókn og kröfðust þess, að staðið yrði við undirritað kauptilboð. Töldu að kominn væri bindandi kaupsamningur með undirritun tilboðs. Jafn- framt töldu þau sig hafa beðið tjón og kröfðust skaðabóta. í Borgardómi voru ekki talin næg efni að taka kröfu hjónanna til greina en eigendum gert að greiða bætur, 35 þúsund krónur með vöxtum og greiðslu máls- kostnaðar. Hæstiréttur dæmdi, að innan 4 vikna frá birtingu dómsins skuli hjónunum látið í té afsal fyrir íbúðinni samkvæmt kaup- tilboðinu, sem undirritað var í maí 1982, ásamt vöxtum. Bóta- krafa þeirra var tekin til greina og eigendum gert að greiða 100 þúsund krónur í málskostnað. Hæstaréttardómararnir voru Magnús Þ. Torf ason, Guðmund- ur Jónsson, Guðmundur Skafta- son, Halldór Þorbjörnsson og Sigurgeir Jónsson. Guðmundur Jónsson skilaði sératkvæði, svo og Magnús Þ. Torfason. Almálið kostaði 34 millj. króna árin 1981 Þrír þeir hæstlaunuðu fengu samtals um 3,7 milljónir Á ÁRUNUM 1981 til 1983 fékk Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur greitt frá iðnaðarráðuneytinu rúmar 2 milljónir króna á verðlagi júnímánaðar 1985 fyrir sérfræðiþjónustu vegna álmálsins. Ingi R. Helgason forstjóri fékk á sama tíma 932 þúsund krónur og Ragnar Árnason lektor 647 þúsund krónur á sama verðlagi. Aðrir nefndarmenn fengu lægra. Inn í þessum tölum sem forsætisráðherra kynnti blaðamönnum á Alþingi í gær í tilefni fyrirspurnar frá Hjörleifí Guttormssyni, sem ekki kom til umræðu, er ekki reiknaður ferðakostnaður og dagpeningar. Kostnaður vegna álmálsins sömu ár nemur alls 34 milljónum króna á verðlagi nú, og er þar tek- inn með kostnaður vegna mengun- arrannsókna Iðntæknistofnunar, en hún fékk rúmlega 3 milljónir króna greiddar. Þá var Rafteikningu greitt vegna starfa Tryggva Sigurbjarn- arsonar rafmagnstæknifræðings að ýmsum verkefnum á sviði orkumála 1,3 milljónir króna 1981 og um 600 þúsund krónur 1982. Störf Tryggva voru reiknuð sam- kvæmt gjaldskrá Félags ráðgjaf- arverkfræðinga að frádregnum 10% afslætti. f bréfi iðnaðarráðuneytisins dags. 17. maí 1983 til Ragnars Að- alsteinssonar, er hann skipaður lögfræðingur ríkisstjórnarinnar i gerðardómsmáli er Swiss Alum- inium Ltd. höfðaði á hendur ís- lenskra stjórnvalda. Bréfið er undirritað af Hjörleifi Guttorms- syni þáverandi iðnaðarráðherra og Páli Flygenring ráðuneytis- stjóra hálfum mánuði áður en ráðherrann lét af embætti. Þar kemur fram að með hliðsjón af umfangi og eðli málarekstursins verði þóknun Ragnars fyrir hvern unninn dag utan fslands sú sama og greitt er samkvæmt reglum Al- þjóðastofnunarinnar til lausnar fjárfestingardeilum. Fyrir unninn dag í Reykjavík % af því sem greitt er utanlands. Þá er allur út- lagður kostnaður greiddur eftir framlögðum reikningum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hefur sömu reglum verið fylgt síðan. Árið 1981 var greiðsla vegna innlendrar sérfræðiþjónustu 1,9 milljónir króna eða 655 þúsund krónur á verðlagi þess árs. Við framreikning er stuðst við meðal- lánskjaravisitölu 1981 og láns- kjaravísitölu sem gildir fyrir yfir- standandi mánuð (249/1144). Greiðslurnar skiptust þannig, en innan sviga er miðað við verðlag 1981: Ingi R. Helgason, kr. 718.432 (156.372) - Ragnar Aðalsteinsson, kr. 367.550 (80.000) - Ragnar Árnason, kr. 272.488 (59.309) - Vil- hjálmur Lúðvíksson, kr. 173.010 (37.657), en aðrir fengu minna. Erlend sérfræðiþjónusta kostaði rúmar 9 milljónir króna og í ferðakostnað og fleira var greitt um 320 þúsund krónur. 1982 skiptist þessi kostnaður þannig: Ragnar Aðalsteinsson, kr. 1.300.378 (423.987) - Gísli Gunn- arsson, kr. 294.434 (96.000) - Þor- geir Örlygsson, kr. 283.540 (92.448) - Vilhjálmur Lúðvíksson, kr. 259.004 (84.448) - Ragnar Árnason, kr.244.254 (79.639) - Ingi R. Helga- son, kr. 213.710 (69.680), en aðrir fengu minna. Kostnaður við er- lenda aðila var 6,9 milljónir króna. Ferðakostnaður og fleira var 422 þúsund krónur. Árið 1983 fram til 31. maí, eða þegar núverandi ríkisstjórn tók við, var kostnaðarskiptingin svo: Ragnar Aðalsteinsson, kr. 219.523 (128.375) - Ragnar Árnason, kr 130.775 (76.476) - Gísli Gunnars- son, kr. 88.920 (52.000) og aðrir minna. Erlendir ráðgjafar fengu greitt 6,5 milljónir króna. Ferða- kostnaður var um 169 þúsund krónur. Það sem eftir lifði af árinu var skiptingin þessi: Ragnar Aðal- steinsson, kr. 192.414 (112.522) - Hjörtur Torfason, kr. 188.101 (110.000) - Garðar Ingvarsson kr 154.465 (90.707), en aðrir fengu minna greitt. Ferðakostnaður var rúmlega átta hundruð þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.