Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 133. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18

MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JUNÍ 1985
Það er í þágu shíta ekki síður
en ísraela að PLO hreiðri
ekki um sig í S-Líbanon
Samtal við Amos Ganor deildarstjóra í ísraelska utanríkisráduneytinu
„Ég hef notaö tækifærið í þessari
fyrstu ferð minni til íslands að ræða
við fjölmarga hér, meðal annars um
möguleika á auknum viðskiptum
milli íslands og ísraels. Þau eru í
lágraarki en við ættum að gera átak
til að efla þau. Mér er Ijóst, að 75
prósent eða svo af því sem þiö flytjið
út er fiskur og fiskafurðir og þar
hljóta til dæmis að vera möguleikar.
ísraelar standa nú mjög framarlega
sem iðnríki og við hlytum að geta
lagt eitthvað fram á því sviði."
Þetta sagði Amos Ganor, yfir-
maður stjórnmáladeildar ísra-
elska utanríkisráðuneytisins, um
málefni Evrópu. Hann var hér
nokkra daga í sl. viku.
„Ég hef hitt forsætisráðherra
íslands að máli, viðskiptaráðherra
og ýmsa fulltrúa þessara ráðu-
neyta, stjórnarfulltrúa í vináttu-
félaginu Island/f srael, svo nokkrir
séu nefndir. Einnig tel ég að það
væri þjóðunum til ávinnings í öllu
tilliti ef við gætum fengið fleiri
íslendinga til að heimsækja ísra-
el. En ég sé í hendi mér að einnig
væri hægt að örva heimsóknir
ísraela til fslands. ísraelum er
eins farið og ykkur, þeir ferðast
mikið til útlanda. Árlega fara um
hundrað þiísund fsraelar til
Bandaríkjanna. Þó ekki nema eitt
eða tvö prósent þeirra kæmu við á
fslandi væri það skref í áttina.
Hér er margt óvenjulegt að sjá og
ferðamáti fólks um allan heim er
að breytast. Fólk leitar eftir ein-
hverju sem er öðruvísi. Og þið haf-
ið þetta sem er öðruvísi."
Amos Ganor er fæddur í ísrael.
Foreldrar hans voru pólskir gyð-
ingar og kynntust í fsrael. Ganor
nam hagfræði við háskólann í Tel
Aviv og síðar stjórnmálafræði við
Montreal-háskóla en hóf siðan
störf í ísraelsku utanríkisþjónust-
unni.
Talið beinist að ástandinu í Mið-
austurlöndum um þessar mundir.
„Ég vildi kannski byrja á því,"
segir hann, „að benda á að hefði
einhver komið til mín í júní 1977
og sagst vera sannfærður um að
við myndum hefja beinar viðræð-
ur um frið við Egypta innan fárra
mánaöa, ja, þá hefði ég brugðist
kurteislega við og þakkað viðkom-
andi fyrir að sýna svona elskulega
bjartsýni. Með sjálfum mér hefði
ég talið að þessi persóna væri
rugluð í kollinum. Nokkrum mán-
uðum síðar kom Sadat til Jerúsal-
em og síðan tókst að gera friðar-
samning við Egypta hálfu öðru ári
síðar þó að oft miðaði tregt. Það
kom síðan afturkippur í samskipt-
in við Egypta og talað var um
„kaldan frið". Menn ættu að sjá að
það útheimtir ekki aðeins þolin-
mæði heldur og tíma til að festa
friðinn í sessi ef ég mætti orða það
svo. Eftir allt sem á undan var
gengið ríkti fjandskapur og tor-
tryggni milli þjóðanna. Slíkt verð-
ur ekki upprætt með einu penna-
striki.
Varðandi það sem hefur verið
að gerast í Líbanon hljóta menn
að skilja að við verðum að búa svo
um hnútana að öryggi okkar sé
tryggt. Þegar talað er um þetta
landsvæði og atburðarásina
þarna, held ég að menn átti sig
ekki alltaf á fjariægðunum, eða
réttara sagt nálægðinni. Leiðin
frá landamærum fsraels og Líban-
ons til Beirút er varla meiri en frá
Keflavík til Reykjavíkur.
Mér er mætavel ljóst að við
sættum gagnrýni fyrir að halda
áfram för okkar til Beirút á sínum
tíma. En að ýmsu er að huga þeg-
ar um það er talað. Það fer ekki
milli mála að ieyniþjónusta okkar
brást. Því drógumst við lengra og
lengra. Það er auðvitað erfitt fyrir
mig að koma hingað og staðhæfa
að við höfum haft rétt fyrir okkur.
Menn verða að lifa þetta og lifa
þarna til að skilja. En ísraelsher
fann gríðarlegt magn vopna og
hergagna, jarðganga  og  byrgja
heimshluta, voru þær
mjög flóknar og miðaði hægt.
Samt tókst okkur að gera þennan
samning. Því miður komu Sýr-
lendingar til skjalanna og beittu
nýja forystu í Libanon svo miklum
þrýstingi, að samningurinn hélt
ekki gildi sínu.
Þrátt fyrir það var ákveðið að
fara frá Líbanon. Og þó að það sé
öldungis rétt að enn séu nokkur
hundruð hermanna okkar rétt
innan við landamærin er það ein-
vörðungu vegna þess að við verð-
um aö ganga þannig frá þessu að
PLO noti ekki Suður-Líbanon sem
sem skæruliðar PLO höfðu gert
sér í Suður-Líbanon. Við höfum
aldrei ásælst svo mikið sem hnefa-
stóran blett af líbönsku landi. En
mætti ég koma með líkingu; lækn-
ir þarf að skera upp sjúkling. Eftir
ýmsum sólarmerkjum að dæma er
það ekki ýkja mikil aðgerð. En
þegar læknirinn hefur byrjað að-
gerðina sér hann að meinsemdin
er meiri og alvarlegri en hann
hafði búist við, en þó ekki meiri en
svo að fyrir hana verði ekki kom-
ist. Myndi hann hætta í miðjum
klíðum? Ég held varla. Og þar sem
upplýsingar leyniþjónustu okkar á
sínum tíma reyndust ekki ná-
kvæmar stóðum við fljótlega and-
spænis því að þurfa að gera meira
en við höfðum haldið í byrjun.
Samt var lýðum gert ljóst að við
ætluðum ekki að vera til frambúð-
ar í Líbanon. Það voru teknar upp
samningaviðræður við fulltrúa
Líbana um friðarsamninga. Eins
og þeir vita, sem fylgjast með mál-
stökkpall til árása á fsrael eins og
áður.
Svo er annað mál og athyglis-
vert, hvernig þjóð er dæmd. Þegar
hinir hörmulegu atburðir urðu í
flóttamannabúðunum við Beirút
haustið 1982 ákváðu fsraelar að
skipa rannsóknarnefnd. Ekki
vegna þess að h'kur væru á ísrael-
ar hefðu verið viðriðnir þessi
voðaverk. Heldur til að ganga úr
skugga um hvort við hefðum getað
komið í veg fyrir að þetta gerðist.
Ég tel það okkur til tekna og
finnst við hafa borið vott um
ábyrgð og réttsýni."
— Undanfarið hafa verið fram-
in fjöldamorð á þessum sömu slóð-
um og víðar í Líbanon. Hvaða
rannsóknarnefnd er að störfum
nú?
„ísraelar eru einatt dæmdir út
frá öðrum forsendum, gerðar eru
til okkar kröfur sem ekki fengi
staðist að gera til annarra. Rauði
krossinn hefur varla fengið að
koma særðu fólki til hjálpar nú.
Hvar er mannúðin? Við getum
ekki svarað því hvers vegna eng-
inn hrópar hátt nú og þögnin rík-
ir. Málið talar fyrir sig sjálft.
Jú, það er rétt. Sambandið milli
ísraela og líbanskra shíta er ekki
gott, svo að kurteislega sé tekið til
orða. Shítar berjast nú við Palest-
ínuskæruliða bæði í Suður-Líban-
on og annars staðar. Við vonum að
shítum takist að koma í veg fyrir
að PLO hreiðri um sig á ný í
Suður-Líbanon. Það er ekki síður í
þágu shíta en okkar að þeim takist
að flæma PLO-skæruliðana á
braut. Og geti shítarnir tryggt að
PLO noti ekki landið til árása á
N-ísrael, getum við kannski sagt
að stríðið hafi ekki verið háð til
einskis, þrátt fyrir allar fórnir
sem færðar hafa verið."
Við ræddum um hugsanlegar
friðarviðræður við Jórdani með
þátttöku Palestínumanna og ég
spurði hann í leiðinni hvaða skoð-
un hann hefði á yfirlýstri afstöðu-
breytingu Arafats í garð ísraels.
„Við höfum lengi verið að reyna
að koma á viðræðum milli ísraela
annars vegar og fulltrúa Jórdana
og Palestínumanna hins vegar.
Við viljum ekki ræða við PLO.
Þetta eru engin ný sannindi. Við
höfum lagt okkur i framkróka svo
að eitthvað raunhæft gerðist.
Hussein Jórdaníukonungur hefur
verið tvístígandi og gefið út loðnar
yfirlýsingar öðru hverju. En ég
hef þá trú, að það takist að koma á
viðræðum og vonandi sem fyrst.
Hvað snertir PLO? Ja, auðvitað
hef ég og við höfum öll heyrt að
PLO sé hætt að tala um útrým-
ingu ísraels og við höfum heyrt að
þeir horfist í augu við þann virki-
leika að fsraelsríki muni standa.
Meira að segja að Arafat sé að
verða það sem kallaö er hófsamur
... En PLO-menn tala tungum
tveim. Um svipað leyti og fjálgleg-
ar yfirlýsingar eru gefnar þess
efnis, tekst ísraelum að handsama
tugi PLO-skæruliða sem aetluðu
að reyna að taka land í ísrael. Bát-
ur þeirra var drekkhlaðinn vopn-
um. Hvað fyrir þeim vakti hefur
varla verið að tala í bróðerni við
fsraela um frið. Það er daglegur
viðburður og varla fréttnæmur
lengur, að skemmdarverk eru unn-
Amos Ganor
in af PLO-skæruliðum og sprengj-
ur springa og fólk lætur lífið ...
Varla er þetta merki um afstððu-
breytingu. Ef Arafat lýsir því yfir,
að hann sé búinn að ákveda póli-
tíska og hernaðarlega breytingu
gagnvart ísrae) "g það verður sýnt
í verki, hljótum við að taka það til
íhugunar. Þar til að því kemur
verðum við að borga með manns-
lífinu. Það er kjarni málsins. Og
við höfum ekki efni á að gera mis-
tök eða flana að neinu. Ég vil frið
eins og aðrir ísraelar. Ég á son, 21
árs. Hann er foringi í hernum og
hefur enn ekki getað hafið há-
skólanám. Ég vil ekki að sonur
minn deyi fyrir land sitt. Ég vil að
hann lifi fyrir það."
— Hvaða hugmyndir gerir
hann sér um samskiptin við Sýr-
lendinga í náinni framtíð?
„Simon Peres, forsætisráðherra
ísraels, hefur nýlega orðað það
svo, að ísraelska stjórnin teldi að
það væri ekki hægt að semja við
Sýrlendinga. En það mætti hugsa
sér að ná samkomulagi. Að svo
stöddu er ekkert sem bendir til að
Sýrlendingum sé áfram um það.
Assad forseti reynir að ná fótfestu
sem forystuafl í arabaheiminum.
Meðan svo fer fram breytist fátt.
En stríð er ekki í þágu neins, ekki
heldur Sýrlendinga. Samkomulag
við fsraela myndi leysa margan
vanda hjá þeim ekki síður en
okkur. Það ber að fagna því að
kyrrð hefur verið í Golan-hæðun-
um og ekki munum við gera neitt
sem gæti raskað henni, svo fremi
Sýrlendingar hefji ekki áreitni.
Ég veit að ísraelar sættu ámæli
og það alvarlegu þegar við fórum
inn í Líbanon 1982. Flestir vinir
okkar skilja nú að þetta var nauð-
synlegt ef við ætluðum okkur að
lifa af. ísraelar vilja frið og þeir
þurfa frið og við höfum þá trú að
sá dagur renni uppi að friðurinn
komi."
Samtal: Jóhanna Kristjónsdóttir
Afurðasala Sambandsins:
Nýjar og fullkomnari
vélar til kjötpökkunar
í AFURÐASÖLU búvörudeildar SÍS er nú verið að setja upp nýjar pökkun-
arvélar, sem saman mynda vinnslubraut fyrir kjöt í lofttæmdum neytenda-
umbúðum. Munu verslanir geta keypt kjöt í neytendaumbúðum og framboð
tegunda mun stóraukast hjá afuröasölunni.
I velasamstæðunni verður unnið
fryst kjöt og kjötskrokkarnir hlut-
aðir niður a ýmsan hátt og einnig
er fyrirhugað að framreiða nýtt
kjöt í sláturtíð að hausti með
sama hætti. Á öðrum tímum árs
verða frystir dilkaskrokkar einnig
látnir þiðna í kæli og kjótið boðið
neytendum meyrt og pakkað með
sama hætti og frysta kjótið. Með
þessari nýju tækni á að minnsta
kosti þrennt að vinnast: Rýrnun í
verslunum  minnkar, geymsluþol
eykst og hreinlæti batnar.
Vélarnar eru keyptar frá Dan-
mörku og er þetta fullkomnasta,
afkastamesta og sjálfvirkasta
vélasamstæða sinnar tegundar í
landinu, eftir því sem fram kemur
í Sambandsfréttum, fréttabréfi
SÍS. Fyrirhugað er að byrja að
pakka kjöti í hinum nýju vélum
18. júní.
MALLORKA
„Suöur um höfin
aö sólgylltri strönd
Brottfarardagar:
í júní:   17.
í júlí:     8., 30.
í ágúst: 19.
í september:  9., 30.
í október:    21.
Ath: Alltaf beint dagflug!
Feröaskrifstofa lönaöarhúsinu, Hallveigarstíg 1, símar
28388 og 28580.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56