Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.06.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚNl 1985 41 75 ára: Ásgeir Þórarins- son fy. stýrimaður í dag er 75 ára Ásgeir Þórar- insson fyrrverandi stýrimaður. Ásgeir fæddist á Laugabóli í Laugardal við ísafjarðardjúp 15. júní 1910 sonur hjónanna Þórar- ins Þ. Guðmundssonar útvegs- bónda og Sigrúnar Sigurðardótt- ur. Ásgeir var elstur átta systkina sem upp komust, en tveir drengir dóu í frumbernsku. Fátækt var á þessu stóra heimili og var hann ungur sendur að heiman til að sjá fyrir sér. Á barnsaldri var hann orðinn smali, fyrst hjá bóndanum á Hjöllum í Skötufirði, en síðan hjá Jóhanni Pálssyni útvegsbónda á Garðstöðum. Kona Jóhanns, Sig- ríður Gísladóttir, var yfirsetukona sveitarinnar, en vegna hæfileika hennar var oft leitað til hennar um læknisráð þegar sjúkdóma bar að. Ásgeiri líkaði vel smalamennsk- an og fegurð fjallanna við ísa- fjarðardjúp snart hann. Störf sín við smalamennskuna og sauðburð- inn tók hann alvarlega og rækti hann starf sitt af alúð þótt ungur væri. En smalamennskunni lauk árið eftir að hann fermdist, en þá var hann á óðali systranna í Ögri. En sjórinn stóð ungum drengjum við Djúp nærri og tvitugur ræðst hann ásamt Guðmundi Hallvarði bróður sínum til Ingimars Finn- björnssonar skipstjóra og útgerð- armanns í Hnífsdal. Síðan fór hann til Agnars Guðmundssonar á Mumma frá Isafirði. Agnar var hörku skipstjóri og sótti sjóinn fast. Þá var hann á Sæfaranum frá Langeyri með Rósa Steindórs- syni. En draumurinn var alltaf að komast á stóru bátana og 1936 ræðst hann á Valbjörn til Jóns Kristjánssonar frá Bæjum á Snæfjallaströnd. Jón var mikill sjómaður enda voru sömu menn- irnir hjá honum árum saman og var Ásgeir þar samfleytt til ársins 1942 að undanskildum skólatíma í sjómannaskólanum á ísafirði en þaðan lauk hann prófi 1938. Að sumrinu var verið á síldveiðum bæði með reknet og tveggja báta snurpunót. Á vetrarvertíð var róið á útilegu með linu. Var línan beitt úti á dekki og aflinn unninn þar líka og var þetta óhemju kalsöm vinna, oft í grimmdarfrosti og ágjöf. Árið 1942 fór Ásgeir til Ragnars Jóhannssonar á Hugann 1. og þótti honum mikill munur á vinnuaðstöðu. Þar var beit- ingarskýli undir hvalbaknum og allur aðbúnaður um borð mikið betri en áður. 1944 flytur Ásgeir til Reykjavík- ur og ræður sig til Bjarna Ingi- marssonar á togarahn Júpiter. Þar var hann í nokkurn tíma, en réð sig þá til Jóns Sveinbjörns Kristjánssonar, fyrst á Andey frá Hrísey en síðan á fleiri báta með honum. En lengst af sjómannsferli sín- um var Ásgeir hjá útgerð Jóns Franklíns, eða í nær 30 ár, en á einu skipi Jóns, Baldri E.A., lá við stórslysi, þegar leki kom að skip- inu fullfermdu af síld undan Aust- fjörðum. Við lá að þil milli lestar og vélarrúms brysti, en fyrir snarræði Sveins Jónssonar vél- stjóra tókst að koma í veg fyrir að þilið léti sig. Skipið komst við illan leik til Siglufjarðar, þar sem feng- inn var forgangur á löndun. Lengst af var hann þó á flutn- ingaskipum Jóns Franklíns og sigldi á fjölda hafna í Evrópu og Afríku. Ásgeiri líkaði alltaf vel við Jón og þótt ekki blési alltaf byr- lega í útgerðarmálunum var hann alltaf þægilegur við skipverja sína og fyrir það er Ásgeir honum ávallt þakklátur. Nokkur ár eru nú síðan Ásgeir fór í land, slitinn af langri og oft strangri sjómennsku. En hann hefur þó ekki gleymt sínum bestu eigindum. Nægjusemi, góð- mennska og vilja til efnalegs sjálfstæðis. Þrátt fyrir heilsuleysi býr hann enn einn og sér um sig sjálfur og er það mjög á móti skapi að biðjast aðstoðar. Á þess- um merku tímamótum sendum við Ásgeiri innilegustu hamingjuóskir og drengirnir okkar senda honum bestu kveðjur og þakkir fyrir ánægjulega samveru i heimsókn- um hans til okkar. ína og Úlfar Ágústsson Ný skolpdælustöð tekin í notkun á Gelgjutanga: Merkur áfangi í umhverfismál- um borgarbúa — sagði Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar NÝ SKOLPDÆLUSnrÖÐ var tekin í notkun á Gelgjutanga á fimmtu- dag. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar Reykjavíkur, ræsti dælubúnaðinn og sagði af því til- efni m.a.: „Borgarstjórnin hefir samþykkt að unnið verði skipulega að holræsamálum með tilliti til umhverfisverndar strandlengjunn- ar hér í kringum Reykjavík. Það verður ekki gert öðruvísi en með því að fækka útrásum og veita skolpinu í sjó fram eftir undan- gengna hreinsun. Til þess þarf að byggja dælustöðvar til að flytja skolpið út með víkum og vogum til hinna endanlegu útrása sem flytja það langt í sjó fram þar sem straumar bera það burt frá strönd- inni og hafdýpið sér fyrir hinni endanlegu hreinsun." ólafur Guðmundsson, yfir- verkfræðingur gatna- og hol- ræsadeildar borgarinnar, annað- ist áætlanagerð og útreikninga þá sem eru forsenda stöðvarinn- ar. Samkvæmt þeim verður heildaraðrennsli að stöðinni u.þ.b. 2,7 millj. rúmm. á ári og líklegt skammtímahámarks- rennsli um 900 lítrar á sekúndu. Vatnasvæði skolpdælustöðvar- innar er um 206 ha og íbúatala þess svæðis um 7000. Svæðið sem hér um ræðir er hið svonefnda smáíbúðahverfi, hluti Voga- hverfis, Blesugróf og innsti hluti Fossvogar, ásamt iðnaðarhverf- unum í Skeifunni og Vogunum. { stöðinni eru 4 dælur og er miðað við að 3 þeirra hafi jafnan undan, þótt sú fjórða sé í viðgerð eða eftirliti. Hver hinna fjögurra dæla afkastar 300—400 lítrum á sekúndu. Þró tekur við skolpinu. Hún er 11 m á dýpt og 5 m á breidd og lengd. I stjórnkerfi stöðvarinnar er sjálfvirkur búnaður er skynjar og skráir á sírita vökvahæðina i þrónni. Morgunblaðið/Ól.K.M. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar ræsti dælubúnaðinn og kvað þetU mannvirki vera merkan áfanga í umhverfismálum borgarbúa. Þegar vökvahæð nær 1,3 m ræsir búnaðurinn fyrstu dælu. Ef hún hefur ekki undan hækkar vökva- yfirborðið. Það leiðir til þess að næsta dæla er ræst og svo koll af kolli. Ef dæla stöðvast eða vökvastaða er óeðlilega há, sendir sjálfvirkur búnaður boð um það símleiðis til stjórnstöðv- ar í Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar. Búnaður þar segir til um hvers kyns bilunin er. Hönnuðir mannvirkisins eru Stefán Örn Stefánsson vélaverk- fræðingur Sigurður Skarphéð- insson verkfræðingur og Þorgeir Þorbjörnsson verkfræðingur. Hersir Oddsson raftæknifræð- ingur sá um hönnun raflagna og teiknistofa Gunnars Hanssonar sá um útlit og efnisval stöðvar- húss. Verkið var boðið út í tveim áföngum. Verktími hefur verið 7 mánuðir. Heildarkostnaður er áætlaður um 12 millj. króna. Skeiðahreppur: Gósen á Brautarholti SelfoHHÍ, 12. júní. FYRIR tæpu ári settu tveir bræóur Jón og Skafti Bjarnasynir, upp þjónustuverslun á Brautarholti á Skeiðum. Þeim þótti þá rétt að láta reyna á það hvort ekki væri þörf fyrir slíkt í sveitinni og sú hefur orðið raunin. Þegar staldrað var við Gósen fyrir nokkrum dögum var Skafti innan við búðarborðið og bauð upp á ferðamannavörur og ýmsa skyndibita. Hann sagði rekstur- inn ganga þokkalega, fólkið í sveitinni notaði sér vel þessa þjónustu þeirra og hann kvaðst bjartsýnn á ferðamannatímann. Verslunin Gósen Morgunblaðið/Sig. Jóns Skafti Bjarnason Það væri býsna mikið um að fólk kæmi við á Brautarholti, færi í Skeiðalaug og fengi sér síðan hressingu á eftir og bætti ben- síni á bifreiðina. Sig. Jónsson Farþegum hef- ur fjölgað mjög hjá Flugleiðum MIKIL aukning hefur orðið á farþegaflutningum Flugleiða hf. það sem af er árinu. Þetta á sérstaklega við í innanlandsflugi. Á tímabilinu frá áramótum til 10. júní sl. flutti félagið 104.700 farþega milli staða innanlands, en á sama tímabili í fyrra voru þeir 88.300. Farþegum hefur því fjölg- að um 16.400 eða 18.5%. Að sögn Sæmundar Guðvins- sonar fréttafulltrúa Flugleiða hef- ur aukningin verið nokkuð jöfn alla mánuðina, þó líklega mest það sem af er júní, en farþegum fjölg- aði um 3.350 fyrstu 10 daga mán- aðarins. Á miðvikudaginn flutti félagið t.d. 1.100 farþega í 17 ferð- um, en hingað til hafa ekki verið sérstaklega miklar annir í flugi á miðvikudögum. Aðspurður sagði Sæmundur að ástæðan fyrir þessari fjölgun væri m.a. sú að í vetur viðraði mjög vel til flugs. Auk þess hafa Flugleiðir tekið upp ýmsar nýjungar í far- gjöldum, svo sem Ápex fargjöld, hoppfargjöld og fjölskylduafslátt, sem lækkar ferðakostnaðinn nokkuð. Farþegum sem ferðast með Flugleiðum milli landa hefur einn- ig fjölgað. Frá áramótum til 8. júní flutti félagið 95.000 farþega yfir Norður-Atlantshafið á móti 84.300 farþegum á sama tíma í fyrra. Þá fjölgaði farþegum í Evr- ópuflugi úr 57.300 1 66.600. Samtals hafa Flugleiðir fluít yf- ir 265.000 farþega frá áramótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.