Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ1985 Matthías Bjamason samgönguráðherra: Lætur undirbúa áætl- un um jarðgangagerð Valdimar Harðarson með stólinn Sóley Fyrsta viðurkenning úr starfsgreinasjóði Rotary MATTHÍAS Bjarnason, sam- gönguráðherra, hefur ákveðið að undirbúa áætlun um jarðganga- gerð hér á landi og leggja fyrir Alþingi. Ráðherrann skýrði frá þessu á öðrum fundi sínum um samgöngumál, sem var í Hafnar- firði á föstudagskvöld. Ráðherrann sagði m.a. að samhliða umræðum og sam- þykkt á Ó-verkefnum í vega- áætlun og langtímaáætlun, en þau eru Ólafsvíkurenni, Óshlíð ogólafsfjarðarmúli, hafi verið unnið að jarðgangarannsókn- um í Ólafsfjarðarmúla. Selfyssingar bíða meö göngu- daginn eftir Pétri REYNIR Pétur Ingvarsson göngumaður frá Sólheimum í Grímsnesi lagði af stað frá Borgarnesi í gærmorgun kl. 9. Það var göngudagur hjá Borg- nesingum og slógust nokkrir þeirra í för með Reyni. Ferðinni var heitið í Botnsskála í Hvalfirði og í morgun átti svo að halda þaðan áleiðis í Mosfellssveit, en þangað er hann væntan- legur í kvöld. Til Reykjavíkur kemur Reynir á mánudag. Áætlað er að hann verði kominn í Ártúnsbrekkuna um kl. 13.00 og þangað koma félagar úr íþróttafélagi fatlaðra og ganga með Reyni Pétri niður í bæ. Um kl. 15.00 er búist við þeim á Hlemm og þar bætast Lionsmenn í hópinn. Síðan verður gengið niður Laugaveginn og komið að Lækjar- torgi kl. 16.00 þar sem haldin verð- ur móttaka fyrir Reyni Pétur, hon- um færðar gjafir og afhent framlög í söfnunina fyrir iþróttaleikhúsi á Sólheimum. SeiroHHÍ. 21. jání. Á bæjarstjórnarfundi i gær, 20. júní, var samþykkt tillaga þess efn- is að styrkja byggingu íþrótta- leikhúss á Sólheimum um upphæð sem næmi kr. 10 á hvern íbúa Sel- fosskaupstaðar. íbúarnir eru um 3600 þannig að þetta framlag Sel- fyssinga yrði um 36 þúsund krónur. Selfossbúar hyggjast taka veg- lega á móti Reyni Pétri Ingvars- syni göngugarpi sem væntanlegur er hingað nk. þriðjudag kl. 17—18. Göngudegi fjölskyldunnar, sem vera átti 22. júní, hefur verið frest- að til þriðjudags. íþróttaráð bæjarins hefur skipu- lagt rútuferð að Kögunarhóli kl. 16.45 frá Tryggvaskála. Siðan er fyrirhugað að ganga með Reyni síðasta spölinn á hringveginum og tekið verður á móti honum á Tryggvatorgi með lúðrablæstri o.fl. Sig. Jóns. í DAG Meðal efnis í blaðinu í dag er: Útvarp/sjónvarp ........ 6 Dagbók .................. 8 Fasteignir .......... 10/23 Leiðari ................ 28 Reykjavíkurbréf ..... 28/29 Myndasögur .......... 33/34 Peningamarkaður ....... 31 Raðauglýsingar .......40/47 íþróttir ............ 54/55 Fólk í fréttum .... 22b/23b Dans/bíó/leikhús ... 24b/27b Velvakandi ........ 28b/29b Menning/listir ...... lc/8c Niðurstöður þeirra rann- sókna sýna m.a. að aðstæður til jarðgangagerðar eru þar nokkuð góðar á íslenskan mælikvarða. Jarðgöngin verða um 3.200 m löng og er áætlað, að framkvæmdir við þau taki alls 3—4 ár. Þó að bergið virð- ist fremur hagstætt, er reikn- að með að það þarfnist víða styrkingar. Þá sagði Matthías Bjarna- son, að framkvæmdum við Ólafsvíkurenni væri að lang- mestu lokið, um það bil einu ári á undan áætlun. Æskilegt er að fjárveitingar í óshlíð verði miðaðar við að ljúka endurbyggingu vegarins með bundnu slitlagi og vegþekjum í Steinsófæru og Hvanngjá ytri á árunum 1985—1987. I fram- haldi af því yrði hafist handa um gerð jarðganga í ólafs- REIKNINGAR Arnarflugs hf. fyrír árið 1984 voru lagðir fram og sam- þykktir á stjórnarfundi félagsins 13. júní sl. í fréttatilkynningu frá félag- inu segir að heildartekjur hafi num- ið tæplega 400 milljónum króna á árinu og varð halli af rekstri félags- ins um 33 milljónir króna — þegar afskrifaðar höfðu verið um 16 millj- ónir króna. Vextir, gengistap og fleira var upp á um 31 milljón króna, þannig að heildarafkoma Arnarflugs var neikvæð um liðlega 64 milljónir króna. í fréttatilkynningunni frá Arn- arflugi hf. segir að meginástæðan „Það sem segja má að hafi verið sett á oddinn í þessum yfirheyrsl- um er spurningin um hvers vegna eldurinn náði að magnast svo mjög án þess að nokkur yrði þess var,“ sagði héraðsdómarinn. „Um borð í skipinu voru ekki reyk- eða eldskynjarar og ekki sjálfvirkur slökkvibúnaður, eins og verður skylda í þessum skipum frá næstu áramótum. Allar dælur höfðu lok- ast inni þegar eldsins varð vart og þau handslökkvitæki, sem náðist til, dugðu ekki til að slökkva eld- inn. Skipverjar á Sjóla munu hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til fjarðarmúla. Gerð hefur verið lausleg úttekt á mögulegum jarðgöngum á Austfjörðum og norðanverðum Vestfjörðum. Sagði ráðherrann að báðum þessum svæðum hefðu margir möguleikar verið teknir til skoðunar, mun fleiri en hugs- anlega geta komið til fram- kvæmda. Fjórði fundur Matthíasar Bjarnasonar um samgöngu- mál verður á ísafirði á þriðju- dagskvöld. Auk ráðherrans munu þeir Helgi Hallgríms- son, forstjóri tæknideildar vegagerðarinnar, Gústav Arn- ar, yfirverkfræðingur Pósts og síma, Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri, og Haukur Hauksson, aðstoðarflugmála- stjóri, ræða sérstaklega vega- mál, póst og símamál, sigl- ingamál og flu^mál fyrir þessari neikvæðu útkomu sé gengisfall ýmissa Evrópumynta gagnvart Bandaríkjadollar. Stærstur hluti tekna félagsins í áætlunarfluginu milli landa sé í Evrópumyntum en útgjöldin hins vegar að stórum hluta í dollurum. Samkvæmt nýendurskoðaðri rekstraráætlun félagsins er gert ráð fyrir að heildarvelta félagsins á þessu ári verði liðlega 1.100 milljónir króna, eða nær þrefald- ist frá árinu 1984 þegar hún nam tæplega 400 milljónum króna. Ennfremur gerir rekstraráætlun- in ráð fyrir talsverðum hagnaði af að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins strax í upphafi og síðan í félagi við starfsmenn Landhelg- isgæslunnar, en þaö dugði ekki til“ Fram kom í málinu að skömmu áður en skipverjar á Sjóla urðu eldsins varir hafði vélstjóri skips- ins verið í vélarrúminu. Þá var þar ekkert óeðlilegt að sjá. Virtist fyrst í stað sem eldurinn væri helst við dyr og neðan við stiga niður í vélarrúmið en þar mun hafa verið rafmagnstafla. Guðmundur L. Jóhannesson sagði að sérstaklega hefði verið Á UMDÆMISÞINGI íslensku Rotaryhreyfingarinnar, sem haldið rekstrinum á þessu ári. Þyngst á vogarskálunum vegur nýgerður samningur félagsins við ríkisflugfélagið í Saudi-Arabíu, Saudi Arabian Airlines, en Arnar- flug mun samkvæmt þeim samn- ingi reka fimm þotur af gerðinni DC-8 fyrir félagið í farþega- og vöruflugi. Á vegum Arnarflugs eru nú starfandi liðlega 130 starfsmenn beint við þetta verk- efni syðra. Verður félagið með átta þotur í rekstri í sumar — fimm í Saudi-Arabíu, tvær Boeing 707 og eina þotu af gerðinni Boeing 737. athuguð notkun og virkni froðu- tækja Landhelgisgæslunnar, sem stjórnaði slökkvistarfinu um borð í Sjóla út af Blakksnesi og í Pat- reksfirði. Hafi komið í ljós að þau hafi ekki virkað sem skyldi — að minnsta kosti hafi verið notað mikið magn án þess að sú froða myndaðist, sem eðlilegt væri. „Tólf kútar hefðu átt að vera meira en nóg til að fylla vélarrým- ið en það hafa vaknað um þetta ýmsar spurningar — til dæmis hvort þrýstingur hafi verið nógu mikill, hvort það hafi haft áhrif að sjó var dælt með froðunni og fleira. Líklega hefði verið áhrifa- mest að hefja froðudælinguna strax í upphafi en það fór tals- verður tími i að koma tækjum fyrir eftir að varðskipið kom á vettvang," sagði Guðmundur. Hann sagði hafa komið fram við yfirheyrslurnar, að skipverjum á var á Hótel Sögu þann 22. júní, var tilkynnt að Valdimar Haröarsyni arkitekt hafi verið veitt viðurkenn- ing úr Starfsgreinasjóði Rotary á íslandi, að upphæð 75 þús kr., fyrir stólinn Sóley. Þetta er í fyrsta skipti, sem veitt er viðurkenning úr Starfsgreinasjóði Rotary á ís- Indi í fréttatilkynningu segir, að tvær meginástæður hafi ráðið því að stóllinn Sóley varð fyrir valinu: Annars vegar dugnaður Valdimars Harðarsonar við að koma hugmynd sinni á framfæri við framleiðendur og hins vegar hugmyndin sjálf, en stóllinn sameini með óvenjulegum hætti listræna eiginleika og hagnýtt gildi. í fréttatilkynningunni segir, að Starfsgreinasjóðurinn hafi verið stofnaður á 50 ára afmæli íslensku Rotaryhreyfingarinnar á sl. ári. Tilgangur Starfsgrein- asjóðs Rotary á íslandi er að veita árlega viðurkenningu með fjárframlögum fyrir nýjungar eða afrek, unnin af einstakling- um í einhverri starfsgrein. Leitað skal eftir ábendingum um aðila til að hljóta viðurkenn- ingu úr sjóðnum og er öllum frjálst að gera ábendingu. Augl- ýst var eftir ábendingum og bár- ust allnokkrar. Sjóla hefði þótt mega bregðast skjótar við en gert var af hálfu Gæslunnar og eins að skipstjóri Sjóla hefði talið að betri árangur hefði náðst í slökkvistarfinu ef skipið hefði verið dregið til hafnar í stað þess að berjast við eldinn úti á miðjum Patreksfirði. Af hálfu starfsmanna Gæslunn- ar kom fram að brýnast þótti í upphafi að koma undir læknis- hendur þeim skipverja á Sjóla, sem hafði fengið reykeitrun. Mjög erfitt var um vik vegna reykjar- kófsins og tók flutningur manns- ins á milli skipanna því talsverðan tíma. Þá þótti varðskipsmönnum ekki hættandi á að draga skipið alla leið til hafnar, töldu öruggara fyrir alla að eldurinn yrði slökktur úti á sjó. Búist er við að nokkrar vikur muni líða þar til ljóst verður hvort borgar sig að gera við skipið. Amarflug hf.: 64 milljóna króna tap á rekstrinum Gert ráð fyrir hagnaði af rekstrinum á þessu ári Sjópróf vegna brunans í Sjóla HF 18: Óeðlilega lítil froða kom úr kútum varðskipsmanna — óljóst hvað olli brunanum í skipinu SJÓPRÓF vegna brunans í togaranum Sjóla HF 18 hinn 12. þessa mánaðar hafa ekki leitt í Ijós óyggjandi skýringu á eldsupptökunum. Umfangsmiklum yfirheyrslum vegna málsins er lokið í bæjarþingi Hafnarfjarðar en beðið er skýrslu Rafmagnseftirlitsins, að sögn Guðmundar L Jóhannessonar, hér- aðsdómara. pHafcj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.