Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 143. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 28. JÚNl 1985
15
¦..  ¦   ¦    ¦¦   '.¦   '.¦.   ¦.'.,.¦¦../¦   •    ...¦¦¦.-¦.¦ , ¦ ..,-¦. ...
mikill kraftur í myndgerð henn-
ar og hún hefur næma tilfinn-
ingu fyrir litnum; hvergi hráir
tónar, sem fara í fínu taugarnar
en þess í stað hrynjandi, sem
gerir litinn að aðalefni verksins,
en formið hefur minna að segja.
Það má þekkja svolítið hollenzkt
við þessi verk, og þau sverja sig í
þá hefð sem gert hefur hollenzkt
málverk að því, sem það er. Það
er hér til staðar og er undirtónn-
inn í því sem Nini Tang gerir í
myndlist sinni í dag. Hún notar
nútíma aðferðir en enginn sem
þekkir til hollenzkra málara, get-
ur efast um uppruna þessara
verka. Það var mjög skemmtilegt
að sjá þessi verk, og ég fagna
sýningum hjá ungu fólki, þegar
alvara og hæfni spila þannig
saman, að úr verður verk, sem
endurnýja og rumska við göml-
um fauskum eins og þeim sem
þetta ritar.
Þarna komu mér á óvart hæfi-
leikar, sem ég er viss um að eiga
eftir að þróast og þroskast, ef vel
er unnið og rétt á haldið. Hafi
Nini Tang þökk fyrir komuna, og
vonandi á hún eftir að koma enn
einu sinni.
Sýning Elíasar
Myndlist
Valtýr Pétursson
Það sýningaflóð, sem átt hefur
sér stað á undanförnum árum hér í
borg, fæðir af sér margar og ein-
kennilegar spurningar. Þar á meðal
er maður farinn að spyrja í hvert
sinn, sem boðskort berast inn úr
dyrum, er þetta alvörumálari eða
gervilistamaður?
Elías B. Halldórsson er alvöru-
málari og það sannar sú sýning sem
hann nú heldur á Kjarvalsstöðum.
Hann er í kaupstað, ef svo mætti til
orða taka, því að hann er búsettur
norður á Sauðárkróki og er því einn
af fáum málurum, sem ekki er bú-
settur á höfuðborgarsvæðinu. Elías
hefur haft gott næði, og margt
bendir til þess að einangrun hans
hafi verið honum um margt til góðs,
þó er ég hræddur um, að hann sakni
ýmissa hluta þarna norður á
Króknum, en ekki meir um það.
Sýning Elíasar er veigamikil og
gefur góða hugmynd um Elías sem
málara. Hann er vel sjóaður í fræð-
unum og hefur haldið margar
einkasýningar bæði hér og annars
staðar. Hann sýnir í þessum verk-
um, að hann er enginn byrjandi,
allt er þrauthugsað og hnitmiðað; ef
til vill um of á stundum. Yfirleitt
eru það nokkuð stór léreft sem
hann sýnir, en einnig er þarna að
finna litlar olíumyndir, gerðar á
pappír og sumar þeirra eru að mínu
mati fremri sumum stóru verkun-
um. Þarna er einnig eitt stærsta
málverk, sem ég man eftir að hafa
séð hér á landi. Það er hið mikla
verk „Blóðnætur" No. 79 á sýningu
Elíasar. Hér er um stórvirki að
ræða, sem ætti skilið að skreyta
opinbera byggingu, en það er nokk-
uð einhæft í myndbyggingu og lit-
ameðferð; rautt ræður þar ríkjum
og myndbygging er meitluð í sam-
ræmi við eðli litarins. Ég virði þetta
verk, en ég er ekki viss um, að það
sé bezta myndlistin á þessari sýn-
ingu. Verk eins og No 6,9, 51, 58, 60,
75 og 43 finnst mér vera þunga-
miðja þess tímabils hjá Elíasi, sem
hann sýnir að sinni. Hann á það til
að vera nokkuð þungur í myndbygg-
ingu sinni og litameðferð, en hann á
það líka til að spretta úr spori og þá
lifnar yfir hlutunum. Flest eru
þessi verk abstraktionir, sem eru í
nánu sambandi við umhverfið og
tilveruna; jafnvel væri hægt að
kalla sum þessara verka stíliseruð
afbrigði af sjálfri náttúrunni eða á
að segja þau sprottin úr daglegum
hugarheimi listamannsins? Hvern-
ig svo sem orðalagið er eru þetta
vönduð verk, sem sýna hver dugur
er í þessum sérsinnaða utanborg-
armanni og það gefur þessum verk-
um sannarlega svip, og það er svip-
ur Elíasar B. Halldórssonar og
einskis annars.
Það mætti sjálfsagt finna þessum
verkum ýmislegt til foráttu, en þau
er svo heiðarleg og vel unnin, að
ekki verður annað sagt en að hér sé
merkileg sýning á ferð.
Leikbrúðutöfrar
Kvikmyndlr
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnubíó: Leikbrúðutöfrar -tftr'A
Leikstjóri: Frank Oz. Framleiö-
andi: Jim Henson, David Lazer.
Handrit: Oz, Tom Patchett, Jay
Tarsess. Myndataka: Robert Pa-
yntter. Klipping: Evan Lottman.
Tónlist: Ralph Burns. Brúðu-
stjórn: Jim Henson, Frank Oz,
Dave Goelz, Steve Whimire, Rich-
ard llunt, Jerry Nelson. Leikin
hlutverk: Juliana Donald, Lonny
Price, Louis Zorich. Frumsýnd í
júlí 1984. Fyrsta mynd hins nýja
dreinngarfyrirtækis Tri Star. 94
mín.
Þeim Oz og Henson hefur lík-
lega ekki áður tekist betur upp
sem galdrakarlar en i Prúðu-
leikararnir slá í gegn. Söguþráð-
urinn er að vísu nokkuð lang-
dreginn og misgóður, en því
betri tökuni hafa kvikmynda-
gerðarmennirnir náð á þessum
dæmalausu brúðum.
Nú ætla þeir Kermit og félag-
ar að slá i gegn á Broadway,
með frumsömdum dans- og
söngvaleik. En einsog leikhús-
fólk veit er leiðin þangað ekki
auðhlaupin, heldur löng og
ströng. Og eftir fjölmargar,
misheppnaðar tilraunir við að
koma verkinu á fjalirnar, lítur
helst út fyrir að draumurinn sé
að renna út í sandinn og hópur-
inn heldur hver í sína áttina.
Svo þegar allar vonir um
stjörnuskinið á Broadway virð-
ist fyrir bí kemur kornungur
framleiðandi til skjalanna og
áður en varir eru æfingar hafn-
ar á nýjan leik.
En nú kemur babb í bátinn,
aðalmaðurinn, Kermit, er nefni-
lega gufaður upp, svo loks er
hann finnst, á frumsýningar-
daginn, kemur í ljós að hann
hefur tapað minninu!
Hér er oft unaðslega fléttað
saman raunveruleikanum og
ævintýrinu. Það hefur heldur
betur fjölgað í prúðuleikara-
hópnum og munar þar mest um
eldhressar rottur sem hafa ofan
af fyrir sér með því að þjóna til
borðs á lítilli matstofu á Man-
hattan! Stofan sú verður aðal-
aðsetur Prúðuleikarahópsins.
Sem fyrr er textinn meinfynd-
inn, hlýr og kærleiksríkur og
myndin í heild hin ágætasta
fjölskylduskemmtun.
Einsog fram hefur komið, er
mikið sungið og dansað í Prúðu-
leikurunum..., og geri aðrir
betur! Áður hefur verið vikið að
glæsilegri frammistöðu stjórn-
enda brúðanna, þeir leikarar
sem eru af holdi og blóði standa
sig með sóma, ekki síst Lois
Zorich og Juliana Donald sem
eigandi matsölustaðarins og
dóttir hans. Að venju bregður
fyrir mörgum, þekktum andlit-
um, m.a. Dobney Coleman,
Gregory Hines, Art Carney,
Lizu Minelli, Elliott Gould og
Brooke Shields. En senuþjóf-
arnir eru auðvitað Kermit og
Svínka, og nú tekst henni loks-
ins að koma eftirlætisfroskin-
um sínum í hnapphelduna ...
r. 599
Kr. 549
Sumarfœtur þurfa létta
og lipra strigaskó
á góðu verði
Póstverslun: Simi (91) 30980
HAGKAUP
Reykjavik • Akureyri • Njarðvík
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48