Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUK 4. JÚLÍ1985
Grænlendingum
er lítill hagur í
þessum veiðum
— segir sjávarútvegsráðherra um þá ákvörð-
un Grænlendinga að ákveða eigin loðnukvóta
Halidór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, kvaöst í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í gær
harma það að ekki hefði náðst sam-
komulag við Grsnlendinga um
skiptingu loðnukvóta milli þeirra, ís-
lendinga og Norðmanna. Grænlend-
ingar hyggjast nú ákveða sinn kvóta
sjálfir og hefja loðnuveiðar við
Austur-Grænland í ágúst.
Dýrt að aka
á verðlauna-
hrútana
ÞAÐ er alkunna að á hverju vori
ferst fjöldi skepna, einkum
lamba, þegar þær verða fyrir bfl-
um á vegum úti. Samkvæmt ár-
legri gjaldskrá Framleiðsluráðs
kostar það ökumann 2.500 til
3.000 krónur að aka á lamb en
allt upp í 9.000 krónur ef um er
að ræða 1. verðlauna hrút.
Framleiðsluráð hefur ákveð-
ið eftirfarandi bætur öku-
manna til bænda fyrir fé sem
ferst í umferðinni í sumar.
Bæturnar hafa hækkað um
37,08% frá fyrra ári, eða jafnt
og verðlagsgrundvöílur land-
búnaðarvara: Tvílembingur
2.500 kr., einlembingur 3.000
kr., veturgömul kind 4.000 kr.,
ær til júlíloka 4.000 kr. (3.000
kr. eftir 1. ágúst), 1. verðlauna
hrútur 9.000 kr., 2. verðlauna
hrútur 6.000 kr. og 3. verðlauna
hrútur 5.500 kr.
Ökumenn bera yfirleitt alltaf
ábyrgðina á árekstrum við
skepnur á vegum úti, en þó hef-
ur fallið dómur þar sem bónda
var gert að bera tjón af slíkum
árekstri vegna óvarkárni bónda
við rekstur sauðfjár. Ökumenn
þurfa að gæta ítrustu varúðar
þar sem lömbin eru óútreikn-
anleg og auk þess sem þau geta
farist skemmast bílarnir oft
við áreksturinn, ekki síst ef
stærri skepnur, til dæmis hest-
ar, eiga í hlut.
„Við höfðum vænst þess að
Grænlendingar myndu ekki hefja
veiðar úr þessum stofni fyrr en
gengið hefði verið frá þríhliða
samkomulagi og ég er þeirrar
skoðunar að þeir hafi afar lítinn
hag af því að hefja veiðar þarna
núna eins og ástatt er um verð á
loðnu. Þeir hafa heldur engin skip
í það," sagöi Halldór Ásgrimsson.
„A hinn bóginn kemur þetta
okkur ekki á óvart. Þeir hafa gefið
það í skyn í þessum samningavið-
ræðum að ef ekki yrði samkomu-
lag myndu þeir gefa út eigin
kvóta."
Halldór kvaðst í viðræðum á
Grænlandi við Lars Emil Johan-
sen, sem fer með sjávarútvegsmál
í landsstjórninni, hafa verið mjög
hlynntur því að íslensk skip yrðu
til reiðu til þess að veiða það magn
sem í hlut Grænlendinga kæmi.
En forsenda fyrir slíku væri að
samkomulag næðist um það magn
sem ætti að veiða.
„Við höfum ekki dregið rétt
Grænlendinga til veiða á þessu
svæði í efa," sagði sjávarútvegs-
ráðherra. „Hins vegar er ekki
samstaða um það hve mikill sá
réttur er."
f gær var fyrirhugaður fundur
íslensku samninganefndarinnar
með sjávarútvegsráðherra og
utanríkisráðherra þar sem ræða
átti stöðuna sem upp er komin í
þessu máli.
Vitni vant-
ar að slysi
MÁNUDAGINN 1. júlí sl. kl. 17.54
varð alvarlegt umferðarslys í
Reynihvammi í Kópavogi. Range
Rover-bifreið ók á 8 ára gamlan
dreng og slasaðist hann alvarlega.
Lögreglan í Kópavogi leitar vitna
að slysinu og biður alla þá sem
upplýsingar geta veitt að hafa
samband við sig í síma 41200.
Hávard Bjelland, Bergens Tidende/SImamynd
Ráðherrar skoða f iskeldisstöð
Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra kom úr opinberri heimsókn í Noregi í gær. Síðasta degi
heimsóknarinnar var eytt í Bergen, þar sem Matthías skoðaði i fylgd norska viðskiptaráðherrans
fiskiræktar- og sjávareldisstoð, Mowi, en það fyrirtæki er sameigandi með íslendingum í fiskiræktarstöð
ISNO í Lónum. Þá var hafrannsóknastöðin i Austevoll einnig skoðuð, en þar er unnið að tilraunum með
lúðu- og þorskrækt. Með Matthíasi á myndinni er viðskiptaráðherra Noregs, Asbjorn Haugstvedt.
Samið við borgarstarfsmenn í anda BSRB og ASI:
Brunaverðir fá
13 % hækkun strax
— fóstrur og þroskaþjálfar fá einn launaflokk að auki
BRUNAVERÐIR, fóstrur og þroskaþjálfar fengu mesta launahækkun út
úr endurskoðun á launaliöum gildandi kjarasamninga Starfsmanna-
félags Reykjavíkurborgar og borgarsjóðs í fyrrinótt. Samkomulagið er í
öllum höfuðatriðum eins og nýgert samkomulag BSRB og fjármálaráðu-
neytisins.
Mesta hækkun fá brunaverðir,
eða 12—13% frá 1. júní. Þeir fá
tveggja launaflokka hækkun, eða
um 6% að meðaltali, umfram
flesta aðra þar sem nú eru gerðar
auknar kröfur til menntunar
brunavarða, eða iðnmenntunar.
Fóstrur og þroskaþjálfar fá eins
launaflokks hækkun, eða sem
svarar 3% að meðaltali umfram
aðra ti! samræmis við heilbrigð-
isstéttirnar, að sögn Haraldar
Hannessonar, formanns Starfs-
mannafélags Reykjavíkurborgar.
„Þetta   bjargar   náttúrlega
engu," sagði Ingibjörg K. Jóns-
dóttir, formaður fóstrufélagsins,
um kauphækkunina. „Það kæmi
mér ekki á óvart að einhverjir fé-
lagar færu að tala um uppsagnir
— þetta munar einum fimmtán
hundruð krónum mánaðarlega á
byrjunarlaunin. Það er allt of lít-
ið. Grunnlaun fóstra eru nú frá
21.759 krónum fyrir byrjendur og
upp í 28.336 krónur fyrir fóstru
með átján ára starfsaldur."
Haraldur Hannesson sagði
brunaverði mjog ánægða með sinn
hlut og kvað þessa hækkun „mikið
Millisvæðamótið í Biel:
Jafntefli og tap hjá
Margeiri Péturssyni
Frá Braga Kristjánssyni, blaðamanni Morgunblaósins í Biel.
MARGEIR Pétursson gerði jafntefli við Rodriges frá Kúbu í þrioju
umferð mótsins. Rodriges, sem hafði hvítt, tefldi óvenjulegt afbrigði og
lenti Margeir í nokkrum erfiðleikum um tíma. Mikil uppskipti urðu á
mönnum og var jafntefli samið eftir 26 leiki. Þess ber að geta að Margeir
hefur geflð biðskák sína við Vaganjan úr fyrstu uraferð.
Úrslit þriðju umferðar voru á þessa leið: Torre — Martin 1—0, Li —
Polugajevsky 'h—'h, Gutman — Partos 'A—V2, Sokolov — Ljubojevió
'/2—'/2, Van der Wiel — Quinteros 1—0, Anderson — Sax 'á—Vz, Vaganj-
an — Seiravan '/2—'/2, Jansa — Short 'h—'h.
Martin  fékk  erfiða  stöðu  í   að venju óánægður með jafntefli
byrjun gegn Torre og þegar hann
missti peð í miðtaflinu voru úr-
slitin ráðin. Skák Li og Polugaj-
evsky var allan tímann í jafn-
vægi og jafntefli samið eftir 22
leiki.
ísraelsmaðurinn Gutman, sem
unnið hefur tvær skákir í röð,
fékk þægilegri stöðu úr byrjun
gegn Partos. Honum tókst þó
ekki að ná varanlegum yfirburð-
um og eftir mikil uppskipti kom
upp jafnt endatafl. Gutman var
og lagði gildru fyrir andstæðing-
inn. Ekki tókst þó' betur til en
svo að snilldin kostaði Guman
peð. Kom upp endatafl þar sem
Partos hafði hrók og fjögur peð
gegn hrók og þrem peðum Gut-
mans, en sú staða var jafntefli
vegna þess að öll voru peðin á
sama væng.
Sokolov lét ófriðlega í byrjun
gegn Ljubojevié en tók strax
jafntefli er Júgóslavinn bauð
eftir 15 leiki.
Quinteros ætlaði að tefla hið
svokallaða eitraða peðsafbrigði í
Sikleyjarvörn gegn Van der Wi-
el, en þegar Hollendingurinn
bauð honum upp á peðið með
óvenjulegum kjörum, þorði Arg-
entínumaðurinn ekki að taka
það. Drottningarleikur Quinter-
os reyndist aðeins tímasóun og
Van der Wiel náði óstöðvandi
sókn. Argentínumaðurinn gafst
svo upp eftir 2 leiki er mát var
óumflýjanlegt.
Seiravan tefldi af öryggi gegn
Vaganjan og var jafntefli samið
í jafnri stöðu eftir 28 leiki.
Jansa virtist ná betri stöðu
gegn Short en þeim síðarnefnda
tókst að rétta sinn hlut og jafn-
tefli var samið er hvorugur
komst nokkuð áieiðis.
Þriðja umferðin var mjög ró-
leg  eftir  mjög  líflega  tafl-
Margeir Pétursson
mennsku í tveim fyrstu umferð-
unum, og var ljóst að mikil
harka í byrjun mótsins hefur
tekið toll af kröftum skákmann-
anna. í dag verða aðeins tefldar
biðskákir og mun Margeir þá
reyna að kreista fram vinning í
biðskák sinni við Jansa. Fjórða
umferð fer síðan fram á föstu-
daginn.
Efstir og jafnir að loknum
þrem umferðum með 2'/2 vinning
eru Vaganjan, Van der Wiel,
Sokolov og Gutman.
Sjá ennfremur skákþátt  á
bls. 38.
til bóta á miðju samningstímabil-
inu. En það nær auðvitað engri átt
að láta samninganefndirnar vera
einhverskonar gangandi vísitölur
— í stað þess að viðurkenna vísi-
tölu þá eru samninganefndir orðn-
ar í því meira og minna að leið-
rétta kaupið. Þetta er óþolandi,"
sagði hann.
Samkomulagið verður borið
undir atkvæði á félagsfundi í
starfsmannafélaginu í húsi BSRB
í kvöld kl. 20:30.
Blindrafélag íslands:
Rannsaka
fjárreiður
happdrættisins
RANNSÓKN er hafin á fjárreiðum
happdrættis Blindrafélags íslands
þar eð grunur leikur á að misferli
eða vanræksla hafi átt sér stað
varðandi úthlutun vinninga hjá
happdrættinu. Enginn hefur enn
verið kærður í málinu og ekki verið
farið fram á rannsókn af hálfu
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Að sögn Halldórs Rafnar,
formanns stjórnar Blindrafélags-
ins, er beðið eftir greinargerð um
ákveðin atriði í fjárreiðum happ-
drættisins, sem stjórn félagsins
telur ábótavant og orka tvímælis.
„Það er mikið atriði fyrir félag
eins og okkar, sem á allt sitt und-
ir velvilja almennings, að allar
fjárreiður séu í lagi, sérstaklega
þar sem okkur, þessum blindu,
gengur ekki of vel að fylgjast með
sjálfum," sagði Halldór. „Við vilj-
um því fá nánari skýringar á
ákveðnum atriðum og þar til þær
berast er ekkert hægt að segja
um, hvort hér sé um misferli eða
vanrækslu að ræða. í öllu falli
erum við ekki ánægðir með hlut-
ina eins og þeir hafa verið fram-
kvæmdir og það er auðvitað mik-
ið áfall fyrir svona félag ef
eitthvað er öðruvísi en það á að
vera," sagði Halldór Rafnar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56