Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985
Gorbachev
til
Frakklands
Yloskvu, 3. júlí. AP.
Aðalleiðtogi sovéska komm-
únistaflokksins, Mikail Gorb-
achev, fer í opinbera heimsókn
(il Frakklands í haust að sögn
hinnar opinberu fréttastofu
Tass.
Fer heimsóknin fram dag-
ana 2.— 5. október nk., en
þetta verður í fyrsta sinn sem
Gorbachev fer til Vesturlanda
síðan hann varð flokksleiðtogi
í mars sl.
Bandaríski sendi-
herrann í Moskvu:
Flytur ávarp
í sjónvarpi
Moskvu, 3._júlí. AP.
BANDARISKI sendiherrann í
Moskvu, Arthur Hartman, mun
flytja ávarp í sovéska sjónvarp-
inu á morgun, fimmtudag, í til-
efni þjóðhátíðardags Bandarfkj-
anna.
Sú hefð hefur komist á að
sendiherrar erlendra ríkja í
Moskvu hafi komið fram í
sjónvarpi á þjóðhátíðardegi
þeirra, en í fyrra var Arthur
Harriman meinað að flytja
þar ávarp.
Irakar gera
árás á skip
ír.k. 3. jdlí. AP.
fRAKAR skýrðu frá því í dag að
orrustuþotur þeirra hefðu gert
árás á íranskt skip nálægt
Kharg-eyju. Ekki var þó til-
greint nánar um hvers konar
skip hér var að ræða.
Talsmenn íraka sögðu að
orrustuþoturnar hefðu snúið
aftur til íraks eftir árásina,
án þess að hafa orðið fyrir
tjóni.
Bandarísk
sendinefnd
í Hanoi
Hanknk. 3. júlí. AP.
SENDINEFND bandarískra
sérfræðinga hélt til Hanoi í dag
til að ræða við vétnömsk stjórn-
völd um afdrif bandarískra her-
tnanna, sem saknaö er frá því í
Víetnamstríðinu.
Fundur þessara aðilja átti
aö fara fram í júní, en honum
var frestað að ósk stjórnar-
innar í Hanoi. Viðræðurnar
snúast fyrst og fremst um af-
drif u.þ.b. 2.500 bandarískra
hermanna í Indókína, en til
þeirra hefur ekkert spurst síð-
an Bandaríkjamenn hættu af-
skiptum af stríðinu í Vietnam.
Alþjóðabankinn:
Vextir lækka
Washingtoo, 3. julí. AP.
SKÝRT var frá því í dag að Al-
þjóðabankinn mundi lækka út-
lánsvexti sína úr 9,29% í 8,82 á
ári. Mun vaxtalækkunin gilda
næsta hálfa árið.
Alþjóðabankinn, sem er í
eigu 148 landa, hefur einkum
veitt þróunarríkjum fjárhags-
aðstoð.
Timman sigraði
á Taxco-mótinu
Tuco, Mexíkó, 3. júlf. AP.
HOLLENZKI stórmeistarinn Jan Timman sigraði á millisvæðamótinu í
Mexíkó og hefur (lesta vinninga þeirra fjögurra, sem áfram komast í
úrslitakeppnina um heimsmeistaratitilinn í skák á næsta ári.
Timman hlaut 12 vinninga, en
ásamt honum komast áfram Jose
Nogueiras frá Kúbu, Kevin
Spraggett Kanada og Sovétmað-
urinn Mikhail Tal. Nogueiras
hlaut 10,5 vinninga, Tal 10 og
Spraggett 9. Einn vinning af 12
hlaut Timman án þess að tefla,
þegar sovézki stórmeistarinn
Yuri Balashov hætti þátttöku í
mótinu vegna magaverkja. Balas-
hov var lagður inn í sjúkrahús 25.
júní. Læknum hefur enn ekki tek-
ist að komast að því hvað amar
að honum.
í 15. og síðustu umferð mótsins
urðu úrslit þau að Eduard
Prandstetter Tékkóslóvakíu vann
Bandaríkjamanninn      Walter
Brown í 43 leikjum. Nogueiras
vann Spraggett, Englendingurinn
Jonathan Speelman vann Mexí-
kanann Marcel Sisniega, Tal
vann Ungverjann Jozsef Pinter,
Kínverjinn Jingan Qi tapaði fyrir
Norðmanninum Simon Agde-
stein. Jafntefli gerðu Miso Cebalo
Júgóslavíu og Rússinn Oleg Rom-
anishin og Bandaríkjamaðurinn
Lev Alburt stýrði svörtu mönn-
unum til sigurs gegn Saeed
Ahmed Saeed frá Sameinuðu
furstadæmunum.
Timman vann yfirburðasigur,
hlaut 12 vinninga. Nogueiras
hlaut 10,5 vinninga, Tal 10 og og
Spraggett 9,5. f 5. sæti varð
Speelman með 8 vinninga, Agde-
stein í 6. sæti með 7,5 vinninga,
Cebalo í 7. sæti með sama vinn-
ingafjölda. Alburt varð í 8. sæti
með 7 vinninga. Fimm skákmenn
hlutu 6,5 vinninga og urðu í 9. —
13. sæti, Romanishin, Sisniega,
Pinter, Qi og Browne. Tékkinn
Prandstetter varð i 14. sæti með 6
vinninga, Ahmed Saeed í 15. með
5,5 vinninga og lestina rak Balas-
hov með 4,5 vinninga.
UR INDVERSKU ÞOTUNNI
Flugmaður brezkrar björgunarþyrlu með einn fárra hluta, sem fundust
fyrst eftir að indversk júmbóþota fórst undan írlandi á dögunum.
Dúkkan var í eigu eins þeirra 329, sem fórust með þotunni, en um borð
voru nær hundrað börn.
Getgátur um að Gorbachev
verði forsætisráðherra
„Margir héldu að Gromyko yrði bæði forseti
og utanríkisráðherra," segir Benedikt
Jónsson sendiráðsritari í Moskvu
„TILKYNNINGIN um að Andrei Gromyko hefði verið kjörinn forseti
Sovétrfkjanna kom mönnum hér í Moskvu ekki á óvart, en hins vegar
áttu menn ekki von á því að hann léti af embætti utanrfkisráðherra, því
þessi embætti geta vel farið saman," sagði Benedikt Jónsson, sendiráðs-
ritari í sendiráði íslands í Vloskvu, í símaviðtali við Morgunblaðið í gær.
Benedikt sagði, að það væri al-
menn skoðun þeirra sendifulltrúa
erlendra ríkja í borginni, sem
hann hefði rætt við, að Gromyko
yrði áfram áhrifamaður í sovésk-
um stjórnmálum. Hins vegar væri
erfiðara að spá nokkru um eftir-
mann hans, Eduard Shevardn-
adze, flokksforingja frá Georgíu,
sem tók ekki sæti í stjórnmálaráð-
inu, æðstu valdastofnun sovéska
kommúnistaflokksins, fyrr en sl.
mánudag. „Það er sagt, að hann
hafi staðið sig vel í heimahéraði
sínu. Harður maður og ákveðinn
segja þeir stjórnarerindrekar hér
sem þekkja til hans," sagði Bene-
dikt. „Hann er sennilega maður að
skapi Gorbachev aðalritara."
Benedikt var spurður hvort rétt
væri, að Yegor K. Ligachev væri
nú að verða annar mesti áhrifa-
maður Sovétríkjanna. „Það kann
eitthvað að vera til í því," sagði
hann. „Hann hefur tekið við starfi
hugmyndasérfræðings kommún-
istaflokksins. Annars beinast
sjónir manna hér í Moskvu mjög
að Vitaly Vorotnikov, sem hefur
þótt mjög sterkur maður og á upp-
leið. Menn áttu von á því, að hann
yrði gerður að forsætisráðherra í
stað Nikolai Tikhonov, sem er orð-
inn áttræður. Forsætisráðherra
þarf að flytja skýrslu á 27. flokks-
þinginu í febrúar á næsta ári og er
Iíklegt að Tikhonov verði í emb-
ættinu þangað til. Og úr því Vor-
itnikov varð ekki forsætisráðherra
núna haf a menn verið með getgát-
ur um að Gorbachev, aðalritari,
ætli sér það sjálfur. Slíkt valda-
skipulag hefur ekki verið við lýði
síðan á dögum Khrushchev."
Benedikt Jónsson, sendiráðsrit-
ari, sagði ennfremur að afsögn
Yitaly Vorotnikov. Eni vonir hans
um að verða forsætisráðherra
brostnar?
Romanovs, fyrrum keppinautar
Gorbachevs, úr stjórnmálaráðinu
hefði ekki komið mönnum á óvart.
Hann hefði verið fjarverandi um
skeið og þessum tíðindum spáð.
Benedikt kvaðst hafa heyrt orð-
róm þann, sem greint var frá í
Morgunblaðinu á þriðjudag, að
Romanov hefði átt við áfengis-
vanda að stríða, og hefði ásamt
Mikhail S. Gorbachev. Tekur hann
senn við embætti forsætisráðherra?
hjákonu sinni reynt að flýja land,
en verið stoðvaður. „Á þessu hefur
hins vegar engin staðfesting feng-
ist," sagði Benedikt.
Benedikt Jónsson sagði, að
Romanov hefði ekki notið almenn-
ingshylli í Sovétríkjunum, eins og
raun væri á um Mikhail Gorbach-
ev, og hans væri því ekki saknað.
Er Ligachev orðinn
næst valdamestur?
Moskvu, 3. júlf. AP.
HINN 64 ára gamli Yegor K. Ligachev var í gær kjörinn formaður
utanrfkismálanefndar annarrar deildar sovéska þingsins. Ýmsir frétta-
skýrendur og erlendir stjórnarerindrekar í Moskvu teíja það vísbendingu
um að hann sé orðinn næst æðsti maður í Kreml og hægri hönd Mikhails
Gorbachev, flokksleiðtoga.
Hefð er fyrir því að annar
valdamesti maður Sovétríkjanna
gegni embætti formanns utanrík-
ismálanefndar þingsins. Mikhail
Suslov, fyrrum helsti hugmynda-
sérfræðingur sovéska komm-
únistaflokksins, gegndi embætt-
inu  um  árabi!  á  valdaárum
Leonids Brezhnev.
Gorbachev var kjörinn formað-
ur utanríkismálanefndarinnar í
apríl 1984 og flutti í framhaldi af
því ávarp sem hugmyndasérfræð-
ingur kommúnistaflokksins á
stjórnmálaráðstefnu í desember á
síðasta ári. í mars sl. varð hann
síðan flokksleiðtogi eftir andlát
Konstantins Chernenko.
Stjarna Ligachev, eins og
stjarna Gorbachev, reis á valda-
tíma Yuri Andropov. Það var
Andropov sem kallaði Ligachev til
Moskvu í apríl 1983 og fól honum
að sjá um skipulagsmál flokksins.
Áður hafði hann verið annar
helsti leiðtogi kommúnistaflokks-
ins í iðnhéraðinu Tomsk í Síberíu.
Eftir að Gorbachev tók við völdum
varð Ligachev fullgildur félagi í
stjórnmálaráðinu og upp á síð-
Yegor K. Ligachev. Er hann orðinn
næstvaldamesti maður í Kreml?
kastið hefur hann orðið æ meira
áberandi. Hann sést m.a. miklu
oftar við hlið flokksleiðtogans en
aðrir félagar í ráðinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56