Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4 JÚLÍ 1985
31
Rafmagnsverð Landsvirkj-
unar, eignir og skuldir
TVÆR villur varðandi rafmagnsverð og skuldir Landsvirkjunar slæddusl inn
í frétt Morgunblaðsins í gær um 20 ára afmæli fyrirtækisins. Hér fer á eftir
í heild nánari skýring Landsvirkjunar á bessum tveimur atrioum:
1. Rafmagnsverð til almenningsraf-
veitna 1. ágúst 1983—31. desember
1985
Hinn 1. ágúst 1983 var meðal-
gjaldskrárverð Landsvirkjunar á
rafmagni til almenningsrafveitna
111,8 au/kWst. Síðan þá hefur
gjaldskrá Landsvirkjunar aðeins
hækkað tvívegis. í fyrra skiptið
hinn 1. maí 1984 og þá um 5% og
síðara skiptið um 14% hinn 1.
janúar 1985. Hinn 1. þ.m. er meðal-
verðið 85 au/kWst á verðlagi 1.
ágúst 1983. Verðið hefur því lækk-
að að raungildi frá 1. ágúst 1983 til
dagsins í dag um 24%. Ekki er gert
ráð fyrir því að til gjaldskrár-
hækkunar þurfi að koma það sem
eftir er ársins og ætti þá raungildi
verðsins miðað við núverandi verð-
bólguspár og óbreytta gjaldskrá að
vera komið niður í um 77 au/kWst
Opið hús
í Norræna
húsinu
NORRÆNA húsið stendur í sumar
fyrir vikulegri dagskrá fyrir ferða-
menn.
„Opið hús" er haldið hvern
fimmtudag og hefst dagskráin kl.
20.30. Dagskráin er yfirleitt með
því sniði að fyrst er flutt erindi
sem á einhvern hátt tengist ís-
lenskri menningu, sögu eða nátt-
úru og síðan sýnd einhver af ís-
landsmyndum ösvaldar Knudsen.
Heimir Pálsson menntaskóla-
kennari mun í kvöld ræða um líf
og bókmenntir í 1100 ár á „Opnu
húsi", eins og segir í fréttatiíkynn-
ingu frá Norræna húsinu. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á sænsku.
Á eftir verður sýnd kvikmyndin
„Heyrið vella á heiðum hveri" með
sænsku tali.
Jenny
Naschitz
látin
LÁTIN er í Tel Aviv í ísrael
Jenny Naschitz, eiginkona dr.
Fritz Naschitz, aðalræð-
ismanns Islands þar.
Jenny Naschitz fæddist 21.
janúar 1903 í Búdapest,
yngsta dóttir Arnolds de
Hann, fyrrverandi aðstoðar-
ráðherra. Jenny og Fritz
Naschitz giftust árið 1931 og
tókst að komast til ísraels
níu árum síðar.
Fritz Naschitz var aðal-
ræðismaður íslands í ísrael í
áratugi. Margir íslendingar
sem hafa heimsótt ísrael
nutu gestrisni og hjálpfýsi
þeirra Naschitz-hjóna, enda
voru þau stakir Islandsvinir.
Þau eignuðust einn son,
Peter, sem er vararæðismað-
ur íslands í Tel Aviv.
Leiðrétting
í FRÉTT Morgunblaðsins mið-
vikudaginn 3. júlí, um nýtt skipu-
lag í Sigtúnsreit, var rangt farið
með nafn arkitektsins, sem vann
skipulagið. Það er Helga Braga-
dóttir, arkitekt hjá Borgarskipu-
lagi, sem vann hið nýja skipulag í
Sigtúnsreit. Mistökin leiðréttast
hér með og eru hlutaðeigendur
beðnir velvirðingar.
í árslok miðað við verðlag 1. ágúst
1983 og hafa síðan þá lækkað um
30%.
2. Eignir og skuldir
Um síðustu áramót nam heildar-
eign Landsvirkjunar um 25,7 millj-
örðum króna og langtímaskuldir
16,5 milljörðum króna. Eigið fé
nam um 8,7 milljörðum króna, sem
er  um  34%   af  heildareign.  Við
stofnun Landsvirkjunar 1965 nam
eigið fé Landsvirkjunar um 1,0
milljarði króna á verðlagi í árslok
1984 og hefur það því um það bil
áttfaldast frá stofnun fyrirtækis-
ins og er nú meir en nokkurs ann-
ars fyrirtækis eða stofnunar hér á
landi.
Afborganir Landsvirkjunar á
þessu ári áætlast nema alls um 900
milljónum króna og er stefna
Landsvirkjunar sú að núverandi
skuldir Landsvirkjunar verði að
fullu greiddar um næstu aldamót.
Fjármagnskostnaður er um 85%
af rafmagnsverði Landsvirkjunar.
Vegna verðlagshafta á árunum
1971-1982 fékk gjaldskrá Lands-
virkjunar ekki að fylgja almennum
verðlagsbreytingum. Afleiðingin
varð óeðlilega mikil skuldasöfnun
og mun hærri fjármagnskostnaður
en hæfilegt má telja. Að verðstöðv-
unartímabilinu loknu varð þvi að
grípa til meiriháttar gjaldskrár-
hækkana til að standa straum af
hinum aukna fjármagnskostnaði.
Leiddu þessar hækkanir til þess að
gjaldskrá Landsvirkjunar varð
hærri en hjá sambærilegum fyrir-
tækjum á hinum Norðurlöndunum,
sem fylgt hafa raunhæfari stefnu í
verðlagningu orkunnar. Við höfum
þvi verið að súpa seyðið af rangri
stefnu í verðlagsmálum á áður-
nefndum áratug og það var fyrst á
sl. ári að um hagnað var að ræða
hjá Landsvirkjun eftir rekstrar-
halla í sex ár. Má því segja að nú sé
um þáttaskil að ræða hjá fyrirtæk-
inu hvað fjárhagsafkomuna snertir
og hafa verðhækkanirnar gagnvart
fSAL átt sinn þátt í bættri afkomu.
Landsvirkjun er því að komast yfir
erfiðasta hjallann í fyrrnefndri
þróun, sem kemur fram bæði í
bættri afkomu og lækkandi raun-
verði til almenningsrafveitna, en
verðlækkunin áætlast verða orðin
um 30% i lok þessa árs frá því er
gjaldskráin var hvað hæst hinn 1.
ágúst 1983. Jafnframt er ekki
ástæða til að ætla annað en aðt
raungildi gjaldskrárverðsins haldi
áfram að lækka á næstu árum með
lækkandi fjármagnskostnaði.
SYSTEM/36
OG HUGBÚNADURINN
ALVÍS
FRÁ KERFI HF.
Skrifstofuvélar hf. bjóða nú til sölu tölvubúnaöinn IBM
System/36 ásamt notendahugbúnaðinum ALVÍS frá Kerfi hf.
ALVlS hugbúnaðurinn er sérhannaður fyrir íslensk fyrirtæki
á IBM System/36 tölvuna og nýtir kosti hennar til fullnustu.
í ALVI'S er m.a. að finna samtengd fjárhags- og viðskiptabók-
haldskerfi, vörukerfi og tollakerfi ásamt fjölda hjálparkerfa við
útreikninga á pantanatillögum, arðsemiseftirliti, sölugreiningu,
áætlanagerð o.fl.
Þessari auglýsingu er ekki ætlað að sannfæra þig um að hjá
okkur sé undantekningarlaust bestu tölvulausnir og þjónustu
að finna. Hins vegar vinnur allt starfsfólk fyrirtækisins ötullega
að því markmiði. Þess vegna m.a. eigum við samleið með IBM
og hugbúnaðarfyrirtækinu Kerfi hf.
Við hvetjum þig til að leita aðeins eftir því besta í tölvubúnaði
og þjónustu, hvort sem er hjá okkur eða öðrum, því gæðin
skipta öllu við rekstur tölvubúnaðar bæði í bráð og lengd.
í
¦*
vJiiL**
%
GÆDIOG GÓD
r>JÓNUSTA
TRYGGJAGOTTGENGI
SKRIFSTOFUVELAR H.F.

>nu*g&

Hverfisgötu 33
Pósthólf 377
Sími 20560
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56