Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985
."•
»»
Konur á Akureyri
og við Eyjafjörð:
Ljóða- og
smásagna-
samkeppni
HÓPAR kvenna á Akureyri og við
Eyjafjörð hafa síðan sl. haust unnið
saman að ýmsum málefnum í tilefni
af því að nú er kvennaáratugi Sam-
einuðu þjóðanna að Ijúka.
Einn hópurinn, svokallaður bók-
menntahópur, hefur leitað í blöð-
um og tímaritum að skrifum eftir
konur í Eyjafirði og gert spjald-
skrá yfir það efni. Þessi vinna hef-
ur að langmestu leyti farið fram á
Amtsbókasafninu. Ýmsir hafa
veitt aðstoð og sífellt fréttist af
nýju efni í fórum fólks, oft eftir
látnar konur. í upphafi var fyrir-
hugað að halda sýningu í Amts-
bókasafninu á verkum eyfirskra
kvenna, en horfið hefur verið frá
því. Hópurinn hefur hug á að gefa
út sýnisbók er inniheldur verk
kvenna og gæti hún ef til vill kom-
ið út á næsta ári.
Næsta verkefni bókmennta-
hópsins er að efna til samkeppni
meðal kvenna og veita góð verð-
laun fyrir besta ljóðið og smásög-
una. Konur á öllum aldri sem bú-
settar eru við Eyjafjörð geta tekið
þátt. Skilafrestur er til 15. sept-
ember og verða úrslit kunngjörð á
kvennafrídaginn, 24. október.
Verkum þarf að skila undir dul-
nefni og láta nafn höfundar fylgja
í lokuðu umslagi. Hver kona má
skila inn eins mörgum verkum og
hún vill, hvort heldur sem er undir
einu dulnefni eða fleirum. Engin
skilyrði eru sett um lengd eða efni
ljóðanna eða smásagnanna. Ragn-
heiður Bragadóttir, Þórunnar-
stræti 132, Akureyri, mun taka við
verkunum og veita allar nánari
upplýsingar í síma 25798.
Einnig verður efnt til myndlist-
ar- og heimilisiðnaðarsýninga.
Fleira verður gert til skemmtunar
og fróðleiks.   (Úr frétUtilkynningu)
Síðumúlakirkja í Hvítársíðu.
Borgarfjörður:
Síðumúlakirkja
klædd að utan
Borgarfiroi, I. júlí.
FYRIR nokkru var lokið við að
klæða Síðumúlakirkju í Hvítársíðu
að utan. Var sett bárað stál utan á
veggi hennar og plasteinangrun und-
ir stálið. Síðumúlakirkja er stein-
kirkja og var farið að molna úr
veggjum hennar sunnan og vestan,
þar sem mest mæddi á.
Sóknarnefndarformaður í Síðu-
múlasókn er Ásbjörn Sigurgeirs-
son á Ásbjarnarstöðum í Þverár-
hlíð. Sagði Ásbjörn, að kirkjan
hefði verið vígð 1926 á jóladag, og
yrði kirkjan því 60 ára á næsta
ári. Hafa menn huga á, að fyrir
afmælið verði framkvæmdum lok-
ið við að girða kirkjugarðinn að
nýju og reisa við legsteina.
Síðumúlakirkja er hituð upp
með rafmagni allan ársins hring.
Fyrir fámenna sókn eru það ærin
útgjöld, og hamlar helgihaldi
sums staðar í landinu, þar sem því
er borið við, að ekki sé unnt að
messa oft, því þá fari rafmagns-
reikningurinn upp úr öllu valdi.
Gjaldendur í Síðumúlasókn eru
um 35 og þurfti að setja á auka-
niðurjöfnun til að standa straum
af kostnaði við viðgerðina. Sókn-
arbörnin verða að standa straum
af öllum kostnaði af viðgerð sem
þessari.
-pþ.
Millisvæðamótið í Biel:
Sokolov með
fullt hús eftir
tvær umferðir
Frá Braga kristjánssyni fréturiura Morfrunblaosinfi í Biel.
ÞEGAR tveimur umferðum er lokiö á millisvæðamótinu hér
í Biel hefur Sovétmaðurinn Andrei Sokolov tekið forystu,
unnið báðar skákir sínar. Hann hefur teflt af öryggi enda
mun það hans aöalsmerki.
f fyrstu umferð var lítið um
óvænt úrslit. Það vakti þó at-
hygli að Polugajevsky virkaði
mjög taugaóstyrkur og lenti í
heiftarlegu tímahraki. Staða
hans gegn Martin var þó svo
góð að hann náði að hala vinn-
inginn í land. Li samdi gegn
Ljubojevic eftir 21 leik og hafði
þá ívið betri stöðu. Anderson
tókst að ná vinningsstöðu gegn
Short en missti hana niður í
síðustu leikjunum fyrir bið.
Heimamaðurinn Partos var
tekinn illa í karphúsið af Jansa
og að lokum féll Rodrigues á
tíma gegn Gutman en staða
hans var slæm engu að síður.
Sax tapaði aftur og í aðeins
tuttugu og fimm leikjum gegn
Van der Wiel í annarri umferð.
Vaganjan fékk verra gegn
Short en tókst með baráttu-
vilja að snúa taflinu við og
hafði að lokum tvö peð yfir
enda gafst Short þá upp. Lju-
bojevic stendur til vinnings í
biðskák sinni við Torre. En
óvæntustu úrslit annarrar um-
ferðar voru án efa sigur Gut-
mans yfir fyrrverandi landa
sínum Polugajevsky. Gutman,
sem er mikill sérfræðingur í
byrjunum, þjarmaði jafnt og
þétt að andstæðingnum sem
lenti í sínu venjulega tíma-
hraki. Ekki tókst honum þó að
losa um sig og sannfærandi
sigur Gutmans var í höfn. Það
er greinilegt að Polugajevsky
er ekki í toppformi.
Við skulum skoða skák
þeirra Sax og Van der Wiel.
Hvítt: Sax
Svart Van der Wiel
Sikileyjarvörn.
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
Rc6, 6. Bg5 — e6, 7. Dd2 — Be7
—  0-0-0 — 0-0, 9. f4 — h6, 10.
Bh4 — e5, 11. Kf5 — Bxf5, 12.
exf5 — exf4, 13. Kbl — d5, 14.
Dxf4
Eða 14. Bxf6 - Bxf6, 15. Rxd5
-Be5, 16. g3 - fxg3, 17. hxg3
—   Re7, jafntefli 35. einvígis-
skák Karpovs og Kasparovs.
14. — d4, 15. Bxf6 — Bxf6, 16.
Re4 — Be5, 17. Df3 — Hc8, 18.
Bc4?
Jóhann Hjartarson lék 18. a3
gegn Van der Wiel á afmæl-
ismóti SÍ í febrúar. Leikurinn
ætti þó ekki að duga til vinn-
ings en eins og menn muna
vann Jóhann að lokum.
18.— Ra5
Auðvitað.
19. Bd3 — Rc4, 20. f6 — g6, 21.
h4 — Db6, 22. Bxc4
Svartur   fær   hættulega   sókn
eftir 22. b3 - Ra3+, 23. Kb2
-Hxc2+
22. — Hxc4, 23. h4??
Sax sést algjörlega yfir ein-
faldan mannvinning svarts.
Eina vonin var 23. Hd3 en
svartur hefur samt yfirburði
t.d. 23. - Hfc8, 24. Hcl - Hb4,
25. Hb3 - d3, 26. Hxb4 -
Dxb4, 27. c3 - Db5 o.s.frv.
23. — d3, 24. c3 — Hxe4
Einfalt og sterkt.
25. Dxe4 — Bxc3 og hvítur
gafst upp. Eftir 26. b3 - Df2.
Og mátar.
Að lokum birtist hér ein
skák úr fyrstu umferð þar sem
Sovétmaðurinn Andrei Sokolov
fer á kostum.
Hvítt: Sokolov
Svart: Sax
Sikileyjarvörn.
I. e4 — c5, 2. RÍ3 — d6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
g6
Drekaafbrigðið  sem  leiðir  til
flókinnar stöðu.
6. Be2 — Bg7, 7. 0-0 — Rc6, 8.
Rb3 — 0-0, 9. Bg5
Óvenjulegur leikur, hefðbundið
er 9. Be3 - Be6, 10. f4 - Dc8,
II.  Khl o.s.frv.
9. — a6, 10. a4 —Be6, 11. f4 —
Ra5, 12. Khl — Hc8, 13. Rxa5
Áður hefur 13. f5 - Rxb3, 14.
cxb3 — Hxc3, 15. bxc3 — Rxe4,
16. f6 - exf6, 17. Bf4 - Rxc3,
16. Dd3 — f5 sést, og staðan er
tvísýn.
13. — Dxa5, 14. Bd3 — Hc5
Ætlar að koma í veg fyrir f5 en
það tekst ekki.
15.15 - gxf5
16. Bd2!
Sterkur leikur sem Sax yfir-
sást.
16. — Dc7, 17. exf5 — Bc4, 18.
Be3 — Hc6, 19. HÍ3 — Kh8, 20.
De2 — Bxd3, 21. cxd3 — Hxc3
Örvænting í tapaðri stöðu.
22. bxc3 — Dxc3, 23. Hafl —
De5, 24. Hh3 — Dd5, 25. Bg5 —
Hg8, 26. Hg3 — b5, 27. axb5 —
axb5, 28. Dxe7 — He8, 29. Bxf6
og Sax gafst upp því staðan
eftir 29. — Hxe7, 30. Hxg7 er
gjörtöpuð.
@/GORT88 VIOARVÖRN
GORI 88, er
þekjandi fúavörn
sem slettist hvorki
né drýpur

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56