Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. ÁGCST 1985 B 19 |TaWik%arfj(Ul S&nijkKótnjK “ /ft v rtriflÓÍd VZrMYKÍry% SfórtXi rafuíifinuhrygguriiin glitrar — og freistar til uppgöngu Heilt fja.ll úr hrafntinnu. Hnr sem úr því brotnar glitrar á kolsvarta hrafntinnuna í sárinu. Brot finnast hvarvetna, þar sem frost eða annað hefur sprengt steina. Það er gaman að ganga á þetta fjall á sólskinsfögrum degi, þegar glampar á þessa fallegu steina. Fjallið heitir Hrafntinnuhryggur og er rétt austan við Kröflu. Og það er auðveld fjallganga. Einnig einfalt að komast á bfl langleiðina að fjallinu, eftir vegi sem Kröfluvirkjun hefur lagt upp að borholum sínum. Rölta þaðan í austurátt, Hrafntinnu- hryggur gnæflr stakur og auðþekktur. Hrafntinnuhryggur er brattur fjallshryggur í 886 m hæð yfir sjávarmáli, en göngumaðurinn hækkar sig ekki um það, því hann er þegar kominn í 500—600 m hæð áður en lagt er í gönguna. Talið er að hryggurinn hafi orðið til við gos undir jökli. Og í hon- um koma fram gangar úr svartri hrafntinnu. En hrafntinna myndast við snögga kælingu líp- arítkviku. Hún er hrafnsvört á lit og glergljáandi. Fyrir utan Hrafntinnuhrygg austan Mý- vatns er líka mikið um hrafn- tinnu í Hrafntinnuskeri við Torfajökul. Hrafntinna þaðan á Þjóðleikhúsinu Ekki þarf raunar á fjöll til að sjá hrafntinnu, það glitrar á hana I húðun húsa i Reykjavík og má þar frægast telja Þjóð- leikhúsið. Og hrafntinnan á Þjóðleikhúsinu var einmitt sótt í Hrafntinnuhrygg, eins og Stein- dór Steindórson segir í Ferðafé- lagsbókinni. Þessi notkun á hrafntinnu í múrhúðun bygg- inga var merkur áfangi í ís- lenskri byggingar- og iðnaðar- sögu: „Stærsta framfarasporið var þó kvars- og hrafntinnuhúð próf. Guðjóns Samúelssonar, sem notuð var fyrst á Þjóðleik- húsið (1933). Smámulningi úr hvítum kvars og hrafntinnu var þá drepið með slettireku á ysta ákastið án þess að hann ataðist til muna af sementsblöndunni." í bók Jónasar Jónssonar frá Hriflu um byggingu Þjóðleik- hússins má sjá, að þessi upp- götvun Guðjóns hefur valdið deilum og jafnvel málaferlum út af einkaleyfisumsókn og segir Jónas: „fjöldi múrsmiða tók á meðan uppgötvunina traustataki og steindi nýbyggð hús með að- ferð Guðjóns Samúelssonar". Var síðan farið að nota kvars og hrafntinnu og síðar skeljamuln- ing í múrhúð og fjölmörg hús í Reykjavik og „við þetta hafa heil hverfi í Reykjavík fengið allt annan svip og miklu fegurri en áður gerðist". Glitrandi svört hrafntinnan hefur eflaust átt að auka „álfa- borgaráhrifin" af Þjóðleikhús- byggingunni, en þeirri hugmynd húsameistarans lýsir Jónas Jónsson svo: „Honum kom til- tölulega fljótt í hug að leikhúsið ætti að vera íslensk álfaborg. Á mörgum myrkum öldum hafði þjóðin búið í lágum, litlum bæj- um, en hugsað hátt. 1 sögum og ljóðum heyrði hún um glæstar hallir konunga og fornmanna. Bnanftírttv , f r r 1 r * j * 4. r * v ^ * v *4» # ; ; c BUKFEELe *• «. c 4. , , 1 SWyatalt 1 *> » * J V MU ^ J , «• J.»W> Xnn*ftt»lu»dtr Hrafntinnuhryggur er rétt upp að borholunum þar f rii KrMhrvirkjun og atutt leið af vegi Kvars og hrafntinnuhúð var notuð á Þjóðleikhúsið 1933. Og sú hrafntinna var einmitt sótt í Hrafntinnuhrygg. En henni var ómáttugt að reisa sér hallir úr því efni sem manns- orkan gat mótað. En þá kom skáldeðlið til hjálpar. í stað kon- ungshalla og kastala skapaði þjóðin sér í draumalandi þjóð- sagna og ævintýra glæsilegar stórbyggingar. Inni í hömrum og álfaborgum var fullt af lifi og fegurð. Klettar og hamrar gátu opnast þar sem konungur og drottning, börn þeirra og hirð- menn lifðu stórbrotnu og fáguðu lífi. Því meir sem hönd dansk- norskrar yfirráðastefnu þjakaði þjóðina varð lífið i hugarheimi ævintýranna með meiri hátíða- blæ. Þjóð sem gat ekki veitt sér að búa í höllum við fáguð ytri kjör reisti sér glæsilegustu hall- ir úr efnivið hugarheima og fór langferðir á fljúgandi klæði, meðan engar flugvélar voru til í heiminum. Innan skamms hafði Guðjón Samúelsson skapað meg- indrætti leikhússbyggingar- innar. Álfaborgin reis i huga hans, án þess að nákvæmlega væri ráðið fram úr minniháttar atriðum. Inn í þessa nýju kletta- borg átti þjóðin að ganga og kynnast ævintýrum í nýjum sið. Álfaborgin var þjóðsagnaum- gerð, þar sem listaverk stór- skáldanna áttu að hrífa hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar um ókomnar aldir." Ekki voru náttúruverndar- menn í fjallgöngu á Hrafntinnu- brygg í góðviðri að vísu í svo há- fleygum hugleiðingum, en glitr- andi hrafntinnan utan á leik- húsbyggingunni getur alveg eins og í hömrum fjallsins hjálpað til við að minna á glæstar álfaborg- ir þjóðtrúarinnar. Hryggurinn sjálfur þegar upp er komið er mjór og getur orðið allhvasst þegar vindur nær sér upp með hömrum. Þaðan er út- sýni mikið austur um til Herðu- breiðar og víða um Norðurland. Fjallið Jörundur gnæfir þar næst og eitt. Vilji menn lengja gönguna og ekki snúa við aftur beint til bíla er skemmtilegt að halda norður af Hrafntinnu- hrygg og til vesturs jafnvel í Leirhnjúk og skoða nýja hraunið og ummyndanir þar, áður en haldið er aftur niður að bíla- stæðum virkjunar við Kröflu. Og ekki má gleyma að koma við í þeim fræga gíg Víti, hvort sem gangan verður lengri eða styttri. Gígur þessi hét áður Helvíti og þótti bera nafn með rentu. Hann er 300 m í þvermál og myndaðist í maímánuði 1724 við geysilega gossprengingu, sem var upphaf hinna miklu Mývatnselda. Lengi á eftir var ókyrrt í Víti og sauð í botni blágrá brennisteins- og leirleðja, sem þeytti gusunum öðru hverju hátt á loft. Síðar varð þarna ólgandi leirhver og nú er gigurinn einn eftir. Frá Víti er líka auðvelt að ganga á Kröflufjall og er hátindurinn beint austur af Víti og útsýni af þessum 828 m tindi hið besta um mikinn hluta Norðurlands. Loks má geta þess að við Kröfluvirkjun er frágangur allur orðinn mjög góður, ekki reynt að fela lagnir en leitast við að þær fari vel og snyrtilega i umhverf- inu. Og kúluhúsin yfir borholum fara ágætlega í landinu. -E.Pá. Fjmllshryggurinn er þunnur þegar upp er komið, en þaðan er útsýni gott f: í rx. /\i- Hni m 1" , wm Æ ££TW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.