Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.08.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 53 „Erum ekki búnir ad gefa Pétri leyfi til að leika með IA“ — segir forseti belgíska félagsins Antwerpen „ÉG VEIT persónulega um þrjú félög sem hafa áhuga á því aö fá Pétur Pétursson í sínar raöir. Þaö eru DUsseldorf í V-Þýskalandi og Sevilla og Cadiz á Spáni. Pétur er mjög góöur knattspyrnumaöur og viö viljum gjarnan hafa hann áfram hjá Antwerpen en hann vill ekki taka tilboöi okkar, þykir þaö vera of lágt. Ég veit ekki hvaö veröur ofan á í máli hans en hann er samningsbundinn félaginu og gerir ekkert nema meö fullu samþykki stjórnar Antwerpen. Við erum ekki búnir að gefa honum leyfi til þess aö leika meö Akra- nes-liöinu,“ sagöi forseti Antwerpen er Morgunblaöiö spjallaöi viö hann í gærdag. Pétur Pétursson hefur í hyggju aö ganga til liðs viö sitt gamla félag, ÍA, og leika meö því síö- ustu leikina í íslandsmótinu til aö komast í betri leikæfingu áöur en hann skiptir um félag. Þá telur hann aö leiki hann Evrópuleikinn meö Akranesi gegn Aberdeen veröi hann í sviðsljósinu á megin- landinu og nái þá jafnvel góöum samningum viö eitthvert af þeim félögum sem vilja fá hann til sín. Aö sögn forseta Antwerpen hefur formaöur Knattspyrnuráös ÍA, Haraldur Sturlaugsson, ekk- ert haft samband viö hann út af máli Péturs. Hann segir þaö frek- ar ólíklegt að Pétur fái leyfi til aö leika meö Akranes-liöinu. Hann sé samningsbundinn Antwerpen og þeir hafi fjárfest í honum og láti hann ekki frá félaginu nema gegn greiðslu. „Nái Pétur einhverjum hag- stæðum samningi getur hann fariö strax frá Ántwerpen. Viö stöndum ekki í vegi fyrir því. En aö sjálfsögöu viljum viö fá greiöslu fyrir hann. Og hún er ekki ósanngjörn, þessi mál munu skýrast á næstu dögum. Pétur á aö hafa samband viö mig í viku- lokin, þá veröa málin rædd,“ sagöi Eddy Wauters forseti Antwerpen. • Pétur Pétursson Vries ekki hjá Antwerpen í SAMTALI viö ritara Antwerpen í g»r, liös Péturs Péturssonar, kom fram aö Louis de Vries, sem DV taldi vera fram- kvæmdastjóra liösins, er hættur störfum hjá félaginu fyrir 6 mánuöum. Hann er nú kominn til einka- fyrirtækis og starfar þar og er ekkert viöriöinn Antwerpen. „Ekki tímabært að tjá sig“ nÉG TEL þaö ekki tímabært aö tjá mig neitt um mál Péturs á þessu stigi. Viö í knattspyrnu- ráöi ÍA höfum ekki enn sett okkur í samband viö stjórn Antwerpen vegna félagaskipta. Þessi mál munu skýrast á næstu vikum og þá mun koma í Ijós hvaöa stefnu málið tekur og hvort Pétur leikur meö ÍA eöur ei,“ sagöi Haraldur Sturlaugs- son, formaður knattspyrnuráðs ÍA, i spjalli viö Morgunblaöiö i gærkvöldi. • Sigurvegarar í opna OLÍS-BP-mótinu i golfi sem fram fór á Grafar- holtsvelli um helgina. 162 kylfingar tóku þátt í mótinu og er þetta eitt fjölmennasta tveggja daga mót sem haldiö hefur veriö. UBK tryggði stöðu sína — Breiðablik BREIDABLIK tryggöi enn frekar stöðu sína á toppi 2. deildar í knattspyrnu er þeir sigruðu ís- firóinga meö þremur mörkum gegn engu. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Breiöablik. Breiöablik hefur nú hlotiö 27 stig í deildinni eftir 13 leiki og stefna þeir hraó- byri aö sigri í deildinni. Mikil barátta var í leiknum fram- an af og var ekki mikiö um mark- tækifæri. Þó skall hurö nærri hæl- um er tvisvar var bjargaö á línu hjá sigraði ÍBÍ 3—0 Isfiröingum, í fyrra skiptið bjargaöi Kristinn Kristjánsson skoti frá Þorsteini Hilmarssyni og siöan bjargaöi Benedikt Einarsson hörkuskalla frá Heiöari Heiöars- syni. Jón Þórir skoraði fyrsta mark leiksins á 26. mín. ísfiröingar fengu aukaspyrnu við vítateig Breiða- bliks. Geröu þeir mikil mistök er þeir ætluöu aö renna út á einn samherjann, er Bliki komst á milli, sendi knöttinn fram á Jón Þóri sem var viö miölínu vallarins, hann óö í gærkvöldi upp völlinn, lék á einn varnarmann og skaut föstu skoti frá vítateig sem rataöi beint í netið upp undir þverslána og inn, algjörlega óverj- andi. Þetta var áttunda mark hans í 2. deild. ísfiröingar voru svo nærri aö jafna er Guömundur Jóhannsson átti skalla rétt framhjá. j seinni hálfleik sóttu Isfiröingar meira án þess aö skapa sér veru- leg marktækifæri. Á 68. min. geröu svo Blikarnir sitt annaö mark og kom þaö úr þvögu og var þaö Tveir reknir af velli Fylkir sigraði Skallagrím 2—1 FYLKIR sigraöi liö Skallagríms 2—1 í gærkvöldi í íslandsmótinu í knattspyrnu 2. deild. í hálfleik var staóan 1—1. Fyrsta mark leiksins skoraði Gunnar Orrason fyrir Skallagrím. Óskar Theódórsson jafnaöi síðan fyrir Fylki eftir góöa sendingu frá Antoni Jakobssyni. Óskar vippaði boltanum laglega yfir úthlaupandi markvöró Skallagríms. Var það laglega gert. Þegar sjö mínútur voru til leiksloka skoruðu Fylkismenn sigurmark leiksins. Þar var að verki Kristinn Guömundsson, sem skoraöi með góöu skoti frá vítateigslínu. Leikur liöanna var þokkalega vel leikinn af hálfu beggja aðila en sanngjörn úrslit heföu veriö jafntefli. Besti maöur FH — VALUR Kaplakrikavelli Miövikudaginn 14. ágúst kl. 19.00. vallarins var Kristján Guó- mundsson, Fylki. En bæöi liðin sýndu góöa baráttu og oft brá fyrir góðum leikköflum. Tveimur leikmönnum var var vísaö af velli, fengu rautt spjald. Þaö voru þeir Valur Ragnarsson Fylki og Gunnar Orrason Skalla- grími. Missagt var í umfjöllun um leik Fylkis og KS í blaðinu í gær aö KS-menn hefóu gert sjálfsmark, en þaö rétta er aö Kristinn Guö- mundsson skoraöi fyrir Fylki, FH — Valur í kvöld TVEIR leikir fara fram í 1. deild karla í kvöld. FH og Valur leika á Kaplakrika og Þróttur og Akranes leika á Laugardalsvelli. Báóir leikirnir hefjast kl. 19.00. Tveir leikir veröa í 2. deild, Leift- ur og IBV leika á Ólafsfiröi, KS og Völsungur á Húsavík. i 3. deild veröa fimm leikir. I A-riöli leika Selfoss og Stjarnan á Selfossi, i B-riöli leika Leiknir og Magni á Fáskrúðsfirði, Þróttur og Tinda- stóll á Neskaupstaö, Valur og HSÞ á Reyöarfiröi og Einherji og Austri á Vopnafiröi. Allir ieikirnir hefjast kl. 19.00. Einnig fara fram úrslit í 4. deild. hann var líka sagóur hafa fengiö gult spjald, en þaö er ekki rétt. Breiöablik vann FH TVEIR leikir fóru fram í íslands- mótinu í handknattleik utanhúss í gærkvöldi. Valur sigraöi Ármann 29—18 eftir aó staöan í hálfleik hafði verið 12—5. Þá sigraöi liö Breiðabliks íslandsmeistara FH meö 23 mörkum gegn 20. Flest mörk Vals í gær skoraöi Jakob Sigurösson, 5, Einar Vil- bergsson skoraði 8 fyrir Ármann. Þorgils Óttar skoraöi flest mörk FH, 9, talsins en Alexander Þóris- son flest mörk UBK, 5. Þorsteinn Hilmarsson sem skor- aöi, þvert á gang leiksins. Eftir markið var allur vindur úr ísfiröingum og fóru Blikar aö sækja meira gegn sterkum vindin- um. Þriöja og síöasta markiö kom svo er þrjár mín. voru til leiksloka. Þaö var vel aö því staöiö, Guö- mundur Guömundsson lék upp aö endamörkum, gaf vel fyrir markiö og þar kom Þorsteinn Hilmarsson á fullri ferö og skoraði af stuttu færi sitt annaö mark. Hákon Gunnarsson var svo ná- lægt því aö skora er ein mínúta var til leiksloka, er hann haföi einleikiö upp völlinn og gott skot hans fór rétt framhjá. Blikarnir unnu sanngjarnan sig- ur í þessum leik, þeir voru mun ákveönari. Bestu menn þeirra voru Þorsteinn Hilmarsson, Jón Þórir Jónsson og Guömundur Baldurs- son. Hjá ísfiröingum vantaöi allan vilja til aö sigra í leiknum og er áhugaleysi i liöinu og ekki von aö þeir vinni leik meö þessu áfram- haldi. Ekki er hægt aö nefna neinn leikmann sem stóö upp úr hjá þeim. — VBJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.