Morgunblaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1985 Minning: Þórarinn Þórarinsson fyrr- verandi skólastjóri Eiðum Fæddur 5. júní 1904 Dáinn 2. ágúst 1985 Þórarinn Þórarinsson er hniginn, styrkur stofn felldur við foldu. Eigi munum við framar leita liðveizlu og yndis í návist hans á jörðu. Drengi- legt augnatillit og þróttmikil við- brögð karlmennis eru á brottu. Eng- inn nýtur lengur einlægni, undir- hyggjuleysis og fölskvalausrar vin- áttu hins alspaka öldungs. Mikil hamingja var að eiga slíkan mann; hamingja þeim, er við hann kynntust og þjóðinni allri. Nú erum við þeim heillum horfin, að því er til hans tekur. Meðal þeirra, er brugðu birtu yfir Austurland um og fyrir miðja þessa öld, var Þórarinn Þórarinsson fram- arlega í fylkingu. Hann stýrði þá Alþýðuskólanum á Eiðum, stofnun- inni er ævilangt átti hug hans allan. Ungur hafði hann gengið undir þetta merki og gjörzt kennari á Eið- um árið 1930, en tekið við skóla- stjórn átta árum síðar og gegndi henni til ársins 1965. Eiða bar hátt þessa áratugi alla. Við, sem bjuggum niðri í Fjörðum ellegar um sveitir Austurlands, vissum, að þar var menningarmið- stöð fjórðungsins, höfuðból mennta austan fjalla. Og fyrir þessum höf- uðstað réð Þórarinn Þórarinsson; einnig það var okkur kunnugt frá fyrstu tíð. Þangað hlaut leiðin að liggja fyrr eða síðar, undir styrka hönd Þórarins. Þar hlutum við þennan makalausa frumgróða menntunar og þroska, sem enginn getur notið í sama mæli og liðlega fermdur unglingur, er hann hleypir heimdraganum í fyrsta sinni og kemst á góðan skóla. Veröldin opnast. Hún er víð og stór, albjört og þrungin hvers konar góðum kost- um. Þórarinn var einarður og eftir- gangssamur skólastjóri, en án slíkra eðliskosta skyldu menn ekki fást við það starf. Gott var undir að búa. Enginn þurfti að velkjast í vafa um það, hvað hæfði. Sjálfsmynd skólans var skýr — og þar með kennaranna og nemendanna. Það var sæmd að vera Eiðamaður. Kennari var Þórarinn með af- brigðum. Saga var honum svo hug- leikin, að nemendur gleymdu stund og stað og bjallan kom yfir þá í lok kennslustundar eins og ónotalegur hrekkur. En þá gátu menn að sama skapi tekið til við að hlakka til næstu samveru við Þórarin og þau stórmenni löngu liðinna alda, sem okkur þótti hann líkjast mest og raunar vera handgenginn sjálfur. Hitt lá sízt í láginni, aö Þórarinn var Austfirðingur, eins og við; fædd- ur á Valþjófsstað 1904, sonur hefð- arklerks, er sögur fóru af. Austfirð- ingur af öllu hjarta ævilangt. Saga Austurlands eitt hans fjölmörgu og óþrjótandi hugðarefna. Heimamað- ur á Fljótsdalshéraði. Gott var að sækja hann heim og una á skrif- stofu hans stund og stund, innan um allr bækurnar hans og aðrar þær gersemar tl fræðslu og skemmtun- ar, sem ungur hugur seint fékk virt fyrir sér að fullu. Heima var einnig konan hans, Sigrún Sigurþórsdóttir, glæsileg með afbrigðum, hógvær og bjó yfir þokkafullri reisn, sem ekki var utanbókarlærð, heldur meðfædd. Börnin voru á ungum aldri, er þessi saga gjörðist; sum ekki komin til sögu. Leitun var að jafnmenntri fjölskyldu. Þórarinn var guðfræðingur að mennt og hafði framazt við nám er- lendis í þeirri grein á unga aldri. Þetta fór ekki leynt í kennslu hans, þótt enginn væri knúinn til að bera fram játningar. Þórarinn var gagn- menntaður húmanisti af því tagi, sem þeir einir geta orðið, er vita af Guði öllum stundum, en hafa nafn hans ekki í flimtingum. Hér verður að öðru leyti ekki sögð ævisaga; einungis vinur kvaddur, óðlingur, sem ekki gleymist. Leiðir okkar Þórarins áttu reyndar eftir að liggja saman víðar en austur á Eiö- um. Eftir að hann lét af embætti, bjó hann í Reykjavík ásamt fjöl- skyldu sinni. Á þeim árum var hann kominn i framvarðasveit íslenzku Þjóðkirkjunnar og sat m.a. í Kirkju- ráði. Kirkjan hugöist stofna skóla í Skálholti. Þórarinn gjörðist forystu- maður um undirbúning þess máls. Félag var stofnað 1969, Skálholts- skólafélagið. Þar var Þórarinn for- maður. Það varð hlutskipti mitt að koma þessum skóla á fót og efla hann fyrstu tíu árin. Þann tíma all- an var stuöningur Þórarins óbrigð- ull, hugurinn samur frá ári til árs og hvernig sem mál skipuðust. Þegar farið verður að skrifa sögu Skálholts hins nýja, er þess að vænta, að tryggðin verði efst á baugi, tryggðin við kirkju, stað og skóla. Flest var mótdrægt í fyrst- unni. En staðfesta þeirra manna, sem aldrei brugðust hinum, er settir voru til verka, réð hálfum sigri eða meir. Einn þeirra var Þórarinn Þórar- insson, sem á unga aldri haföi tekið ástfóstri við menntir og menning- arviðleitni og gjörðist á efri árum verndari hins unga lýðháskóla í Skálholti. Umhyggja hans var ein- stök. Og engan skugga bar á tryggð hans. Hún var stríð og styrk í mót- lætinu, innileg þegar úr tók að ræt- ast. Og hún entist, unz yfir lauk. „Þar liggur nú sá, sem dyggastur var og drottinhollastur," var eitt sinn sagt yfir moldum manns. Ég þekki vart nokkurt eftirmæli feg- urra. Mér virðist það eiga við um Þórarinn Þórarinsson. Raunar var hann einskis manns þénari og átti vart annan Drottin en þann, sem öllu ræður. En dyggur var hann — og svo hollur því málefni, er hann hafði fallizt á að þjóna, að rúm hans var ætíð skipað og í öllum hríðum. Gott var að treysta slíkum vopna- bróður. Dyggð og hollusta vaxa raunar tæpast á berangri. Þær nær- ast á fóstbræðralagi þeirra sam- herja, er ekki gjöra hluti að álitum, heldur veitast að í hverju máli, drengilega og af heilindum, en bregðast ekki í raun. Þannig var Þórarni Þórarinssyni farið, þegar hann hafði markað stefnu. Þegar þau Þórarin og Sigrúnu bar að garði á Skálholtsskóla, rann ævinlega upp stórhátíð. Hlýja Þór- arins, glettni hans og skapfesta gjörðu hverjum manni gott í geði. Hátt á áttræðisaldri lék hann svo við hvern sinn fingur innan um ung- mennin, að aldursmunur hvarf með öllu. Sigrún auðgaði vinahópinn á allar lundir. Þegar við Dóra hugsum til þessara ára, þykjumst við með sanni geta sagt, að „þar höfum við marga glaða stund lifað", eins og eitt sinn var að orði komizt af áþekku tilefni. Þórarinn Þórarinsson átti löngum við vanheilsu að stíða, en þá byrði bar hann af sama þreki og annan andbyr. Vissu fæstir, hvað honum leið í þessu efni aðrir en nánustu ástvinir. Nær lokum síðastliðins árs kreppti að honum harður sjúkleiki, og lá Þórarinn rúmfastur eftir það, unz úr sleit nú fyrir nokkrum dög- um. Sigrún fetaði æviveginn endi- langan við hlið Þórarins. Hún var einnig hiö næsta honum í örðugustu rauninni. Við leiðarlok þökkum við, ég og kona mín og reyndar börnin okkar bæði, þessum göfuga ferðafélaga samfylgdina um lífsins úfna og un- aðsríka haf. Sigrúnu og börnum þeirra Þórarins vottum við okkar dýpstu samúð við fráfall hans. Jafn- framt minnum við á, að öllum eru endurfundir ætlaðir á þeim „feg- insdegi fira“, er Drottinn kallar hina trúföstu, hina tryggu, til leiks- ins á ný. Heimir Steinsson Einn úr hópi hinna svonefndu Viginti quattour er horfinn af jarð- lífssviðinu. Þeir voru óvenju margir af stúdentunum frá árinu 1924, er innrituðust í guðfræði- deild háskólans. Af alls 41 stúd- ent, 34 piltum og 7 stúlkum, luku 17 guðfræðiprófi, og þar af gerð- ust prestar um lengri eða skemmri tíma 15. Tveir snéru sér að öðrum störfum í þjóðfélaginu. Annar þeirra, Þórarinn frá Valþjófsstað, sonur síra Þórarins prests þar Þórarinssonar, er látinn, rúmlega áttræður að aldri. Þórarinn var kennari og skóla- stjóri á Eiðum á Fljótsdalshéraði í 35 ár, frá 1930 til 1965. Þá lá leiðin til Reykjavíkur, líkt og flestra embættismanna utan af landi, er þeir hætta störfum. Áreiðanlega verður nafn Þórarins tengt Eiðum um ókomin ár. Þar vann hann ævistarfið. Ánnað mun einnig halda nafni hans á lofti: áhugi hans á fram- gangi Skálholtsskóla. Hann hafði kynnt sér starf lýðháskóla erlend- is í orlofi sínu 1959—1960. Hann var fyrsti formaður Skálholts- skólafélagsins og gegndi því starfi um langa hríð. Áhugi hans á þessu máli var brennandi alla tíð. Ég mun lengi minnast ræðu þeirrar. er Þórarinn flutti við fyrstu skóla- slit Lýðháskólans í Skálholti, vor- ið 1973. Ég hafði verið kennari þar veturinn á undan. Einkum eru mér minnisstæð þau orð hans við það tækifæri, að hann óskaði þess að Skálholtsskóli nyti aldrei hylli vondra manna. Þau orð vona ég að standi í fullu gildi allan þann tíma sem Skálholtsskóli á eftir að starfa. Með samúðarkveðjum til ætt- menna Þórarins frá Eiðum. Auðunn Bragi Sveinsson Kveðja frá Skálholtsskóla Þá Þórarinn Þórarinsson er kvaddur hinztu kveðju, er við hæfi, að Skálholtsskóli minnist hans með þökk. Hann var einn þeirra frumkvöðla, sem áttu þá hugsjón að hefja merki lýðhá- skólastarfs á íslandi til vegs. Þá hugsjón vildi hann láta rætast með stofnun lýðháskóla í Skál- holti. Það tókst. Þórarinn var fyrsti formaður Skálholtsskólafé- lagsins og megindriffjöður þess fram til þessa. Hann vann að því ötullega að koma á fót þeim skóla, sem nú er í Skálholti. Það var skóli og skólaform að hans skapi. Mannrækt og manngöfgi skyldu sitja í fyrirrúmi. Þetta þekkja gamlir nemendur Þórarins frá Eiðum, svo og aðrir þeir, sem um Eiða hafa farið og séð merki þess skóla. Skálholtsskóli hefur nú starfað í þrettán ár. Mannrækt er þar enn í hávegum höfð, og manngöfgi skip- ar sama sess. Sú hugsjón, sem Þórarinn vildi, að til vegs væri hafin, situr í öndvegi. Skólinn er þakklátur fyrir starf Þórarins og hina miklu elju hans við að skapa skólaformi lýðháskól- ans sess í íslenzku menningar- og skólalífi. Fjölskyldu Þórarins er vottuð samúð við andlát hans. Guð blessi minningu Þórarins Þórarinssonar. Gylfi Jónsson rektor Þórarinn Þórarinsson fyrrver- andi skólastjóri var ötull stuðn- ingsmaður skóg- og trjáræktar og átti lengi sæti í varastjórn Skóg- ræktarfélags íslands og í ritnefnd þess í mörg ár. Þórarni var það í blóð borið að styðja hvern þann málstað er varðaði framfarir í þjóðfélagi okkar og gilti það jafnt um mannrækt sem og eflingu hins náttúrulega gróðurríkis hér á landi og má víða rekja spor hans á þeim vettvangi. Hann tilheyrði að vissu leyti þeirri kynslóð sem oft er kennd við aldamótin — og átti sér það markmið að efla íslenskt æskufólk að ráðum og dug — Þór- arinn bar þess alltaf nokkur merki að hann hafði orðið fyrir miklum áhrifum frá þeirri vakningaröldu sem gekk yfir landið á fyrstu ára- tugum þessarrar aldar, og var þess ávallt reiðubúinn að taka undir hvar sem örlaði á þeim já- kvæða hugsunarhætti sem þá ríkti. Slík var reynsla okkar sem störfuðum með honum að skóg- ræktarmálum. í öllum umræðum um þau mál kom fram bjartsýni hans á gróðurmátt íslensks jarð- vegs og fullvissa um að með auk- inni menntun og reynslu mundi okkur auðnast, að því er skóg og trjárækt varðar, að „ganga til góðs götuna fram eftir veg“ og klæða landið þeim ríka gróðri sem það á skilið. Þórarinn naut trausts og virð- ingar meðal skógræktarfólks víða um land. Því til staðfestingar var honum ánafnaður sérstakur lund- ur „Þórarinslundur" í landi Hall- ormsstaða á aðalfundi Skóg- ræktarfélagsins sem haldinn var á Egilsstöðum árið 1981 og á sama fundi var hann kjörinn heiðursfé- lagi þess. Við sem nutum starfskrafta Þórarins Þórarinssonar á vegum Skógræktarfélags íslands erum þakklát fyrir samfylgdina og þann mikla skerf sem hann lagði til skógræktarmála. Aðstandendum vottum við einlæga samúð. Megi minning hans lengi lifa. Fyrir hönd stjórnar Skógrækt- arfélags íslands, Hulda Valtýsdóttir, for- maður Skógræktarfélags íslands Snorri Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags íslands Kveðja frá Átthaga- samtökum Héraðsmanna í október árið 1972 komu saman á heimili Stefáns Péturssonar frá Bót nokkrir brottfluttir Héraðs- menn til þess að ræða um að sam- eina Héraðsmenn í Reykjavík og nágrenni í eitt félag. Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi skóla- stjóri á Eiðum var ásamt Stefáni einn af aðalhvatamönnum að þessum fundi. Átthagasamtökin voru síðan stofnuð 5. nóvember sama ár, Þór- arinn var kjörinn ritari samtak- anna og var endurkjörinn í það starf til ársins 1977 er hann baðst undan endurkjöri. Hann var í rit- nefnd blaðs samtakanna, „Hér- aðspóstsins", til dauðadags. Hann var kjörinn heiðursfélagi árið 1977. Þórarinn átti stóran þátt í mót- un og uppbyggingu samtakanna enda hafa þekking hans og reynsla í mannlegum samskiptum, ásamt ósérhlífni og dugnaði verið félag- inu ómetanleg á þroskabraut þess. Þórarinn Þórarinsson flutti til Reykjavíkur árið 1965 eftir að hafa starfað að fræðslu- og menn- ingarmálum á Áusturlandi á fjórða áratug. Þótt heimili hans væri komið á annan landshluta voru þau bönd er tengdu hann við Fljótsdalshérað jafn traust og fyrr. Hann fylgdist með sama brennandi áhuga með mönnum og málefnum Héraðsins og studdi góð málefni þegar tækifæri gáf- ust. Ég held því að með stofnun Átt- hagasamtaka Héraðsmanna hafi Þórarinn séð ómetanlegan vett- vang fyrir sig og fólk sama sinnis til að „auka og viðhalda tengslum við íbúa á Héraði og Menningar- samtök Héraðsbúa“ eins og segir í lögum samtakanna, enda lagði hann þunga áherslu á að þessi lagagrein væri í heiðri höfð, auk þess að efla kynni brottfluttra Héraðsmanna hér syðra. Mér verður lengi minnisstætt samtal er ég átti við hann í mars sl. um Átthagasamtökin. Þótt hann væri þá veikur í sjúkrahúsi var áhugi hans á málefnum samtakanna jafn mikill og áður og var hann bjartsýnn á að geta veitt okkur aðstoð á ný því hann taldi að bati væri í nánd. Félagsmenn Átthagasamtak- anna kveðja Þórarin með þakklát- um huga. Á kveðjustund leitar hugurinn til baka en við skulum heiðra minningu hans með því að líta með stórhug fram á veginn og haga störfum okkar samkvæmt því. Ég votta eiginkonu hans, frú Sigrúnu Ingibjörgu Sigurþórsdótt- ur, börnum þeirra og öðrum ást- vinum innilega samúð. Hreinn Kristinsson Einn þessara björtu sumardaga berst sú fregn að Þórarinn Þórar- insson skólastjóri frá Eiðum hafi safnast til feðra sinna. Hann lést í Borgarspítalanum í Reykjavík föstudaginn 2. júní tæplega átta- tíu og tveggja ára að aldri. Mér er í barnsminni er ég heyrði Þórarins fyrst getið. Faðir minn flutti póst frá Seyðisfirði upp á Hérað á fjórða áratug þess- arar aldar. Eitt sinn var hann staddur á Egilsstöðum í póstferð. Þar ræddu menn ákaft um síðustu bók Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk. Faðir minn, sem var að- dáandi skáldsins, átti í vök að verjast gegn nokkrum orðheitum bændum er töldu skáldverk þetta lítið annað en níð um hina ágætu íslensku bændastétt. Er umræðan stóð sem hæst kvaddi sér hljóðs maður meðal viðstaddra, mikill að vallarsýn og höfðinglegur í fram- göngu, skýrmæltur og snjallmælt- ur og kvað við allt annan tón hjá honum en fyrrnefndum gegnrýn- endum. Taldi hann skáldverk þetta snilldarverk er sætti mikl- um tíðindum og bæri af öðrum skáldsögum á þessari öld hvað snerti mál, stíl og raunsæjar lýs- ingar á lífi einyrkjans á öndverðri 20. öldinni. Fátt varð um svör. Hér var kominn Þórarinn Þórarinsson frá Valþjófsstað, kennari við Al- þýðuskólann á Eiðum og síðar skólastjóri þar í hartnær þrjá ára- tugi. Faðir minn hafði gaman af að segja frá þessu atviki og mat Þór- arin mikils upp frá því og með mér óx löngun til að sjá þennan dýrð- armann og kynnast honum. Mér varð að ósk minni er ég settist á skólabekk hjá honum á Eiðum haustið 1942 að frumkvæði föður míns. Og ég varð ekki fyrir von- brigðum. Áðurnefnd frásögn föður míns lýsti Þórarni vel svo langt sem hún nær. Hann hafði alla tíð áhuga á bókmenntum og var glöggur á góðan skáldskap. Hann var opinn fyrir nýjum og djörfum hugmynd- um — sem gengu þvert á viður- kennd sjónarmið — og hikaði ekki við að gerast talsmaður þeirra. Þórarinn var hámenntaður maður og víðlesinn. Milli tektar og tvítugs hleypti hann heimdragan- um og aflaði sér árum saman traustrar menntunar bæði hér- lendis og erlendis. Hann var því vel undir það búinn að taka að sér kennslu og síðan skólastjórn. Hér um getum við trútt talað nemend- ur hans. Hann var rómaður kenn- ari og röggsamur skólastjóri og hafði skýrar forsagnir um hvað- eina. Ekki er því að leyna að okkur, nemendum hans, fannst hann stundum helst til stífur á meiningunni og harður í horn að taka. Én maðurinn hafði svo mikla kosti að við fyrirgáfum hon- um þetta fúslega enda skildum við síðar hve nauðsynlegt það er að menn fylgi föstum reglum, ekki síst í heimavistarskóla, svo að unnt sé að ná árangri í námi. Það hefði raunar verið með ólíkindum á þessum tíma ef ekki hefði kast- ast í kekki einstaka sinnum milli stjórnanda og nemenda. Þá hefði ríkt lognmolla á Eiðum en ekki lifandi samskipti. Sá sem þetta skrifar veit vel að ekki er heiglum hent að sitja í sæti siðameistarans og ota að ungu kynslóðinni forn- um dyggðum. Sagt hefur verið að slíkur sess henti aðeins dýrlingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.