Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.09.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985 Minning: Arni Ogmunds son Gcdtafelli Fæddur 18. aprfl 1899 Dáinn 29. ágúst 1985. Með Árna ögmundssyni, bónda í Galtafelli í Hrunamannahreppi er horfinn merkur maður, vel gerður af forsjóninni og mikilhæfur fyrir sveit sína og samfélag. Ber margt til þess. Hann var gæddur alhliða góðum hæfileikum til sálar og líkama. ' Hann var ágætlega greindur, hafði meðfæddan góðan skilning, bæði andlegan og veraldlegan, sem lýsti sér í því, að hann gat sinnt jafnt trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og samfélag og verklegum störfum af hvaða tagi, sem til féllu. Hagleikur hans kom skýrt í ljós, hvort um var að ræða tré eða járn, því sjónhæfnin var honum með- fædd við allt. Þess vegna var hann löngum trúnaðarmaður sveitar sinnar sem oddviti og hreppstjóri, trúnaðar- maður Sláturfélags Suðurlands og Brunabótafélags fslands. Það sæti var jafnan vel skipað, Íar sem Árni sat. Ungmennafélag slands átti í honum alla tíð þrótt- mikinn félagsmann, sem þráði að sjá vordraum þjóðarinnar rætast. Árni átti ágæta konu, Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Dalbæ, sem lifir hann, ásamt börnum þeirra fimm, sem lifa. Blessuð sé minning míns góða vinar Árna Ögmundssonar. Jón Thorarensen í dag verður til moldar borinn ' > Árni Ogmundsson öðlingur hinn mesti. Árni er fæddur hinn 18. apríl 1899 og hefur því verið á 86. aldursári þegar hann lést. Þó það megi teljast hár aldur þá er ávallt mikill missir fyrir okkur hin sem eigum enn eftir stefnumótið við almættið, þegar manneskja sem Árni var, kveður hinstu kveðju, því slíkur öndvegismaður sem Árni var, er erfitt að finna. Heimur okkar þarfnast ávallt slíkra manna. Maður skyldi halda að auðvelt væri að skrifa eftirmála um Árna, aðeins þyrfti að telja upp öll já- kvæð lýsingarorð sem fyrirfinnast og láta þar við sitja, ekki er það svo auðvelt, því orðin þurfa sam- hengi. En einmitt Árni var alla tíð sem ég hef þekkt hann allt til æviloka mjög í samhengi við lífið og tilveruna, fróðleikfús um allt og alla hvort sem það nú var um jarðarinnar gróður eða himinsins stjörnur eða alla þá tækni þar í milli. Það var fyrir rúmum tuttugu árum að ég ásamt móður minni stóðum niðri við Steindórsplan í Hafnarstræti, erindið var að Árni i Galtafelli var í bænum og vantaði kaupamann, ætlaði hann að líta á mig. Mér er ógleymanleg sú stund þegar ég sá Árna þarna í fyrsta sinn, frá honum stafaði hlýr blær , og góðvild sem ég hef síðan verið svo heppinn að geta notið, þá fyrst sem kaupamaður í nokkur sumur síðan ávallt þegar lögð hefur verið leið að Galtafelli. Árni var sérlega ljúfur og skap- góður maður, hafði gott lag á mönnum ekki síður en skepnum og fékk menn til að vinna fyrir sig með ánægju. Þannig minnist ég ekki eftir að Árni hafi nokkurn tíma skipað mér að vinna nokkurn hlut, það var aðeins rætt um hvað „þyrfti“ að gera og manni þannig gefin hlutdeild í rekstrinum þann- ig að ósjálfrátt fékk maður áhuga á að hlutirnir gengju vel fyrir sig. Þannig leið manni vel í vinnu hjá honum jafnvel þó oft væri anna- samt á stóru búi. Tel ég veru mína að Galtafelli einhver mestu gæfuspor sem ég hef tekið, því þarna hefur mér ávallt liðið vel innan um heimilis- • fólkið. Myndarlega hefur verið búið að Galtafelli, hefur Árni eðlilega verið í fararbroddi ásamt ágætri eiginkonu sinni, Guðrúnu Guð- mundsdóttur frá Dalbæ, sem hald- ið hefur mikið myndarheimili þar sem oft hafa margir verið í mat, en hjá þeim hjónum hafa búið tvö systkini Árna, þau Jónína og Magn- ús, ásamt sínum eigin börnum áð- ur fyrr. Árni var sérlega framsýnn og fljótur að tileinka sér nýjungar á öllum sviðum búreksturs og lét þannig tæknina vinna með sér, naut hann þar dyggrar aðstoðar sona sinna tveggja, Hjalta og Svavars. Hjalti hefur nú ásamt fjölskyldu sinni tekið við búi föður síns, hlýtur það að hafa verið Áma ljúft að vita af búi og jörð í góðum höndum, en þessi fallega jörð var honum mjög hjartfólgin. Nú er Árni farinn á undan okkur og ræktar aðra jörð, blessuð sé minning hans. Kjartan Höfuðdagurinn hefur löngum þótt með merkustu dögum ársins til sveita, þá áttu veður að breytast, haustveðrátta að taka við völdum af sumarblíðunni eða þá öfugt, að uppstyttu gerði eftir sumarregn til bjargar fyrir margan bóndann. Að morgni síðastliðins höfuð- dags, 29. ágúst, lést að heimili sínu í Galtafelli, Hrunamannahreppi, Árni ögmundsson á 87. aldursári. Það er e.t.v. táknrænt að Árni skyldi kveðja þessa jarðvist þenn- an dag. óvenju sólrfkt sumar í sveit hans var að baki, búendur Fædd 7. júlí 1914 Dáin 30. ágúst 1985 Móðursystir mín, Þórheiður Jó- hannsdóttir, lést í Reykjavík að morgni 30. ágúst sl. Hún hafði um nokkurt skeið kennt sér meins en lokakallið kom snögglega og fyrr en búist hafði verið við. Þórheiður Jóhannsdóttir fædd- ist á Hellissandi 7. júlí 1914, dóttir hjónanna í Skuld, Jóhanns Þórar- inssonar frá Saxhóli í Breiðu- víkurhreppi og Katrínar Þor- varðardóttur frá Hallsbæ á Hellissandi. Þegar Þórheiður var 10 ára fór Jóhann, faðir hennar, til ísafjarðar á vertíð. Hann fórst með vélbátnum Rask 1924. Til áhafnar bátsins hefur aldrei spurst. Þórheiður var elst þriggja systra. Það kom í hennar hlut að bæta yngri systrum sínum, Jens- ínu og Ólöfu, föðurmissinn. Alla tíð þótti henni hún bera á þeim töluverða ábyrgð. Þórheiður ólst upp hjá móður sinni í Skuld, en þar var einnig Þorvarður, móðurbróðir hennar. Með þeim var alltaf kært. Þor- varður fórst í válegu sjóslysi í Krossavík 1936 þegar hann var að huga að bát sínum, Melsteð, í vest- anroki og brimi. Systurnar báru lengi þá von í brjósti að faðir þeirra kæmi aftur. Þær gengu saman í fjöru og sett- ust á stein til að gá að skipaferð- um. En allt var þetta til einskis. Þórheiður Jóhannsdóttir fór ung suður ti) Reykjavíkur í at- vinnuleit eins og fleiri stúlkur utan af landi. Hún vann í fiski og var í vist og þótti snemma liðtæk og óvægin við sjálfa sig. í Reykja- vík kynntist hún ungum og rösk- um bakarasveini úr Vesturbæn- allir höfðu lokið sínum undirbún- ingi fyrir komandi vetur. Á óvenju sólríku sumri lífs síns hafði hann lokið undirbúningi sínum fyrir nýtt lífsskeið. Hann var fæddur á Bóli í Bisk- upstungum 18. apríl 1899, en flutt- ist ungur að aldri með foreldrum sínum að Miðfelli í Hrunamanna- hreppi. Árið 1930 hóf Árni búskap I Miðfelli ásamt eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðrúnu Guðmunds- dóttur. Árið 1935 fluttu þau hjón sig um set að Galtafelli og bjuggu þar æ síðan orðlögðu rausnarbúi. Það var erfitt að hefja búskap á kreppuárunum. Árni og Guðrún leigðu í upphafi jörðina og leigu- gjöld voru stór hluti teknanna fyrst í stað. Með miklum dugnaði og elju búendanna birti þó fljótt til og innan skamms tíma var hafist handa um mikla uppbygg- ingu og ræktun. Þegar þessi ár bar á góma í viðræðum við Árna minntist hann oft á landeigand- ann, Bjarna Jónsson frá Galtafelli, og taldi sig eiga honum margt gott að gjalda frá þessum tíma. Trauðla hefur Bjarna mislíkað við leiguliðana, svo glæsilega sem þau hjón byggðu upp jörðina og gerðu að stórbýli. Fyrir um 20 árum um, Ágústi Eyjólfssyni, syni hjón- anna Eyjólfs Eyjólfssonar vél- stjóra og Ólafar Agústsdóttur. Þórheiður og Ágúst gengu í hjónaband 23. mars 1934. Dætur þeirra eru tvær: Ólöf Lára og Hanna Þórey. Ólöf giftist Sigurði Helgasyni og eignaðist með hon- um soninn Ágúst. Þau skildu. Hanna er gift Gunnlaugi Lárus- syni og búa þau í Stykkishólmi. Börn þeirra eru Eyjólfur, Elfar, Þórheiður og Gunnhildur. Minningar mínar um Reykjavík bernskunnar eru tengdar þeim Ágústi og Þórheiði og dætrum þeirra. Ég gisti hjá þeim ásamt móður minni þegar við vorum á ferð í Reykjavík og við vorum oftar en einu sinni á ferð. Húsa- kynnin voru ekki stór á þeim ár- um, en samt var rúm. Tímamót urðu í lífi þeirra hjóna Ágústs og Þórheiðar 1948. Þá fluttust þau til Stykkishólms. Ágúst tók við rekstri Bakarísins í Stykkishólmi í samvinnu við Sig- urð Ágústsson alþingismann. Það var mikið bakað og langur vinnu- dagur, búðin alltaf opin. Ágúst bakaði. Þórheiður og dæturnar seldu brauðin og kökurnar. Vín- arbrauðin voru tilkomumeiri og bragðbetri en önnur vínarbrauð. Hjá þeim Ágústi og Þórheiði dvaldist ég oft, stundum heil sum- ur. Sama er að segja um systur mínar. í Bakaríinu, gömlu húsi sem gnæfði hátt, gerðust ævintýri og þar ríkti glaðværð og áhyggju- leysi, jafnvel ærsl. Auðvitað var reimt. Oft voru veisludagar. Hús- bóndinn gerði að gamni sínu, brá sér stundum í leikgervi og Iaðaði að sér fjölda ungra aðstoðar- manna sem hreinsuðu plötur og fengu að sleikja glassúr að laun- Þórheiður Jóhanns- dóttir — Minning keyptu þau hjón jörðina af Bjarna og bjuggu félagsbúi með Hjalta syni sínum og Guðrúnu konu hans þar til fyrir 2 árum er þau seldu þeim jörðina. Eftir lestur þessara fáu lína um lífshlaup Árna kemur manni f hug, að á líkan hátt hafi lífshlaup margra annarra bænda verið á þessum tíma. En bóndinn Árni ögmundsson var öðruvísi en flestir aðrir, við bústörfin var hann í fararbroddi þar sem reyndi á stór- hug, kjark, áræði og nýjungar, var fremstur til allra framfara og fylgdist gjörla með öllum nýjung- um á sviði búskaparhátta. Árni var stórhuga á fleiri svið- um en í búskapnum. Hann rak ásamt nokkrum vinum sínum í Hrunamannahreppi um árabil verktakafyrirtæki með ýtur og vörubíla. Þeir félagar voru á þessu sviði frumkvöðlar og unnu mörg stórvirkin í samgöngu- og búskap- arbyltingu eftirstríðsáranna. Þessi starfsemi var Árna ákaflega hug- stæð og hafði hann mikla ánægju af því að upplifa og taka þátt í öllum framkvæmdum allt til hinstu stundar. Hann var með afbrigðum talnaglöggur og ná- kvæmur í útreikningum á kostnaði við verk svo að ekki varð betur gert. Á þessu sviði fylgdist hann ekki síður með öllum framförum og nýjungum svo að við yngri menn, sem þó unnu á því sviði áttum fullt í fangi með að fylgja eftir og hvað þá svara ýmsum erfiðum spurningum, er fundum bar saman. Ekki fór hjá því að slíkum manni yrðu falin fjölmörg trúnaðarstörf í sveitarfélaginu. Hann var oddviti Hrunamannahrepps í á annan ára- tug, hann var hreppstjóri og end- urskoðandi Sláturfélags Suður- lands um langan aldur auk vafa- laust fjölmargra annarra starfa, sem mér er ekki kunnugt um. öll þessi trúnaðarstörf rækti Árni sem og önnur af stakri kostgæfni, um. Ekki vantaði heldur gos- drykkina. Við strákana kom hús- bóndinn fram eins og jafningja og var sannur félagi þeirra og trúnaðarvinur. Húsmóðirin lægði stundum storma þegar gáskinn var hvað mestur. Á tímabili var stunduð hrogn- kelsaveiði og ófáar ferðir voru farnar út í eyjar til að njóta náttúrufegurðar, sjóbaða og frjórrar kyrrðar. Stykkishólmsár þeirra hjóna urðu sextán og eftirminnileg mörgum. En að því kom að þau kusu að hverfa aftur á gamlar slóðir. Ágúst fór að vinna í Björnsbakaríi í Reykjavík eins og hann hafði gert ungur maður. Þórheiður stóð eins og áður við hlið hans. Þórheiður og Ágúst voru alla tíð samrýnd með fádæmum. Þau máttu aldrei sjá hvort af öðru, ekki einn einasta dag. Meðal alúð og réttsýni. Guðrún og Árni bjuggu við barnalán. Þeim varð 6 barna auðið og eru 5 þeirra á lífi. Þau eru: Áslaug, gift Agnari Haraldssyni og búa þau í Smárahlíð, nýbýli frá Galtafelli, Herdís, gift Hannesi Bjarnasyni og búa þau að Varma- landi á Flúðum, Margrét er býr í Hveragerði, Svavar, kvæntur Hrafnhildi Magnúsdóttur og búa þau í Brautarholti og Hjalti, kvæntur Guðrúnu Hermannsdótt- ur og búa þau í Galtafelli. Árni var hógvær og hleypidóma- laus í skoðunum og sóttist aldrei eftir vegtyllum hins veraldlega lífs. Til þeirra var hann kosinn af sveitungum á ópólitískan hátt sem mannkostamaður. Hann var vinur vina sinna í ríkum mæli og aldrei heyrði ég honum hrjóta af vörum köpuryrði í garð annarra. Hann var yfirvegaður og jafnlyndur til orðs og æðis, en gat verið fastur fyrir, einarður og ákveðinn í skoð- unum. I samtölum brá hann oft fyrir sig glettni, gáska og kímni og umræðuefni þraut aldrei, enda fylgdist hann vel með flestu er gerðist í samfélaginu. Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Árna og heimili þeirra hjóna fyrir um 15 árum. Það bregður á vissan hátt ljóma á lífið að hafa fengið að kynnast vel slíkum manni sem Árni var. Hann varð aldrei gamal- menni í hugsun. Eilíft æskulyndi var honum eðlislægt til hinstu stundar, trúin á framfarir, áhug- inn á öllu, er betur mætti fara, var hans lífsstefna alla tíð og dvínaði aldrei. Það er mikil gæfa að hafa lifað slíku hamingjulífi hér á jörðu og haldið á vit hins eilífa lífs í morgunroða höfuðdagsins. Guð blessi minningu hans. Innilegustu samúðarkveðjur sendum við Guðrúnu og öllum aðstandendum. Sigríður Hermannsdóttir Helgi Bjarnason ánægjuefna þeirra voru ferðalög um landið á sumrin. Útlönd voru ekki á dagskrá. Áhersla var lögð á að kynnast landinu sem best. Bíll- inn fór stundum dálítið greitt því að undir stýri sat skapheitur bíl- stjóri. Þessar ferðir voru þeim hjónum lífsnautn og tilhlökkunar- efni. Þórheiður, frænka mín, fylgdist vel með systrum sínum og reynd- ist móður sinni góð dóttir, Hún var eins og áður er getið elst og á henni mæddi því mest. Systra- börnum sýndi hún líka umhyggju og voru þau eins og fyrr segir oft undir hennar verndarvæng. Þetta gilti jafnt um börn þeirra Jensínu og Ólafar. Þórheiður fagnaði gest- um og dekraði við frændfólk sitt, kannski um of, en sýndi mestan kærleika þegar á reyndi. Vinátta hennar kom í senn fram í orðum og gjörðum. Hún var aldrei stutt f spuna. Vel fór á með þeim systr- um. Eitt af því sem Þórheiður átti sameiginlegt með eiginmanni sín- um var hinn sjaldgæfi eiginleiki að geta talað opinskátt við krakka og unglinga og gert þá með því að vinum sínum. Margir munu sakna Þórheiðar Jóhannsdóttur, meðal þeirra Gunnhildur Éyjólfsdóttir, mág- kona hennar, því að milli þeirra voru traust vensla- og vináttu- bönd. En hjá einum er söknuður- inn mestur. Ágúst Eyjólfsson mun aftur á móti geta glaðst yfir því að finna ýmsa eðliskosti konu sinnar og þeirra hjóna beggja hjá dætr- um, barnabörnum og barnabarna- börnunum. Það getur ekki verið til einskis að rækta vel garðinn sinn. Um leið og ég þakka frænku minni góða samfylgd hvarflar hugurinn til sumardaga við Breiðafjörð, hússins sem stóð eitt sér og miðlaði fyrst og fremst hlýju. Slík hús standa ekki eilíf- lega, en minningin um þau er sterk. Jóhann Hjálmarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.