Morgunblaðið - 10.09.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1985 Sjö mörk á Ólafsfirði SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi sigraði Ólafsfirðinga þegar liðin mættust á Ólafsfirði á laugar- daginn. Sjð mörk voru skoruö í all fjörugum leik, Skallagrímur geröi fjögur mörk en heimamenn þrjú. Leiftur er nú fallið í 3. deild eftir eins árs veru í þeirri annarri. Heimamenn sóttu talsvert meira fyrstu mínútur leiksins og átti þá Hafsteinn Jakobsson meöal annars skot í stöng. Það voru þeir Skalla- grímsmenn sem náöu fljótlega tök- um á leiknum og þeir skoruöu fyrsta markiö á 15. mínútu og var þar aö verki Björn Jónsson. Aðeins um tíu mínútum siöar skoraöi Gunnar Orrason annaö mark Skallagríms og töldu margir aö þar hafi veriö um rangstööumark aö ræöa. Gunn- ar Jónsson skoraöi síöan þriöja mark Borgnesinga skömmu eftir leikhlé. Leiftur — Skallagr. 3:4 Heimamenn komu tvíefldir til leiks í síöari hálfleik og sóttu mun meira en Borgnesingar áttu hættu- legar skyndisóknir og þeir skoruöu úr einni slíkri. Fyrst skoruöu heima- menn og var þar aö verki Hafsteinn Jakobsson. Síöan lagaöi Jóhann Örlygsson enn stööuna fyrir heima- menn áöur en Björn Axelsson náöi aö skora fyrir Skallagrím og staðan þá oröin 2:4. Rétt fyrir leikslok tókst Helga Jóhannssyni aö minnka enn muninn og þannig lauk leiknum. — JÁ Völsungar betri VÖLSUNGUR sigraði Njarðvík þegar liðin mættust í Njarðvík á sunnudaginn, 1:4 og var sigur þeirra mjög sanngjarn. Þeir voru betri aðilinn á vellinum og verö- skulduðu sigurinn fullkomlega. Með þessum sigri halda Húsvfk- ingar sár í fimmta sæti 2. deildar en Njarðvík er nú komið í það sjöunda þar sem Skallagrímur úr Borgarnesi skaust upp fyrir þá með sigri á Leiftri. Húsvíkingar hófu leikinn af mikl- um krafti og strax á 6. mínútu komst Kristján Olgeirsson einn inn fyrir vörn heimamanna en Örn Bjarna- son, markvöröur, bjargaði vel meö úthlaupi. Aöeins þremur mínútum síöar komust Njarövíkingar yfir í leiknum og var þaö nokkuö klaufa- legt hjá markverði Völsungs. Hann fór í misheppnaö úthlaup út í víta- teig sinn og þegar hann var aö bakka í markið aftur skaut Haukur Guömundsson af löngu færi yfir markvöröinn og í netið. Markvörð- urinn náöi aö vísu aö snerta knött- inn en ekki nóg og inn fór hann. Á 19 mín. jafnaði Jónas Hall- UMFN — Völsungur 1 'A grímsson fyrir Völsung meö skalla eftir hornspyrnu og eftir aö knöttur- inn haföi gengiö koll af kolli í nokk- urn tíma í vítateignum. Helgi Helga- son bætti síöan ööru marki viö meö skalla eftir sendingu frá Ómari Rafnssyni og rétt fyrir leikhlé skor- aöi Kristján Olgeirsson þriöja mark gestanna meö hörku skoti eftir varnarmistök. Ómar Rafnsson skoraöi síðan fjóröa markiö rétt fyrir leikslok meö skalla eftir hornspyrnu. Ómar og Kristján voru bestir Völsunga en Örn Bjarnason hjá heimamönnum. Björn Olgeirsson var rekinn af leik- velli undir iok leiksins fyrir aö sparka Jón Halldórsson niður. — ÓT Sanngjam sigur ÍR ÍR-ingar urðu á laugardaginn ía- landsmeistarar í 4. deild karia í knattspyrnu þegar liðið sigraöi Reyni á Akureyrarvelli í úrslita- leiknum um þessi verðlaun. Sigur ÍR var sanngjarn og sannfærandi, þeir voru mun betri aöilinn í leikn- um og eru vel að þessum sigri komnir. Þaö voru Reynismenn sem fengu fyrsta marktækifærið í leiknum þegar þeim var dæmd aukaspyrna rétt utan vítateigs. Þórarinn Jó- hannesson tók spyrnuna og skaut efst í markhornið en Þorsteinn Magnússon varöi mjög vel í horn. Eftir þetta tóku ÍR-ingar leikinn í sínar hendur og áttu fyrnin öll af marktækifærum og óþarfi aö telja þau öll upp — slíkt yröi of langt mál. Fyrsta markið skoruöu þeir á 36. mínútu. Vignir Sigurösson fékk þá knöttinn við fjær stöng eftir horn- spyrnu frá hægri. Hann tók knöttinn viöstööuiaust á lofti og sendi hann rakleiöis í netiö. Skömmu síöar átti Sigfinnur skalla í þverslá og þvi var staðan 1:0 í leikhléi þrátt fyrir mörg tækifæri. I upphafi síöari hálfleiks bættu þeir við sínu ööru marki. Páll Rafns- son komst inn í vítateig og skaut, Gunnar Garöarsson varöi skot hans en hélt ekki knettinum sem barst út til Páls aftur og nú brást honum ekki bogalistin og skoraöi aföryggi. Reynismenn minnkuöu muninn á 55. mínútu meö marki Björns Frið- þjófssonar. Hann komst einn inn fyrir vörn ÍR, lók á markvöröinn og renndi knettinum í netiö. Á 75. mínútu innsigluöu Breihylt- ingar síöan sigur sinn í 4. deild þegar Guömundur Magnússon ein- lók frá miöjum vallarhelmingi Reyn- is og komst inn í vítateiginn þar sem hann skoraöi örugglega. Eftir þetta áttu ÍR-ingar meöal annars skot í þverslá og skömmu fyrir leikslok var Braga Björnssyni, einum besta leikmanni liösins, vikiö gj leikvelli. ÍR-iiöiö er mjög léttleikandi liö og skemmtilegt. Bragi Björnsson, Kari Þorgeirsson og Gústaf Björns- son áttu allir góöan dag og þaö sama má raunar segja um alla IR-- ingana. Hjá Reyni var Þórarinn Jó- hannesson traustur í vörninni. — AS MOfjumwow/ rnopfOTur •Benedikt Guðmundsson þrumar hér knattinum ( netið hjá Fylki. Ólafur markvörður liggur á jðrðinni og Gunnar Gylfason stekkur yfir hann. Fylkismenn eru fallnir FYLKISMENN eru fallnir í 3. deild. Liöið tapaði fyrir Breiðablik í Kópavoginum á sunnudaginn, 0:1, og eru þar með failnir í þriöju deild ásamt Leiftri frá Ólafsfirði. Leikurinn í Kópavoginum veröur ekki lengi í minnum haföur nema þá einna helst fyrir frábæra mark- vörslu Sveins Skúlasonar í síöari hálfleiknum þegar hann varöi víta- spyrnu. Sveinn varði góöa víta- spyrnu frá Kristni Guömundssyni, og ekki nóg meö þaö. Sveinn hélt ekki knettinum er hann varöi vítiö UBK — Fylkir 1:0 og hrökk boltinn aftur út til Kristins sem skaut föstu skoti en Sveinn var fljótur á fætur og geröi sér lítiö fyrir og varöi aftur. Frábær markvarsla hjá Sveini. Eina mark leiksins skoruöu Breiöabliksmenn á 27. mínútu. Jón Þórir Jónsson tók þá aukaspyrnu viö vítateigshorniö, sendi háan bolta aö fjærstönginni þar sem Gunnar Gylfason náöi aö skalia aö marki. Ólafur markvöröur varöi en hélt ekki boltanum sem datt fyrir fætur Benedikts Guömundssonar sem var ekki seinn aö skora. Breiöabliksmenn voru betri aöil- inn í þessum leik og veröskulduöu sigurinn. Fylkir lék þó stundum ágætlega og þaö er synd aö þeir þurfi aö leika í 3. deild aö ári. — sus Ekkert skorað Staðan í 2. deild STAÐAN í 2. deild, þegar ein umferð er eftir, er þessi: ÍBV 17 10 6 1 40:13 36 UBK 17 10 4 3 30:15 34 KA 17 10 3 4 32:15 33 KS 17 7 4 6 24:23 25 Völsung. 17 7 3 7 28:24 24 Skallagr. 17 6 4 7 25:38 22 Njarðvík 17 5 4 8 14:24 19 ÍBÍ 17 3 8 6 18:22 17 Fylkir 17 3 3 11 13:24 12 Leiftur 17 3 3 11 17:38 12 ÍSFIRÐINGAR og Siglfiröingar gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á ísafirði í 17. og næstsíöustu umferð annarar deildar íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Meö þessu jafntefli komu ísfirö- ingar sér úr allri fallhættu fyrst Fylk- ir tapaöi í Kópavoginum og þeir eru nú með 17 stig, fimm stigum meira en Fylkir og Leiftur. Siglfiröingar eru hins vegar í fjóröa sæti, einu stigi á undan Völsungum en þessi tvö liö geta sett strik í reikninginn í toppbaráttunni því í síöustu um- IBI — KS 0:0 feröinni eiga Breiöabliksmenn að leika viö Völsung á Húsavík og KA á leik á Siglufiröi en þessi tvö liö berjast um aö fylgja Vestmanney- ingum upp í fyrstu deild aö ári, en auövitaö veröa Eyjamenn aö vinna Njarövík á heimavelli til aö vera alveg öruggir. íslandsmeistarar ÍR ÍSLANDSMEISTARAR (4. deild karla í knattspyrnu, aftari röð frá vinstri: Þorkell Ragnarsson, stjórnar- maöur, Bergþór Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, Hrafn Loftsson, Eyjólfur Sigurösson, Halldór Halldórsson, Vignir Sigurðsson, Sigurfinnur Sigurjónsson, Hlynur Elísson, Páll Rafnsson, Guðmundur Björgvinsson, Gústaf Björnsson, þjálfari, Björn Gunnarsson, stjórnarmaður, og Hans Blomsterberg, stjórnarmaður. Fremri röð frá vinstri: Knútur Bjarnason, Bragi Björnsson, Þorlákur Óskarsson, Guðmundur Magnússon, fyrirliöi, Þorsteinn Magnússon, Karl Þorgeirsson, Einar Svavars- son, Birkir Blomsterberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.