Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.09.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 B 31 Vita ítalir eitthvað um ísland? Ótrúlega mikið, það hafa verið nokkrir þættir um ísland í ítalska sjónvarpinu, eins hafa ófáir ítalir lagt leið sína hing- að, þessir ferðalangar eru ólat- ir við að dá sérstæða náttúru- töfra landsins. Ert þú góður í ítölsku? Ekki nógu góður finnst mér. Ég vildi að ég hefði getað ein- beitt mér að því að læra málíð. Það eru mörg héruð á Ítalíu, og hvert hérað hefur sína mál- lýsku, jafnvel þorpin hafa sér mállýskur. Það er mikill bagi að þessu. Ríkismálið er aftur á móti alltaf talað í útvarpi og í kvikmyndum, eða að minnsta kosti þeim myndum sem ég hef séð. Hvernig líkar þér við ítali? ítalir eru ljómandi fólk, lit- ríkar og skapmiklar persónur en ólíkir innbyrðis, bæði hvað vaxtarlag og skaphöfn snertir. Þeir klæða sig fallega, mála sig mikið, aðallega konurnar, bæði karlar og konur nota mikið skarpgripi. Fyrst þegar ég kom ofbauð mér alveg að sjá konur og jafnvel karla með hring á hverjum fingri, auk annarra djásna, en það er með það eins og annað, maður hættir að taka eftir því. ítalski maturinn finnst mér góður. Ég borða á matsölu þar sem framborinn er venjulegur ítalskur matur, ekki neinn lúx- us. Hvernig er ítölsk hversdags- máltíð? ítalir borða oft þunna sneið af kjöti, sem legið hefur í kryddpækli og síðan vind- þurrkað, í forrétt eða þá pylsu- sneið. Þá er pastaréttur en þeir eru margskonar, eða spag- hetti með röspuðum granaosti síðan þunn sneið af kjöti, venjulega grilluð. Með kjötinu borða þeir hrásalat, oft græns- alat og tómata sem kryddi og matarolíu er hellt yfir. Þar á eftir eru alltaf nýir ávextir, það er árstíðabundið hvaða tegundir, það er alltaf reynt að hafa mikið af nýrri upp- skeru. Með matnum er oftast borið hvítt brauð og rauðvín. Þú sagðist búa sunnan Mílanó. Já, þar leigi ég rúmgott herbergi í 200 ára gömlu húsi. Þar er gasofn. Ekki get ég ímyndað mér annað er að hit- inn af gaseldinum dygði til þess að hita upp heilt hús, ef miðstöð væri sett upp, mestur hitinn fer upp um strompinn. það er hægt að hafa sæmilega hlýtt en það kostar bara feikn- in öll. Hvernig er skemmtanalíf unga fólksins á Ítalíu? Það hefur alþjóðlegan blæ held ég. Diskótek eru vinsæl, svo eru uppskeruhátíðir og þjóðdansa- og þjóðlagasam- komur, en þær eru aðallega á sumrin. Annars hef ég bara ekki haft efni á því að skemmta mér. Og þó, það eru þessar dæmalausu götumyndir sem maður þarf ekki að borga fyrir. Einu sinni kom ég þar að sem bílar höfðu rekist saman, allir rifust. Maður með regnhlíf stóð þar og skammaðist af miklum ofsa, svo hóf hann barsmíð, lamdi annan bílinn með regnhlífinni og þegar bíln- um var ekið burt, hljóp hann á eftir honum með regnhlífina á lofti. Það síðasta sem ég sá til hans var að hann datt kyl- liflatur á götuna. Þar með kveð ég Pál Jóhann- esson tenórsöngvara og óska honum velfarnaðar. Ballingslöv - sænskar gæðavörur Afsláttur 10% - 30% Afhent samsett - þarf bara að hengja upp Góð greiðslukjör. Seljum einnig nokkrar, lítið gallaðar baðinnréttingar með 50% afslætti. ^ VATNSVIRKINN/J ÁRMÚLI 21 — PÓSTHÓLF 8620 — 128 REYKJAVlK SÍMIAR: VERSLUN: 686455, SKRIFSTOFA: 685966 SÓLUM: 686491 Tuttugu prósent afmælisafsláttur alla næstu viku SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 91-43500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.