Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER1985 25 fltargtntliljifrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Bitstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgenseri Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Skuldasöfnun stöðvuð Afborganir af löngum er- lendum lánum munu Íiklega nema 4,7 milljörðum ís- lenzkra. króna á árinu og vaxtagreiðslur um 5,4 millj- örðum. Greiðslubyrðin yrði því samtals um 10,1 milljarður króna, eða 21,4% af útflutn- ingstekjum...“ Framangreindar upplýs- ingar koma fram í endurskoð- aðri þjóðhagsspá Þjóðhags- stofnunar í ágúst síðastliðn- um. Hér er ekki meðtalin greiðslubyrði af svonefndum skammtímalánum, en skilin milli skammtímalána og lang- ra lána eru ekki alls staðar glögg, enda eru skammtímalán á stundum framlengd. Leigan fyrir erlent lánsfjár- magn dregst að sjálfsögðu frá ráðstöfunartekjum þjóðarinn- ar og þrengir svigrúm til kjarabata innanlands; þýðir í raun verulegan fjármagns- flutning úr landi. Viðskipta- hallinn út á við, sem áætlaður er 4.900 m.kr. 1985, og þeir er- lendu skuldafjötrar, sem fram- angreindar tölur tíunda, eru mesti efnahagsvandi þjóðar- innar á líðandi stund. Veik rekstrarstaða undirstöðu- greina í þjóðarbúskapnum og hættuboðar í verðlagsþróun vekja þó ekki síður ugg þeirra er grannt fylgjast með gangi mála. Meginþáttur þess samkomu- lags, sem stjórnarflokkarnir hafa gert um fjárlagagerð fyrir komandi ár, felst í því að stöðva erlenda skuldasöfnun á komandi ári — og leysa um skuldahnútana á þeim næstu. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemst svo að orði um þetta efni í við- tali við Morgunblaðið í gær: „Meginárangurinn, sem fólginn er í þessari niðurstöðu, er að mínu mati sá, að ný er- lend lán 1986 takmarkast við afborganir af eldri lánum. Vextir af eldri lánum verða með öðrum orðum greiddir af tekjum. Og það verða ekki tek- in erlend lán til neyzlu eða opinberrar þjónustu. Þetta er fyrsti raunhæfi árangurinn sem náðst hefur í því að tak- marka erlenda skuldasöfnun." Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, segir í viðtali við Morgunblaðið sama dag, að við fjárlagagerð nú sé að þessu leyti tekizt á við uppsafnaðan vanda síðustu 15 ára, en hann vilji sem fjármálaráðherra „horfast í augu við þessa stað- reynd og gera mitt bezta til að hefja aðhaldsaðgerðir, í stað þess að ýta vandanum á undan mér“, eins og hann kemst að orði. Fjármálaráðherra segir frumvarp að fjárlögum kom- andi árs mikið aðhaldsfrum- varp. Það sjáist bezt af því, að áætluð heildarútgjöld ríkis- sjóðs 1986 hækki ekki frá líð- andi ári, sem hlutfall af þjóð- arframleiðslu (28,2%), þrátt fyrir þyngingu veigamikilla útgjaldaliða, jafnframt því sem stefnt sé í jöfnuð tekna og gjalda næsta árs. Það er einkum þrennt sem veldur, þyngingu ríkisútgjalda 1986: • Launahækkanir umfram það, sem ráð var fyrir gert, en laun og launatengd útgjöld eru langstærsti útgjaldaþáttur ríkissjóðs. • Vaxtagreiðslur, sem vaxið hafa mjög, og verða 500 m.kr. hærri 1986 en 1985. • Útgjöld til vegamála, sem er eini útgjaldaþátturinn sem hækkar umfram hækkun verð- lags í fjárlagafrumvarpinu. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kemst svo að orði um samkomulag stjórnarflokkanna um fjár- lagagerð: „Sjálfstæðismenn hafa jafn- an lagt áherzlu á ábyrga fjár- málastjórn, sem felst í því, að jöfnuður sé á milli gjalda og tekna ríkisins og að erlendar lántökur séu takmarkaðar. Með þessu samkomulagi hefur náðst mjög veigamikll árangur í þessa veru.“ Hinsvegar er ljóst að fjár- lagafrumvarpið þýðir það að ríkissjóður gengur nokkru lengra í tekjuöflun, sem líklega kemur fram í hækkun neyzlu- skatta í einhverju formi og skemmra skrefi í lækkun tekjuskatts, en fyrr var áform- að. Ákvörðun í þessa veru er ekki fagnaðarefni — og ætíð umdeilanleg. Henni verður að fylgja hert aðhald á ríkisút- gjöldum, á heildina litið, og grandskoðun möguleika á frek- ari niðurskurði. Minnt skal og enn og aftur á þá hugmynd, að setja ríkisútgjöldum þak sem hlutfall af þjóðartekjum. „Það er ljóst að mál stóðu á þann veg í síðustu viku,“ sagði Þorsteinn Pálsson, „að veru- lega skorti á að innan ríkis- stjórnarinnar hefði verið tekin forysta um að leiða mál þar til lykta og fjármálaráðherra stóð þess vegna frammi fyrir mikl- um erfiðleikum. Þingflokkur sjálfstæðismanna tók þess vegna þá ákveðnu afstöðu á fimmtudag í sl. viku að krefj- ast þess af ríkisstjórninni að hún kæmi sér saman um nið- urstöður áður en tillögur yrðu lagðar fyrir þingflokkana. Með þessu tók þingflokkurinn mjög ákveðna forystu, sem leiddi til þess að samkomulag náðist og fjármálaráðherra fékk með þvf í raun og veru grundvöll til þess að hnýta þessa enda sam- an.“ Listahátíð kvenna Myndlistarsýningin Hér og nú á Kjarvalsstöðum A Kjarvalsstöðum verður opnuð á laugardaginn myndlistarsýning á verkum 28 kvenna í myndlist undir yfir- skriftinni „Hér og nú“. Sýningin er liður í listahátíð kvenna og stendur frá 21. september til 6. október. Hulda Hikonardóttir viö eitt verka sinna sem unnið er úr tré í þrívídd. Morgunbladið/Friðþjófur Morgunblaóið/Frióþjófur ína Salóme við textflmyndverk unnið á bómullardúk. Sýningin er góður end- ir á kvennaáratugnum Morgunbladid/Bjarni íris Elfa Friðriksdóttir við textfl-skúlptúrverk, sem hún sýnir. segir Hulda Hákonardóttir myndlistarkona Þessa stund sem við stóðum við á Kjar- valsstöðum voru þær Hulda Hákonar- dóttir, Ina Salóme Hallgrímsdóttir, Þór- unn Sigrfður Þorgrímsdóttir og Iris Elfa Friðriksdóttir að vinna við að koma verk- um sínum fyrir og voru þær beðnar um að svara nokkrum spurningum um sig og list sína. Allar hafa þessar listakonur að undanskilinni Þórunni Sigríði lokið námi við Myndlista- og handíðaskólann áður en þær héldu utan til framhaldsnáms. „Eg var í nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans og fór síðan til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum og hef búið þar að mestu leyti síðan 1981,“ sagði Hulda. „Eftir skólann hérna heima fannst mér ég þurfa að fara út og kynn- ast einhverju öðru bæði í myndlist og annarri menningu og þar sem New York er miðpunktur myndlistar í heiminum að minu mati þá varð hún fyrir valinu. Þangað liggja allir straumar fyrr eða síðar. Borgin er líka þannig að það er mjög auðvelt að aðlagast henni enda sker maður sig ekkert úr fyrir að vera útlend- ingur. Annar hver maður þarna er í þeirri stöðu. Það er einna helst að hæð mín fari fyrir brjóstið á þeim.“ „Eftir að ég lauk námi við teiknikenn- aradeildina lærði ég textll, fyrst í Borás og seinna einn vetur i Kaupmannahöfn I myndrænum textíl og það er það sem ég hef eingöngu unnið við síðastliðin tvö ár en ég er búsett í Finnlandi og vinn þar að minni myndlist," sagði Ina Salóme. „I Finnlandi er gott að búa og sérstaklega fyrir textíllistamenn, sem njóta þar mikillar virðingar í samfélag- in. Þar er líka meiri vinnufriður og mér finnst ég fá betri yfirsýn yfir það sem ég vill segja í verkum mínum.“ „Ég lærði leikmyndateiknun í Berlin og var þar í tæp fimm ár,“ sagði Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, sem auk þess að eiga verk á sýningunni hefur séð um útlitshönnun hennar. „Það má segja að þetta eina tvískipta verk sem ég sýni hér sé frumraun mín á þessu sviði. Hingað til hef ég nær eingöngu unnið við leikmyndir en það er alltaf gaman að reyna eitthvað nýtt.“ „Ég á eftir eitt ár í námi í Maastricht í Hollandi og hvað síðan tekur við er alveg óráðið," sagði Iris Elfa. „Ég byrj- aði í textíl en hvað ég á að kalla það sem ég er komin út í núna, það veit ég eiginlega ekki. Ef ætti að lýsa því þá er þetta samblanda af textíl og járni ásamt öðrum efnum sem til falla. Mætti kalla verkin textil, málverk eða skúlpt- - Var erfitt að ákveða að verða lista- maður? „Já, ég verð að viðurkenna að það tók á,“ sagði Hulda og hinar tóku í sama streng. „En eftir að ákvörðunin var tekin þá gekk allt betur og auðvitað er þetta allt miklu þægilegra þegar maður býr erlendis. Ég er heldur ekki frá því að þar sé maður tekinn af meiri alvöru sem listamaður og eftir að eigendur sýningarsala hafa kynnst manni þá er auðveldara að koma sér á framfæri." „Það er gott að fá yfirsýn yfir sjálfan sig þegar maður býr erlendis og upplifir sig þar sem myndlistarmann í sinni vinnu og eftir að ég fór að vinna af alvöru í myndlist var auðveldara að líta á- sig sem listamann," sagði Ina Salóme. „En ég held að við getum verið sammála um að konur virðast eiga erfiðara með að taka ákvörðun um að verða lista- menn. Þær skortir oft sjálfstraust til að koma frá sér verkum og eru oft lengi að koma frá sér sýningum. Þeirra myndefni er líka oft annað, fíngerðara og fágaðra en vantar stundum kraft." - Finnst ykkur þá vera munur á verk- um karla og kvenna? „Já, ég get tekið undir að það er meiri mýkt í verkum kvenna og í þeim er önnur tilfinning. Ekki eins mikill kraft- ur enda erum við ef til vill að tala um allt annann heim, heim sem karlar hafa látið hjá líða að túlka til þessa,“ sagði Iris Elfa. „Sjálf hef ég alla tíð unnið mikið með karlmönnum og aldrei leyft hvorki þeim né mér að finnast ég vera minni listamaður en þeir.“ „Ég veit ekki hvort maður má segja það, en karlar eru sjálfsánægðari og öruggari með sig og virðast alltaf vera vissir um að þeir séu bestir," sagði Þór- unn Sigríður. „Allt sem konur leggja fyrir sig virðist vera miklu meira mál en þegar karlmaður á í hlut, hans starf gengur fyrir og er merkilegra en það sem konan fæst við.“ - Hvaðan fáið þið uppörvun? „Það er alltaf ofsalega gaman þegar ég sel, það finnst mér vera sterk svörun við því sem ég er að fást við,“ sagði Ina Salóme. „Það á sérstaklega við um þau tilfelli þegar einhver ókunnur kaupir verk eftir mig. Því það hlýtur að vera þannig að kaupi maður mynd þá vill maður eiga verkið og hengja það upp og njóta þess lengi. I því finnst mér felast mikil viðurkenning á því sem ég er að fást við.“ „Mína uppðrvun fæ ég helst frá félög- um mínum sem ég tek mark á og er sá mælikvarði sem ég treysti best,“ sagði Þórunn Sigríður. „Sjálf er ég mjög gagnrýnin á eigin verk og finnst allt ómögulegt sem ég sendi frá mér. Mín listgrein er líka að því leyti frábrugðin því sem aðrir eru að fást við að ég er í samstarfi við svo margar aðrar list- greinar eins og öll leikhúsvinnna er, hópvinna, sem er uppörvandi." - Og hvað finnst ykkur um kvenna- sýningu sem þessa, á hún rétt á sér? „Ég er sammáia Guðrúnu Erlu þegar hún segist vonast til að sýningin verði til þess að annarrar sér-kvennasýningar verði ekki þörf síðar en sýningin er góð- ur endir á kvennaáratugnum. Við byrj- uðum flott og endum flott,“ sagði Hulda. „Svo er aftur annað mál hvort jafn- réttisbaráttan hafi ekki stundum villst af leið og farið út í öfgar. Reyndar held ég að öll barátta verði að fara út á ystu nöf. Öðruvísi breytist ekki normið hjá aimenningi. Kannski dálítið líkt því og þegar þú færð lán í banka. Þú biður um hærri upphæð til þess að fá það sem þú þarft." Verk íslenskra listakvenna lýsa stórhug _ CAifir nuAKmrrf ITncfiQiic/lAHir lioifrnQAinmir — segir Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur Morgunblaðið/Friftþjófur Þær Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur, Guðrún Erla Geirsdóttir framkvæmdastjóri listahátíðarinnar og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir hönnuður sýningarinnar Hér og nú á Kjarvalsstöðum. ÞEGAR litið var við á Kjarvalsstöðum á dögunum voru aðstandendur sýningarinn- ar, dómnefnd ásamt nokkrum listakonum, í óða önn að undirbúa uppsetningu sýning- arinnar og gripum við tækifærið til að forvitnast nánar um hvernig undirbúning- urinn hefði gengið og spjölluðum við nokkrar listakvennanna, sem voru að koma verkum sínum fyrir. I dómnefnd sátu þær Guðrún Erla Geirsdóttir framkvæmdastjóri listahá- tíðarinnar, Þóra Kristjánsdóttir list- ráðunautur Kjarvalsstaða, Valgerður Bergsdóttir myndlistarkona, Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari og Guð- björg Kristjánsdóttir listfræðingur og fengu þær það vandasama verk að velja úr verkum þeirra eitthundrað kvenna, sem sendu inn verk sín til sýningar. „Svona val er alltaf erfitt,“ sagði Guðbjörg loks þegar okkur tókst að króa hana og Guðrúnu Erlu af og ræða um undirbúninginn. „En sitji maður í dóm- nefnd axlar maður þá ábyrgð að velja og hafna, sem í þessu tilviki var ákaflega erfitt. Þegar i upphafi ákváðum við að sýna nokkur verk eftir hverja listakonu, sem yrði valin og reyna þannig að gefa heillegri mynd af verkum listakvenn- anna. Það hafði í för með sér að tak- marka varð fjölda þátttakenda, sem aftur má réttlæta með því að sýningin hefði orðið tætingsleg og sundurleit ef of margar hefðu verið með.“ „Öllum myndlistakonum var boðið að senda inn gögn eða myndir og síðan var farið yfir allt,“ sagði Guðrún Erla. „Þegar við höfðum valið og margsinnis farið yfir öll verkin áður en endaleg ákvörðun var tekin, þá kom í ljós að flestar listakonurnar sem valdar höfðu verið hafa komið fram á sjónarsviðið á síðustu tíu árum. Sýningin gefur því nokkuð góða mynd af myndlist kenna á síðustu árum.“ - Komu undirtektirnar ykkur á óvart? „Það varð okkur fagnaðarefni að fá svona góðar undirtektir en óneitanlega söknuðum við þekktra listakvenna sem einhverra hluta vegna sáu sér ekki fært að senda inn verk,“ sagði Guðbjörg. „Dómnefndinni var falið að búa til eina sýningu og með heildina í huga voru verkin valin. Eg vil hinsvegar undir- strika það að með valinu erum við ekki að dæma þær sem því miður fengu ekki inni, sem lélega listamenn. Valið miðað- ist við að skapa áhugaverða sýningu." - Miðaðist valið við ákveðna myndlist- arstefnu? „Nei, hér ægir ýmsum stefnum saman, sem gefa sýningunni fjölbreytileika og mikla vídd. Skúlptúr, málverk og sam- límingar svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Guðbjörg, „Fjölbreytileikann má vafa- laust rekja til þess að konur hafa í ríkari mæli nú á síðari árum sótt í sig veðrið og menntað sig i myndlist erlend- is. Nú fara þær til Bandaríkjanna, Hollands, Italíu og Finnlands og með þeim berast til landsins ýmsir nýir straumar. Því held ég að íslenskir lista- menn og aðrir fylgist mjög vel með því sem er að gerast á listasviðinu og mér finnast islenskar listakonur vera orðnar djarfari og öruggari með sig á síðustu tíu árum. Verk þeirra lýsa stórhug.“ KG Morgunblaðiö/Fridþjófur Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir er hér að koma fyrir munum í rými, sem er hluti af verki hennar á sýningunni. „Það er óneitanlega gaman að fá tækifæri til að taka þátt I sýningunni og mjög gaman að hún skuli vera orðin að veruleika," sagði Ina Salóme. „En með tilliti til kvennapólitikur þá er hún kannski ekki nauðsynleg." „Ég hef alltaf verið á móti því að flokka konur sér, en ég vildi samt vera með,“ sagði Þórunn Sigríður. „Það er líka einhvern veginn þannig að konur virðast verða að halda hópinn til að vekja athygli á því sem þær eru að fást við. Karlalistin er allstaðar en þegar kvennalist á í hlut gildir allt annað viðhorf.“N „Svona sýning á rétt á sér og það er virkileg þörf fyrir hana, sem tækifæri til að vekja athygli á list kvenna og er full ástæða til þess því það eru svo margar konur góðir listamenn í dag. Núna þegar ég sé þessi verk sem þegar eru komin þá get ég ekki annað sagt en að þau virki sterkt á mig. Fínt og fágað á ekki við hér, yfir sýningunni er mikill hressleiki," sagði Iris Elfa að lokum. KG <1 •tl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.