Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.09.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER1985 17 Kór Öldutúnsskóla nýkominn úr tónleikaferð til Spánar „Köllum þetta Baska-bjargið." Egill Fridleifsson stjórnandi kórsins með massíva harðviðarklumpinn. Kór Öldutúnsskóla ásamt stjórnanda, Agli Friðleifssyni. Morgunblaðið/RAX „Skiljum nú betur vandamál Baska“ „Þetta var erfitt ferðalag og ég dáist að stúlkunum mínum, þær voru landi sínu til sóma, bæði á tónleikunum og eins utan þeirra,“ sagði Egill Friðleifsson stjórnandi kórs Öldutúns- skóla, en kórinn er nýkominn úr níu daga tónleikaferð til Spánar, en þar tók hann þátt í alþjóðlegu kóramóti í Alava, einu af Baskahéruðum Spánar, en þetta er í fímmta sinn sem slíkt mót fer fram. Ragnhildur Þorgeirsdóttir, ein af kórfélögum, með viðurkenningu til kórfélaganna. Meðal þátttakenda voru kórar frá Bandaríkjunum, Portúgal, Finn- landi, Sviss og Svíþjóð. Kórinn hélt 10 tónleika, kom fram í útvarpi og sjónvarpi, söng inn á hljómplötur og á torgum úti. „Viðtökurnar voru framúrskar- andi góðar, ég hef aldrei á ævi minni upplifað annað eins, enda að- stæður oftast alveg sérstakar, sungið í gömlum kirkjum þar sem hljómburður var frábær. Eg ætla ekki að tíunda öll þau stóru orð sem um okkur voru sögð, en nú standa okkur allar dyr opnar. Það eina sem er ákveðið er að ég mun fara til Lissabon sem gestastjórnandi og leiðbeinandi á námskeiði fyrir þar- lenda kórstjóra. Við komum heim hlaðin viður- kenningum, gjöfum og vináttu. Ég held við höfum öðlast betri skilning á vandamálum Baska en við höfð- um áður. Þeir eru lífgsglaðir, söng- elskir og gestrisnir og vilja frið við alla menn. Senior Javier Cameno stjórnandi mótsins sagði í lokaræðu sinni að hann vonaðist til að þessi vika ætti sinn þátt í að breyta því áliti sem fer af Böskum út á við, en hann sagði að ekkert fengi breytt óbifandi trú þeirra á frelsi og sjálf- stæði. Tónlistin væri aiþjóðamál sameiningar og gleði, — þess vegna væri hún friðflytjandi og mikilvæg- ari en.flest annað.“ Meðal verðlaunagripa var mass- ívur harðviðarklumpur eftir frægan spánskan listamann. „Þetta köllum við Baska-bjargið og á það að tákna þann þunga sem á kórstjóranum hvílir við mótun Kórinn fékk fjölda verðlauna og viðurkenninga eins og sji má. kórsins. Ég var í talsverðum vand- ræðum með að koma klumpnum heim, og þegar ég hafði orð á því við Cameno sagðist hann ekkert vor- kenna mér fyrir að þurfa að hafa þessa byrði í smá tíma, þetta væru smámunir á við það sem Baskarnir hefðu þurft að þola undanfarnar aldir! Kórinn fékk einnig aðra viður- kenningu, en hún var ætluð þeim sem þurfa að þjást undan kórstjór- anum, kórfélögunum sjálfum." — Hvað er minnistæðast úr ferð- inni? „Það var þegar við sungum Agl- epta fyrir áheyrendur í einni lítilli sveitakirkju í Laguardia. I verkinu Aglepta er reynt að nýta alla mögu- leika mannsraddarinnar auk söngs- ins, hvísl, hvæs, 6p, urr, öskur, gleði, — eða allar þær tilfinningar sem búa með fóiki. Og þegar við sungum þetta í kirkjunni var slökkt á öllum ljósum, kirkjan var troðfull af fólki sem sat þarna í daufu skini tunglsins. Viðbrögðin voru stór- kostleg. Til mfn kom gamall Baski með tárin í augunum og sagði: „Ég er orðinn 83 ára gamall, hef tekið þátt í heimsstyrjöldum og hræði- legri borgarastyrjöld, en ég hefði aldrei getað ímyndað mér að slikt byggi í mannsröddinni." Ég vil að lokum ítreka þakkir mínar til kórfélaga og fararstjóra, ennfremur til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði sem gerðu okkur þessa ferð mögulega svo og þeim fjöl- mörgu einstaklingum, félögum og fyrirtækjum sem lögðu okkur lið í þessu máli.“ þó heyrt enn frekar frá öðrum sem betur þekkja og meira hafa notið. Ritstörf Stefáns eru mikil og merk, tíu skáldsögur, átta barnabækur, tvær smásagnabæk- ur, barnaleikrit, unglingasaga, ævisagnaþættir, minningarþættir og sjónvarpskvikmynd. Mér telst svo til að útgefin verk séu 25 tals- ins. Eru þá fjölmargar greinar ótaldar. Þetta eitt er ærið ævi- starf, en þó einungis brot af lífs- verki Stefáns. Lengst af var hann jafnframt kennari í fullu starfi, lengstum sem yfirkennari. Þeir sem höfðu hann að kennara, en þess naut ég reyndar aldrei, mátu hann mikils og allir sem ég hef hitt eru sam- dóma um að hann hafi verið af- bragðskennari. Félagsstarfið í skólanum var Stefáni líka hjart- fólgið. Því lenti margt af því á hans herðum og það eins og annað leysti hann svo vel af hendi að hvorki krakkar né aðrir kennarar gátu hugsað sér annan þar í for- svari. Síðar varð Stefán forstöðumað- ur Fræðslumyndasafns ríkisins og þar á eftir bókafulltrúi ríkisins. I þeim störfum haslaði hann sér völl á nýjum sviðum, og hafði trúi ég ánægju af, um leið og aðrir nutu þar hollráða hans og leið- beininga. Allar götur hefur Stefán verið einstaklega virkur í félagsmálum og til svo margs trúað í þeim efn- um að ég treysti mér ekki upp að telja. Skal aðeins nefna trúnaðar- störf fyrir kennara og rithöfunda, stjórnarstörf og stjórnarfor- mennsku í Kaupfélagi Hafnfirð- inga, stjórnarstörf í Barnavernd- arfélagi Hafnarfjarðar, í Styrktar- félagi aldraðra og i Leikfélagi Hafnarfjarðar meðan það var og hét. Á vegum bæjarins sat hann í mörg ár í skólanefnd og arftaka þess, fræðsluráði. Þá átti hann sæti í stjórn bókasafns Hafnar- fjarðar og gegndi þar löngum for- mennsku. Stjórnmálum sinnti Stefán jafn- framt ötullega. Hann var löngum í miðstjórn Alþýðuflokksins og í forystusveit flokksins í Hafnar- firði. Oft var hann í framboði fyrir flokkinn, sat á Alþingi sem vara- maður um skeið og sömuleiðis í bæjarstjórn. Jafnframt naut Al- þýðuflokkurinn Stefáns á ritvelli í bæjarmálgagninu, í Alþýðublað- inu og Alþýðubrautinni. Þetta framtal á verkum Stefáns er aðeins yfirlit og mörgu sleppt, en það má vera til marks um fjöl- hæfni hans og undraverð afköst. Þó man ég aldrei eftir því að Stef- án hafi borið þess merki eða haft á orði að hann væri neitt sérlega upptekinn eða ætti annríkt. Það eru margir sem eiga Stefáni margt að þakka og hugsa til hans í dag, nemendur, fyrrum samkenn- arar, samherjar í félagsmálum og pólitík, að ótöldum öllum lesendum bóka hans og ritverka. Ég veit að allur þessi skari tekur undir ósk mína til Stefáns og fjölskyldu hans um heill og hamingju á komandi árum. Kjartan Jóhannsson Stefán Júlíusson rithöfundur er sjötugur í dag. Ég vil í tilefni dagsins senda honum bestu ham- ingjuóskir frá mér og fjölskyldu minni um leið og ég set nokkur orð á blað, sem hvorki verður upptaln- ing athafna hans og orða né heldur æviágrip af einhverju tagi. Skrif þetta verður í besta falli stutt hugleiðing og afmæliskveðja. Maðurinn er enn svo ungur og verkin vonandi mörg sem hann á eftir að vinna. Stundum kemur það manni ger- samlega á óvart, hve ungir menn eru orðnir gamlir að árum, hvað almanak og afmæli eru langt frá skynjun og tilfinningu hins líðandi dags. Þanng var það, þegar ég nú á dögunum uppgötvaði að félagi minn og samferðamaður, Stefán Júlíusson rithöfundur, væri að verða sjötugur. Hann ber það svo sannarlega ekki með sér að eiga slíkan árafjölda að baki. Ég varð fyrst var við Stefán Júlíusson sjö ára gamall drengur norður á Akureyri. Þá fékk ég bók í jólagjöf sem hét Kári litli og Lappi. Höfundur hennar var Stef- án Júlíusson. Það fór ekki fram hjá ungum dreng, að þar var góður maður á ferð. Og sögurnar af Kára, sem á eftir komu staðfestu þetta viðhorf. Þar eins og svo oft og víða annars staðar rataði Stefán Júlíus- son til hjarta samferðamannsins. Þar spilaði saman tungutak hans, tilfinning og skynsemi. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem ég kynntist Stefáni Júlíussyni hér suður í Hafnarfirði. Oft vill það verða, að ímynd þeirra persóna sem bðrn og unglingar hafa sett sem goð á stall í vitund sinni, vill fölna og blikna við nálægð og raunveruleg kynni. Þannig varð það ekki um Stefán Júlíusson. Því betur sem ég kynntist honum, því meir sem ég reyndi kosti hans og hæfni, því meiri virðingu bar ég fyrir manninum. Þetta er stórt sagt í lítilli grein sem á að vera afmæliskveðja — en það er engu að síður satt. Leiðir okkar Stefáns hafa legið saman í skólamálum, i starfi kaup- félagsins og í starfi Alþýðuflokks- ins og nú situr eftir þakklæti til samferðamannsins Stefáns Júlíus- sonar og góðar minningar. Stefán er eldhugi og hugsjóna- maður. Hann gekk ungur jafnað- arstefnunni á hönd og samvinnu- hugsjónin var honum einnig hug- leikin. Félagsvitundin, sam- ábyrgðin og réttlætistilfinningin setja mark sitt á manninn. Þar sem Stefán Júlíusson fer, þar fer líka traustur og sannur félags- málamaður í þess orðs beztu merk- ingu. Og sú staðreynd situr rótgróin í vitu'id minni og verður ekki haggað, að hverju því verki er vel borgið sem Stefán hefur tekið að sér. Ég er þakklátur Stefáni fyrir allar samverustundir og samvinnu oggóðan félagsskap. A merkum afmælisdegi hans sendi ég bestu árnaðaróskir og þökk fyrir öll samskipti. Ég bið þess og vona að lengi enn megum við njóta ylsins frá hugsjónaeldi hans, njóta tungutaks hans og penna og atorku og skynsemi til góðra verka. Lifðu heill og lifðu lengi Stefán Júlíusson. Hörður Zóphóníasson E.S. Stefán verður að heiman í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.