Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 2
r, 2 c , MOBGUKgLADlD, SUNNUPAGUR 20.01jTÓBER1985 akka mæru engi“ — 1928. KJARVAL ALDARMINNING Um Claude Simon í einni helstu skáldsögu hans: La Route des Flandres (1961). Og ekki síst í merkustu skáld- sögu hans frá síðari árum: Les Géorgiques (1981). Og í þeirri sögu er George Orwell, höfundur 1984. 5 Dragi maður saman það helsta sem setur svip á skáld- sögur Claude Simons gæti það litið þannig út: Skáldsagnagerð Claude Sim- ons á sér rætur í heimi minn- inga, þær eru af sjálfsævisögu- legum toga. Helstu fyrirmynd- ir og lærimeistarar eru Marcel Proust og William Faulkner. í eðli sínu er skáldsagnagerð Simons harmræn: maðurinn er varnarlaus og án tilgangs. Vindar tímans velta honum fram og aftur, hann hefur litla sem enga möguleika til að hafa áhrif á samtíð sína, allra síst að koma vitinu fyrir þá sem fara með völd. Þetta er grunn- tónn meistaraverksins Le Vent (1957). Rithöfundurinn er sjálfur vantrúaður á að unnt sé að ráða ferðinni með vopn- um skáldskaparins. Skáldið breytir ekki heiminum. Simon hefur megnustu andúð á ýms- um boðberum í skáldskap, þeim sem hafa á takteinum lausnir. Hann vill að orðið hafi gildi í sjálfu sér og túlki líf nútímamannsins og heim hans án þess að segja fyrir verkum. Honum er illa við orð eins og raunsæi. 6 í skáldsögum Claude Simons eins og í verkum margra ann- arra góðra höfunda lifir orðið sínu eigin lífi, það að fást við orð er í anda vísinda, tilraun sem ekki tekur enda. Þegar allt hefur gengið að óskum rís orðið sjálft upp og krefst réttar síns. í notkun þess er sú eina heimspeki fólgin sem skáldið hefur áhuga á að leiða í ljós. Orðið er tilgangurinn. 7 Ég býst ekki við að menn muni lesa Claude Simon sér til skemmtunar. Stíll hans krefst mikils, er alltaf margræður, en þó í þeim anda að frá ein- hverju sé að segja. Stundum er eins og Claude Simon hafi misst tökin á frásögninni vegna þess að hann hefur frá svo mörgu að segja. En þá kemur í ljós styrkleiki hans. Orð og setningar fara að lifa eigin lífi. 8 Claude Simon er góður höf- undur, en það er ólíklegt að hann muni verða fyrirmynd yngri höfunda. Hann gerði sína uppreisn. Þeirri uppreisn er lokið. Nú vilja menn aftur segja sögu samkvæmt sígildum lögmálum. 9 Claude Simon sem er fæddur árið 1913 fékk Nóbelsverðlaun- in fyrir nokkrum dögum. Auð- vitað átti hann að fá þau löngu fyrr. Nú er hann orðinn afi nýrrar kynslóðar skáldsagna- höfunda og tilraunir hans jafnsjálfsagðar og áætlanir járnbrautanna. I Annar meginþáttur í list Kjar- vals eru táknmyndir hans og fant- asíur. Efnislega má skipta þessum myndum í tvennt. Annars vegar eru persónugervingar ýmissa nátt- úrufyrirbæra og hins vegar mynd- ir sem túlka vítt svið órökvísra tilfinninga, drauma, innra lífs og andlegra menningarverðmæta sem lítið eiga skylt við hinn sýni- lega veruleika. Mikill skáldandi og ljóðræn myndsýn sem birtist í þessum verkum skipa Kjarval á bekk með örfáum myndskáldum í evrópskri málaralist á 20. öld. Yfirleitt eru táknrænar myndir og fantasíur fremur fátfðar í nútíma- myndlist og i íslenskri málaralist eru táknmyndir Kjarvals einstæð- ar. Þema þeirra má í mörgum til- vikum rekja til symbólísku stefn- unnar sem uppi var um sfðustu aldamót, en Kjarval gæðir þessi Skáldskapur Kjarvals er eins og tónlist sem maður skilur bara óbeinlínis, sagði Rfkharður Jóns- son í ritdómi um Grjót í Vísi 22/2 árið 1930. Kjarval fannst það gott sem Jóhann Sigurjónsson sagði einu sinni við hann að lffið væri músfk. Og Kjarval bætir við: „Við erum tónar á orkestri" (Kjarvals- kver, 35). Svo virðist sem þetta atriði hafi verið veigamikill þáttur í lífsskilningi Kjarvals. Rökhugsun hans og raunar allt sem hann skrifaði var afar huglægt og per- gömlu minni lffi með hinu nýja og frjálsa myndmáli 20. aldarinnar. Tryggð Kjarvals við symbóiísku stefnuna löngu eftir að hún var liðin undir lok á meginlandi Evr- ópu á líklega rætur í því menning- arumhverfi sem hann var sprott- inn upp úr. Þar voru bókmenntir uppistaða alls menningarlffs en myndlist nánast óþekkt. Hér má minnast þess að Kjarval var sjálf- ur skáld og þvi er ofurskiljanlegt hversu líkingamál var honum tamt. í samræðum Kjarvals bar oft á góma að ísland ætti enga fortíð í myndlist, en með því að beita tákn- og líkingamáli gat hann skírskotað til fornrar og nýrrar menningar þjóðarinnar og túlkað á ljóðrænan hátt þá drauma og sýnir sem sagnir, skáldskapur, trúarlff og þjóðarsaga blésu hon- um í brjóst. sónulegt. Sjón hans var sérkenni- lega fersk, skilningurinn minnir á opinn barnshuga. Og þetta kemur vel fram f skáldskap. Eitt heilsteyptasta skáldverk Kjarvals er Meira grjót, sem heitir reyndar Brjef frá London. Meira grjót á kápunni. Þessi texti byggist á bréfum sem Albjartur Siklings- bur skrifar frá London þar sem hann er að skoða heiminn. Við- takandi bréfanna er Þurfður frænka hans, en Albjartur á einnig bróður („í móðurættina") í sveit- II Jóhannes Sveinsson Kjarval var einkar næmur og margslunginn persónuleiki. í eðli hans voru tveir þættir sem öðru fremur mótuðu list hans. Það var djúpur skilning- ur á íslenskri náttúru og skáldleg sýn á menningu Islands að fornu og nýju. Til að geta túlkað íslenskt landslag gerði hann sér far um að lifa alla ævi f sem nánustum tengslum við náttúruna. Eftir því sem listþroski hans og vald á mál- aratækni óx, tókst honum æ betur að sýna margbreytileik íslands í verkum sínum. Þótt ekki sé í fljótu bragði auðvelt að átta sig á þróun- arferli Kjarvals var hann samt heilsteyptari en í fyrstu kann að virðast þrátt fyrir ýmis hliðarspor. Fyrir honum vakti alla tíð að sýna ekki aðeins ytri fegurð landsins heldur að túlka þann innri kraft og líf sem býr undir yfirborðinu. inni sem kaus heldur að verða bóndi en skoða heiminn, og er sagt dálftið frá honum fyrst í bókinni. Kjarval segir frá því sem Albjart- ur sér í Lundúnum og fjallar um sveitabúskap og fleira. Sagan af Albjarti Siklingsbur hlýtur að hafa margar sjálfsævi- sögulegar vfsanir. Kjarval dvaldist erlendis um skeið, þar af tæpan vetur í London, og honum hefur verið hugsað til þess hvaða augum menn litu á flakk hans í útlöndum heima í Meðallandinu og Borgar- Þótt landslagsmálverk Kjarvals séu að sönnu mikilfengleg og frum- leg náði snilli hans þó hæst í huglægum verkum. Þegar veru- leikasýn hefti ekki hugarflug hans og skáldanda kom hvað skýrast f ljós hversu létt honum veittist að tjá margvísleg hughrif og tilfinn- ingar. A seinni árum hafði hann á hraðbergi ólfkar stílgerðir eftir því sem næmi hans og skáldlegt innsæi blés honum í brjóst hverju sinni. Lítilmótleg atvik urðu kveikja að stórbrotnum verkum og list Kjarvals er i senn ofur einföld en býr samt yfir mikilli dýpt. Þótt vissulega hafi Kjarval oft verið svo mislagðar hendur að furðu sætir, hygg ég að engum sem skoðar bestu verk hans blandist hugur um, að hann er ókrýndur konungur islenskrar málaralistar á 20. öld. Guðbjörg Kristjánsdóttir. firði eystra. Félagar Albjarts telja hann algeran ónytjung að hverfa burt úr sveitinni, og hann virðist taka undir það sjónarmið af því að hann undirritar mörg bréfanna til Þuríðar frænku sinnar „Þinn ónýtur, Albjartur Siklingsbur". Þegar Albjartur fór utan sagði hann: Jeg fer til útlanda til þess að jeta dilkana ykkar með Englendingum. Jeg er vanur ostum, smjöri og skyri - og drafla og öllum þeim kræs- ingum úr sumarsauðnum. Jeg treysti mjer ekki til að jeta þetta gull, sem þið fáið fyrir að hætta við sumar- búskapinn. Verið þið sælir. Jeg hef heldur ekki vit á sveitabúskap. (4—5) Skáldið Kjarval

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.