Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.11.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER1985 Brezk tollyfirvöld kanna innflutning gámafisks héðan TOLLYFIRVÖLD í Bretlandi eru nú art kanna hvort tollgreiðslur af físki, fíuttum í gámum héðan til Hull og Grimsby, séu réttar. Tollgreiðslur hafa síöastliðin þrjú ár miðazt við áætlað verð á innflutningsskýrslum, þar sem endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en eftir uppboð. Aðferð þessi var tekin upp að ráði þeirra, sem við físksölur starfa þar í landi og með vitund tollyf- irvalda. Pétur Björnsson, sem starfar hjá fyrirtækinu J. Marr and Son, í Hull og Grimsby, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hér væri á engan hátt um svikamál að ræða. Farið hefði verið eftir þeirri aðferð, sem lögð hefði verið til og tollyfir- völd hefðu fylgzt með þessu í þrjú ár án athugasemda. Hann sagði að ekkert lægi enn fyrir um það, hvað yrði ofan á í þessu máli, en hugsan- lega gæti komið til einhverra við- bótargreiðslna. Tollar á innfluttum ferskum fiski í Bretlandi eru 3,7% á helstu teg- undum nema 15% á kola. Þar sem verð liggur aldrei fyrir fyrr en að uppboði loknu, en eitthvert verð er nauðsynlegt að skrá á tollskýrslu, hefur sú leið verið farin að áætla verðmætið og greiða toll samkvæmt því. Svipuð aðferð var viðhöfð hér á landi hvað varðaði útflutnings- gjöld, það er að þau miðuðust við áætlað söluverð. Sú aðferð var lögð niður síðastliðið haust vegna óska hagsmunaaðilja og miðast útflutn- ingsgjöld nú við endanlegar sölu- nótur. Þróunarfélag Islands hf.: Áskriftarfrestur rennur út á morgun FRESTUR til að skrifa sig fyrir hlutafé í Þróunarfélagi fslands rennur út fímmtudaginn 7. nóvember næstkomandi. Upphaflega var gert ráð fyrir að frestur til að skrifa sig fyrir hlutafé rynni út 30. september síðastliðinn, en fresturinn var framlengdur til 31. októh Ákvörðun um stofnun Þróunarfé- lags íslands var tekin í framhaldi af samkomulagi stjórnarflokkanna haustið 1984 um að beita sér fyrir stofnun félags til að hafa forgöngu um nýsköpun í atvinnulífinu. Síð- astliðið vor voru samþykkt lög, sem fólu ríkisstjórninni að hafa for- göngu um stofnun hlutafélags í þessu skyni. Samkvæmt lögunum var það skilyrði fyrir stofnun fé- lagsins, að hlutafé yrði að minnsta kosti 200 milljónir króna. Jafnframt var ríkisstjórninni veitt heimild til að leggja fram 100 milljónir króna I hlutafé. Hins vegar, ef ekki tekst að safna þeim 100 milljónum sem á vantar í almennu hlutafjárútboði, og síðan aftur um eina viku. hefur ríkisstjórnin, samkvæmt lög- unum, heimild til að leggja fram til viðbótar það sem á vantar. Lögin gera jafnframt ráð fyrir undanþágu fyrir banka og tryggingarfélög til að skrá sig fyrir hlutafé í hinu nýja félagi. Undirbúningsnefnd að stofnun félagsins hefur ekki gefið upp hversu mikið hlutafé hefur safnast á hinum almenna markaði. óvissa ríkir því um hvort tilskilið lág- markshlutafé muni safnast og eins hitt hvort ríkisstjórnin muni leggja fram hlutafé umfram 100 milljónir króna, ef ekki tekst að safna 100 milljónum á almennum markaöi. Mjólkurframleiðslan eykst um eina milljón lítra á mánuði VERULEG aukning varð í mjólkurframleiðslunni í október ef miðað er við sama mánuð á síðastliðnu ári. Framleiðslan nam 9.179 þúsund lítrum á móti 8.147 þúsund lítrum í fyrra. Aukningin er því 1.032 þúsund lítrar eða 12,66% samkvæmt bráðabirgðatöhim Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Fyrstu 10 mán- uði ársins var framleiðslan rúmum 5 millj. lítra meiri en á sama tíma í fyrra, eða 5,35 % I október var aukningin mest sunnanlands og vestan, meðal ann- ars vegna góðrar beitar og úrvals heyja. I mjólkursamlögunum í Reykjavík, Borgarnesi, Búðardal og á Selfossi var 17,8 til 25,8% aukning í október, miðað við október á síð- asta ári. Á Hvammstanga var 20% aukning, rúm 5% á Blönduósi og Sauðárkróki en 1% samdráttur á Akureyri og 6% á Húsavík. Á Egils- stöðum varð tæplega 3% aukning og tæp 10% á Hornafirði. Mikil framleiðsluaukning var einnig í september og ef framleiðsl- an í þessum mánuðum er lögð saman og borin saman við fyrra ár kemur I ljós framleiðsluaukning, sem nemur 2.184 þúsund lítrum, eða 12,69%. Fyrstu tíu mánuði ársins var innvegin mjólk hjá mjólkursam- lögunum 98,8 milljónir lítra, á móti 93,8 milljónum í fyrra. Er þetta aukning um rúma 5 milljónir lítra, eða 5,35%. Framleiðsluaukningin er yfirleitt á bilinu 4-8% á milli ára hjá stærstu samlögunum, nema á Húsavfk og Akureyri, þar sem fram- leiðslan hefur aukist um Úrslitakeppni NM í skák: Helgi tók HELGI Ólafsson tók forystuna í úr- slitakeppninni um Norðurlandameist- aratitilinn í skák, með því að sigra Jóhann Hjartarson í fjórðu umferð keppninnar. Helgi hefur þar með hlotið 2 1/2 vinning úr 3 skákum, Norðmaðurinn Simen Agdestein hef- ur hlotið 1 1/2 vinning úr 2 skákum, en Jóhann Hjartarson hefur tapað öllum þremur skákum sínum. Eftir er að tefla tvær skákir í keppninni. í dag hefur Helgi ólafs- son hvítt gegn Agdestein. Sigri Helgi hefur hann tryggt sér Norð- urlandameistaratitilinn. Á forystuna fimmtudaginn tefla þeir Agdestein og Jóhann síðustu skák keppninnar. Verði Helgi og Agdestein jafnir að vinningum, sigrar Norðmaðurinn á stigum. Helgi hafði svart gegn Jóhanni í skákinni í gær og náði fljótlega betri stöðu. Rétt áður en skákin fór í bið náði Jóhann þó nokkuð að rétta úr kútnum og átti góða jafn- teflismöguleika f biðstöðunni, að sögn Arnolds Eikrem, skákstjóra. Eftir bið tefldi Jóhann hins vegar ónákvæmt og eftir 57 leiki gafst hann upp. Aðeins fremsti hluti Fjalakattarins stendur enn uppi. Hann verður rifínn í kvöld eða nótt og verður allri umferð um Aðalstræti þá lokað. Fjalakötturinn rifinn BYRJAÐ VAR að rífa Fjalaköttinn við Aðalstræti í gær. Áformað er að Ijúka verkinu í nótt, en loka þarf allri umferð um Aðalstræti þegar gafl hússins verður rifínn. Fjalakötturinn á sér langa sögu. Árið 1750 var reist geymslu- hús Innréttinganna á lóðinni Aðalstræti 8. Húsið var stokkverkshús, 24 v álnir á lengd. Kaupmennirnir Tofte, Berg- mann og Holm keyptu húsið 1791. Þeir stækkuðu það og höfðu þar krambúð. Árið 1804 eignaðist Björn Benediktsson Fjeldsted hús- ið og rak þar verslun. Húsið var þá nefnt Fjeldstedshús. En þegar Einar Hákonarson hattari eignað- ist húsið 1822 var það nefnt Há- konsenshús. Einar bjó í húsinu og rak þar jafnframt verslun. Ekkja Einars, Guðrún Hákonsen, bjó f húsinu árið 1870 ásamt dóttur sinni, Önnu Hákonsen, sem síðar varð eigandi hússins. Hún giftist Valgarði Ólafssyni Breiðfjörð árið 1874. Á þeim tíma sem þau hjónin áttu húsið urðu mestar breytingar á því. Árið 1874 hafði húsið verið múrað í binding, klætt með borð- um og með borðaþaki. I því voru 5 herbergi og eldhús. Árið 1878 var settur 10 álna kvistur á aust- urhlið hússins sem snýr að Aðal- stræti. Ári síðar var reist einnar hæðar geymsluhús á norðurmörk- um lóðarinnar, áfast við íbúðar- húsið. Árið 1880 var húsið orðið tvílyft með 11 herbergjum og sölu- búð að norðanverðu. Árið 1881 sótti Valgarður Breið- fjörð um leyfi til að reisa hús á lóðamörkum, áfast geymsluhús- inu, en var synjað. Hann byggði húsið samt sem áður, en ári seinna var honum gert að rífa það. Fjós var reist við vesturendann á geymslu- og smfðahúsinu árið 1883. Sama ár fékkst leyfi til að byggja hesthús sunnanvert á lóð- inni. Valgarður byggði skúr við Bröttugötu, 1898. Skúrinn náði að Bröttugötu með suðurendann en var 10 álnir frá lóð nágrannans að norðan. Þessi skúr var upphaf bakhússins, sem síðar var kallað Fjalakötturinn, en það nafn hefur síðan færst yfir á allt húsið. Geymsluhúsið var hækkað 1891 og varð suðurhliðin þá hærri en norðurhliðin. Einnig var skúr á suðurmörkum lóðarinnar hækkað- ur í sömu hæð og framhúsið. Árið 1892 var bakhúsið hækkað og breikkað og lengt til norðurs. Þá var lagt þak yfir portið í miðri húsasamstæðunni. í janúar 1893 hafði sölubúðin í framhúsinu verið stækkuð og náði yfir alla neðri hæð hússins. í nyrðri hliðarálmu voru 3 herbergi niðri og 5 uppi og í einu þeirra var klæðasölubúð. Öll herbergin voru þiljuð og mál- uð. f syðri hliðarálmu voru þá 3 geymsluherbergi niðri, en uppi voru 3 herbergi, öll máluð. Árið 1896 hafði verið byggð hæð ofan á framhúsið, þannig að gafl sneri að Aðalstræti, hliðarálmur höfðu verið hækkaðar og einnig glerþakið yfir portinu. I fram- húsinu voru þá sölubúð í 3 her- bergjum, skrifstofa og 5 geymslu- herbergi á jarðhæð. A 1. hæð voru 12 herbergi og eldhús. Á annarri hæð voru 6 herbergi auk eldhúss. Á þriðju hæð voru 4 herbergi nærri fullgerð. Þá hafði leikhúsið verið endurbætt. Þá var einnig útbygging á stólpum við húsið að vestan, en langt er síðan hún hvarf. Valgarður hafði látið reisa íbúðarhús vestast á lóðinni 1876, en það hús lét Anna rífa og byggði nýtt hús 1907 þegar hún var orðin ekkja. Hús þetta er Brattagata 5. Árið 1905 setti Alfred Lind upp raflýsingartæki í skúr við Aðal- stræti 8 og var það vegna kvik- myndasýinga i leikhússalnum. Það vélahús var endurbyggt 1916. Að öðru leyti hafa litlar breyting- ar verið gerðar á húsinu á þessari öld, nema að gluggum var breytt á suðurhliðinni. Árið 1906 hófust kvikmynda- sýningar í húsinu. Reykjavík Bio- graftheater var stofnað, sem seinna varð Gamla bíó. Þorvarður Þorvarðarson prentsmiðjustjóri eignaðist húsið 1907. Minningar- sjóður Jóhannesar Jóhannessonar og Sigurbjargar Guðnadóttur eignaðist húsið 1914 og var það leigt út til íbúðar og verslunar. Eftir að Gamla bíó flutti úr húsinu 1926 var salurinn leigður til ýmissar félagastarfsemi. Silli og Valdi keyptu húsið 1942, en 1977 var eignum Silla og Valda skipt. Fjalakötturinn kom i hlut Valdimars Þórðarsonar og sama ár eignaðist Þorkell Valdimars- son, núverandi eigandi, húsið. Fyrr á þessu ári var gamla leik- húsið á baklóðinni rifið. Engin ákvörðun um nýtingu lóðarinnar - segir Þorkell Valdi- marsson eigandi Fjala- • kattarins „ÉG HEF ekki tekið neina ákvörðun um hvað verður gert við þessa lóð. Enda er það ekki hægt því hér vantar allt skipulag," sagði Þorkell Valdimarsson, eigandi Fjalakattar- ins, í samtali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær þegar niðurrif húss- ins stóð sem hæst. „Það getur vel verið að þessi lóð verði notuð undir bílastæði, alla vega til að byrja með. Maður verður með einhverjum hætti að hafa upp í opinber gjöld. En á þessu stigi er ekkert hægt að segja um hvað verður gert við lóðina í framtíðinni," sagði Þorkell Valdi- marsson. Var þeirrar skoðunar að varðveita ætti þetta hús - segir Hulda Valtýsdóttir formaður umhverfismálaráðs ÞEGAR greitt var atkvæði í borgarstjórn um þaö hvort rífa ætti Fjalakött- inn eða varðveita hann greiddi Hulda Valtýsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og formaður umhverfísmálaráðs atkvæði með vinstri minnihlutan- um, gegn því að húsið yrði rifíð. í tilefni þess að nú er verið að rffa Fjala- köttinn var Hulda spurð að því hvers vegna hún greiddi atkvæði gegn meirihlutanum í þessu máli. „Ég var þeirrar skoðunar að leita ætti allra ráða til að varð- veita þetta hús og fannst það skylda mín sem forsvarsmaður um húsavernd í Reykjavík, þar sem umhverfismálaráð fer með mál- efni Árbæjarsafns og er umsagn- araðili til bygginganefndar varð- andi beiðnir um niðurrif húsa,“ sagði Hulda. „Eg vildi með þessari atkvæðagreiðslu '1ýsa stuðningi mínum við tilraunir samtakanna „Níu líf“ um að leita úrræða við varðveislu þessa húss, sem að mínum dómi hlutu að byggjast á frjálsum framlögum. Nokkru seinna, þegar samtökin höfðu leitað samstarfs við eiganda og ekki tekist, var gamla leikhúsið á baklóðinni rifið og við það rýrn- aði varðveislugildið að mun. Það varð brátt Ijóst að grundvöllur fyrir starfsemi samtakanna „Níu líf“ var brostinn — þau höfðu þó fengið góðan frest. Það kom hins vegar á daginn eftir þá úttekt og kostnaðaráætlun við endurbygg- ingu hússins sem fram fór á veg- um borgaryfirvalda að ekki kæmi til mála að þau sæktu það fé í vasa skattborgaranna. Vinstri meirihlutinn treysti sér að sjálf- sögðu heldur ekki til þess árin 1978-1982 og treysti sér heldur ekki til að taka á málinu svo ástand hússins hríðversnaði á þeim árum. Því hljómar falskur tónn í öllum upphrópunum minni- hlutans í borgarstjórn núna þegar örlög hússins eru ráðin,“ sagði Hulda Valtýsdóttir að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.