Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš B 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14  B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985
Enn einn stóráfangi Hitaveitunnar
i%&*V&$:Í&^£$é^^iÍ^
¦ -*»*S-'  -,-£*™;       3*   -   --¦..      .-    •'.'•     '/5''           ' '  .   ~    '  ";-^"*«.-*»^~»^-
-.;--¦ "^        •v-_„.  . -«.,¦    -•-¦  -J,       ¦ z*§  :-.- ¦"".-'        .     -•    ~—-  '  -
_•  _.c m* •" --'- ¦-__       '- *"—e- —
¦^atw
Tt'X^Í^..

V.  H  -.* ..^
lK\Vvv
Virkjunarsvæði Hitaveitu Reykjavíkur séð ofan úr Henglinum
ýmiskonar prófanir og rannsóknir fara fram.
itt til Þingvallavatns, sem er ofarlega á myndinni. T.h. sjást bústaðir starfsmanna, en fjær birgoa- og tilraunastöoin, þar sem
100 MW
Nesjavallavirkjun
árið 1989
Jarðhiti nokkra kflómetra undir byggðu bóli er íbúum á
svalri eyju í norðurhöfum mikil búbót. Stærsta hitaveita
landsins, Hitaveita Rey kjavíku r, ræður nú y fir 570
megawatta afli með varaafli kyndistöðvanna og þjónar
með því 54%landsmanna, 128 þúsund manns Í8
sveitarfélögum. En aflþörfin siagar líka orðið hátt upp í
það sem þessi hitaveita hefur yfir að ráða nú eða um 550
MW, og er þá varaaflið meðtalið. Er nú verið að bregðast
við því. I fullum gangi undirbúningsvinna við enn einn
stóráfanga í hitaveitumálum höfuðborgarsvæðisins með
virkjun á Nesjavöllum í Grafningi. Þar fara fram
umfangsmiklar rannsóknir og djúpboranir, sem hafa gefíð
svo góða raun að þegar er komið vatns- og gufuafl fyrir
250-300 MW hitavirkjun. Miðað að því að fyrsti áfangi
virkjunarinnar verði tekinn í notkun í árslok 1988 og
endist fram um 1995 og nægt vatnsmagn til að bæta þá
við, að því er Jóhannes Zoega hitaveitustjóri sagði okkur
er til hans var leitað um upplýsingar um þessi mál. Þess
er vænst að framkvæmdir hefjist á virkjunarstað og við
lögn hitaveituæðar á næsta ári.
Fifmm stórir áfangar
Saga Hitaveitu Reykjavíkur nær
um 55 ár aftur í tímann en af henni
má sjá hvernig jafnt og markvisst
hefur miðað. Má skipta fram-
kvæmdum í 5 áfanga. Nú er í gangi
eitt stærsta átakið, virkjun á nýju
háhitasvæði, á Nesjavöllum, þar
sem tryggð voru jarðhitaréttindi
fyrir 20 árum.
Það mun hafa verið árið 1923 að
fyrst var farið að ræða í bæjarstjórn
Reykjavíkur um notkun heita vatns-
ins í Þvottalaugunum til upphitunar
húsa í bænum og fyrsta holan til
að auka vatnsmagnið var boruð
1928, en Þvottalaugarnar, Landspít-
alinn, Austurbæjarskólinn, Sund-
höllin og um 70 íbúðarhús þar í
grennd nutu m.a. góðs af þessum
hitaveituframkvæmdum á árinu
1930.
Eftir þetta var farið að undirbúa
það stórvirki að leggja hitaveitu í
alla meginbyggð Reykjavíkur. Voru
keypt  hitaréttindi  á  Reykjum  í
Mosfellssveit árið 1933. Og var vatn-
ið frá Syðri Reykjum notað þegar
hitaveita var lögð í mestallan bæ-
inn. Voru í framhaldi af því keypt
hitaréttindi af flestum bæjum í
Mosfellssveit, en mest munaði um
jarðhitann frá Reykjahlíð, þannig
að hægt var teygja sig með virkjanir
að Norður Reykjum. Kom sú viðbót
upp úr 1950.
Um það leyti sem fullnýtt var
heita vatnið í Mosfellssveit um 1955
hófst nýr áfangi með borunum í
Reykjavík. En þá opnuðust nýir
möguleika með kaupum ríkis og
Reykjavíkurborgar á stórum gufu-
bor á árinu 1958. Hófst mikið bor-
unarátak í sjálfri Reykjavík 1962,
fyrst á Laugarnessvæðinu og í fram-
haldi af því á Elliðaársvæöinu. Þá
náði hitaveitan ekki orðið nema til
helmings borgarbúa og ekki meira
vatn til. En boranir í borgarlandinu
á árunum 1962 til 1970, þar sem nú
var með betri bortækni hægt að
sækja vatnið allt niður á 2 km dýpi,
gerðu fært að leggja hitaveitu í
allan þennan stækkandi bæ.
Um 1970 var farið með stóra
borinn í Mosfellssveitina. Holur
endurboraðar og allt svæðið endur-
virkjað á árunum 1970-1976. Við það
var hægt að 6-7-falda aflið þaðan.
Það byggðist á því að bora víðari
og dýpri holur og setja dælur í allar
holur í stað þess að áður varð að
notast við sjálfrennsli. Og þar sem
tiltækt vatn hafði margfaldast var
á árunum 1973-1976 samið við ná-
grannasveitafélögin um vatnskaup
af Hitaveitu Reykjavíkur og voru
öll sveitarfélögin komin með hita-
veitu þaðan 1977, utan Seltjarnar-
nes sem boraði og virkjaði til eigin
nota. Seinna var gerður samningur
við Mosfellssveitina um sölu á heitv
vatni á árinu 1974, við Bessastaða-
hrepp 1980 og loks við Kjalarnes
1984. Er nú svo komið að öll byggð-
arlog frá Hvalfirði að Hvaleyri nota
nær eingöngu jarðhita til húshitun-
ar auk þvotta og baða, ylræktunar
og í auknum mæli til iðnaðar og
snjóbræðslu.
„Þegar dælt er upp vatni gengur
auðvitað á birgðir nema jafnmikið
af vatni berist til jarðhitasvæð-
anna," segir Jóhannes Zoéga." „Að-
streymi og dæling virðist nú í jafn-
vægi ef ekki er aukin dæling. Vatns-
borð lækkar þó dálítið, einkum af
því að þörfin krefst þess að dæling
sé aukin. Með lækkandi vatnsborði
hækkar dælingarkostnaður og við-
hald á dælum einnig. Næsti áfangi,
framkvæmdir á Nesjavöllum, mega
því greinilega ekki dragast ef þær
eiga að taka við aukningunni."
Komið að Nesjavöllum
Reykjavíkurborg á jarðhitarétt-
indi á Nesjavöllum og hægt að leiða
þaðan heitt vatn um 26 km leið á
notkunarstað. Sú forsjálni hafði
verið höfð að kaupa Nesjavelli í
Grafningi í þessum tilgangi á árinu
1964. Þá var raunar búist við því
að fyrr þyrfti á heitu vatni þaðan
að halda. En hinn góði árangur af
borununum og dælingu úr holum í
Jóhannes Zoega hitaveitustjðrí.
Reykjavík á árunum l%2-70 og
Mosfellssveit 1970-1976, sem sex-
földuðu afköstin, urðu til þess að
ekki þurfti að fara strax til Nesja-
valla eða annað og um leið var
hægt að „leiða nágrannasveitarfé-
lögin í sæluna", eins og Jóhannes
Zoéga hitaveitustjóri orðaði það
kíminn þegar hann var að útskýra
málið fyrir blaðamanni Morgun-
blaðsins. „En höfuðborgarsvæðið
vex og hitunarþörfin um leið. Á
undanförnum árum höfum við ekki
getað aukið grunnaflið í takt við
þörfina. Og ekkert nú síðustu árin."
Á Nesjavöllum hafði undirbún-
ingur hafist 1%7 þegar boraðar
voru þar þrjár rannsóknarholur. Og
því haldið áfram með einni stórri
holu 1971 og annarri 1972. Fyrri
holan reyndist svo öflug að hún
gaus, þeytti stöngunum og mölbraut
mastrið. En boranir höfðu heppnast
þokkalega. Og nú vildu menn halda
áfram. En 1970 hafði verið sett
verðstöðvun og verðbólgan jókst nú
hratt. Tekjur hitaveitunnar minnk-
uðu og verðbólgu og verðstöðvunar-
tímabilið varð til þess að stöðva
rannsóknir Nesjavallasvæðisins
árið 1972. Við stjórnarskiptin 1974
lagaðist aðeins í bili hagur hita-
veitu, en það stóð ekki lengi. 1976
var alveg hætt og jafnframt stöðv-
aðist nær alveg viðhald á lögnum
nema það albrýnasta.
M
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32
B 33
B 33
B 34
B 34
B 35
B 35
B 36
B 36
B 37
B 37
B 38
B 38
B 39
B 39
B 40
B 40