Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 10.12.1985, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. DESEMBER1985 Minning: Jónína Valdimars dóttir Schiöth Fædd 15. aprfl 1884 Dáin 1. desember 1985 Hún amma mín er látin. Mig langar aðeins að kveðja hana og þakka með nokkrum orðum. Hún fæddist þann 15. apríl 1884 en lést 1. desember sl. á hundraðasta og öðru aldursári. Hún var því komin á efri ár þegar ég fékk að kynnast henni. Þegar ég læt hugann reika aftur til yngri ára finnst mér hún eins og klettur sem yrði alla tíð. Best kynntist ég hennni þegar ég vann á Hrafnistu. Gott þótti mér þá að skjótast aðeins til ömmu eftir vinnu, finna reykelsislyktina koma á móti mér, kúra í rúminu hennar og fá kakóbolla sem allir fengu er komu. Margar góðar minningar á ég frá þeim tíma. Alla sokka og vettlinga prjónaði hún handa mér, og er ég kynntist manni mínum fór hún að prjóna á hann líka þar til hún hætti að sjá til. Syni okkar hélt hún undir skírn fyrir tæpum tveimur árum og var það ógleymanlegt augnablik. Hennar háttur var að berjast til þrautar fyrir eigin málum og annarra ef þurfti. Hennar lífsorka fór í að hjálpa þeim sem minna máttu sín og margan einstæðing- inn tók hún upp á arma sína meðan hún stjórnaði búi sínu enn. Að lokum langar mig, Ellert og syni okkar að þakka henni allt sem hún gerði fyrir okkur, alla þá ástúð og hlýju sem hún gaf okkur, þótt stundum yrði hún höst ef henni fannst við gera eitthvað rangt. Ég veit að amma mín er ánægð og hamingjusöm núna hjá guði, afa og Bassa. Drottinn varðveiti hana. Ásta Þ. Sigurðardóttir Aðeins áratug eftir að íslending- ar fengu stjórnarskrá frá konungi og þjóðin hélt upp á þúsund ára afmæli íslandsbyggðar fæddist á Kolgrímastöðum í Eyjafirði Jón- ína Valdimarsdóttir Schiöth. For- eldrar hennar voru Valdimar Árnason bóndi og Guðrún Þorkels- dóttir. Var Jónína yngst af fjórum börnum þeirra hjóna og dvaldi í foreldrahúsum fram á unglingsár. Réðist hún þá í vist að Hrafnagili hjá Jónasi Rafnar og síðar hjá Steingrími Matthíassyni, yfir- lækni á Akureyri. Upp úr því kynntist hún Karli Friðriki Schiöth, kaupmanni á Akureyri. Karl Schiöth missti konu sína, Helgu, 1911 og kom Jónína nokkru síðar á heimili hans og tók að sér heimilisstjórn. Átti hann þrjú börn, sem voru orðin stálpuð. Felldu þau hugi saman en áður en af giftingu gat orðið þurfti Jónína að fara til Kanada 1912 með fóst- ursystur sína, sem var 12 ára. Kom hún heim úr þeirri för í upphafi fyrri heimsstyrjaldar 1914 eftir að hafa verið 72 daga á leiðinni heim. Viku síðar giftist hún Karli Schiöth, kaupmanni. Ferðalag þetta var Jónínu mjög minnisstætt en heimferðin lá í gegnum Bretland. Komst hún þaðan heim með togara, sem var í söluferð. Sýnir það best viðburða- ríka ævi, að hún fylgdi innflytj- anda til Kanada og kom til baka um það leyti sem ófriður hófst 1914. Varð hún vitni að upphafi átakanna í Bretlandi. Fyrstu ár hjónabandsins voru áreiðanlega hennar mestu ham- ingjuár. 1918 eignuðust þau dóttur, sem þau skírðu Helgu í höfuðið á fyrri konu Karls og tveim árum síðar fæddist þeim sonurinn Hin- rik. Áður höfðu þau tekið í fóstur systurdóttur hennar, Jónínu, sem nú býr í Noregi. Fjölskyldan fór ekki varhluta af erfiðleikum kreppunnar. Svo fór að lokum að verslun Karls varð gjaldþrota og fluttu þau þá nánast eignalaus út í Hrísey og hugðust byggja þar upp að nýju. Aðeins ári síðar, 15. júní 1928, missti Jón- ína mann sinn og höfðu þau þá tekið grunn að stóru húsi þar. Það var ekki auðvelt fyrir ekkju að standa uppi eignalaus með þrjú ung börn á þeim árum. Jónína lét ekki bugast og byggði húsið Ás- garð með aðstoð vina sinna og má það teljast ótrúlegt afrek. Síðar bættist í barnahópinn, en hún tók í fóstur Sigurð Jóhannsson, sem nú er skipstjóri á Akureyri. Ég kynnntist Jónínu fyrst þegar hún var komin á níræðisaldur, en ég hef heyrt margar lýsingar af henni á yngri árum. Vinur hennar og jafnaldri, Kristján Sveinsson, lýsti henni m.a. svo á 80 ára afmæli hennar: „Allt þú lífið áfram braust, enga hræddist vigra. Erfiðleika endalaust, allatókstaðsigra. Ekki býst ég ennþú við, þú ætlir neitt að slaka. Þú hefur aldrei haft þann sið, aðhörfalangt tilbaka. Ætíð veikum veittir bót, — vinar traustur þelinn. Varst, sem mosa gróið grjót, greypt í fastan melinn." Jónína var lítið fyrir lof og óþarfa málalengingar. Henni var ekki tamt að segja sögur af sjálfri sér, en ég er þess fullviss að sú lýsing, sem fram kemur í Ijóðlínum Kristjáns á afar vel við hana. Þegar hún hafði lokið við bygging- una í Hrísey ákvað hún að koma þar upp greiðasölu 1930 og rak hana til ársins 1942. Sonurinn Hinrik drukknaði með mb. Sæ- borgu í nóvember 1942 en hann var þá nýorðinn stýrimaður. Upp úr því bjó hún með dóttur sinni Helgu og tengdasyninum Sigurði Brynj- ólfssyni í Ásgarði. Árið 1959 fluttu þau til Kópavogs og bjó hún þar hjá þeim þar til hún fluttist á Hrafnistu 1965. Dvaldi hún þar til dauðadags við góðan aðbúnað og mikla umhyggju dóttur sinnar og tengdasonar. Jónína var komin á Hrafnistu þegar ég kynntist henni. Þar bjó hún lengst af í litlu herbergi og var alltaf glöð með sitt hlutskipti. Það var eftirminnilegt að hlusta á Jónínu tala um langa og atburða- ríka ævi. Ávallt gerði hún mest úr því hvað hún hefði verið heppin og lánsöm. Hún notaði þar hvert tækifæri til að gleðja aðra og drýgði gjarnan ellilaunin sín með því að hnýta á. Jónína átti marga vini og þeir voru margir sem komu í heimsókn til hennar á Hrafnistu. Hún var stolt af því að taka á móti sem flestum á dvalarheimili aldraðra sjómanna. Hún hafði sjálf rekið þjónustu fyrir sjómenn í Hrísey og í því umhverfi vildi hún dvelja. Fólki fannst skemmtilegt að heim- sækja hana fyrst og fremst vegna þess að hún gaf öllum mikið með orðum sínum og frásögn. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast og fannst eyðslusemi og fyrirhyggjuleysi einkenna margt, sem þjóðin var að glíma við. Það var henni þó mikil unun að horfa á alla uppbygginguna og fram- farirnar, sem áttu sér stað í þjóð- félaginu. Henni var minnisstætt að hún hafði þurft að standa ein að húsbyggingunni í Hrísey. Hún vildi koma á byggingarstað og vera með í ráðum þegar barnabörnin voru að reisa hús sín og sýndi gjarnan við það tækifæri nokkuð af stjórnsemi sinni og skörungs- skap. Alltaf fannst henni að hún hefði nóg af öllu og ef hana vanhagaði um eitthvað þá var hún fljót að bjarga sér. Eitt sinn taldi hún að nauðsynlegt væri fyrir sig að kaupa ísskáp og fann út úr því að þann grip væri hægt að kaupa með afborgunum. Áður en nokkur vissi af hafði hún keypt ísskápinn með greiðslufresti. Hún taldi í sjálfu sér að þetta væri ekki sérstaklega gott form til viðskipta en fannst að rétt væri að hún hefði svipaða hætti og aðrir. Lífsviðhorf Jónínu var ekki flók- ið en af því hafa margir mikið lært. Hún gerði ekki kröfur til samfélagsins og einfalt líferni var það eina sem hún þekkti. Hún gerði ekki mannamun og var ná- kvæm í samningum og samskipt- um. Eitt sinn fékk blaðamaður viðtal við hana á tíræðisaldrinum. Hann sendi síðan ljósmyndara á eftir án þess að tala um það, þannig að hún gæti verið undir- búin fyrir myndatöku. Ljósmynd- aranum vísaði hún frá og neitaði frekari samskiptum við blaða- manninn. Nú er þessi sómakona látin. Það eru margir, sem vilja þakka henni fyrir samfylgdina. Henni var efst í huga þakklæti til þeirra, sem hún hafði kynnst. Þær voru margar þrautirnar, sem hún þurfti að ganga í gegnum á lengri lífsleið. Alltaf hafði hún samt tíma til að hjálpa öðrum og gefa góð ráð. Kjarkurinn bilaði aldrei og hún trúði því að sérhvert spor, sem hún ákvað að stíga, yrði til gæfu. Við Sigurjóna og dæturnar kveðjum Jónínu í dag með virðingu og þökk fyrir alla þá umhyggju og hvatn- ingu sem hún veitti okkur. Það var ekki skyldurækni við gamla konu, sem rak okkur til að hitta hana. Hún hafði ekki aðeins lífsorku fyrir sjálfa sig. Allir sem töluðu við hana fengu frá henni kraft og dáðust að því jákvæða lífsviðhorfi, sem birtist í sérhverju orði og athöfn. Hún var á langri ævi með í að berjast fyrir því, sem við eig- um öll í dag. Oft á hún eftir að koma í hugann. Hennar kynslóð hefur gefið okkur mikið til að varðveita. Það þurfti manndóm og hugrekki til að byggja upp með tvær hendur tómar. Hvort verk þeirrar kynslóðar sem hún til- heyrði verða nægilega metin mun aðeins sagan leiða í ljós. Hún hafði áhyggjur en gerðist ekki dómari í því frekar en öðru. Hún var hamingjusöm þegar hún dó og þá, eins og alltaf áður, var trúin á Guð það dýrmætasta sem hún átti. Halldór Ásgrímsson „Um hana hringast hafblámans svið. Hánorðurstjöldin glitra að baki. Svo hátt hún sig ber, undir heiðu þaki, í hrannadunum og straumanið. Föðmuð af ylstraum á eina hlið, á aöra af sæfrerans harðleikna taki, áttvís á tvennar álfustrendur, einbýl, jafnvíg á báðar hendur, situr hún hafsins höfuðmið.“ Einar Benediktsson er þarna að lýsa landinu sínu, en okkur sem þekktum Jónínu Schiöth finnst lýsingin eiga einmitt við hana. Hún stóð upp úr hvar sem hún fór, bæði vegna skörungsskapar og meðfæddrar stjórnsemi og eins vegna útlitsins en hún var stór og myndarleg á velli, og þegar hún var búin að klæða sig upp í peysu- fötin sín og flétta og setja upp silfurgrátt, fallega hárið var hún svo sannarlega ímynd íslensku fjallkonunnar. Jónína Valdimarsdóttir Schiöth fæddist norður í Eyjafirði, að Kolgrímastöðum 15. apríl 1884. Kveðjuorð: Magnús Pálma- son bankaritari Látinn er í hárri elli í Reykjavík Magnús Pálmason, bankaritari, einn af elztu félögum í Gömlum Fóstbræðrum og um áraraðir einn af styrkustu söngmönnum Karla- kórs KFUM og Fóstbræðra. Magnús fæddist 15. júní 1897 að Vesturá í Laxárdal í Austur- Húnavatnssýslu og voru foreldrar hans Pálmi Erlendsson bóndi þar, af Móbergsætt, og Jórunn Erlends- dóttir kona hans, ættur frá Starra- stöðum í Skagafirði. Börn þeirra hjóna voru fimm talsins, og var Magnús einn þriggja sem komust til fullorðinsára. Systkini hans, Kristín og Ágúst, eru látin á undan honum. Magnús kvæntist eiginkonu sinni, Guðbjörgu Erlendsdóttur, árið 1924, og lifir hún mann sinn eftir ríflega 60 ára hjónaband. Þau eignuðust fjórar dætur: Kristínu, Sigurbjörgu, Erlu og Hrafnhildi. Gubjörg er ættuð frá Hnausum í Þingi. Er Magnús var 8 ára gamall brugðu foreldrar hans búi og flutt- ust til Sauðárkróks. Magnús var á Búnaðarskólanum á Hólum 1917- 1919, en fluttist eftir það til Reykjavíkur. í Reykjavík vann hann við verzlunarstörf, og er mér í barnsminni, að hann verzlaði um skeið með matvöru að Þórsgötu 3, þar sem fjölskyldan bjó. Hann gerðist bankamaður árið 1934 og gegndi því starfi unz hann lét af störfum vegna aldurs árið 1967. Magnús Pálmason iðkaði sund alla ævi, en þó sennilega aldrei meira en eftir að hann settist í helgan stein. En annað tómstunda- starf átti Magnús, sem okkur fé- lögum hans fannst meira til um, en það var söngurinn. Hann gekk í Karlakór KFUM, síðar Fóst- bræður, snemma og var einn traustasti söngmaður kórsins í áratugi. Eftir að hann hætti í aðalkórnum gerðist hann meðlim- ur í Gömlum Fóstbræðrum og skilaði þar áfram sinni rödd af sömu prýði og áður, þó að æfingar væru nú strjálli og ekki eins háal- varlegar. Við gamlir Fóstbræður kveðjum nú einstaklega ljúfan og skemmti- legan félaga, sem okkur er mikil eftirsjá að. Við sendum frú Guð- björgu, dætrunum, barnabörnum og öllum aðstandendum samúðar- kveðjur, en þökkum jafnframt fyrir, að félagi okkar hélt heilsu og fullri reisn allt til hinztu stund- ar. Fyrir hönd (íamalla Fóstbræðra, Guöni Guömundsson Hún var því á 102. aldursári þegar hún lést. Hún var af bændafólki komin, foreldrar hennar voru þau hjónin Valdimar Árnason og Guðrún Þorkelsdóttir. Jónína var yngst fjögurra systkina. Tvö þeirra komust upp; Margrét, sem var 7 árum eldri og lifði einnig til hárrar elli og Jónína. Jónína sagði oft frá því að þegar gestir komu í heim- sókn og heilsuðu þeim systrum sögðu þeir einatt; „mikið ert þú með fallegt hár, Magga mín, og mikið ert þú nú stór, Ninna mín. Jónína reyndist foreldrum sín- um umhyggjusöm dóttir og minnt- ist oft á hve þakklát hún væri fyrir að hafa haft aðstöðu til að láta þau búa hjá sér á elliárunum og hlú að þeim. Hún talaði oft um móður sína sem hafði átt erfitt í uppvextinum og þá erfiðu lífs- baráttu sem var hér á landi á öldinni sem leið. Þegar Jónína komst á unglings- árin réðst hún í vist að Hrafnagili í Eyjafirði og síðan til Akureyrar hjá Steingrími Matthíassyni yfir- lækni, sem hún sagði hafa viljað koma sér í hjúkrunarnám, sem ekki var algengt á þeim tíma. Ekki er vafi á að hún hefði sómt sér vel í starfi, en hún lét ekki tilleiðast en réð sig til starfa á Hótel Akur- eyri. Þar kynntist hún ýmsu sóma- fólki, þar á meðal þeim sem átti eftir að verða eiginmaður hennar, Karli Friðrik Schiöth, kaupmanni á Akureyri. Hann var þá giftur Helgu Friðbjarnardóttur og áttu þau 3 börn, Láru, sem bjó í Dan- mörku, Ottó, sem nú er látinn, og Huldu, sem búsett er á Akureyri. Síðan gerist það að Karl missir konu sína og réðst Jónína þá til hans sem bústýra. Þau Karl fella hugi saman, en Jónína vildi skoða hug sinn vel áður en hún tæki hina stóru ákvörðun. Hún réðst til að fylgja uppeldissystur sinni, Ingi- björgu, til Kanada. Það þurfti kjark og áræði í slíka för á þessum árum rétt fyrir stríð. En kjarkur var nokkuð sem Jónínu skorti aldrei. Ferðin út gekk vel, en heldur verr gekk með heimferðina þar sem stríðið var að brjótast út. Hún komst þó með skipi til Bretlands og þaðan með togara heim. Hún hafði gaman af að segja sögur frá þessum tíma og var ekki laust við að okkur hryllti við þegar hún kom að atriðinu með rotturnar í skip- inu. En þar sem hún var kven- maður vildu skipverjar hlífa henni við vitneskju um rottugang um borð, en eina nótt vaknaði hún við að eitthvað var að skríða upp eftir fætinum á henni undir náttserkn- um. Hún greip til með hendinni og hélt um sprelllifandi rottu. Sjaldan hafði hún vist verið fljót- ari fram úr. Þau hrepþtu vont veður og lá skipið t.d. 8 daga inni á Kálf- hamarsvík. En heim komst hún og hafði ferðin þá tekið 2 ár alls en þar af var hún 72 daga á leiðinni heim. Karl hafði beðið hennar og sagði hún okkur að hann hafi skrifað dagbók, þannig að hún gat m.a. fylgst með hvað var í matinn dag hvern sem hún var í burtu. Viku eftir heimkomuna gengu þau íhjónaband. Þarna kemur að kaflaskiptum í lífi Jónínu. Karl reyndist henni ástríkur og góður eiginmaður sem hún talaði um með mikilli virðingu allatíð. Þau eignuðust saman 2 börn: Helgu (skírð eftir fyrri konu Karls), f. 1. ágúst 1918 og Hinrik f. 7. ágúst 1920. Þar að auki ólu þau upp frænku og nöfnu Jónínu sem nú býr í Noregi og seinna tók Jónína að sér annað fósturbarn, Sigurð Jóhannsson, nú skipstjóra á Akureyri. Þau bjuggu á Akureyri fram til ársins 1927 er þau fluttu til Hríseyjar. Karl var þá orðinn slæmur til heilsu af völdum asthma og versl- unin hafði ekki gengið sem skyldi, enda bágt ástand hjá þjóðinni á þeim kreppuárum. Og það var þá sem Jónína varð veik, eiginlega í eina skiptið á ævinni, er hún fékk taugagigt svo slæma að hún gat ekki rétt úr sér um tíma. Það var haft á orði að nú væri Jónínu farið að batna þegar hún gat náð upp á eldhúsborðið. Sorgin ber að dyrum þegar Karl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.