Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
10
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986
Svívirðilegur róg-
ur Þjóðviljans
— eftir Guðmund G.
Þórarínsson
Skrif Þjóðviljans hinn 7. jan. sl.
eru með slíkum eindæmum, að ekki
verður undan -vikist að gera þau
aðumtalsefni.
í mínum huga hefur Þjóðviljinn
ekki verið hátt skrifaður og reynsla
mín af blaðinu þann tíma, sem ég
hefi fengist við stjórnmál, er sú,
að á þeim bæ skipti sannleikurinn
ekki miklu máli. Tilgangurinn helg-
ar meðalið.
Þessi skrif hinn 7. jan. sl. eru
ífe
bob
PAST£IGf.AJAlA
VETASTIG 13,
%, 96020,96065.
Opiö 1-4
LANGHOLTSV. 4ra herb. íb., 80
fm. Sérinng. V. 1850-1900 þ.
KAMBSVEGUR. 3ja herb. ib.,
80 fm. Sérinng. V. 1650 þús.
BOLLAGATA. 2ja herb. íb., 45
fm. Sérinng. V. 1250 þús.
GRETTISGATA — 1. HJED. 3ja
herb. íb., 85 fm. í nýbyggingu.
Tilb. u. trév. V. 2,3 millj.
BORGARHOLTSBRAUT  KÓP.
4ra herb. íb., 120 fm á 1. hæö.
Suðursvalir. Bílsk.r. V. 3050 þ.
LEIFSGATA 1. HÆÐ. 4ra herb.
íb., 100 fm. Suöursv. V. 2250 þ.
LAUGARNESV. — 1 HÆÐ. 4ra
herb. ib., 117 fm auk einstakl-
ingsíb. í kj. Nýjar innr. V. 3,2 m.
ÁSGARÐUR — RAÐHÚS. Raö-
hús 116 fm. Garöur í suöur. V.
2550 þús.
Bergur Oliversson hdl.,
Gunnar Gunnarsson hs: 77410.
nánast skólabókardæmi um, hvern-
ig óvandaðir aðilar geta troðið
mannorð borgaranna niður í skít-
inn.
Málatilbúnaður
Birt er frétt um stórfelld skatt-
svik hjá fyrirtæki, auðvitað órök-
studd og engra heimildarmanna
getið. Látið er að því liggja, að um
sé að ræða einhver stórfelldustu
skattsvik, sem upp hafi komið hér-
lendis, á annað hundrað milljóna
króna hafi verið skotið undan skatti.
En fyrirtæki sem slíkt er ekki
ábyrgt, því er stjórnað af einstakl-
ingum.
Dreginn er fram einstaklingur,
Guðm. G. Þórarinsson, og til þess
að taka af allan vafa, er maðurinn
auðkenndur sem fyrrverandi þing-
maður og gjaldkeri Framsóknar-
flokksins. Engin tvímæli skulu um
hver maðurinn er.
Síðan eru tengsl mannsins við
fyrirtækið og ábyrgð hans rakin.
Wterkurog
V3 hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Hafnarfjöröur
Til sölu m.a.:
Opiöídagkl. 13-16.
Sléttahraun. Falleg og björt 2ja
herb. endaíb. á 2. h. V. 1,6 m.
Hólabraut. 3ja herb. góö enda-
íb. á 2. haeö og tvö herb. í kj.
Inngangur m. annarri íbúö. Fal-
leg lóö. V. 2,1 millj.
Austurgata. 3ja-4ra herb. efri
hæð í tvíb. V. 1,8-1,9 millj.
Hraunhvammur. 3ja-4ra herb.
neðri hæð í tvíb. V. 1,6 millj.
Hringbraut. 5 herb. steinh. á
tveim hæðum. Tvö eldhús. Góð-
ir stækkunarmögul. Stór lóö.
V. ca. 2 millj.
Miðvangur. 2ja og 3ja herb.
íbúðir. V. frá 1,7 millj.
Goöaland. 200 fm fallegt raöh.
á einni hæö.
Markárflöt. 190 fm glæsil. hús
m. 54 fm bílsk.
Njarðvík. 153 fm gott hús m.
stórum bílsk. og viöbyggingu.
Skipti á eign í Hafnarf. æskil.
Ámi Gunniaugsson m.
Austurgötu 10, sfmi 50764.
<?ÍMAR 911Rn-91*?7n  solusíj larus þ valdimars
•^iiviMn ^iiau  ^io/u  logm joh þoroarson hdl
Opið í dag frá kl. 1-5 — Bjóðum til sölu m.a.:
Ný úrvalsíbúð
Við Neðstaleiti á 1. hæö 2ja herb. 68 fm nettó. Sórþv.hús Sólverönd.
Fullgert bílhýsi fylgir.
3ja herb. íbúðir við:
Hjarðarhaga — Furugrund — Krummahóla — Brekkubyggö Gb. —
Hjallabraut Hf. — ódýra 3ja herb. íb. í gamla vesturbænum sem er
laus strax.
4ra herb. íbúðir við:
Holtageröi Kóp. — Vesturberg
í Smáíbúðahverfi.
Kríuhóla — ódýra 4ra herb. rishæö
Sérbýli í vesturborginni
Endaraöhús skammt frá Einimel meö 4ra-5 herb. íb á pöllum. Alls um
165 fm. Skuldlaus eign. Laus strax. Eignaskipti möguleg.
Einbýlishús — makaskipti
Höfum á skrá einb.hús og raöhús í Garöabæ, í Reykjavík, á Seltj.nesi,
i Smáibúðahverfi, Breiöholti, bæði i smíðum og fullbúin. Margskonar
eignaskipti möguleg.
ALMENNA
Laugarnes — Langholtsvegur
— nágrenni
Góö 3ja herb. íb. óskast.   FASTEl G N ASAL AN
TraUStur kaupandi.      mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370
1) Þjóðviljinn upplýsir að Guðm.
G. Þórarinsson hafi verið stjórnar-
formaður og annar frarr.kvæmda-
stjóri fyrirtækisins til haustdaga
1984.
Það er auðvitað mjög mikilsvert
atriði. Þjóðviljinn telur, að um stór-
felld skattsvik sé að ræða í nokkur
ár. Skattskýrsla fyrir árið 1985
hefur ekki verið lögð fram. Hlýtur
því að vera um að ræða 1984 og
árin þar fyrir framan. Því þarf að
koma fram, að þessi einstaklingur
hafí borið ábyrgðina árið 1984 og
árin þar á undan. Þannig er ljóst
að tímabilið stemmir.
2) Þjóðviljinn upplýsir, að Guðm.
G. Þórarinsson hafí verið stjórnar-
formaður þann tíma, sem um ræðir.
Öllum er ljóst, að stjórnarformaður
ber mikla ábyrgð á gerðum fyrir-
tækisins.
3)  Þjóðviljinn upplýsir, að Guðm.
G. Þórarinsson hafí verið annar
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
þann tíma, sem um ræðir.
Öllum á þannig að vera ljós
ábyrgð mannsins.
4) Þjóðviljinn upplýsir, að Guðm.
G. Þórarinsson sé einn stærsti eig-
andi fyrirtækisins þannig, að öllum
séu ljósir hagsmunir mannsins í
málinu.
5) Til þess að koma þessu örugg-
lega til skila til alþjóðar dugar
ekkert minna en að birta söguna á
forsíðu blaðsins. Og ekki bara á
forsíðu, heldur yfír þvera forsíðuna
með heimsstyrjaldarletri.
6) Til þess að gulltryggja það,
að ekki fari fram hjá neinum, hvílík-
ur glæpamaður hér er á ferð, er
nafn mannsins, Guðm. G. Þórarins-
son, tekið í fyrirsögnina.
Enginn, sem sér Þjóðviljann,
getur misst af þessari frétt. Engum,
sem sér Þjóðviljann, getur blandast
hugur um, að um stórfellt afbrot
er að ræða. Enginn, sem les Þjóð-
viljann, getur ruglast í því, hver ber
ábyrgðina. Guðm. G. Þórarinsson á
að sækja til saka.
Sannleikur og-
raunveruleiki
Sannleikurinn, sem Iíklega held-
ur sjaldan vöku fyrir þeim Þjóðvilja-
mönnum, er hins vegar þessi:
1) Guðm. G. Þórarinsson seldi
eignarhlut sinn í fyrirtækinu í árs-
lok 1978 og hefur engra hagsmuna
átt að gæta í þessu fyrirtæki síðan.
2) Guðm. G. Þórarinsson lét af
störfum sem stjórnarformaður í
fyrirtækinu um leið og hann seldi
sinn eignarhlut og hefur aldrei setið
í stjórn fyrirtækisins síðan.
3) Guðm. G. Þórarinsson starf-
Guðmundur G. Þórarinsson
„Rakalausar fullyrð-
ingar um svívirði-
legustu afbrot eru birt-
ar um einstakling.
Vill einhver reyua að
geta sér til um tilgang-
inn?
Það er raunalegt fyrir
heiðvirt alþýðuf ólk að
eiga sér slíkt málgagn."
aði hjá fyrirtækinu sem fram-
kvæmdastjóri nokkra mánuði árið
1983 eða frá apríl 1983 fram í
janúar 1984.
Starfssvið hans var mest öflun
viðskiptasambanda erlendis, ýmis
samningagerð og viðræður við er-
lend fyrirtæki.
Guðm. G. Þórarinsson fór ekki
með daglega stjórn eða mannafor-
ráð í fyrirtækinu, ekki með fjármál
og hafði ekki prókúru fyrir fyrir-
tækið.
Þegar hann hóf störf var uppgjöri
ársins 1982 lokið.
Þegar hann hætti var uppgjör
ársins 1983 ekki hafið.
4) Frá jan. 1984 hefur Guðm.
G. Þórarinsson ekkert haft með
málefni fyrirtækisins að gera.
Hvernig fínnst mönnum þetta nú
koma saman við málflutning Þjóð-
viljans og þann þunga, sem hann
leggur í fréttina?
Hvaða merkingu hafa orðin róg-
ur og lygar í íslenskri tungu, ef þau
lýsa ekki þessum athöfnum Þjóðvilj-
ans?
Rógur
Af því, sem að framan segir, hlýt-
ur mönnum að vera ljóst, að mál-
flutningur Þjóðviljans er hraksmán-
arlegur. En við þetta bætist, að
blaðið vinnur gegn betri vitund.
Guðmundur Þórðarson lögfræð-
ingur, framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins, tjáði mér, að blaðamaður
Þjóðviljans hefði hringt til sín hinn
6. jan. sl. eða daginn áður en for-
síðufréttin birtist. Guðmundur
Þórðarson sagði blaðamanninum,
að Guðm. G. Þórarinsson væri
ekkert í fyrirtækinu, ætti ekkert í
því, en hefði unnið þarna í nokkra
mánuði fyrir að minnsta kosti tveim
árum.
Eftir að hafa fengið þessar upp-
lýsingar birtir Þjóðviljinn forsíðu-
fréttina.
Nú skyldi maður ætla, að þessar
upplýsingar hefðu gefíð tilefni til
þess að kanna málið nánar. Nei.
Þjóðviljann skiptir sannleikurinn
engu máli, ef koma skal höggi á
einstakling.
Rakalausar fullyrðingar um sví-
virðilegustu afbrot eru birtar um
einstakling.
Vill einhver reyna að geta sér til
um tilganginn?
Það er raunalegt fyrir heiðvirt
alþýðufólk að eiga sér slíkt mál-
gagn.
Málsókn
Auðvitað á ég enga leið aðra en
að stefna blaðinu. Það verður að
hnekkja svona rógi með dómi.
Svona skrif eru ekki bara siðlaus,
þau hljóta að vera lögbrot líka.
Það er illa komið, ef blaðamanna-
stéttin telur sér sóma að svona
vinnubrögðum. Reyndar hlýtur sú
stétt manna að verða að fara að
gá að sér. Það er ekki unnt að
meðhöndla æru borgaranna sem
skít á götunum.
Ég mun líka kæra þessi skrif
Þjóðviljans til siðanefndar blaða-
mannafélagsins. Láti hún þetta ekki
til sín taka, verða fleiri en ég undr-
andi.
Þessir menn mega ekki hverfa
svo langt aftur, að þeir séu í beinni
hættu með að fara að ganga á fjór-
um fótum.
Um aðdróttanirnar gegn fyrir-
tækinu get ég ekkert sagt. Ég
einfaldlega þekki málið ekki. Þar
verður sannleikurinn að koma í ljós
og öllum best að fella enga dóma,
fyrr en hann liggur fyrir.
Hitt er mikið umhugsunarefni,
hvernig ríkisfjölmiðill eins og sjón-
varpið hefur meðhöndlað þetta mál.
Sjónvarpið hellir yfír þjóðina
upplýsingum um mál, sem er í
athugun og dómur er nánast felld-
ur, þótt.kæra liggi ekki fyrir.
Ekki meira um það að sinni.
Einhvers staðar segir: „Nýir siðir
með nýjum herrum." En illa er ég
svikinn ef dómgreind íslensku þjóð-
arinnar segir henni ekki að svona
vinnubrögð fela í sér mikla hættu.
Væri ég framkvæmdastjóri
Þýsk-íslenska verslunarfélagsins
mundi ég umsvifalaust krefjast
opinberrar rannsóknar á þessum
fréttaflutningi sjónvarpsins og
heimildum þess. .'.
Höfundur er verkfræðingur og
fyrrverandi alþingismaður.
Afmæliskveðja:
Jóhann G. Benedikts-
son tannlæknir
Kæri Jóhann Gunnar.
Þar sem þú dvelur fjarri ættar-
landi voru á þessum merkisdegi, (9.
jan.), þá vil ég nota tækifærið til
þess að óska þér til hamingju með
70 ára afmælisdaginn.
Ég valdi þann kost að senda þér
þessa kveðju á þennan hátt þar sem
ég hef grun um að hún berist þér
fyrr en ég hefði sent hana með
pósti, og ég veit þú hafðir uppi
óskir um að fá „línuna" senda ekki
sjaldnar en einu sinni í viku.
Ég hirði ekki um að rekja ættar-
tölu þína, enda ertu öllum hnútum
kunnugur þar, en viss er ég um að
æskufélagar og vinir frá Húsavík
hugsa hlýlega til „Gumpa" í dag.
Svo er eflaust um fleiri, því svo
mörgum hefur þú lagt til af lífsvisku
þinni og manngæðum.
Ég el þá ósk í brjósti að ég hafí
ekki brugðist þér er ég, úr hendi
þinni, þá það lófagull er þér þótti
vænst um og ég hef geymt ogreynt
að ávaxta, eftir bestu getu. Á tfm-
um gullbóka og stjörnureikninga tel
ég300%nokkuðgott.
Ég veit ég mæli fyrir munn vina
þinna og ættingja hér heima á Fróni
er ég endurtek heillaóskir þér til
handa á afmælisdegi þínum og óska
þér langra lífdaga og góðrar heim-
komu.
Með bestu kveðjum og þökkum.
Þinn tengdasonur,
Arnar Einarsson.
P.s. Þú kyssir Höllu frá okkur
öllum.
Sami
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40