Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 13. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR17. JANÚAR1986
AP/Sfmamynd
Inn á Miðjarðarhaf
Sovézka beitiskipið „Slava-108" á siglingu
í Bosporussundinu í gær. Skipið, sem hefur
stýriflaugar um borð, sigldi inn á Miðjarð-
arhafið í gær ásamt freigátunni „Krivak-
Ladny-824". Talið er að sigling skipanna
inn á Miðjarðarhaf standi i beinu sambandi
við þá spennu, sem þar hefur verið í fram-
haldi af árásum hryðjuverkamanna á flug-
völlunum í Róm og Vín, en Bandaríkjamenn
hafa sagt þá hafa notið aðstoðar Lfbýu-
manna.
Finnland:
Andsovézk kvik-
mynd bönnuð
Helsingfors, 16. janúar. AP.
KVIKMYNDAEFTIRLITID i Finnlandi hefur bannað nýja finnska
spennukvikmynd. Mynd þessi heitir á ensku „Born Anieriean"
(Fæddur Bandarikjamaður). Heldur finnska kvikmyttdaeftirlilið
því fram, að myndin hafi að geyma allt of mikið ofbeldi og geti
„skaðað samskipti Finnlands við önnur ríki".
Finnskir kvikmyndagagnrýnend-
ur segja, að búast hafi mátt við
því, að kvikmyndin, sem sé greini-
lega „andsovézk", yrði bönnuð í
Finnlandi. Þar breyti engu, þótt
bandariska myndin „Rambo", sem
fmnska myndin hefur að fyrirmynd,
sé lejrfð í Finnlandi.
Tveir ungir Finnar stóðu að gerð
myndarinnar „Fæddur Bandaríkja-
maður", sem kostaði um 2 millj.
dollara. Þeir eru Lauri Harjola,
stjórnandi myndarinnar og Markus
Selin, framleiðandi hennar. Harjola
var í Los Angeles og Selin í Osló
í því skyni að selja sýningarrétt á
myndinni, er kvikmyndaeftirlitið í
Finnlandi bannaði hana á þriðjudag.
Söguþráður myndarinnar er á þá
leið, að þrír ungir Bandaríkjamenn
villast fra Lappahéruðum Finnlands
inn í Sovétríkin, þar sem þeir eru
teknir til fanga af Rauða hernum.
Síðan sleppa þeir og tekst að skjóta
sér leið til frelsins. „Þetta er skot-
hríð frá upphafi til enda," var í dag
haft eftir Ralf Ditor, útgefanda
finnska dagblaðsins Iltalehti, sem
var einn örfárra utan finnska kvik-
myndaeftirlitsins, er séð hðfðu
myndina.
Evrópuríkin njóta
lækkunar olíuverðs
Brussel, 16. janúar. AP.
VERÐLÆKKUN sú á olíu, sem hófst fyrir alvöru fyrir fjórum ártun,
er nú farin að segja til sín í Evrópuríkjum, sem borga loks lægra
verð fyrir þá oliu sem, þau kaupa.
Aðal ástæðan fyrir því að það
er loks nú sem umtalsverð lækkun
á olíuverði á sér stað er gengislækk-
un Bandaríkjadollars að undan-
förnu. Sérfreeðingar segja að olíu-
fatið hafi lækkað að meðaltali um
25% í ríkjum Evrópubandalagsins
frá því í marz, í gjaldmiðli viðkom-
andi ríkis talið, og þeir spá því að
olían eigi eftir að lækka um 35%
til viðbótar á þessu ári.
Verðlækkun þessi á eftir að hafa
gífurleg áhrif á efhahagslíf ríkja
Vestur-Evrópu, að sögn hagfræð-
inga. Bretland og Noregur eru þar
undanskilin, lækkunin mun hafa
öfug áhrif þar vegna minnkandi
tekna af olíuvinnslu í Norðursjón-
um.
Sérfræðingar EB spá því að
dollar eigi eftir að lækka um önnur
10-15% gagnvart evrópskum gjald-
miðlum á þessu ári. Sú skoðun er
GJALDMIÐLA
GENGI
London, 16. janúar. AP.
GULL snarhækkaði i verði í dag,
en Bandaríkjadollar lækkaði.
Þessu ollu bollaleggingar um
vaxtalækkun í Bandaríkjunum f
kjölfar fyrirhugaðs fimmvelda-
fundar i London um helgina.
Hækkaði gullið um 15 dollara
únsan í London og 13 dollara i
Zurich.
Síðdegis í dag kostaði sterlings-
pundið 1,4400 dollara (1,4435), en
að öðru leyti var gengi dollarans
þannig, að fyrir hann. fengust
2,4610 vestur-þýzk mörk i(2.4560),
2,08075 svissneskir frankar
(2,08225), 7,5525 franskir frankar
(7.5625), 1.674,50 ftalskar lírur
(1,681,50), 1.40265 kanadískir
dollarar (1,40675) og 202,39 jen
(202,95).
í London var verð á gulli 361,00
dollarar hver únsa (346,20) en
.360,50 íZQrich (347,50).
reyndar almenn meðal hagfraeð-
inga, enda þótt þeir hafi fátt til að
byggja skoðun sína á.
Olíuverð hefur verið miðað við
dollara og hefur þróun dollars
undanfarin fjögur ár hækkað það
verð, sem Evrópuríkin hafa greitt
fyrir olíu, enda þótt verðlækkun
hafi átt sér stað í dollurum talið.
Áhrifin hafa verið önnur í Banda-
ríkjunum, þar sem olían stórlækkaði
í verði. Þannig hækkaði innkaups-
verð á ol$u um 8% í evrópskum
gjaldmiðlum talið árið 1984, enda
þótt dollar lækkaði þá í verði um
4%, og þótt OPEC-ríkin hafi lækkað
olíuverð um 15% í marz 1983 þá
hækkaði innkaupsverð í Evrópuríkj-
unum um 25% vegna verðhækkunar
á dollar.
Mikil   lækkun   dollara   sfðustu
mánuði hefur hins vegar breytt
þessari þróun til hins betra fyrir
Evrópuríkin, að Bretlandi og Noregi
undanskildum. Þá er bæði spáð
frekari verðlækkun á næstu vikum,
um jafnvel 2-3 dollara fatið, og
einnig verðlækkun á dollara, svo
menn sjá fram á enn betri tíma.
Hagvöxtur muni aukast, verðbólga
minnka, einkaneyzla aukast, og
hægt yrði að leggja grunn að efna-
hagslegri endurreisn.
Veður			
víða um heim			
Lœgst		Hæst	
Akureyri		+4	skýjað
Amsterdam	0	S	skýjað
Aþena	6	16	heiðskfrt
Barcelona		16	léttskýjað
BrQssel	+3	4	heiðskirt
Chlcago	+16	3	skýjað
Dublfn	3	7	skýjað
Feneyjar		2	þoku-
		móða	
Frankfurt	1	7	skýjað
Genf	2	6	rigning
Helsinki	+18	+8	heiðskírt
Hong Kong	16	19	skýjað
Jerúsalem	4	11	skýjað
Kaupmannah.	+3	2	skýjað
Las Palmas		19	skýjað
Lissabon	9	16	heiðskfrt
London	2	6	skýjað
LosAngeles	14	20	skýjað
Lúxemborg		1	haglél
Malaga		71	léttskýjað
Mallorca		14	léttskýjað
Miami	4	20	heiðskirt
Montreal	+16	+16	skýjaö
Moskva	+1	0	skýjað
NewYork	+13	+4	skýjað
Osló	+13	0	skýjað
Parls	4	8	skýjað
Peking	+8	6	heiðskfrt
Reykjavfk		1	úrk. fgr.
RfódeJaneiro  21		36	skýjað
Rómaborg	8	17	heiðskírt
Stokkhólmur	+10	+7	skýjað
Sydney	21	26	rigning
Tókýó	3	6	úrkoma
Vfnarborg	3	12	skýjað
Þórshðfn		+1	skýjað
Svíþjóð;
Fólksflótti hinna ríku skal stöðvað-
ur með hagstæðari skattareglum
Stokkliólmi, 16. janúar. Frá f réttaritara Morgunblaðsins, Erik Lidén.
NÚ Á að koma í veg fyrir flótta þeirra riku frá Svíþjóð - ekki
með þvingunum heldur með hagstæðari skattareglum. Það er
engin önnur en stjórri jafnaðarmanna sjálfra, sem hyggst með
þessum hætti stöðva þennan óæskilega fólksflótta.
Iistinn yfir auðuga Svía, sem
yfirgefið hafa heimaland sitt,
hefur lengst mikið og á síðasta
ári einu saman mátti Kjell-OIof
Feldt fjármálaráðherra sjá á eftir
peningum að fjárhæð 2 milljarðar
s.kr. (um 11 milljarðar ísl. kr.) úr
landi og árið áður hafði þetta fé
numið 3 milljörðum s.kr. (rúml.
16 milljörðum ísl. kr.).
Á þessum lista má finna mörg
þekkt nöfn. IKEA-stofhandinn
Ingvar Kamprad er einn, erfingi
Wallenbergauðæfanna, Peter
Wallenberg, er annar og svo má
lengi halda áfram. Þá hefur það
ekki síður komið sér illa fyrir
stjórnina, að vinsælir listamenn,
eins og meðlimir í ABBA, eða
þekktir atvinnumenn í íþróttum
t.d. allar tennishetjur Svíþjóðar
hafa valið þann kostinn að setjast
að í löndum, þar sem skattalögin
eru þeim vinsamlegri en heima í
Svíþjóð.
Mikil umræða hefur átt sér stað
í Svíþjóð um það, hvað eigi að
gera til þess að fá þetta fólk til
þess að vera þar kyrrt. Ein virk-
asta aðferðin í því skyni er að
margra áliti að gera umbætur
þeim í hag á skattakerfinu og nú
er sænska stjórnin komin á þá
skoðun, að setja verði lagareglur
þar að lútandi til þess að tryggja
það að þetta fólk fari ekki úr
landi.
Það sem úrslitum réð, var atvik,
sem gerðist nú í haust. Þá tit-
kynnti frernur lítið þekktur for-
stjóri, Fredrik Lundberg, sem á
eignir yfir 1 milljarð s.kr. (um 5.5
miUjarða ísl. kr.), að hann sæi sig
tilneyddan af skattaástæðum til
þess að flytjast frá Sviþjoð til
Sviss. Áður hafði systir hans, sem
á eignir að fjárhæð 900 millj.
s.kr., flutzttil Englands.
í stuttu máli er vandamálið
einkum fólgið ( reglunum um
erfðafjárskatt og hlutabréfaskatt.
Til þess að geta greitt erfðafjár-
skattinn verða erfingjar oft að
«elja hlutabréf og yið slika sölu
Leikstjórinn og kvikmynda-
framleiðandinn Ingmar Berg-
man var einn þeirra, sem sáu
sig tílneydda til þess að fara
frá Svfþjóð af skattaástæðum.
er svo skattur lagður á mismuninn
á nafhverði og söluverði. Þetta
þýðir svo, að selja verður enn
fleiri hlutabréf.
Þegar arfleiðandinn hefur verið
aðal hlutabréfaeigandinn í hluta-
félagi kann þetta aftur á móti að
hafa verðlækkun á hlutabréfunum
í för með sér. Sænsku skattaregl-
urnar taka hins vegar ekkert tillit
til slíkrar verðlækkunar. Sú fjár-
hæð, sem skatturinn er reiknaður
af, er verðmæti hutabréfanna á
dánardægri hins látna.
Fyrir ári lézt einn af auðugustu
mönnum Svíþjóðar. Hann lét eftir
sig 300 millj. s.kr., sem voru
fólgnar í hlutabréfum í einu og
sama hlutafélaginu. Dánarbúið
varð gjaldþrota. Eignir þess
nægðu ekki til þess að greiða alla
þá skatta, sem greiða þurfti af
því.
í haust fól Kjell-Olof Feldt fjár-
málaráðherra sérstakri nefnd að
koma hið bráðasta fram með til-
lögur í þessu máli. Þessar tillögur
hafa nú verið lagðar fram og eru
þær á þá leið, að skattar verði
ekki reiknaðir af 100% hluta-
fjárarfsins heldur aðeins af 75%
af honum. Gert er ráð fyrir, að
ríkisstjórnin geri þessar tillögur
að sfnum og að þær verði lagðar
fyrir sænska þingið á þessu ári.
Hvort þetta nægir til þess að
stöðva frekari ftótta auðugs fólks
frá Svíþjóð til annarra landa er
ekki vitað enn, en þeir eru marg-
ir, sem efast um það.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48