Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 14. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986
Stormur í vatnsglasi
Hugleiðing um stjórnarsamstarfið við upphaf árs
eftir Friðrik Sophusson
Þriðjudaginn 14. janúar sl. var í
Staksteinum Morgunblaðsins flall-
að um „ótímabæran kosninga-
skjálfta". Þar segir að ekki hafí
komið fram í áramótagreinum
stjórnmálaforingjanna, að nú væri
tímabært að rjúfa þing og efha til
kosninga. „Einu kosningarnar, sem
stjórnmálaflokkarnir ættu að hafa
hugann við um þessar mundir, eru
sveitarstjórnarkosningar", segir
höfundur Staksteina.
í þessum sömu Staksteinum eru
síðan rifjuð upp viðtöl úr DV við
Þorstein Pálsson formann Sjálf-
stæðisflokksins, Vilhjálm Egilsson
formann SUS, Sigurð Óskarsson
formann Verkalýðsráðs Sjálfstæð-
isflokksins, Þórunni Gestsdóttur
formann Landssambands sjálfstæð-
iskvenna, Pál Pétursson formann
þingflokks framsóknarmanna, Unni
Stefánsdóttur formann Landssam-
bands framsóknarkvenna og Finn
Ingólfsson formann Sambands
ungra framsóknarmanna.
Af tilvitnunum í viðtöl við þetta
fólk dregur höfundur Staksteina þá
ályktun, að það sé „ekki neinn
kosningaskjálfti í forsvarsmönnum
stjórnarflokkanna", þótt Vilhjálmur
Egilsson sé „orðinn óþreyjufullur".
Svona til að undirstrika þetta álit
sitt gefur höfundur Staksteina Al-
freð Þorsteinssyni, formanni Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur, orðið í
lokin með tilvitnun f viðtal við hann
f DV, þar sem hann segir orðrétt:
„Mér finnst þessi taugatitringur,
sem kominn er í stjórnarsamstarfið,
minna á storm í vatnsglasi. Ég
held að þetta tal sé runnið undan
rifjum varaformanns Sjálfstæðis-
flokksins, FViðriks Sophussonar,
sem gjarnan vill ráðherrastól eins
og formaðurinn."
Þar sem bæði DV og Morgun-
blaðið hafa birt þetta viðtal við
formann Framsóknarfélags Reykja-
víkur og hvorugt blaðið hefur séð
ástæðu til að kanna viðhorf mitt
til málsins tel ég rétt að segja frá
því með hvaða hætti ég hef rætt
um stjórnarsamstarfið á fundum á
Ólafsfirði sunnudaginn 12. janúar
og hjá Heimdalli í Reykjavík 13.
janúar eða næstu tvo daga áður en
Staksteinar vitna í viðtal við for-
mann Framsóknarfélags Reykja-
víkur.
Leiðaraskrif Tímans
Gamall draugur í íslenzkum
blaðaheimi, dagblaðið Tíminn, var
vakinn upp um áramótin, þegar NT
lagði niður laupana og var rennt
ofan í gröfina skuldum vafið. Rétt
fyrir jólaleyfi tryggðu þingmenn
vinstri flokkanna blöðum sfnum
verulega fjármuni úr ríkissjóði.
Málgögn þeirra geta því áfram
komið út, þótt almenningur í
landinu vilji ekki kaupa þau inni-
haldsins vegna. Fyrsti flutnings-
maður tillögunnar um aukinn ríkis-
styrk til blaðanna var Páll Péturs-
son, þingflokksformaður Fram-
sóknarflokksins. Og strax eftir ára-
FLISAR
LEIR - MARMARI - GRANÍT
Á GÓLF - VEGGI - ÚTI - INNI
OVæntanlegt mikið úrval af marmara. Pantið t/manlega.
Sérpantanir mögulegar. Komið og skoðið úrvalið.
©Veitum ráðleggingar og útvegum fagmenn og allt sem
þarftilflísalagna.
VÍKURBRAUT SF.
KÁRSNESBRAUT124, KÓP. S: 46044
Af hverju ekki?
Höfum endurbætta og glæsilega veislusali fyrir
öll samkvæmi, 50—70,100—200 manna.
Veislumatur í hæsta gæðaflokki.
Ath.okkarverð.
Upplýsingar í síma 666195.
Útvegum einnig hljómsveit ef óskað er.
Hlégarður.
Friðrik Sophusson
„Aðminnihyggjuer
því fátt, sem bendir til
þess að kosningar til
Alþingis verði á þessu
ári. Sjálfsagt eru árásir
Tímans á Sjálfstæðis-
flokkinn og einstaka
forystumenn hans að-
eins stormur í vatns-
glasi. En um leið er
framsókn að gefa til
kynna að hún sé tilbúin
til að skipta um dans-
herra í næstu syrpu."
mótin kom út 1. tbl. Tímans, sem
Framsóknarflokkurinn og fram-
sóknarfélögin í Reykjavík gefa út.
í fimm af sex fyrstu leiðurum Tím-
ans er fjallað um stjórnmál. Það
er athyglisvert að kynna sér efnis-
innihald leiðara blaðsins, sem
Framsóknarflokkurinn gefur út.
Hinn 4. janúar ber leiðari Tímans
heitið „Hækkun ferðamanna-
skatts". Þar segir orðrétt: „Hækkun
ferðamannaskattsins er skammsýn
ráðstöfun. Það þarf ekki mikla
spekinga til þess að sjá, að nær
hefði verið að lækka skattinn eða
afhema með öllu. Raunar hefði
maður haldið, að það væri í anda
stjórnmálaviðhorfa fjármálaráð-
herrans og formanns Sjálfstæðis-
flokksins, en hann virðist nú vera
að tapa áttum í pólitíkinni." Og síð-
ar segir: „í stað þess að hækka
flugvallarskatt, hefði fjármálaráð-
herra átt að lækka hann eða jafnvel
útvega meira fé til öflugrar kynn-
ingar á landi og þjóð sem áfanga-
stað fyrir ferðamenn. í stað þess
að hækka skattinn hefði fjármála-
ráðherra átt að skila Ferðamálaráði
þeim þrjátíu milljónum, sem gert
er ráð fyrir að hafa af því í láns-
fjárlögum." Svona skrifar Tíminn í
leiðara um aðgerðir, sem ríkisstjórn
og stjórnarflokkar bera sameigin-
lega ábyrgð á. Allir þingmenn
Framsóknarflokksins greiddu at-
kvæði með hækkuninni.
f næsta leiðara Tímans (7. jan.),
sem nefnist „Misbeiting valds" segir
orðétt: „Ekki hefur það farið dult,
að ýmis öfl í Sjálfstæðisflokknum
hafa alla tíð síðan núverandi ríkis-
stjórn var mynduð skipulagt sér-
staka aðför að Lánasjóði ísl. náms-
manna. Framsóknarmenn hafa
þarna verið til varnar og stundum
átt í vök að verjast, en þó tekist
að koma í veg fyrir að íhaldinu
heppnaðist að koma fram áformum
sínum um allsherjar árás á sjóðinn
í því skyni að veikja hann og gera
hann ófæran um að sinna því mikil-
væga hlutverki sem slíkur sjóður
hefur að gegna í nútíma þjóðfélagi
... Hér er um pólitíska ofsókn að
ræða, nánast pólitíska hreinsun eins
og gerist í einræðisríkjum ... Því
verður vart trúað en að þingmenn
annarra flokka sameinist um að
fordæma þannig hugsunarhátt".
Hér er verið að eggja þingmenn
Framsóknarflokksins lögeggjan
gegn menntamálaráðherra. Fram-
sóknarmenn meðal umbótasinnaðra
stúdenta hafa þegar hlýtt kallinu
og stofnað til samstarfs við vinstri
menn. Ekkert er minnst á það að
þingmenn Framsóknarflokksins
stóðu að skerðingu framlaga til
Lánasjóðsins.
Daginn eftir, hinn 8. janúar,
heggur leiðarahöfundur Tímans enn
í sama knérunn, brigzlar mennta-
málaráðherra um að bjóða mútur
og segir: „í þessu máli er nauðsyn-
legt að félagshyggjumenn séu vel
á verði, ekki sízt framsóknarmenn,
sem svo oft og lengi hafa haft
forgöngu fyrir eflingu sjóðsins."
Næsta dag, hinn 9. janúar, er til
tilbreytingar ráðizt á Davíð Odds-
son borgarstjóra fyrir þá einræðis-
legu ákvörðun meirihlutans að hafa
strætisvagna í Reykjavík gula, „án
þess að spyrja kóng eða prest".
Ekki er þess getið hvorum hópnum
Kristján Benediktsson tilheyrir.
Þar næsta dag, hinn 10. janúar,
er í leiðara Tímans vitnáð til ára-
mótagreinar Ingvars Gíslasonar
fyrrverandi ráðherra Framsóknar-
flokksins undir nafninu „Félags-
hyggjumenn standi saman". Leið-
arahöfundurinn segir m.a.: „Ingvar
leggur áherslu á að efling félags-
hyggju sé alger þjóðarnauðsyn og
viðnám gegn markaðshyggjunni,
sem ranglega er nefnd frjálshyggju-
stefna, sé í rauninni brýnast allra
praktískra viðfangsefna í íslenskri
pólitík ... Tíminn tekur undir þessi
orð Ingvars Gíslasonar, alþingis-
manns og fyrrverandi menntamála-
ráðherra. Full þörf er á því að þeir
aðilar sem ekki trúa blint á mark-
aðshyggju hægri aflanna standi
saman í baráttu fyrir þyí þjóðfélagi
sem þeir vilja skapa." Á sama tíma
og Framsóknarflokkurinn er í
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
er það „alger þjóðarnauðsyn" og
„brýnast allra praktfskra viðfangs-
efha" að vinna gegn frjálshyggj-
unni.
Þessi dæmi úr leiðaraskrifum
Tímans, sem Framsóknarfélag Al-
freðs Þorsteinssonar gefur út, eru
ekki valin af handahófí heldur eru
þau tekin úr 5 af 6 fyrstu leiðurum
blaðsins eftir að það var vakið upp
í byrjun árs.
Framsóknarflokkurinn
í stjórnarsamstarfi
í 15 ár hefur Framsóknarflokk-
urinn valið sér það hlutverk í ís-
lenzkum stjórnmálum að sitja í rík-
isstjórn, hvað sem tautar og raular.
Nokkuð hefur borið á þreytu innan
flokksins með þessa afstöðu og
sumir ungir framsóknarmenn telja,
að kominn sé tími til að þjóðin hvíli
Framsóknarflokkinn um stund, hlífi
honum við stjórnarsetu og sendi
hann 5 endurhæfíngu a.m.k. eitt
kjörtímabil. Aðferðin, sem fram-
sóknarmenn nota til þrásetu í ríkis-
stjórnum, er einföld. Þegar líða
tekur á kjörtímabil^ breyta þeir
málflutningi sínum. í stjórnarsam-
starfí við vinstri flokka verða þeir
í orði kveðnu frjálslyndir, en í
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
tekur félagshyggjan völdin, þegar
líður frá stjórnarmyndun. Nú er
einmitt sá tími kominn. Efling fé-
lagshyggju gegn Frjálshyggju er
brýnasta hagsmunamálið sam-
kvæmt dagskipun Tímans. Það er
einmitt þetta hverflyndi, sem gerir
það að verkum, að sjaldnast hvarfl-
ar að öðrum flokkum að endurnýja
stjórnarsamstarf við Framsóknar-
flokkinn.
Vilhjálmur Egilsson formaður
SUS segir í viðtali við DV, að „ríkis-
stjórnin hefði átt að leita eftir nýju
umboði fyrir löngu og á að gera
það". Frá mínum bæjardyrum er
útilokað að núverandi ríkisstjórn
leiti sem slík eftir nýju umboði af
þeim ástæðum, sem ég hef hér
rakið. Á bak við tjöldin virðist fram-
sóknarkórinn vera byrjaður að æfa
gamla flokkssönginn: „Allt er betra
en íhaldið."
Hvenær verða Alþingis-
kosningar?
Það er deginum ljósara, að ríkis-
stjórnin þarf að ná betri tökum á
efhahagsstjórninni. Erlendar skuld-
ir hafa aukízt, ríkissjóður er rekinn
með halla og verðbólgan vex. Til
að hægt sé að takast á við þessi
vandamál og styrkja stöðu atvinnu-
veganna þarf tvennt að gerast í
senn. Annars vegar verðum við að
gera kerfísbreytingar á opinberum
rekstri og draga þannig úr ríkisút-
gjöldum. Niðurskurður fjárfesting-
ar og „flatur sparnaður" duga ekki
lengur sem aðgerðir í þeim efnum.
Hins vegar verður að samræma
leikreglur á lánamarkaðinum,
þannig að bankar og verðbréfa-
markaður keppi í eðlilegri sam-
keppni. Meira frelsi í vaxtamálum
eflir sparnað, lækkar hæstu vexti,
útrýmir okri, stuðlar að arðsemi í
fjárfestingum og bætir þannig lífs-
kjörin.
Á næstu mánuðum kemur í ljós,
hvort Framsóknarflokkurinn er til-
búinn til að skapa skilyrði fyrir
jafnvægi í efnahagsmálum á grund-
velli þessara leiða. Engin ástæða
er til þess á þessu stigi að efast
um vilja framsóknarmanna, þrátt
fyrir leiðaraskrif Tímans. Af minni
hyggju er þvf fátt, sem bendir til
þess að kosningar til Alþingis verði
á þessu ári. Sjálfsagt eru árásir
Tímans á Sjálfstæðisflokkinn og
einstaka forystumenn hans aðeins
stormur í vatnsglasi. En um leið
er framsókn að gefa til kynna að
hún sé tilbúin til að skipta um
dansherra í næstu syrpu.
Hafí Framsóknarflokkurinn hins
vegar ekki áhuga á því að ná ár-
angri í efnahagsmálum, hlýtur
Sjálfstæðisflokkurinn að endur-
skoða afstöðu sina til stjórnarsam-
starfsins. Slíkar vangaveltur eru
ekki tímabærar nú fremur en veður-
fregnir af stormi í vatnsglasi.
Sveitarstjórnar-
kosningar
„Einu kosningarnar, sem stjórn-
málaflokkarnir ættu að hafa hug-
ann við um þessar mundir, eru
sveitarstjómarkosningar." Undir
þessi orð Staksteinahöfundar get ég
tekið. Staða Sjálfstæðisflokksins er
sterk í sveitarstjórnarmálum. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur ávallt lagt
áherzlu á sem mest sjálfsforræði
sveitarfélaga. Ríkisstjórnin náði í
upphafi verðbólgunni verulega nið-
ur og tryggði þannig verðgildi
tekjustofna sveitarfélaga. í fram-
haldi af því hætti ríkisstjórnin af-
skiptum af gjaldskrám þjónustufyr-
irtækja sveitarfélaga. Sveitar-
stjórnirnar hafa nú einar ákvörðun-
arréttinn.
Undir stjórn Davíðs Oddssonar
borgarstjóra og meirihluta sjálf-
stæðismanna í Reykjavík er hægt
að vera bjartsýnn. Sigurvissa er þó
varhugaverð og getur leitt til kæru-
leysis. Langt út fyrir flokksraðir
sjálfstæðismanna heyrist enn, að
slysið frá árinu 1978 megi ekki
endurtaka sig. Misheppnuð sam-
stjórn vinstri flokkanna á sl. kjör-
tímabili er víti til varnaðar.
Það er von mín og vissa, að í
kosningum í vor vinni Sjálfstæðis-
flokkurinn sigur grundvallaðan á
góðu starfi þeirra fjölmörgu sjálf-
stæðismanna, sem sitja í sveitar-
stjórnum fyrir flokkinn um allt land
og hafa lagt sig fram við að styrkja
og bæta hag byggðanna hver á sín-
um stað. Góður sigur Sjálfstæðis-
flokksins í sveitarstjórnarkosning-
unum er ekki einungis æskilegur út
frá hagsmunum byggðarlaganna
heldur einnig hvatning til okkar,
sem störfum fyrir flokkinn að Iands-
málunum, að standa okkur betur.
Ilöfuudur er varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48