Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 14. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986
BORGARSTJÓRN:
Deiliskipulag flugvall-
arsvæðisins samþykkt
Yf irlitsteikning af deiliskipulagi
fyrir Reykjavíkurf lugvöll. a. ný
flugstöð, b. fyrirhugað flug-
minjasafn, c. aðalskrifstofur
Flugleiða. Sjá má ennfremur á
teikningunni fyrirhugaða leng-
ingu flughrautar f vestur að
Skerjafirði.
DEILISKIPULAG fiugvallarsvæðisins í Reykjavík var
samþykkt á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld með at-
kvæðum meirihlutans og fuiltrúa Alþýðuflokks og
Framsóknarflokks. Fulltrúar Alþýðubandalags og
Kvennaframbos greiddu atkvæði gegn tillögunní.
í máli Álfheiðar Ingadóttur,  trúa Framsóknarflokksins að gerð-
borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins,
kom fram að mótrökin fyrir stað-
setningu flugvallar í Vatnsmýrinni
væru næg. Augljós slysahætta og
hávaðamengun og miklar skorður
við nýtingu lands í nágrenni flug-
vallarins ásamt fleiri atriðum komi
þar til. Ljóst væri að hagsmunir
flugmálayfirvalda hefðu verið tekn-
ir fram yfir hagsmuni borgarbúa.
Þessar dýru framkvæmdir gerðu
það að verkum, að ómögulegt yrði
að færa flugvölíinn í næstu framtíð.
Skoða þurfi einnig ýmsar hliðar
þessa máls betur ofan í kjölinn.
Magdalena Schram (Kf.) taldi líkt
og Álfheiður að hagsmunir flug-
rekstrarins væru hafðir í fyrirrúmi.
Vitnaði hún í skýrslu Þróunarstofn-
unar og borgarinnar og sagði, að
þar kæmi fram, að flugvöllurinn
stæði í vegi fyrir eðlilegri þróun í
nágrenninu og ef einungis væri
tekið tillit til fjárhagslegu hliðarinn-
ar, sé hagkvæmt að flytja flugvöll-
inn. Kvennaframboðið íagði fram
tillögu, þar sem m.a. var mælt með
að fengið yrði álit „óvilhallra" aðila
á þeirri hættu sem rekstur flugvall-
ar í Vatnsmýrinni hefur fyrir borg-
arbúa. Ákvörðun um deiliskipulagið
yrði frestað, þar til þetta álit lægi
fyrír. Hlaut tillagan einungis stuðn-
ing Alþýðubandalags og Kvenna-
framboðs.
Sigurður E. Guðmundsson (A)
sagðist vera fylgjandi tillögunni og
taldi að unnið hafi verið vel í þessum
málum. Þó benti hann á, að huga
þyrfti betur að aðstöðu fyrir innlent
og erlent einkaflug. Koma þyrfti
upp aðlaðandi aðstöðu fyrír erlenda
ferjuflugmenn. Þannig væri hægt
að efla vissa atvinnugrein í sam-
bandi við þjónustu við þessa hópa.
Sigurður sagði ennfremur í ræðu
sinni, að staðsetning Oliufélagsins
Skeljungs í Skerjafirði væri óhent-
ug vegna slysahættu.
Kristján Benediktsson (F)
sagðist f meginatriðum vera sam-
mála fyrirliggjandi deiliskipulagi.
Ennfremur kom fram í bókun full-
ar hafi verið athuganir á því að
færa flugvöllinn, t.d. á Álftanes, f
Gálgahraun eða suður í Kapellu-
hraun, en þeim hafi öllum lyktað
með niðurstöðu til stuðnings núver-
andi flugvallarsvæði.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S)
formaður skipulagsnefndar sagði í
ræðu sinni, að athyglisvert væri,
að Alþýðubandalagið hefði verið í
forystu í skipulagsnefnd í tíð vinstri
meirihlutans (1978—1982). Ekkert
hefði þó verið gert í þessum málum.
Þann 9. október 1978 hefði skipu-
lagsnefnd þó samþykkt tiilögu
borgarverkfræðings um að tillaga
að aðalskipulagi Reykjavfkurflug-
vallar yrði send skipulagsstjóra rík-
isins. Þau drög, sem þá lágu
frammi, hafl í meginatriðum verið
þau sömu og nú væri fjallað um.
Benti Vilhjálmur ennfremur á að
erlendir skipulagsfræðingar, sem
nýlega komu til landsins, hafi óskað
Reykvfkingum til hamingju með að
hafa flugvöll í nágrenni byggðar.
Að þessu sé stefnt erlendis vegna
aukinnar tækni m.a. hvað aukið
öryggi og minni hljóðmengun varð-
ar. Vegna gagnrýninnar á að flug-
málayfirvöld eða flugrekstur ráði
ferðinni benti Vilhjálmur á, að S tíð
vinstri meirihlutans hafi skipulags-
vinna verið í höndum flugmála-
stjóra, en nú sé þetta undir stjórn
borgarskipulags.
Páll Gíslason (S) vakti máls á
því, að það væri einkennileg þver-
stæða í málflutnmgi Alþýðubanda-
lags og Kvennaframboðs, þegar
fulltrúar flokkanna teldu of mikla
áhættu tekna f atvinnumálum með
stofnun Granda hf. en vildu svo,
að Reykjavfkurflugvöllur hyrfi úr
höfuðborginni.  Nokkur  hundruð
manna störfuðu á flugvellinum.
Albert Guðmundsson (S) lagði
fram tillögu á fundinum þar sem
algjört bann er lagt við allri umferð
þotuflugvéla um svæðið, nema í
neyðartilfellum. Var samþykkt að
vísa tillögunni til borgarráðs.
Fyrirhugaðar framkvæmd
ir á Reykjavíkurflugvelli
í SAMÞYKKTU deiliskipulagi
Reykjavíkurflugvallar kemur
in.a. fram að helstu mannvirki
sem gert er ráð fyrir að rísi séu
flugstöð, flugminjasafn og hús
fyrir Flugbjörgunarsveitina. í
flugstöðinni sjálfri eru stórt
flugskýli og þjónustu- og verk-
stæðisbyggingar á milli austur-
enda og vesturenda brautarinnar
og Nauthólsvfkur. Flugminjasaf-
nið verður norðaustan við skrif-
sí.ofubyggingu Flugleiða. Hús
fyrir     Flugbjörgunarsveitina
verður norðvestan við núverandi
„Löngu tímabært að byggja flugstöð"
VilhjálmurÞ.Vil-
hjálmsson í ræðu á
borgarstjórnarfundi
„ÞAÐ er kominn tími til að taka
með f estu á þessum málum. Það
er löngu tímabært að byggja
flugstöð á Reykjavfkurflugvelli
og það gerist ekki nema deili-
skipulagið verði staðfest," sagði
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S),
formaður skipulagsnefndar, f
ræðu á borgarsrjórnarfundi í
fyrrakvðld.
Vilhjálmur sagði ennfremun
„Það er augljóst, að skortur á
samþykktu skipulagi fyrir flug-
vallarsvæðið, ekki sist deiliskipu-
lagi, hefur skapað mikið óvissu-
ástand um margs konar starf-
rækslu á flugvallarsvæðinu og um
einstakar byggingaframkvæmdir
á þeim árum, sem liðið hafa sfðan
flugvöllurinn var gerður. Skortur
á staðfestu aðalskipulagi og deili-
skipulagi og óviss lóðarmörk flug-
vallarins hafa valdið því, að ýmsar
verkstæðis- og þjónustubygging-
Grunnmynd 1. hæðar af fyrirhugaðri flugstöðvarbyggingu.
ar haf a verið byggðar án þess að
heildarskipulag lægi fyrir. Margs
konar flugstarfsemi hefur tekið
sér bólfestu f skúrum og bröggum
á svæðinu."
í lok ræðu sinnar sagði Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson m.a.:
„LJóst er, að það eru verulegir
hagsmunir  fyrir  Reykjavík  að
flugvöllur fyrir innanlandsflug
verði áfram innan borgarlandsins.
Á annað þúsund manns vinna við
rekstur flugvallarins, flugrekstur
og flugþjónustu í Reykjavík. Það
myndi vafalaust hafa afdrifaríkar
afleiðingar fyrir atvinnulífið f
Reykjavík, ef flugvöUurinn yrði
ekki áfram f borginni. Þvf má
heldur ekki gleyma, að Reykjavfk
gegnir því hlutverki að vera mið-
stöð samgangna landsins og aðal-
vettvangur stjórnsýslu og margs
konar þjónustu. Staðsetning flug-
vallar, sem þjónar innanlands-
flugi, hefur f þessu sambandi
verulega þýðingu fyrir höfuð-
borgina."
flugstöð.
Kostnaðaráætlun vegna flug-
stöðvarinnar nemur rúmum 235
milljónum króna. Þar af er reiknað
með, að flugstöðvarbyggingin kosti
rúmar 118 milljónir og aðkomu-
brautir og vegir rúmar 96 milljónir.
Með hliðsjón' af talningu og
umferðarspá var ákveðið að miða
stærð flugstöðvarinnar við, að
500.000 farþegar færu um hana
árlega og að 500 manns væru
samtímis í afgreiðslu og biðsölum.
LJóst er, að nokkur aukning verður
á starfsfólki vegna stækkunarinnar.
Núverandi flugbrautir eru þrjár.
Það er norður-suðurbraut, austur-
vesturbraut og norð-austur-
suðvesturbraut. í tillögunum kemur
fram, að æskilegt sé að lengja
austur-vesturbrautina. Verulega
umferð á norður-suðurbraut væri
þá hægt að flytja á lengdu brautina
og þar með fækka flugtökum til
norðurs yfir miðborgina. Er unnt
að lengja austur-vesturbrautina um
'300 metra út f Skerjafjörð, þ.e. f
vestur. Um hávaðamengun við flug-
völlinn segir í greinargerð með til-
llögunum að áður fyrr hafi verulega
Iverið kvartað undan hávaða frá
flugvellinum. Var það fyrst og
fremst á meðan utanlandsflugið var
þar frá vellinum og hann var opinn
allan sólarhringinn. Sfðan hafi orðið
breytingar. AÍÍt utanlandsflug er
flutt burt, fyrir utan Grænlandsflug
og Færeyjaflug og flugvöllurinn er
lokaður milli kl. 23.00—7.00. Einu
kvartanirnar sem nú berist séu
vegna F-27 véla Flugleiða svo og
vegna einkaflugs.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48