Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 14. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR 1986
25
Hermdarverk og vamarbúnaður lögreglu:
Ábyrgðárhluti að vera ekki
vel á verði og taka áhættu
Gylfi Geirsson, starfsmaður
Landhelgisgæslunnar, og -
Arnór Sigurjónsson, varnar-
málafulltrúi i utanríkisráðu-
ney tinu, eru einu íslending-
arnir sem lœrt hafa nútíma-
aðferðir við að gera
sprengjur óvirkar.
Rætt við sprengjusérfræðingana
Arnór Sig-urjónsson og Gylf a Geirsson
ÍSLENSK yfirvöld hafa ekki haft í fórum sínum þann
búnað, sem nauðsynlegt er talið erlendis að lögregla
ráði yfir, í því skyni að gera sprengjur óvirkar. Á
miðvikudaginn fékk Landhelgisgæslan þó vökvabyssu
í hendur, en það er sams konar vopn og bandarískir
varnarliðsmenn lögðu til við Oddfellow-húsið í Reykja-
vík sl. fimmtudagskvöld, þegar grunur lék á því að
sprengju hefði verið komið þar fyrir.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti að máli þá Arnór Sigurjónsson,
varnarmálafulltrúa f utanríkisráðu-
neytinu, og Gylfa Geirsson, starfs-
mann Landhelgisgæslunnar, en þeir
eru einu íslendingarnir, sem lært
hafa sérstaklega nútfmaaðferðir við
að gera sprengjur óvirkar. Það nám
stunduðu þeir hvor f sfnu lagi hjá
breska landhernum 1983 og 1984,
en her og lögregla á Bretlandseyj-
um hafa mikla reynslu á þesssu
sviði vegna viðureignar við hermd-
arverkamenn írska lýðveldishersins
(IRA).
Talinu var fyrst vikið að atvikinu
við Oddfellow-húsið. Þar hafði verið
komið fyrir eftirlfkingu af sprengju,
þremur sílvalningum með tíma-
verki, og eftir að lögregla hafði
kallað á þá Arnór og Gylfa til að
lfta á búnaðinn, var það mat þeirra
að um sprengju gæti verið að ræða
og nauðsynlegt að bregðast við i
samræmi við það. „Sprengja er
einfaldlega kveikjubúnaður og
sprengiefni, en útfærslur á sam-
setningu slfkra hluta eru mjög
margar," sögðu þeir. „Við þekkjum
samsetningu margra verksmiðju-
framleiddra sprengja, en sprengjur
hermdarverkamanna eru heimatil-
búnar og ekkert fyrirfram hægt að
segja um það hvernig þær eru
gerðar eða hversu öflugt sprengi-
efnið er. Þess vegna verður að fara
með sérstakri gát þegar reynt er
að gera þær óvirkar."
Arnór og Gylfi sögðu að fyrstu
viðbrögð lögreglu þegar grunur léki
á að sprengju hefði verið komið
fyrir væri að flytja fólk f nágrenni
hennar á brott og loka sfðan að-
komuleiðum. „Það eru mannslífin,
sem eru mikilvægust, og ef við
mögulega getum ráðumst við ekki
til atlögu við sprengjuna fyrr en
vitum að fólk er úr hættu."
Til að gera sprengjur óvirkar eru
einkum tvær aðferðir notaðar.
Önnur þeirra felst f þvf að að
sprengjusérfræðingur gengur að
sprengjunni og eyðileggur hana
með handverkfærum. Hin aðferðin,
r3o<		W .¦ •*• «       '  *¦            *'"]	
	r¥;C* ^^* ^*		f l
*		[  ***>  *»¦¦--. m	
			
Fjarstýrt vélmenni með vökvabyssu, sem notuð er til að gera sprengj-
ur óvirkar, athafnar sig á skrifstofu.
Hlífðarfatnaður sprengjusér-
fræðings. Búningurinn er
sprengjuheldur og eldvarinn.
sem nú er algengust, byggir á meiri
tækni. Annað hvort kemur sérfræð-
ingurinn að sprengjunni og gerír
hana óvirka með þvf að skjóta á
hana eða umbúðir hennar úr vökva-
byssu, eða fjarstýrt vélmenni er
sent með slfka byssu að sprengj-
unni. „Það leikur enginn vafi á
því að seinni aðferðin er öruggarí,
ekki síst, þegar vélmenni er notað,
enda er lffi sprengjufræðinga þá
síður stofnað f hættu," sögðu Arnór
og Gylfi. í Bretlandi, þar sem þeir
hlutu þjálfun, eru fjarstýrð vél-
menni ætfð notuð þegar sprengjur
eru gerðar óvirkar, ef á annað borð
er unnt að koma þvf við, og hefur
það bjargað mannslffum.
Varnarliðsmenn lögðu til vökva-
byssu sem notuð var er fengist var
við gervisprengjuna við Oddfellow-
húsið, en þeir hafa hins vegar ekki
yfir vélmenni að ráða. Vökvabyssan
er einfaldlega sérstök tegund af
skotvopni, sem fyllt er vatni, sem
skotið er á sprengjuna eða umbúðir
hennar af ógnarkrafti og gerir hana
óvirka á augabragði. Þegar notast
er við fjarstýrt vélmenni, eins og
meðfylgjandi mynd sýnir (I), er
m.a. unnt að láta vélmennið taka
röntgenmyndir af því sem fengist
er við og framkalla þær á staðnum.
en þær gefa síðan upplýsingar um
það hvers konar sprengja er á ferð-
inni, eða hvort um sprengju sé að
ræða. Vélmenhinu er stjórnað með
aðstoð sjónvarpsmyndavélar, sem
hægt er að snúa f allar áttir og
skoða þannig umhverfið. Venjuleg-
ur vopnabúnaður vélmennisins er
tvær vökvabyssur og sjálfvirk
haglabyssa, en haglabyssuna er
einnig hægt að nota til að ryðja
vélmenni leið inn um lokaða hurð.
Kostur þess að nota vélmenni með
sínum búnaði verður því vart of-
metinn að sögn þeirra Arnórs og
Gylfa.          n
Til frekari öryggis er nauðsyn-
legt að sprengjusérfræðingar klæð-
ist sérstökum hlffnaðarfatnaði við
störf sfn, en búningurínn, sem sést
á meðfylgjandi mynd (II) og Bretar
Morgunbla&ið/Bjarni
nota, er sprengjuheldur og eldvar-
inn. Enn fremur telja Amór og
Gylfi æskilegt að fyrir hendi séu
sérþjálfaðir sprengjuleitarhundar
og tæki, sem skynja sprengiefni.
Ekkert af þessu er í eigu fslensku
lögreglunnar. Aðeins vökvabyssan
er komin til Landhelgisgæsiunnar,
þar sem Gylfi starfar. Sú spurning
vaknar þvf hvað öryggisbúnaður a£,
•því tagi, sem hér hefur lýst, kostar.
Arnór og Gylfi sögðu að allur nauð-
synlegasti búnaðurínn kostaði lfk-
lega ekki meira en um tvær milljón-
ir íslenskra króna.
Enda þótt tækjabúnaður hafi
ekki verið fyrir hendi hafa þeir
Arnór og Gylfi efnt til námskeiða
fyrir yfirmenn í lögreglunni á
Reykjavfkursvæðinu og úti á landi,
þar sem farið er yfír það hvernig
bregðast á við því þegar tilkynnt
er um sprengjur og hafa nokkrir
tugir lögreglumanna þegar sótt
þau. Þeir teíja að námskeiðin hafi
skilað ágætum árangri, og sjáist
það t.d. á skipulegum viðbrögðum
lögreglunnar í Reykjavík, þegaec,
tilkynnt var um sprengju við Odd-
fellow-húsið. „Þar var nákvæmlega
farið eftir settum reglum og mjög
vel unnið, enda getum við ekki leyft
okkur neina lét.túð f þessum efnum
nú á tfmum. Hryðjuverk hafa verið
unnin í grennd við okkur og jafnvel
Norðurlöndin hafa ekki sloppið á
undanförnum tveimur til þremur
árum. Það er því ábyrgðarhluti að
vera ekki vel á verði og taka
áhættu," sögðu þeir Arnór Sigur-
jónsson og Gylfi Geirsson.
leg til fjár
að sigra
3a og
verða
auna-
gsog
snina.
>a t.d.
krón-
ið var
lúver-
íeppi-
Hrafn hefur falið fyrirtækinu
Hugmynd að gera kostnaðar- og
tekjuáætlun, sem hann mun sfðan
leggja fyrir útvarpsráð 25. janúar
nk. ásamt annarri tilhögun söngva-
keppninnar f heild sinni. „Ég geri
ráð fyrir að koma hallalaus út úr
þessu ævintýri eða f gróða þar sem
auglýsingar koma til með að bera
mikinn hluta kostnaðarins. Það er
mjög óraunhæft að tala um hversu
mikið keppnin muni kosta okkur
heldur verður að leitast við að svara
því hver ávinningurinn af slíkri
Hrafn Gunnlaugsson, dagskráratjóri innlendrar dagskrár sjónvarps,
á blaðamannafundi i gær.
keppni verði þar sem landkynning-
arþátturinn er ómetanlegur til fjár
en um 600 milljónir áhorfenda
koma til með að sjá keppnina. Sf
og æ er verið að tala um að flytja
út íslenskt hugvit og hef ég þá trú
að listamenn geti helst látið þann
draum okkar rætast," sagði Hrafn.
Fyrst auglýsti sjónvarpið eftir
lögum 30. nóvember sl. og hefur
skilafrestur verið framlengdur til
25. janúar. Þó nokkuð af lögum
hefur þegar borist. Algjör nafn-
leynd ríkir viðvfkjandi höfundi lag-
anna. Þriggja manna dómnefhd
verður skipuð af innlendri dag-
skrárdeild sem velur tíu lög til
keppni í undanúrslitum. Tveir út-
setjarar verða ráðnir og færa þeir
þessi lög f þann búning sem best
hæfir hverju þeirra. Lögin tfu verða
hljóðrituð til kynningar m.a. á rás
2 auk þess sem þau verða myndrit-
uð f einföldum búningi til kynningar
í sjónvarpi. Lögin tíu má kynna
almenningi með hlutlausum flutn-
ingi á rás 2. Þó má engin atkvæða-
greiðsla fara fram á lögunum. Sfðan
í beinni útsendingu þann 15. mars
nk. verður verðlaunalagið — fram-
lag íslands til Evrópusöngvakeppn-
innar — valið af fimm manna dóm-
nefnd: einn fulltrúi frá SATT, einn
frá Félagi hljómplðtuútgefenda,
einn frá Félagi tónskálda og texta-
höfunda og tveir skipaðir af inn-
lendri dagskrárgerð sjónvarpsins.
Verðlaunalagið þarf að hafa
borist í enskri og franskri þýðingu
með endanlegri útsetningu lagsins
til Bergen fyrir 8. apríl nk. Þá á
að vera búið að gera hljómplötu til
kynningar auk myndbands með
réttum flytjendum til kynningar f
sjónvarpsstöðvum. Um miðjan apríl
þurfa myndbönd með lögum allra
þátttökuþjóðanna að hafa borist til
BBC og er þeim dreift þaðan. Þátt-
tökustöðvum er heimilt að senda
lögin út til kynningar í tveimur eða
fleiri sjónvarpsdagskrám fyrir
keppnina laugardaginn 3. maf.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48