Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 14. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986
Alþjóðleg bænavika
18.—25.janúar
Samstarfsnefnd kristinna trúf élaga á íslandi stendur að undir-
búningi Alþjóðlegu bænavikunnar hér á landi en hún verður haldin
18.—25. janúar. Bænavikan ber að þessu sinni yfirskriftina „Þér
munuð vera vottar niínir".
í ávarpi samkirkjulegrar undir-
búningsnefndar á vegum Alkirkju-
ráðsins segir meðal annars: „Krist-
ur sendir lærisveina sína í heiminn
til þess að bera honum og frelsandi
starfi hans vitni í orðum og at-
höfhum." Einn liður í þessu er að
kristnir söfnuðir heimsæki hverjir
aðra og taki þátt í guðsþjónustum
hver annars þessa viku, segir í frétt
frá nefndinni.
í Reykjavík hefst bænavikan á
morgun, sunnudag, kl. 11.00 í
Dómkirkjunni. Samkomur verða kl.
20.30 miðvikudag í Kristskirkju,
Landakoti, fimmtudagf Hjálpræðis-
hernum, föstudag Aðventkirkjunni,
laugardag Fíladelfíu, en bænavik-
unni lýkur með guðsþjónustu í
Grensáskirkju sunnudaginn 26.
janúarkl. 14.00.
Á Akureyri hefst vikan að þessu
sinni með guðsþjónustu í Glerár-
skóla á morgun, sunnudag, klukkan
14. Þar prédikar sr. Ágúst Eyjólfs-
son prestur katólskra. Æskulýðskór
Hjálpræðishersins, Hvítasunnukór-
inn og Kirkjukór Lögmannshlíðar-
sóknar syngja.
Á mánudagskvöld verður sam-
koma á Hjálpræðishernum klukkan
20.30. Ræðumaður verður major
Kolbjörn Enguy. Æskulýðskórinn
og Hvítasunnukórinn syngja.
Á miðvikudagskvöld klukkan
20.30 verður samkoma í Katólsku
kirkjunni. Ræðumaður verður sr.
Birgir Snæbjörnsson. Anna Júlíana
Þórólfsdóttir syngur einsöng.
Á fimmtudagskvöld verður sam-
koma í Hvítasunnukirkjunni. Ræðu-
maður verður sr. Pálmi Matthfas-
son. Skúli Torfason tannlæknir sýn-
ir myndir frá landinu helga. Hvíta-
sunnukórinn og Kirkjukór Lög-
mannshlíðarsóknar syngja.
Bænavikunni lýkur sfðan með
guðsþjónustu í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 26. janúar klukkan
14.00. Þar er ræðumaður lautenant
Paul Willam Marti. Kirkjukór Akur-
eyrarkirkju syngur.
Á öllum samverunum annast
fulltrúar trúfélaganna lestur úr
ritningunni.
Mor-Kunblaðið/RAX
Á myndinni eru, talið frá vinstrí: Erla Þórðardóttir gjaldkeri, Ragn-
heiður Ágústsdóttir meðstjómandi, Birna Flygenríng og Guðmundur
Egílsson sem tók við styrk Bryndisar Guðmundsdóttur, Þórey Guð-
mundsdóttir formaður og Ólöf Knudsen ritari.
Námsstyrkjum úthlutað
tíl háskólakvenna
NÁMSSTYRK félags háskóla-
kvenna og kvenstúdenta var út-
hlutað 10. janúar sl., en eitt af
markmiðum félagsins er að
styrkja konur til framhaldsnáms.
Styrk hlutu að þessu sinni Birna
Plygenring til framhaldsnáms í
hjúkrunarfræðum og Bryndís Guð-
mundsdóttir til náms í talmeina-
fræðum.
Vinsældalisti rásar 2:
Hjálpum þeim enn í 1. sæti
HJÁLPUM þeim, lag íslensku
hjálparsveitarinnar, er enn í
fyrsta sæti á vinsældarlista rás-
ar tvö, 6. vikuna í röð. Það
hefur aldrei áður gerst að sama
lagið hafi trjónað svo lengi f
fyrsta sæti listans. Listinn sem
valinn var á fimmtudaginn er
sem hér segi r:
1.  (1) Hjálpum þeim___ís-
lenska hjálparsveitin
2. (4) Gaggó Vest ... Gunnar
Þórðarson
3. (2) Allur lurkum laminn___
Bubbi Morthens
4. (3) In the Heat of the Night
... Sandra
5. (6) Segðu mér satt... Stuð-
menn
6.  (7) Sentimental Eyes ...
Rickshaw
7.  (9) Brothers In Arms ...
Dire Strait
8.  (5) Fegurðardrottning ...
Ragnhildur Gfsladóttir
9. (8) Saving AIl My Love for
You... Whitney Houston
10. (15) Gull... Gunnar Þórð-
arson
7A. Hánsehl
Haf nf iröingar og
Jón Rafn (jr.) leikur og syngur
Ijúflingslög fyrir matargesti á
veitingahúsinu A. Hansen
laugardagskvöld 18. janúar.
ALLIR ÁVALLT VELKOMNIR.
Myndin er tekin er hljómplöturnar voru kynntar blaðamönmim
í enda nðvember. Frá vinstri eru: Þorkell Sigurbjörnsson formað-
ur Tónskáldafélags íslands, Hjálmar H. Ragnarsson fulltrúi
stjórnar íslenskrar tónverkamiðstöðvar, Karolína Eiríksdóttir
fulltrúi stjórnar íslenskrar tónverkamiðstöðvar, Hðrður Vil-
hjáhnsson fjármálastjóri Ríkisútvarpsins og Viðar Gunnarsson
fulltrúi Vöku-Helgafells, sem sér um dreifingu platnanna innan-
lands.
Þrjár íslensk-
ar hljómplötur
verðlaunaðar
- í tilefni Evrópuárs tónlistarinnar 1985
Þrjár íslenskar hljómplötur fengu svokölluð „Discoboles 1985"
verðlaun i keppni, sem haldin var í tílefni Evrópuárs tónlistarinn-
ar 1985. Það var franska stofnunin „Grand Prix de l'Académie
de Disque Francaix" sem stóð fyrir keppninni — sú sama og
veitir hin árlegu „Grand Prix de Disque"-vcrðlaun, sem eru ein
eftirsóttustu hljómplötuverðlaun í heiminum. Að sðgn Karolínu
Eiriksdóttur tónskálds sendu öll Evrópulönd plötur ínn til stofnun-
arinnar og mun hverju þeirra hafa verið úthlutað einuni tíl tvenn-
um verðlaunum.
Hljómplöturnar, sem allar inni-
halda íslenska tónlist, komu út
fyrir jól: íslensk hljómsveitartón-
list, íslensk fiðlutónlist og íslensk
píanótónlist. Sinfónfuhljómsveit
Islands leikur á plötunni íslensk
hljómsveitartónlist. Stjórnendur
eru Jean-Pierre Jacquillat og Páll
P. Pálsson. Einleikarar eru Krist-
ján Þ. Stephensen og Einar J6-
hannesson. Verkin á þeirri plötu
eru eftir þá John Speight, Leif
Þórarinsson og Jón Nordal. fs-
lensk fiðlutónlist er einleiksplata
Guðnýjar Guðmundsdóttur. Á
henni eru verk eftir Karolínu
Eiríksdóttur, Jón Nordal, Áskel
Másson, Jónas Tómasson og Þor-
kel Sigurbjörnsson. íslensk píanó-
tónlist er einleiksplata Önnu Ás-
laugar Ragnarsdóttur og á þeirri
plötu eru verk eftir Þorkel Sigur-
björnsson, Jónas Tómasson, Atla
Ileimi Sveinsson og Hjálmar H.
Ragnarsson.
Islensk tónverkamiðstöð gaf
plöturnar út í samvinnu við ríkis-
útvarpið, en alls er fyrirhugað að
gefa úttólf hljómplötur. Fyrir jólin
komu fjórar þeirra út og á næstu
tveimur árum munu átta hljóm-
plötur í viðbót verða gefhar út
með íslenskri tónlist. Hljómplöt-
unum er ætlað að gefa sem heil-
steyptasta mynd af skapandi tón-
list á íslandi undanfarin 15 ár,
að sögn útgefenda. Hljómplöturn-
ar voru að mestu teknar upp í
hljóðveri Rfkisútvarpsins í Há-
skólabíói og í Langholtskirkju og
var Bjarni Rúnar Bjarnason upp-
tökustjóri.
Félag einstæðra foreldra:
Gullplötur
fyrir
„Borgarbrag"
Skemmtidagskráin „Söngbók
Gunnars Þórðarsonar" verður
frumsýnd f veitingahúsinu Bro-
adway f kvðld. Þar mun 13
manna hljómsveit Gunnars flytja
hans þekktustu lðg asaint mörg-
um þekktiun söngvurum.
Á frumsýningunni í kvöld mun
Fálkinn afhenda Gunnari gullplötu
fyrir hljómplötuna „Borgarbrag",
en Gunnar hefur samið öll lög plöt-
unnar. Ennfremur munu Davíð
Oddsson borgarstjóri og Ólafur
Haukur Símonarson rithöfundur fá
afhentar gullplðtur, en þeir hafa
samið texta plötunnar.
Hljómplatan „Borgarbragur"
hefur selst f u.þ.b. 6.000 eintökum,
að því er fram kemur í frétt frá
Fálkanum.
Mokveiði á
loðnumiðunum
MOKVEIDI er nú á loðnumiðun-
um á Bakkaflðadýpi sunnan
Langaness. ÖU íslenzku skipin
hafa verið þar og aflað vel, bæði
dag og nótt. Norsku skipin hafa
verið við Hvalbak og aflað
minna. Sólarhringsafli þerra á
hádegi f gær var 2.670 lestir. Á
fimmtudag fengu 34 fslenzk skip
samtals 22.430 lestir og sfðdegis
á föstudag var aflinn orðinn
10.010 lestir af 12 skipum. 8 skip
voru þá á leið til erlendra haf na
með afla sinn, þar sem þau fá
um 3.000 krónur fyrir hverja
lest en 1.700 til 1.800 krónur hér
heima.
Á föstudag voru 13 norsk skip á
miðunum við Hvalbak og hafði þá
41 norskt skip haldið heim með
fullfermi, 31.995 lestir samtals.
Auk þeirra skipa, sem áður hefur
verið getið í Morgunblaðinu, til-
kynntu eftirtalin skip um afla á
fimmtudag: Dagfari ÞH, 540, Kefl-
víkingur KE, 540, Hákon ÞH, 820,
Sighvatur Bjarnason VE, 680,
Bjarni Ólafsson AK, 1.170, Albert
GK, 600, Guðrún Þorkelsdóttir SU,
700, Jón Kjartansson SU, 1.050,
Sigurður RE, 1.400, 'Svanur RE,
700, Pétur Jónsson RE, 830, og
BergurVE,5001estir.
Síðdegis á föstudag höfðu eftir-
talin skip tilkynnt um afla: Víkingur
AK, 1.250, Kap II VE, 710, Júpíter
RE, 1.350, ísleifur VE, 730, Gígja
RE, 770, Beitir NK, 1.300, Fífill
GK, 420, Þórður Jónasson EA, 500,
Guðmundur RE, 700, Hilmir II SU,
550, Magnús NK, 530, og Hilmir
SU 1.200.
Vonbrigði með úthlut-
un fjárveitinganefndar
STJÓRN Félags einstæðra for-
eldra samþykkti á stjórnarfundi
6. jan.: „Við lýsum yfir miltlii>n
og óþyrmilegum vonbrigðum
með þá fjárupphæð, sem fjárveit-
inganefnd úthlutaði FEF á fjár-
lögum 1986 og kallaði „bygg-
ingastyrk". Við hðfðum farið
fram á 2ja milljðna króna fram-
lag, enda var orðið tímabært að
Alþingi veitti FEF f fyrsta sinn
stuðning, sem einhverju máli
skipti.
Við teljum það verkefni brýnt
sem óskað var eftir stuðningi við
og Iftum á það sem móðgun, að til
FEF er náðarsamlegast veitt 300
þúsund krónum. Óskiljanlegt er,
hvað fjárveitingarnefndarmenn
hafa ætlað að „styrkja" með út-
hlutun af slíku tagi.
ÖIlu verra er þó áhugaleysið sem
býr að baki þessum „byggingar-
styrk" og augljós vanþekking og
síðast en ekki sfzt almennt skeyt-
ingarleysi á stöðu og högum ein-
stæðra foreldra og barna þeirra
margra. Þessi úthlutun er kjörnum
fulltrúum þjóðarinnar ekki til
sóma."
Stjórn FEF vill einnig benda á
að á síðustu 16 mánuðum hefur
verið tekið á móti umsóknum í hús-
næði FEF f Skeljanesi, frá 68 ein-
stæðum foreldrum með 98 börn.
Unnt reyndist að leysa vanda 25
einstæðra foreldra með 40 börn.
Af 68 umsækjendum voru 24 utan
Reykjavíkur.
Frá því húsið í Skeljanesi tók til
starfa í aprfl nýbyrjum 1981 hafa
búið þar 105 foreldrar með 130
börn. Tveir þriðju hlutar umsækj-
enda hafa enga úrlausn fengið.
Með kaupum á Öldugötu 11 var
markmiðið að reyna að greiða götu
fleiri. Húsið kostaði 9,3 milljónir,
breytingar og endurbætur um 2
milljónir. Ljóst er að Félag ein-
stæðra foreldra hefur ekki nú frem-
ur en áður orðið þess aðnjótandi
að hljóta verulegan styrk þótt það
hafi löngum sannað nauðsyn starf-
semisinnar.    (Úrfréttatilkynniiigii)
Sjálf boðaliðar í Háskólabíói
HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til
sýninga gamanmyndina „Sjálf-
boðaliðarnir". í aðalhlutverktun
eru þau Tom Hanks, Jolin Candy
ogRitaWilson.
— Lawrence Boume þriðji er
dæmigerður glaumgosi. Hann er
nýlega laus úr skóla, en í stað þess
að læra, hefur hannj3iunda5.ifiárr
hættuspil, og er skuldum vafinn.
Karl faðir hans er æfareiður og
neitar að hjálpa. Þegar skuldunaut-
arnir gerast aðgangsharðir grípur
Lawrence til þess ráðs að fela sig
meðal hóps sjálfboðaliða í friðar-
sveitum, sem fara til Thailands.
Þangað ætlar Lawrence sér alls
ekki að fara, en — það er ekki svo
auðvelt að losna aftur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48