Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 14. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1986
35
Minning:
Guðjón HermannS'
son, Skuggahlíð
Það er svo margt að minnast á
frámorgni æskuljósum,
er vorið hló við barnsins brá
og bjó það skarti af rósum.
Við ættum geta eina nátt
vorn anda látið dreyma,
um dalinn fagra í austur átt,
þar átti mamma heima.
Einar E. Sæmundsen
Löngum stundum hefur hugur
minn leitað úr nokkurri fjarlægð
heim í dalinn, þar sem hún mamma
átti heima, heim í dal ljúfra og
góðra minninga bernsku- og æsku-
ára. Þær minningar eru bundnar
bæði við menn og staði. Minningun-
um verða ekki gerð nein skil hér
svo heitið geti, en hluti þeirra er
bundinn við mikinn sóma mann,
Guðjón Hermannsson og bæinn
hans, sem heitir því nafni sem lætur
heldur illa í eyrum margra sem
ekki þekkja til en það er Skugga-
hlíð. Guðjón hefur nú naustað skip
sitt og mig langar til að senda
honum og ástvinum hans nokkur
kveðjuorð við þau vegamót.
Hér í fjarlægð hefi ég ekki að-
stöðu til að rekja æviferil hans, en
til þess að menn viti við hvern ég
á vil ég geta þess að Guðjón í
Skuggahlíð fæddist 15. september
árið 1893. Foreldrar hans voru
sæmdar- og merkishjónin Hermann
Davíðsson og Valgerður Torfadóttir
Jónssonar í Skuggahlíð í Norðfjarð-
arhreppi. Guðjón ólst upp heima í
Skuggahlíð og við þann bæ er lífs-
og starfssaga hans bundin, þó hins
vegar hlæðust á hann ýms störf
utan heimilis í annarra þagu. Þann
13. nóvember árið 1930 kvæntist
hann frændkonu sinni, Valgerði
Þorleifsdóttur frá Hofi í Norðfirði,
og lifir hún mann sinn ásamt þrem-
ur af fimm börnum þeirra hjóna.
Þau eru öll búsett á Norðfirði.
Þegar ég nú minnist Guðjóns í
Skuggahlíð, sem ég stundum kall-
aði fóstra, þá kemur margt upp í
hugann. Ég minnist þar mikils
höfðingja og öðlingsmanns, manns
sem var mikill drengskaparmaður,
ATHYGLI skal vakin á þvf,
að afmælis- og minningar-
greinar verða að berast
blaðinu með góðuin fyrir-
vara. Þannig verður grein,
sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síð-
asta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marg-
gefnu tílefni, að frumort
Ijóð um hinn látua eru ekki
birt á minningarorðasfðum
Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili. Megin-
regla er að minningar-
greinar birtist undir fullu
höfundarnafni.
öruggur og staðfastur í hvívetna,
fastur fyrir er því var að skipta,
en þó ljúfmenni og kurteis í allri
framgöngu. Ég held að hann hafi
haft hæfileika og getu til að gegna
mörgum störfum og myndi hafa
farnast vel í hverju því starfí sem
honum hefði verið falíð. Ég veit
ekki hvað skapaði honum starf og
stöðu, en tel þó víst að það hafí á
vissan hátt verið köllun.
Guðjón bjó vissulega yfir miklu
andlegu og líkamlegu atgervi. Hann
var skapmaður nokkur en prúð-
mennska var aðall hans. Þá var
hann mjög vel að manni og ég held
að vel mætti taka þar sterkara til
orða. Verklagnin og verkhyggnin
var frábær og kunni hann vel til
allra verka. Það var oft hrein unun
að sjá hann Guðjón vinna. Hann
bar síg svo fallega að. Hreyfingarn-
ar voru markvissar og hann var
blessunarlega laus við allt fimbul-
famb. Mér er sérstaklega minnis-
stætt að sjá hann standa við slátt.
Hreyfingarnar voru svo fallegar og
ljánum rennt áreynslulaust, að því
er virtist, og skárínn var langur og
ljáfarið breitt og ég minnist þess
ekki að ég sæi hann tví- eða þrí-
höggva í sama far, sem var þó
nokkuð algengt. Hann var hreinn
snillingur í að dengja ljái eins og
þá var gert. Þeir kilpuðu ekki og
bitu vel. Margir bændur úr sveitinni
komu til hans með ljái sína til að
fá hann til að klappa þá. Og svona
var þetta í öllu sem hann gjörði.
Það var gaman að binda með hon-
um og ekki þurfti maður að kúra
lengi hálf boginn undir bagga er
hann lét upp.
Einhverjum þykir nú máski æði
mikið sagt, en ég tel að í engu sé
of sagt. En ég get þó ekki skilist
við þessi skrif án þess að geta um
eitt starf sem Guðjón heitinn gegndi
um æði mörg ár, en það var starf
landpóstsins á leiðinni milli Seyðis-
fjarðar og Eskifjarðar. Póstleiðin
liggur yfir há og brött fjöll, sem
voru erfið að sumarlagi og beinlínis
	"~" ^s^*-   ' ö	+ Sendum öllum fjær og nœr alúðarþakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför dóttur minnar og systur okkar, ÖNNU B. HAFÞÓRSDÓTTUR.
	m iMð	Haf þór Guðmundsson, Kristfn Hafþórsdóttir, SigurAur Hafþórsson.
Jarðarfarar-
skreytingar
Kistuskreytingar,   krans-
ar, krossar.
Græna höndin
Gróörarstöð viö Hagkaup,
símf 82895.
K^
hættuleg að vetri til. Þessu starfi
gegndi Guðjón af þeirri trú-
mennsku, sem honum var svo eðlis-
læg. Það var gaman að sjá þennan
vörpulega mann koma kjagandi
niður fjállshlíðina frá Drangsskarði
berandi þunga bagga á bakinu. Og
það var mikil tilbreyting fyrir litla
strákpjakka að fara til móts við
hann upp á Kúahjalla og heyra
hann blása í póstlúðurinn og fá svo
kannski að bera lúðurinn spotta-
korn, eða fá að taka broddstafínn
langa og þunga í hönd sér, en það
var nú varla á færi nema þeirra sem
stærri voru. Og við þennan langa
staf með beinhnúðnum og langa
broddinum voru bundin fjallajárnin
með fjórum beittum broddum hvort.
Hér verður nú senn að nema
staðar en minningarnar sækja fast
á. Ég stend í mikilli þakkarskuld
við Guðjón í Skuggahlíð, en ég
dvaldist 2—3 sumur á bæ hans og
með honum. Hann var mér undur
góður og kenndi mér margt og þá
ekki síst að vinna. Ég kveð hann
nú með miklu þakklæti og óska
honum og öllum ástvinum hans
allrar blessunar. Hinsta för hans
er hafín og ég veit að hinum trausta
ferðamanni mun ekki hlekkjast á í
þeirri för fremur en áður. Ég bið
góðan engil Guðs að leiða hann og
okkur 611, þegar þar að kemur.
Svo bið ég að heilsa að Klappar-
hylnum, út í Völlurnar, upp á
Hnjúkana, í Sneiðingarnar og Nátt-
hagann. Eiginkonu hans og ástvin-
um votta ég innilega samúð mína.
Stefán Snævarr
+
Eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR BLÖNDAL,
Boðagranda 7,
sem lést 12. janúar, verður jarösunginn f rá Fossvogskirkju mánu-
daginn 20. janúar kl. 10.30.
Rósa Gísladóttir Blöndal.
t
Eiginmaður minn,
RÓBERT F. HARVEY,
lést aö heimili okkar á Flórída 15. janúar.
Inger Fredriksen Harvey.
+
Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og veittu okkur
aðstoö og stuðning viö fráfall sonar míns og föður okkar,
HRAFNS MARINÓSSONAR
lögregluvaröstjóra.
Arndfs Ásgeirs,
Arni Hrafnsson,
Aðalbjörg Hraf nsdóttir,
Kristinn Hrafnsson,
Arndfs Hrafnsdóttir.
+
Útför
SIGRÍÐAR HJARTARDÓTTUR,
áður hjúkrunarkonu á Kleppsspítala,
sem andaðist 10. þessa mánaðar, fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 20. janúar kl. 3 eftir hádegi.
Aðstandendur hinnar látnu.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug
og vinarþel við andlát og útför
GUÐFINNU EINARSDÓTTUR
frá Bóndhól.
Sérstakar þakkir fserum við starfsfólki A-deildar Sjúkrahúss Akra-
ness fyrir frábæra hjúkrun í veikindum hennar. Einnig þökkum
við starfsfólki á Dvaiarhoimili aldraðra í Borgarnesi fyrir umönnun
á liðnum árum.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Minna-Núpi, Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir skulu færöar læknum, hjúkrunarkonum og öðru
starfsfólki á Sólvangi í Hafnarfiröi fyrir þá góöu umönnun sem
henni var veitt.
Börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og útför móöur okkar,
STEINUNNAR Þ. GUÐMUNDSDÓTTUR,
rithöfundar,
Arahólum 2.
Helgi Guðjónsson,
Valsteinn Guðjónsson.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu viö andlát og útför
föður míns, tengdaföður og afa,
BJARNHÉÐINS ÞORSTEINSSONAR,
Hólavangi 26, Hellu.
Svavar Bjarnhéðinsson,               Jóhanna Jensen
og barnabörn.
+
Móðir okkar.
ODDNÝ PETRÍNA EIRÍKSDÓTTIR,
verður jarðsungin mánudaginn 20. janúar frá Fossvogskirkju kl.
13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Kristniboössambandið.
Björg M. Jónasdöttir,
Eiríkur Jónasson,
Ásta D. Jónasdóttir,
Ólafur B. Jónasson,
Stefán Jónasson,
tengdabörn og bamabörn.
Legsteinar
granít — marmari
Opíöalladaga,
einnigkvöld
og helgar.
ÍÍOMÍÍ á.f
Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
símar 620809 og 72818.
Kransar, krossar
og kistuskreytingar.
Sendum um allt land.
Flóra, Langholtsvegi 89.
Sími 34111.
- . ¦. -> --4^

r*^..
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48