Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 16. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986
Seyðf irðingar bjart-
* •
synir a nyju ari
eftirÞorvald
Jóhannsson
Þrátt fyrir að fæðingum fækki á
íslandi og líkur á, ef svo fer fram
sem horfir, að mörlandinn viðhaldi
ekki stofhstærð sinni nema tilkomi
sérstakar          stjórnvaldsaðgerðir,
horfa Seyðfirðingar björtum augum
til ársins 1986.
Eftir að hér hefur ríkt stöðnun
í fjölgun íbúa sl. 3 ár fjolgaði hér
um 2,5% á árinu '85 og er það
mesta fjölgun í kaupstað á landinu.
Annað árið í röð varð Seyðisfjarðar-
höfn hæsta loðnulöndunarhöfn
landsins með 152.163 tonn af land-
aðri loðnu.
Heildarafli sem barst á land á
árinu var 162.220 tonn og voru
Vestmannaeyjar einar með meiri
heildarafla, þar munaði um 700
tonnum. Aflaverðmæti er ca. kr.
387 milljónir. Útflutningsverðmæti
aflans er ca. kr. 1,530 milljarðar
eða u.þ.b. 1,620 milljónir kr. pr.
vinnandi mann.
Tveir togarar eru í kaupstaðnum,
Gullver NS 12 sem fiskaði 4.100
tonn, aflaverðmæti 73 milljónir.
Hann er búinn með sinn kvóta í lok
ágúst og landaði að mestu í Hafnar-
firði eftir þann tíma. Otto Wathne
NS 11 fiskaði 2.200 tonn, aflaverð-
mæti 54.000 milljónir, ca. helming-
ur afla togarans fór í heimalöndun,
hinu var landað erlendis. Með rýmri
fískveiðilöggjöf á árinu '86, og
reynslu tveggja síðustu ára að baki,
má ætla að mun meiri bolfiskafla
verði landað hér heima í ár, en var
á síðastliðnu ári.
Þó smábátum hafi fækkað hér
allnokkuð á síðastliðnu ári vegna
lélegrar veiði og óhagstæðra veiði-
takmarkana, er bjartara framundan
í ár þar sem veiðiheimildir smábáta
eru skaplegri en áður. Frystihús
Fiskvinnslunar hf. hefur staðið í
endurbótum, þar sem verið er að
setja upp nýtt innvigtunarkerfi í
vélasal, og nýjar framleiðslulínur í
vinnslusal ásamt tölvubúnaði. Þessi
framkvæmd mun bæta aðstöðu
starfsfólks verulega frá því sem var
auk þess sem nýting hráefhis verður
betri.
Síldarsöltunarstöðvarnar báðar,
Norðursíld og Strandarsfld, sem
, söltuðu um 19.000 tunnum á haust-
vertíðinni, bættu vinnuaðstöðu sína
með byggingu og stækkun söltunar,
og lagerhúsnæðis. Þar er nú allgóð
aðstaða til að taka á móti enn meiri
sfld á komandi hausti. Auk þess eru
líkur á að þriðja söltunarstöðin geti
verið tilbúin til söltunar í haust.
Stjórn sfldarverksmiðja ríkisins
hefur loksins ákveðið að farið verði
í að endurnýja og bæta verksmiðj-
una. Hún hefur nú á sl. einu og
hálfu ári tekið á móti 150 þús.
tonnum af loðnu og malað gull fyrir
þjóðarbúið. Seyðfírðingar eru því
að vonum ánægðir yfir því að nú
skuli loks eiga að hefjast handa við
lagfæringar, því að grútar- og loft-
mengun í firðinum hefur verið mikil
og valdið tjóni, sársauka og reiði,
sem bæjarbúar líða ekki mikið leng-
ur.
Verksmiðja ísbjarnarins stendur
einnig í endurbótum og íhugar nú
í alvöru á hvern hátt staðið verði
að því að draga úr sjávar- og loft-
mengun. Bæjaryfírvöld fylgjast ná-
ið með framvindu mála og vænta
þess að þegar vinnsla hefst í haust,
megi sjá þess greinileg merki hjá
báðum verksmiðjunum.
Fjarðarnet hf. sem er nýtt neta-
gerðarfyrirtæki stofnað á sl. ári er
að byggja yfir starfsemi sína. Á
loðnu- og sfldarvertíðinni sl. haust
kom greinilega í ljós hve nauðsyn-
legt það er að útgerðarstaður eins
og Seyðisfjorður hafi gott netagerð-
arverkstæði.
Austfar hf. sem er umboðsaðili
ferjunnar „Norrona" og flutninga-
fyrirtækis Færeyinga og Austfírð-
inga, „Skipareksturs", er að byggja
vöruskemmu undir starfsemí sína á
Fjarðarhöfn. Aukning vöruflutn-
inga og ferðamanna um Seyðis-
fjarðahöfn á sl. ári var mikil og
með bættri aðstöðu, þó í harðnandi
samkeppni sé, er þetta vaxandi
atvinnugrein sem Seyðfírðingar og
aðrir Austfírðingar ætla að huga
vel að á næstu árum.
Hjá vélsmiðju Stál hf. er stans-
laust unnið við kerjasmíði fyrir ál-
verið í Straumsvík. Búið er að
afhenda 5 ker og á næstu dögum
fara önnur 5. Nýlokið er samning-
um um 20 ker í viðbót. Næg verk-
efni eru því framundan. Hjá Vél-
smiðju Seyðisfjarðar, sem á síðustu
Þorvaldur Jóhannsson
árum hefur nær eingöngu verið í
nýsmíði stálskipa og skilaði því síð-
asta fyrir rúmu ári, Hörpu GK 150
tonna og var það nýsmíði no. 18
hjá fyrirtækinu, hefur að mestu síð-
an verið í breytingum og viðgerðum
á bátum. Á meðan stjórnvöld eru
við það heygarðshornið að nýsmíði
innanlands er stöðvuð og engin
endurnýjun á sér stað í bátaflotan-
um er ljóst að sérhæfðar skipa-
smíðastöðvar eins og Vélsmiðja
Seyðisfjarðar verða að snúa sér að
öðrum vérkefnum.
Bygging nýja skólans gengur
vel. Nú er verið að vinna við 2.
áfanga byggingarinnar og á honum
að ljúka 1. ágúst nk. Þar eru 4—5
kennslustofur með tilheyrandi að-
stöðu og búnaði. Kennsla mun
hefjast þar í haust. Verktaki er
Garðar Eymundsson trésmíða-
meistari, Seyðisfírði.
Sjúkrahúsbyggingin gengur
hægt, enda er ríkið 85% kostnað-
araðili. Verið er að ljúka við heilsu-
gæsluaðstöðuna á 1. hæð og er
vonast til að þeim áfanga ljúki í
næsta mánuði. Ekkert fé er á fjár-
lögum ríkisins til áframhaldandi
framkvæmda. Fiskeldi er atvinnu-
grein sem Seyðfírðingar hugsa um
ekkert síður en aðrir. Fjörðurinn
býður upp á góða möguleika í þeim
efnum og hreyfíng er komin á það
mál. Áður en í slíkar framkvæmdir
verður ráðist, þarf að gera allt sem
hægt er til að útiloka sjávarmeng-
un. Að því verður unnið eins og áður
hefur verið minnst á varðandi
loðnuverksmiðjurnar. Viðræður eru
í gangi við olíufélögin um úrbætur
við birgðageyma svo að slys eins
og varð 25. des. sl., þegar mikið
magn olíu fór í sjó, endurtaki sig
ekki.
Bæjarráð og bæjarstjóri hafa
setið fyrir luktum dyrum við gerð
fjárhagsáætlunar nú í nokkra daga.
Hvað út úr þeirri vinnu kemur er
alls óvíst ennþá en eitt er víst að
þær krónur sem hæstvirt Alþingi
skammtar á fjárlögum til Seyðis-
fjarðar á árinu '86 koma ekki til
með að vega þungt á þeirri útkomu.
Þessa dagana er undirbúningur
fyrir þorrablót í fullum gangi og
hugur í Seyðfirðingum að blóta
þorra hressilega að vanda. Norski
loðnuveiðiflotinn var hér inni vegna
„Jorælu" í nokkra daga í sl. viku.
Áfengisverslunin á staðnum losnaði
við allt koníak og viský þar sem
það reyndist ódýrara hér en í sam-
bærilegri verslun í Noregi. Frændur
okkar fóru vel með „guðaveigarn-
ar", því varla sást vín á nokkrum
manni. Heyrst hefur að ÁTVR leggi
kapp á að fylla allar hillur aftur
áður en næsta „bræla" skellur á.
líiifnndur er bæjarstjóriA Seyðis-
fírði.
Hvers son var Jón?
eftir Vsdgeir
Sigurðsson
Þann 16. ágúst sl. birtist í Morg-
unblaðinu fyrirspurn frá Erni
Guðnasyni, undir þessari fyrirsögn,
um hver hafi verið faðir Jóns Páls-
sonar er bóndi var á Skeiði í Hvols^
hreppi um miðja átjándu öld. í
ættum Skagfirðinga bls. 133 sé
faðir hans sagður Páll Magnússon
presta í Kálfholti, Pálssonar en í
Rangvellingabók bls. 44 og 209 sé
hann talinn sonur Páls Þorsteins-
sonar bónda á Syðri-Steinsmýri í
Meðallandi.
Þar sem ég tók saman Rangvell-
ingabók er mér málið skylt og mun
ég því reyna að gera grein fyrir
þessum ættfærslum báðum, en
orsök þess að ég hef ekki gert það
fyrr er sú að ég veitti þessari fyrir-
spurn ekki athygli er ég las þetta
Morgunblað en var fræddur um
hana á næstsíðasta degi liðins árs.
Ægla má að Jón Pálsson á Skeiði
sé það fáum núlifandi mönnum
kunnur að rétt sé að gera örlitla
grein fyrir honum áður en lengra
er haldið. Jón var fæddur um 1715.
Hann giftist um 1747 Katrínu
Egilsdóttur frá Stórahofí, ekkju
Steins Arnbjörnssonar bónda á
Skeiði, og var síðan bóndi á Skeiði
til æviloka. Hann var enn á lífí
1762 en hefur væntanlega ekki lifað
mjög lengi eftir það því Katrín
Egilsdóttir giftist í þriðja sinn
Arnóri Bjarnasyni frá Vestri-Garðs-
vika. Bjuggu þau einnig á Skeiði.
Jón og Katrín áttu fímm börn sem
um er vitað og eru ættir frá sumum
þeirra.
Heimilið á Skeiði um daga Katr-
ínar Egilsdóttur og manna hennar
var efnaheimili eftir þvf sem þá
gerðist. Um eða fyrir miðja ölduna
var framið innbrot f skemmu á
Skeiði og stolið þaðan mörgu fé-
mætu, þar á meðal silfurgripum.
AlUöngu seinna upplýstist málið
vegna lausmælgi þjófanna, en þeir
reyndust vera Eiríkur ólafsson og
Jón Nikulásson undan EyjafjoIIum.
Voru þeir dæmdir frá lífi og hengdir
á Lambeyjarþingi í Fljótshlíð árið
1756. Var það síðasta aftaka á
Suðurlandi framkvæmd af lands-
mönnum sjálfum.
Þá er að víkja að ætt Jóns Pálssonar
á Skeiði. Samkvæmt því sem segir
í Sýslumannaævum IV bls. 869 er
uppruna þeirra ættfærslu að Jón á
Skeiði hafi verið sonarsonur séra
Magnúsar Pálssonar í Kálfholti að
finna í ættartölubókum Ólafs Snók-
dalín. Samkvæmt sömu ættartölum
voru systur Jóns: Guðbjörg f. 1712
kona Lofts Rafnkelssonar prests á
Krossi, Ingibjörg f. 1713 kona
Magnúsar Magnússonar bónda í
Berjanesi í Landeyjum og Oddrún
f. 1720 kona Böðvars Jónssonar
sýslumanns í Vestmannaeyjum.
Páll Magnússon, sonur séra
Magnúsar Pálssonar prests í Kálf-
holti og konu hans Guðrúnar Magn-
úsdóttur, bjó árið 1703 á Skúms-
„Frá 1932 að Hannes
Þorteinsson birti þessa
ættfærslu á umræddum
systkinum hefur hún
notið almennrar viður-
kenningar ..."
stöðum í Landeyjum, 57 ára gam-
all, ásamt konu sinni Ólöfu Guð-
mundsdóttur sem þá var 56 ára.
Hjá þeim er dóttir þeirra Kristín
19 ára. Önnur dóttur þeirra var
Þórný sem var 34 ára 1703 gift
Erlendi Gíslasyni bónda á Eystri-
Klasbarða.
Samkvæmt jarðabókinni sem
skráð var 1695 áttu Páll Magnússon
og Vigfús bróðir hans þá 15 hundr-
uð í Skúmsstöðum en það var fjórð-
ungur þeirra jarðar. í jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalfns
um Vestur-Landeyjar, sem skrað
var 1709, segir að þennan fjórðung
Skúmsstaða eigi þá Erlendur Gísla-
son eða Ólöf Guðmundsdóttir á
Klasbarða eystri. Eftir því hefur
Páll Magnússon verið látinn 1709
og Ólöf ekkja hans komin að
Eystri—Klasbarða til dóttur sinnar
og tengdasonar.
Jón Pálsson á Skeiði og systur
hans voru fædd á árunum
1712-1720. Þar sem Páll, sonur
séra Magnúsar Pálssonar f Kálf-
holti, var dáinn fyrir 1709 er útilok-
að að þau hafí verið börn hans.
Hin ættfærslan á Jóni Pálssyni
á Skeiði er komin frá Hannesi
Þorsteinssyni er var þjóðskjalavörð-
ur á árunum 1924—1935. Hún
birtist fyrst 1932 í leiðréttingum
við ritið Sýslumannaævir sem
fylgdu síðasta hefti af nafhaskránni
yfír þá bók en það kom út 1932.
Heimildina fyrir þessari ætt-
færslu er að finna í ættartölubókum
Jóns Espólíns dálk nr. 6329. Þar
segir að Loftur Rafnkelsson prestur
á Krossi ætti fyrir konu Guðbj'örgu
dóttur Páls á Steinsmýri.  Til er
skrá um bændur í Vestur—Skafta-
fellssýslu árið 1720 og samkvæmt
henni bjó þá á Syðri-Steinsmýri
maður að nafni Páll Þorsteinsson.
Það er vafalaust sami Páll og var
20 ára 1703 hjá foreldrum sínum
Þorsteini Sigurðssyni 58 ára og
Guðbjorgu Pálsdóttur 55 ára sem
þá bjuggu á Botnum f Meðallandi.
Engin ástæða er til að rengja það
hjá Jóni Espólín að Guðbjörg hafi
verið frá Steinsmýri og þá væntan-
lega dóttir þessa Páls, enda styðja
nöfn það. Ekki er heldur astæða til
að rengja það hjá Ólafi Snókdalfn
að þau hafi verið systkin fyrrnefnd
Guðbjörg, Jón á Skeiði, Ingibjörg í
Berjanesi og Oddrún, þó hann færi
þau rangt til ættar.
Frá 1932 að Hannes Þorsteins-
son birti þessa ættfærslu á um-
ræddum systkinum hefur hún notið
almennrar viðurkenningar, og er
meðal annars notuð í íslenzkum
æviskrám, og svo mun verða fram-
vegis nema nýj'ar heimildir komi
fram sem sanni annað.
Höfundur er búaetturað Þingskál-
um A KimgárvöUum.
Gæzluþyrlan
aðstoðaði við
raflínuviðgerð
ÞYRLA Landhelgisgæzlunnar,
TF SIF, aðstoðaði í sfðustu viku
við viðgerð á háspennulinunni
milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs-
fjarðar.
Lfnan slitnaði við fjallið Skessu
á 500 metra staurabili eða „spenni",
eins og fagmenn kalla það. Þyrlan
var notuð til að flytja menn og efni
upp að fjallinu, viðgerðarmönnum
til flýtisauka.
„Það er gífurlegur hæðarmunur
milli stauranna, lfklega um 250
metrar og það hefur flýtt fyrir að
hafa þyrluna til taks," sagði Gfsli
Sigurðsson línumaður.
TF-SIF flutti efni og mannskap upp að fjallinu Skessu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56