Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 16. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986
55
Næg atvinna á Dalvík
Dalvík,  juiiúar.
Árið 1985 kvaddi okkur Dalvík-
inga með nokkuð góðri veðráttu en
um áramótin sjálf var heiðríkja og
stillt veður með allmiklu frosti.
Fyrri hluti ársins var snjóléttur með
afbrigðum og vorið gott þannig að
vorverk hófust með fyrra móti. En
þegar sumarið átti að birtast sam-
kvæmt almanakinu gekk veðráttan
til þrálátrar norðanáttar með svöl-
um vindum og rigningu og súld.
Þegar fram á haustmánuði kom
breyttist veðráttan loks til sunnan-
áttar með sól og blíðu með hita
allt yfir 20 gráður.
Landbúnaður
Þrátt fyrir vætusamt sumar var
heyfengur þó vel í meðallagi en hey
ekki að sama skapi að gæðum.
Uppskera garðaávaxta varð með
rýrara móti vegna kuldanna og
berjaspretta fylgdi því eftir.
A haustnóttum er bústofn bænda
á Dalvík og í Svarfaðardal nánast
óbreyttur frá fyrra ári þrátt fyrir
að riðuveiki í sauðfé hafi magnast.
Svo virðist sem jafnvægi sé komið
á i landbúnaðarframleiðslu hjá
bændum eftir samdráttarskeið í
mjólkur- og kjötframleiðslu frá ár-
inu 1978. Aftur á móti hefur orðið
aukning í loðdýrarækt Svarfdæl-
inga. Eitt nýtt loðdýrabú hefur
bæst við þau 4 sem áður voru.
Samkvæmt ásetningsskýrslum voru
settir á 2.000 refir og 3.000 minkar.
í sumar var hafist handa við bygg-
ingu refaskála að Ytra-Holti í
Svarfaðardal. Skálann reisir Þor-
steinn Aðalsteinsson loðdýrabóndi
að Böggvisstöðum, en þetta er jafn-
framt stærsti refaskáli á landinu,
4.750 fm. að flatarmáli og á hann
að rúma 5.500 dýr. Jafnframt þessu
reisti Þorsteinn kartöflugeymslu,
400 fm að stærð og er hann því
að koma undir þak 0,5 ha landsvæði
aðYtra-Holti.
Á árinu var nú í fyrsta skipti
slátrað úr kvíum fiskeldisstöðvar-
innar Ölnis hf. á Dalvík. Slátrað
var nær 4 tonnum af laxi og sjóbirt-
ingi. Þessi nýja búgrein lofar góðu
og hyggjast eigendur stöðvarinnar
halda ótrauðir áfram.
Menningarmál
Af menningarmálum ársins á
Dalvík ris hæst útkoma 4. bindis
af Sögu Dalvíkur eftir Kristmund
Bjarnason, en þar með er lokið
söguritun bæjarfélagsins en hún
spannar upphaf byggðar á Böggvis-
staðasandi og Upsaströnd allt til
ársins 1984 en þá voru liðin 10 ár
frá því að Dalvík hlaut kaupstaða-
réttindi. Ljóst er að þetta verk er
ekki aðeins saga Dalvíkur, heldur
hluti íslandssögunnar aílrar og á
eflaust er fram líða stundir eftir
að verða uppsláttarrit fyrir þá sem
vilja fræðast um sögu lands og þjóð-
ar.
Mikil gróska hefur verið í tónlist-
arlífi og hafa aldrei verið jafnmargir
nemendur í tónlistarskólanum, en
þar stunda nú 140 nemendur nám.
Samkór Dalvíkur stóð fyrir fernum
hljómleikum og þá var Karlakór
Dalvíkur endurvakinn í vor og stóðu
þessir tveir kórar fyrir tónleikum
ásamt Kirkjukór Svarfdæla. Þrjár
myndlistarsýningar voru haldnar á
árinu, samsýning Kristins G. Jó-
hannssonar og Guðbjargar
Ringsted og sýning Ingibjargar
Einarsdóttur á verkum máluðum á
Akureyri:
Ekið á hross
Akureyri, 18. jain'iar.
APLÍFA varð hest, sem fannst
brotínn á afturfæti, liggjandi við
veginn, skammt norðan við
Dvergastein í Kræklingahlið
norðan Akureyrar í morgun.
Ljóst þykir að ekið hafi verið á
hestinn síðla nætur eða í morgun
og ökumaður síðan stungið af.
Rannsóknarlögreglan óskar eftir
því, að hugsanleg vitni að atburðin-
um hafi samband við sig.
Dalvikurkirkja.
tré. Á árinu lá leiklistarstarfsemi
alveg niðri en á undanförnum árum
hefur Leikfélag Dalvíkur staðið
fyrir a.m.k. einni leiksýningu ár-
lega.
Utgerð
Útgerð frá Dalvík gekk vel á
árinu þrátt fyrir ágreining manna
um stjórnun á veiðum og vinnslu á
úthlutuðum kvóta. Einungis ein
fleyta, 2,9 tonn að stærð, lenti undir
hamrinum á árinu og að sjálfsögðu
hreppti lögmaðurinn, uppboðsbeið-
andinn, trilluna. Þetta má teljast
vel sloppið miðað við önnur sjávar-
pláss sem eiga í mestu vandræðum
með að halda í sinn fiskiskipastól.
Eitt nýtt skip bættist í flotann, 100
lesta stálbátur í eigu Ránar hf.
ásamt 3 plastbátum allt að 8 tonn-
um að stærð.
Afli togaranna var sem hér segir:
Skipakomur í Dalvíkurhöfn voru
á árinu 110 þar sem 6.063 lestum
af sjávarafurðum var skipað út en
innfluttar voru 7.560 lestir mest-
megnis salt, olía og áburður. Fr'á
Hrísey komu um 900 lestir af fisk-
beinum til Fóðurstððvarinnar í loð-
dýrafóður.
Atvinnumál
Það má segja að Dalvíkingar
hafi búið við næga atvinnu allan
ársins hring í flestum greinum
atvinnulífsins. Skráðir atvinnuleys-
isdagar voru aðeins 3.239 og er það
rúmum 5.000 dögum færra en á
árinu 1984. Þetta segir sina sögu
um gott atvinnuástand ársins. Nú
voru flestir atvinnuleysisdagar í
byrjun og lok ársins, þ.e.a.s. þegar
útgerð, veiðar og vinnsla er að
Við áramót.  Beðið eftír aflakvóta.
	Botnfiakur    Veiðarf.	Rækja	Veiðif.	Aflaverðm.
	(tonn)	(tonn)		(þÚB.kr.) 30.000,00
Baldur	1238,0      19			
Björgúlfur	3015,4      25	49,8	3	60.351,4
Björgvin	2864,2      24	113,9	6	58.228,2
Dalborg	1480,0      19	334,5	13	49.000,0
Afli báta lagður upp á Dalvík:				
Bliki	520,0	116,3		
Haraldur	399,5	136,1		
Otur	267,0	151,9		
SólfellHris.		267,1		
Stefán	244,8	87,3		
Rögnv.				
Sæljón	274,2	114,5		
Heiðrún	60,3		t	
Aðrir bátar	346,8	10,1		
Trillur 10 tn	348,1			
Samtals:	11.058,3	1381,5		
hefjast og síðan þegar sjómenn
leggja árar í bát eftir gott og gjöf-
ult ár og taka sér hefðbundið jóla-
frí. í þjónustugreinum var einnig
nokkuð stöðug vinna og oft á köfl-
um ærin yfirvinna. Tvö fyrirtæki
voru stofnuð á árinu, fjölritunar-
stofan Fjölriti sf. og saumastofan
Gerpla og ein sólbaðsstofa hóf
rekstur sinn í lok ársins.
I lok apríl urðu þáttaskil í versl-
unarháttum hér en þá opnaði ÚKE
á Dalvík nýja og myndarlega versl-
un, Svarfdælabúð. Með tilkomu
þessara verslunar hefur verslun á
Dalvík stóraukist og menn sótt
minna til nágrannabyggða.
Framkvæmdir
Eins og víðast hvar annars staðar
hefur verið hér mikil lægð í íbúðar-
húsabyggingum en ekki var tekinn
neinn íbúðarhúsagrunnur á árinu,
einungis gerð fokheld tvö íbúðarhús
sem byrjað var á á árinu 1984. Sem
fyrr voru aðalframkvæmdir á veg-
um Dalvíkurbæjar og má þar geta
verulegra hafnarbóta en í sumar
var unnið við norðurgarð fyrir 6—7
milljónir króna. Haldið var áfram
með nýlagnir og endurbætur á
dreifikerfi Hitaveitunnar og vatns-
veitunnar. Nú hefur verið ákveðið
að breyta söluháttum á vatni frá
Hitaveitu til neytenda og verður
framvegis vatn selt samkvæmt
rennslismæli en starfsmenn veit-
unnar hafa nú þegar hafið uppsetn-
ingu á niælum þessum í íbúðar-
húsum. Á árinu voru malbikaðir 240
lengdarmetrar í götum og 200
lengdarmetrar f gangstéttum og í
þetta fóru 2.000 rúmmetrar af
malbiki.
Greiðsla gjalda
Sem fyrr eru Dalvíkingar skilvísir
hvað varðar greiðslu opinberra
gjalda en nú um áramót höfðu
innheimst 91,3% útsvara og að-
stöðugjalda og 97,2% fasteigna-
gjalda eða 92,8% af öllum álögðum
gjöldum. Þess má geta að útsvars-
tekjur Dalvíkurbæjar voru það lág-
ar að bæjarstjórn sá ástæðu til að
fela ptvinnumálanefnd bæjarins að
kanna hvaða ástæður gætu legið
þar að baki og hefur nefndin ráðið
sérfróðan mann til að vinna að út-
tekt á útsvörum Dalvfkinga.
Fréttarítarar

>tta t'ö a
-»»rl C       a
na-10
*s«*0°
k
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56