Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 18. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986
Stéttarsam-
bandið vill
banna kjötinn-
flutninginn
STJÓRN      Stéttarsambands
bænda samþykkti á fundi sínum
nýlega að skora á landbúnaðar-
ráðherra að beíta sér fyrir því
að Alþingi setji lög með ótvírœð-
um ákvæðum um bann við inn-
flutningi til Varnarliðsins á hráu
kjöti og öðrum vörum sem borið
geta með sér búfjársjúkdóma.
Stjórnin fjallaði um nýbirta nið-
urstöðu lögfræðinga um lögmæti
innflutnings á kjöti til Varnarliðsins
og samþykkti ofangreinda ályktun
af þvítilefni.
Fjarstæðu-
frétt Þjóð-
viljans
ÞJÓÐVILJINN skyrir frá
því á forsíðu í gær, að Geir
HaUgrímsson hafi sótt „um
ritarastöðu f hðfuðstöðvum
NATO". Þegar Morgunblaðið
bar þetta undir utanrikisráð-
herra sagði hann hér um
hreina fjarstæðu hjá Þjóðvilj-
anumaðræða.
í Þjóðvihanum er dylgjað með
það, að Geir Hallgrímssyni hafi
verið hafnað sem „ritara" hjá
Atlantshafsbandalaginu „vegna
þess að frjálslyndar ríkisstjórnir
í NATO lögðust gegn ráðningu
hans". Geir sagði, að enginn
fótur væri fyrir neinu af því,
sem Þjóðviljinn segði um þetta
mál. í fyrsta lagi virtust blaða-
menn Þjóðviljans ekki gera sér
sjálfir grein fyrir því hvaða
staða þetta væri. Almennt væri
ekki talað um neina „ritara-
stöðu" hjá bandalaginu, sem
ráðið væri í af ríkisstjórnum. í
öðru lagi hefði hann ekki sótt
um eitt eða annað starf hjá
Atlantshafsbandalaginu.
í þriðja lagi væri ástæða að
geta þess, ef Þjóðviljamenn
ættu við stöðu framkvæmda-
stjóra bandalagsins, þá hefði
Carrington lávarður sest í
embættið fyrir einu og hálfu ári
eftir þrettán ára setu Josephs
Luns í því. Með Carrington
væri staðan ágætlega skipuð
og ekki væru neinir að velta
fyrir sér eftirmanni hans.
Hitt leikhúsið breytti leikmyndinni
Morgunblaðio/Árni Sæberg
HITT leikhúsið hefur nú breytt leikmyndinni í Rauðhóla
Rannsý, eftir að þvi bárust skrifleg tilmæli frá dómsmálaráðu-
neytínu þess efnis. Nú hefur íslenski fáninn verið fjarlægður
af sviðinu og er nú gólf fjölbragðaglímupallsins blátt með
rauðum krossi. Leikritið Rauðhóla Rannsý verður frumsýnt á
inorgun í Gamla bfói.
Rafmagnstruflanir og ófærð á Austurlandi:
Á þriðja tug rafmagnsstaura
brotnuðu á Suðausturlandi
SLÆMT veður hefur verið á austanverðu landinu undanfarna daga.
Flestir vegir á austan- og norðanverðu landinu eru ófærir og víða
rafmagnstruflanir. Veðrið gekk að mestu niður í gær, en éljagangi
er spáð á þessu svæði f dag. Daglegt líf fólks fór nokkuð úr skorðum
í sumum bæjum á þessu svæði vegna rafmagns- og vatnsleysis og
samgönguörðugleika.
Á þriðja tug rafmagnsstaura
brotnuðu í fyrradag og staurasam-
stæða í Suðurlínu brotnaði við
Almannaskarð austan við Höfn, að
sögn Erlings Garðars Jónassonar
rafveitustjóra Austurlands. Raf-
magn komst á Höfn eftir miðnættið
með díselvélum en sveitirnar eru
að mestu rafmagnslausar. í gær-
kvöldi var enn rafmagnslaust í stór-
um hluta Hornafjarðar, Lóni, Nesj-
um, Suðursveit og Öræfum. Einnig
varð rafmagnslaust um tíma á
Djúpavogi og rafmagn skammtað
eftir að díselvélarnar voru settar í
gang. Erling sagði að staurarnir
hefðu brotnað vegna mikillar ísing-
ar sem hlóðst á línumar. Rafveitu-
menn frá Höfn unnu að viðgerð og
viðgerðarflokkar frá Egilsstöðum
og Hvolsvelli voru á leiðinni, en
gekk illa að komast vegna ófærðar.
Erling Garðar sagði að varla væri
vinnuveður en sagði að gert yrði
við línurnar strax og mögulegt
væri.
Haukur Þ. Sveinbjömsson frétta-
ritarí Morgunblaðsins á Höfh sagði
að þar hefði gert brjálað veður á
þriðjudagsmorgun og daglegt líf
fólks farið úr skorðum. Rafmagn
og vatn fór á bænum en komst
aftur á um miðnættið, síminn datt
að mestu út og skólahald féll niður.
Þá urðu götur bæjarins ófærar.
Albert Kemp fréttaritari á Fá-
skrúðsfirði sagði að snjórinn þar
væri með því mesta sem komið
hefði undanfarin ár. Hann sagði að
veðrið hefði verið verst á þriðjudag
en slotað í gær. Götur bæjarins
væru ófærar nema hvað aðalleiðum
væri haldið opnum til að fólk
kæmist til og frá vinnu. Rafmagnið
fór aðeins af Fáskrúðsfirði á þriðju-
dag og sagði Albert að mikið hefði
verið um rafmagnstruflanir þar
undanfarnar vikur.
Ólafur Guðmundsson fréttaritari
á Egilsstöðum sagði að þar hefði
gengið í hvassa austanátt í fyrrinótt
með nokkurri ofankomu og þegar
menn hefðu verið að tygja sig til
vinnu hefði gengið á með dimmum
éljum og götur orðið ófærar. Flestir
nemendur hefðu þó komist í skól-
ann. Nokkrar rafmagnstruflanir
hefðu orðið en veðrinu farið að slota
um hádegið. Hann sagði að fjallveg-
ir í grennd væru ófærir og ekki
hefði verið flogið til Egilsstaða,
frekar en annarra staða á Austur-
landi, undanfama daga.
Mikil fundahöld meðal félaga í Kennarasambandi íslands:
Kennarar tilneyddir
að grípa til aðgerða
Tilboð Samherja í
Helga S. hagstæðast
Munum skýra málið nánar fyrir stjórnendum
Særúnar á Blönduósi, segir Svavar Ár-
mannsson, aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs
— fáist ekki leiðréttur launamunur við HÍK, segir formaður KI
„STJÓRNVÖLD eru enn, því miður, að skapa gífurlega óánægju
meðal kennara. Ef ekki verður leiðrétt misræmi á launum okkar
og kennara f HÍK, sem vinna sömu störf, og hafa sömu menntun
og reynslu, þá verður einfaldlega sprenging f skólum landsins. Hvaða
aðgerða kann að verða gripið til vU ég ekkert um segja að svo
stöddu - en við erum ekki með neinar hópuppsagnir í undirbúningi
í augnablikinu," sagði Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands
íslands, í samtaU við blm. Morgunblaðsins í gær.
Sambandið  sendi  þá  frá  sér   rétt, laun þeirra eru óviðunandi og
fréttatilkynningu, þar sem segir
m.a. að kennarar muni „sjá sig til-
neydda að gripa til aðgerða ef leið-
rétting fæst ekki nú þegar."
Þessa dagana standa yfir funda-
höld með kennurum um allt land
þar sem rædd eru þau mál er hæst
ber í félagsstarfi þeirra eftir úr-
sögnina úr BSRB um áramótin, svo
sem samningsréttarmál, stöðu í
launamálum og jöfnunarmálið.
Margt veldur ólgu meðal kennara,
að sögn Valgeirs Gestssonan þeir
hafa hvorki samnings- né verkfails-
við bætist að munur á launum
þeirra og HÍK-félaga er um 5%.
Fyrir liggur þó vilyrði fjármálaráð-
herra um að hraðað verði ákvörðun
stjórnvalda um samningsrétt Kenn-
arasambands íslands, sagði Val-
geir.
Á veggspjaldi, sem KÍ hefur látið
búa til og dreift hefur verið í alla
grunnskóla landsins undir yfir-
skriftinni „Orð skulu standa - ráð-
herra neitar launajöfnun", er vitnað
til ummæla forsætisráðherra og
fjármálaráðherra f Morgunblaðinu
11. október sl., þar sem báðir sögð-
ust vera þeirrar skoðunar að kenn-
arar, sem þá voru í BSRB, ættu
að njóta sömu kjara og félagar í
BHM. Einnig er vitnað í fréttatil-
kynningu sama efnis frá fjármála-
ráðuneytinu 24. júlí á síðasta ári.
„Fyrst öllum í ríkisstjórninni var
þetta ljóst," segir á veggspjaldinu,
„eftir hverju er þá beðið?"
Kennarafélög á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu, sem í eru um 1400
manns, hafa boðað til fundar á
Hótel Sögu á miðvikudaginn í
næstu viku. Þar munu kennarar
ræða hugsanlegar aðgerðir og ráða
ráðum sínum að öðru leyti, að sögn
Valgeirs Gestssonar. Sverri Her-
mannssyni menntamálaráðherra og
Þorsteini Pálssyni fjármálaráðherra
hefur verið boðið að flytja stutt
ávörp á fundinum.
„STAÐREYND þessa máls er
augljós frá okkar hálfu. Við mat
tílboða f Helga S. reyndist tílboð
Samherja í skipiö vera hagstæð-
ast miðað við greiðslutilhögun.
Stjórn sjóðsins fól okkur for-
stjórum hans að ganga tíl samn-
inga á grundveUi þess. Það tókst
og skipið var selt Samherja.
Við gerðum öðrum bjóðendum
grein fyrir niðurstöðu málsins bréf-
lega þann 31. desember, en vegna
blaðaskrifa að undanförnu verður
stjórnendum Særúnar á Blönduósi
gerð nánari grein fyrir niðurstöðu
matsins á tilboðunum," sagði Svav-
ar Ármannsson, aðstoðarforstjóri
Fiskveiðasjóðs, í samtali við Morg-
unblaðið.
í Morgunblaðinu á miðvikudag
er haft eftir Kára Snorrasyni, fram-
kvæmdastjóra Særúnar á Blöndu-
ósi, að Fiskveiðasjóður hafi alls
ekki tekið hæsta tilboðinu í skipið
eins og fullyrt hafi verið af hálfu
sjóðsins. Tilboð Særúnar hafi verið
upp á 70,6 milljónir, en tilboð
Samherja upp á 68. Hann segir
þetta skrýtin vinnubrögð og greini-
legt að salan á Helga S. hafi verið.
ákveðin fyrirfram. Hann segir
ennfremur, að þrátt fyrir að sjóðn-
um hafi verið send tvö bréf, þar sem
skýringa á þessu hafi verið óskað,
hafi ekkert heyrzt frá sjóðnum.
Svavar Armannsson segir ekkert
hæft í þessum fullyrðingum og
Særúnarmönnum verði gerð nánari
grein fyrir málinu.
Noregur;
Enn innflutnings-
bann á seiðum
Odló, 22. janúar. Fri Jan Erik Laurc,
f ré ttaritara Morgunblaðsing.
ENN ER f gUdi bann við innflutn-
ingi laxaseíða tíl Noregs. Á vegum
norskra yfirvalda er nú verið að
setía reglur um hvaða erlendar
stöðvar megi senda seiði til Nor-
egs f ár. Verða gerðar miklar
kröfur tíl hreinlætis og heUbrigð-
iseftirUts f seiðastöðvunum.
„ Við höfum stöðvað allan innflutning
seíða en reiknum með að reglur um
innflutning verði tilbúnar í maí.
Ekki er tímabært að segja til um
hugsanlegan innflutning fyrr en þá",
sagði Paul Midtlyng dýiralæknir í
norska landbúnaðarráðuneytinu.
Aður en innflutningur verður heimil-
aður munu eftirlitsmenn norskra
yfirvalda skoða hinar erlendu stöðv-
ar og samþykkja þær og getur verið
að þeir fari fljótlega til Islands til
að skoða þær stöðvar sem vilja selja
seiði til Noregs.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56