Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 Tillögur um breytt kjör í fasteignaviðskiptum; Samkomulag í bakaradeilunni: Geta stuðlað að skynsamlegri stefnu í húsnæðismálum — segir Sverrir Kristinsson hjá Eignamiðlun „ÞESSAR tíllögur sem nú liggja fyrir eru athyglisverðar að mörgu leyti og ég ráðlegg fólki að íhuga þær,“ sagði Sverrir Kristinsson, sölustjóri hjá Eignamiðlun, er hann var spurður um tillögur Félags fasteignasala og félagsmálaráðuneytis um lægri útborgun og lengri greiðslufrest á eftirstöðvum kaupverðs í fasteignaviðskiptum. Sverrir sagði að þau kjör sem nú væri verið að kynna gætu verið þróun í rétta átt. „70 til 75% út- borgun hefur reynst sumum sem hyggjast festa kaup á íbúð í fyrsta skipti erfið og öðrum ókleif," sagði Sverrir. 10—15% lækkun útborgun- ar getur því skipt sköpum. Verð- trygging eftirstöðva og lægri út- borgun getur komið seljanda í hag, hann fær þannig raunkrónur í sinn hlut í stað óverðtryggðra veð- skuldabréfa. Dreifing greiðslubyrð- ar á mun lengra tímabil með þessum skilmálum ætti að auðvelda fast- eignakaup. Að mínu viti ber þó að stefna að enn lengri lánstíma eins Telja nú gjaldstofn til vöru- gjalds 15% af framleiðsluvirði og tíðkast í sumum nágrannalönd- um okkar. Til slíkra hluta þarf þó víðtækar breytingar á íslensku banka- og sjóðakerfí. Rétt er þó að hafa í huga að óverðtryggð skuldabréf hafa á undanfömum árum nýst þeim sem selt hafa íbúð og síðan keypt stærri íbúð á hliðstæðum lqorum. Nýju kjörin auka líkumar á því að fólk kaupi og selji eignir í sam- ræmi við húsnæðisþarfír sínar. Þannig gæti jafnvægið enn aukist á fasteignamarkaðnum og fjár- mála- og fjárfestingarstefna í hús- næðismálum orðið skynsamlegri. Forsendur fyrir þessum breyting- um em þó að mínu mati þær að verðbólga haldist innan hóflegra marka." Sverrir var spurður hvemig fast- eignaviðskiptin væm nú í ársbyijun: „Fasteignaviðskipti hjá okkur hafa farið mjög líflega af stað í ársbyijun. Ein ástæða þess kann að vera sú að verð á fasteignum er mjög hagstætt fyrir kaupendur um þessar mundir og hefur ekki verið jafn lágt í tæpan áratug." Morgunblaðið/Júlíus Hitað upp fyrir mælskukeppni NEMENDUR í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ gervingur keppinauta sinna í mælskulistinni og hituðu upp á óvenjulegan hátt fyrir mælsku- lömdu hann hvað af tók með slaghömrum og keppni gegn málpípum Menntaskólans í Reykja- sleggjum. Aðfarir sem minna nokkuð á Voodu- vík um hádegisbilið í gær. Urðu þeir sér úti um galdra. Sjálf mælskukeppnin fer fram í kvöld ónýtan bílskrjóð hjá Vöku hf. , skreyttu hann og þá verða vopnin ekki sleggjur og slaghamrar, fjöðrum og máluðu, meðal annars með stöfunum þótt einstaka sleggjudómar og slagorð muni „MR“. ímynduðu þeir sér að bíllinn væri hlut- vafalaust falla í hita leiksins. „Verulega dregið úr upphaflegum skattpíningaráformum,“ segja bakarar SAMKOMULAG hefur tekist milli fjármálaráðuneytisins og Landssambands bakarameistara um framkvæmd innheimtu vöru- „ÞAÐ ER RÉTT sem haft er eftir Þorsteini Pálssyni i Morgunblað- inu, ég hef ekki hugsað mér að taka málið upp á Alþingi, þótt ég hafi áskilið mér rétt til þess á sínum tíma,“ sagði Albert Guð- mundsson iðnaðarráðherra, þeg- ar Morgunblaðið spurði hann i gær hvort rétt væri að hann hygðist ekki taka upp „kjötmálið" svokallaða á Alþingi. Albert er þeirrar skoðunar að það að leyfa vamarliðinu að flytja inn hrátt kjöt jafngildi þvi að önnur lög gildi á Keflavíkurflugvelli en annars staðar á landinu. En hvað segir Albert um ályktun stjómar Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, þar sem ummæli Alberts í garð Geirs Hallgrímssonar, sem birtust á for- síðu DV þann 20. janúar sl., eru Flugnmferðarstjórar: Þokast í samkomu- lagsátt ÁFRAMHALDANDI viðræðu- fundur var í gær milli samninga- nefndar flugumferðarstjóra og fulltrúa samgönguráðuneytisins vegna ágreinings þeirra fyrr- nefndu og Péturs Einarssonar flugmálastjóra. Að sögn Jóns Áma Þórissonar í stjóm Félags íslenskra flugumferð- arstjóra þokaðist enn í samkomu- lagsátt og bjóst hann við að niður- staða fengist á næsta fundi aðila, sem verður á morgun, föstudag. gjalds af innlendri framleiðslu á kökum og brauðvörum. Felur það m.a. í sér að bakarar geta farið eftir ákveðinni meðaltals- harðlega fordæmd og stuðningi jafn- framt lýst yfir við stefnu Geirs Hallgrímssonar í kjötmálinu? „Eg segi ekkert um þessa ályktun. Ég heyrði ekkert frá Heimdellingum þegar verið var að safna fé til bygg- ingar sjálfstæðishússins, og þeir heyra ekkert í mér nú,“ svaraði Albert. reglu varðandi innheimtu og er þá miðað við að 15% af fram- leiðslunni séu kökur og annað sé skattfijáls varningur. Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sem annaðist samningagerðina fyrir hönd ráðu- neytisins, sagði að með þeirri reglu- gerð, sem gefín var út í gær, ættu ekki að verða neinir örðugleikar á framkvæmd innheimtunnar. Áður hafði verið gert ráð fyrir uppgjöri eftir hvem dag þar sem sala dagsins væri sundurliðuð í skattskylda vöru og skattfrjálsa. Þessa aðferð töldu bakarameistarar óframkvæman- lega og sagði Geir að því hefði verið reynt að finna leið, sem allir aðilar töldu framkvæmanlega. í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borist frá Landssam- bandi bakarameistara vegna hinnar nýju reglugerða segir meðal annars: „Sú aðferð, sem fjármálaráðu- neytið hefur nú ákveðið varðandi framkvæmd innheimtunnar, er tals- vert auðveldari en sú, sem fyrir- huguð var. Þótt tekist hafí að draga verulega úr upphaflegum skatt- lagningaráformum fjármálaráð- herra, verður því miður ekki hjá því komist, að skattheimta þessi hafí um það bil 3—4% verðhækkun í för með sér. Innlendir framleiðendur búa við margfalt hærra verð en keppinautar þeirra á margvíslegum afar mikil- vægum hráefnum. Landssamband bakarameistara treystir því, að þrátt fyrir þau viðhorf ljármálaráð- herra til brauð- og kökugerðar, sem fram koma í áðumefndri skattlagn- ingu, sé hann eftir sem áður hlynnt- ur íslenskum iðnaði, og að hann muni því gera ráðstafanir til að draga úr þeim óhagstæðu áhrifum, sem skattlagningin hefur á sam- keppnisstöðu bakaríanna." Islendingarnir enn í Mukalla í gærdag SAMKVÆMT heimildum, sem bárust frá Suður-Yemen í gær um Danmörku voru íslendingamir níu, sem þar hafa verið við vinnu, enn í landinu, en undir handar- jaðri Breta og hafði brezkt skip í gær fengið heimild til þess að fara inn í höfnina í Mukalla, en þar eru um 200 manns, sem skipið er að sækja. Páll siguijónsson, forstjóri ÍS- TAKS, en íslendingamir eru á veg- um þess og dansks verktakafyrir- tækis í Yemen, sagði í gær að samkvæmt heimildum, sem hann hefði frá Danmörku væri allt kyrrt í Mukalla. Ekki var hins vegar vitað, hvort brezka skipið hefði farið inn í höfnina. Allir hefðu haft það gott — samkvæmt þessum heimildum. Mun hafa mjög slæm áhrif á læknisþj ónustu hér á landi — segir Ólafur Ólafsson landlæknir MORGUNBLAÐIÐ birti síðastliðinn þriðjudag grein eftir Jón Ásgeir Sigurðsson fréttaritara í Bandaríkjunum þar sem fjallað er um það hvort Bandarikin munu útiloka erlenda lækna, þar á meðal íslenska, frá sérfræðinámi þar í landi. Morgunblaðið leitaði tíl nokkurra aðila tíl að fá álit þeirra á hver áhrif það hefði á íslenska heUbrigðisþjónustu ef af þessu verður. „ÞAÐ yrði mjög slæmt fyrir okkur ef af þessu verður," sagði Ólafur Ólafsson landlæknir. „Það skiptir miklu máli fyrir ísienska lækna að komast í framhaldsnám á góð sjúkrahús erlendis og hingað til hefur það gengið. Fram að þessu hefur verið hægt að halda hér uppi góðri læknisþjónustu og er ástæðan fyrir því m.a. sú að ís- lenskir læknar hafa verið óvenju- lega duglegir við að fara utan og afla sér framhaldsmenntunar. Mun fleiri íslenskir læknar fara í fram- haldsnám miðað við það sem geng- ur og gerist í nágrannalöndum okkar. Við höfum ekki möguleika á að halda uppi sérfræðikennslu hér á landi nema að takmörkuðu leyti og höfum því orðið að leita erlendis. íslenskir læknar hafa aðallega farið til Bandaríkjanna, Bretlands og Norðurlandanna og yfírleitt hafa þeir komist að á bestu sjúkrahúsunum. Þar hafa þeir getað tileinkað sér góða menntun ognýjungar. Nú er það svo að læknum hefur fjölgað víða og því er erfiðara fyrir þá að komast að á sjúkrahúsum, sérstaklega þeim góðu. Ef mögu- leiki íslenskra lækna til framhalds- náms verður ekki lengur fyrir hendi, er hætta á því að eftir 20—30 ár muni læknisþjónustu hér á landi hafa hrakað verulega. Þess vegna er mjög mikilvægt að við reynum að halda þessum tengsl- um“. Ólafur Ólafsson sagði að hann hefði fært í tal við heilbrigðisráð- herra hvort ekki væri hægt að koma upp föstum tengslum við ákveðnar sjúkrastofnanir erlendis. Samið yrði við eitt til tvö sjúkra- hús í hveiju landi fyrir sig, t.d. í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Norðurlöndunum, um að taka við ákveðnum hópi lækna héðan til þess að tryggja það að íslendingar fylgist. nægilega vel með. „Ég held að ef svo fer að íslensk- um læknum verði ekki gert kleift að stunda framhaldsnám í Banda- ríkjunum muni það hafa mjög slæm áhrif á íslenska læknisþjón- ustu. Þetta kæmi ekki að sök strax, því hér á landi starfa læknar sem eru vel menntaðir á góðum sjúkra- húsum erlendis. En ef ekki verður um endumýjun að ræða koma áhrifin í ljós eftir vissan áraflölda. Þetta er mjög alvarlegt mál, þrátt fyrir að hér eigi að koma upp aukinni endurmenntun og fram- haldsmenntun. Það getur reynst erfítt ef við fáum ekki áfram vel menntaða menn frá góðum sjúkra- húsum," sagði Ólafur Ólafsson landlæknir. „Við vitum um þessa erfiðleika og höfum unnið nokkuð í þessu máli,“ sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra er hann var spurður hvort utanríkisráðuneytið myndi beita sér í þessu máli. „Þetta vandamál er ekki nýtt af nálinni, það hefur áður komið til tals og utanríkisráðuneytið hefur fylgst með því í nokkur ár. Utan- ríkisráðuneytið og Sendiráð ís- lands í Washington munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til greiða fyrir því að þessi námsbraut verði opin, eftir sem áður.“ Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra: Mun ekkí taka kjöt- málið upp á Alþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.