Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 18. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGTINBLADID, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986
km
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftirMICHAELWEST
Olíuverðslækkunin mun haf a
víðtæk og ólík áhrif í heiminum
AF SKILJANLEGUM ástæðum eru olíuverðsmál i brennidepli víða
um heim þessa daga. AP-fréttastofan sendi frá sér pistil um
málið í gær, miðvikudag, og hafði þá leitað eftir viðbrögðum víðs
vegar. Samantektina annaðist Michel West og fer hún hér á eftir
í lauslegri þýðingu.
Olíuverðlækkunin hefur vak-
ið misjöfn viðbrögð og sums
staðar sjá ríkisstjórnir fram á að
mikill vandi muni fylgja í kjölfarið.
Annars staðar eru menn hressir
og sjá fram á sparnað í innkaup-
um. Af öllu má ljóst vera að lönd
á borð við Mexíkó gætu orðið illi-
lega fyrir barðinu á því hversu
mikið og snögglega heimsmark-
aðsverð á oliu lækkar. Áhrifin létu
ekki á sér standa; hlutabréf féllu
begar í verði í New York og
London.
Efnahagssérfræðingar eru á
einu máli um að meginástæðan
sé sú ákvörðun stjórnar OPEC að
hætta við að setja þak á fram-
leiðsluna og halda þannig verði
eins háu og unnt er. Olíuverð
hefur vissulega verið sveiflukennd
hin síðari ár, eftirspurn hefur
minnkað og orsökin er meðal
annars hin alvarlega kreppa sem
hófst þegar OPEC-ríkin stór-
hækkuðu olíuverðið á árunum upp
úr 1970. Afleiðingarnar eru enn
í minni.
En ýmis ríki sem grunaði að
þau ættu olíu, hröðuðu einnig
rannsóknum og byrjunarvinnslu
til þess að vera ekki eins háð
sveiflum á verði sem OPEC-ríkin
réðu nánast ein á þeim tíma. Þar
á meðal koma fyrst upp í hugann
Bretland og Noregur.
Á fundi OPEC í desember var
gerð samþykkt, þar sem segir að
samtökin eigi að fá „réttlátan
skerf af heimsmarkaðinum. Ekki
var ítarlegar skilgreint hvað í
þessum orðum fælist. En ekki er
að efa, að samþykktin var gerð
til að reyna að ná aftur viðskipta-
vinum sem hafa beint viðskiptum
sínum annað, einkum til ríkja sem
eru ekki aðilar að OPEC.
Saudi Arabar dæla nú upp
meira olíumagni, en kvóti sá sem
þeir ákváðu og skömmtuðu sér.
Ein af afleiðingum er að verðlagn-
ingin er að fara úr böndunum og
Financial Times segir að það sem
fram fari sé fyrst og fremst valda-
barátta.
Þá miklu verðlækkun sem varð
nú á dögunum má rekja til þess,
eftir að framkvæmdastjori OPEC,
Ali Attiga frá Líbýu, sagði, að
OPEC teldi eðlilegt að OPEC-ríki
framleiddu um það bil 18 milljónir
tunna á dag, en þetta er í rauninni
tveimur milljónum tunna meira
en OPEC samþykktin hljóðaði upp
á.
í Bretlandi, sem er orðið
fimmta mesta olíuframleiðsluland
í heimi, fór verðið niður fyrir 20
dollara á tunnu nú í vikunni í
fyrsta skipti í sjö ár. Ekki eru
nema 2 mánuðir siðan Bretar
settu upp tæpa 30 dollara fyrir
hverjatunnu.
Eins og vænta mátti hafði
verðfallið áhrif á gildi sterlings-
pundsins. Margaret Thatcher for-
sætisráðherra hækkaði þá vexti í
skyndi til að reyna að styrkja
stöðu pundsins. Af spratt óstöð-
ugleiki á hlutabréfamarkaði,
vegna þess það þýddi í reynd
aukinn lánskostnað til fjárfest-
inga.
í New York gætir svo nokkurs
kvíða á verðbréfamarkaðinum,
um að verðsveiflurnar gætu komið
bönkum og olfufyrirtækjum í hin
rnestu vandræði. Þessar áhyggjur
stafa af því, að einhver af olíu-
framleiðsluríkjum þriðja heimsins,
sem verðlækkunin bitnar á,
myndu eiga enn örðugra en áður
með að standa í skilum við al-
þjóðlegar      peningastofnanir.
Væntanlega þarf ekki að útlista
hvaða kollsteypur gætu þá orðið.
Minnt er á að olíuframleiðsluríki
á borð við Mexíkó, Venezuela og
Nígeríu eru skuldum vafin; þar
er um að ræða milljarða dollara
sem þessi rfki hafa átt erfitt með
að standa skil á.
Malaysia er ekki aðili að OPEC,
en áheyrnarfulltrúi þaðan situr
fundi samtakanna. Malaysia hefur
ekki átt í neinum erfiðleikum með
að koma olíunni út, vegna gæða
hráolíunnar og vegna þess hve
lítill brennisteinn er í henni. Jap-
anir eru helztu kaupendur olíu
frá Malaysiu.
Mexíkó er heldur ekki innan
vébanda OPEC, en þó fjórða
mesta oliuframleiðsluland í heimi.
Þar eru framleiddar 2,75 milljónir
tunna á dag. Ríkisolíufélag lands-
ins hefur ákveðið að héðan í frá
muni Mexíkanar fylgja heims-
markaðsverði á olíu og tilkynna
verð í lok hvers mánaðar. En
mexíkanskir embættismenn og
sérfræðingar segja að þessi verð-
lækkun á olíu geti orðið meira en
lítið afdrifarík. Mexíkó á við gríð-
arlega efnahagsörðugleika að etja
og erlendar skuldir hlaðast upp.
í Suður-Kóreu kveður svo við
annan tón. Suður-Kóreumenn
flytja inn alla olíu sem notuð er
og stjórnvöld segja að verðlækk-
unin geti orðið efnahagi landsins
til framdráttar og hleypt nýju lífi
í hann. Orkuráðherra Suður-
Kóreu sagði, að árið 1984 hefðu
verið fluttar inn 198 milljón tunn-
ur af hráolíu. Fyrir þetta greiddu
S-Kóreumenn 5,3 milljarða doll-
ara og 'sjá því fram á stórmikinn
sparnað
í Japan spáði blaðið Mainichi
Shimbun að önnur olíuverðlækk-
un yrði innan fárra mánaða,
meðal annars vegna tiltölulega
hagstæðrar veðráttu á norður-
hveli jarðar síðustu mánuði. Jap-
anir flytja inn 3,39 milljónir tunna
á dag, af því 70 prósent af því
koma frá Miðausturlöndum.
Olíumálaráðherra Kuwait, Ali
Khalifa Al-Sabah, tilkynnti í vik-
unni að hann hyggði á heimsókn
til Sovétríkjanna fljótlega. Meðal
annars til að leita ráða til að koma
á stöðugleika á olíumarkaðinum
í heiminum. Ráðherrann var frek-
ar bjartsýnn og sagði að olfufram-
leiðsluþjóðir myndu vonandi ná
samkomulagi sem gæti bundið
enda á ringulreiðina á heimsmark-
aði nú.
Olíuhreinsunarstöð í Nígerfu.
Kína:
Methalli á utan-
ríkisviðskiptum
Peláng, 22. januar. AP.
HALLINN á viðskiptum Kina við
en á síðasta ári, en þá nam hann
utanríkisviðskiptaráðuneytið skýrði
Heildarviðskipti jukust á árinu
um 19%, upp í 58,21 milljarð doll-
ara. Innflutningur rauk upp um
31,8%, upp f 33,41 milljarð dollara,
en útflutningur hjakkaði í sama
farinu, var 25,8 milljarðar dollara
og hafði aukist um aðeins 5,7%.
Það, sem olli þó mestum pólitísk-
um titringi, þegar viðskiptatölurnar
voru birtar á blaðamannafundi, var
hallinn á viðskiptunum við Japani,
aðalviðskiptaþjóð Kínverja. Deng
Xiaoping, kínverski þjóðarleiðtog-
inn, gaf ákveðið til kynna í síðasta
mánuði, að Kfnverjar mundu ekki
una slíkum halla á árinu 1986.
Samkvæmt upplýsingum utan-
ríkisviðskiptaráðuneytisins var hall-
inn á viðskiptunum við Japani 4,37
milljarðar dollara á síðasta ári, en
var 2 milljónir dollara 1984.
útlönd hefur aldrei verið hærri
7,61 milljarði dollara, að þvi er
fráídag.
Hallinn á viðskiptunum við
Bandaríkin nam 2,04 milljörðum
dollara á árinu 1985, en var 1,5
milljarðar 1984.
Bandarískir     embættismenn
sögðu, að inn í þessar tölur vantaði
tölur um vörur, sem fluttar væru
til Bandaríkjanna í gegnum Hong
Kong.
Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið
að láta hergagnaverksmiðjur fram-
leiða neysluvörur í ríkara mæli en
hingað til. Skulu þær nema tveim
þriðju hlutum af heildarframleiðslu
verksmiðjanna innan fimm ára, en
eru nú um 36% af framleiðslunni,
að sögn Xinhua-fréttastofunnar.
Verksmiðjurnar eiga m.a. að
framleiða myndavélar, reiðhjól,
mótorhjól, ísskápa, lofthreinsibúnað
og vélar til iðnaðar.
Grænland:
Lýsa yf ir stuðningi við bar-
áttu svartra íbúa S-Afríku
Kaupmanoafaðfn, 22. janúar. Frá Nils JSrgen Bruun, fréttaritara Mnrgunblaðsins.
GRÆNLENDINGAR hafa lýst svartra manna í Suður-Afríku
yfir stuðningi sinum við baráttu fyrir mannréttíndum og afnámi
______________________________   aðskilnaðarstefnunnar.
Buthelezi, leiðtogi Zulumanna,
kemur í dag til Kaupmannahafnar,
og mun Tom Heyem Grænlands-
málaráðherra þá færa honum kveðj-
ur Jonathans Motzfeldt, formanns
grænlensku landstjórnarinnar.
Motzfeldt hefur óskað eftir að
Buthelezi verði borin þau skilaboð,
að á Grænlandi sé fyrir hendi sér-
stakur skilningur á baráttu svartra
manna í Suður-Afríku.
Gengi
gjaldnu<Ma
Lundúnum, 22. janúar. AP.
BANDARÍSKI dalurinn féU á
gjaldeyrismörkuðum gagnvart
öllum helstu gjaldmiðlum heims
i dag, nema breska sterlings-
pundinu. Spákaupmenn segja að
það sé vegna hagtalna frá Banda-
ríkjunum, sem sýni að hagvöxtur
sé þar minni en búist hafði verið
við. Gullverð féll einnig. Breska
pundið féll einnig og er það
vegna verðfalls á oliuafurðum.
Fór það í fyrsta skipti í fjóra
mánuði níður fyrir 1,40 daU. Það
var í 1,4120 í gær, en er í 1,3960
dölum í dag.
Gengi nokkurra annarra gjald-
miðla gagnvart dal var sem hér
segir. Innan sviga gengið frá þvf í
gær. Vestur-þýska markið kostaði
2,4380 dali (2,4540), svissneski
frankinn 2,0770 (2,07925), franski
frankinn 7,4950 (7,5250), hol-
lenska gyllinið 2,7450 (2,7605), ít-
alska líran 1.668,75 (1.675,00),
kanadíski dollarinn 1,40425
(1,40495).
Kveðjunni fylgir gjöf, grænlensk-
ur helgigripur, skorinn í rostungs-
tönn.
Yelena Bonner
af sjúkrahúsinu
Nrwton, Massachusetts, 21. janúar. AP.
SOVÉZKI andófsmaðurinn Yel-
ena Bonner fékk í dag að fara
af sjúkrahúsinu, þar sem hún
hafði gengizt undir hjartaað-
gerð. Töldu læknar hennar hana
það hressa, að hún gæti dvalizt
á heimiU ættingja sinna héðan í
frá og náð sér þar tíl fuUnustu.
Skýrði Efrem Yankelevich,
tengdasonur hennar, frá þessu í
dag.
„Yelena Bonner er á góðum
batavegi eftir aðgerðina," var í dag
haft eftir dr. Adolph Hutter, sem
framkvæmdi skurðaðgerðina, en
hún fór fram 12. janúar sl.
V	1	^	
-f			£
Veður			
víða um		heim	
Lmgst   H»»t			
Akureyri		+2	skafr.
Amsterdam	4	7	skýjað
Aþena	7	16	heiðskfrt
Barcelona		13	mistur
Berlfn	3	7	rigning
Brueael	3	9	heiðskfrt
Chicago	+1	12	heiðskfrt
Dublfn	1	8	rlgning
Feneyjar		6	þokum.
Frankfurt	4	7	skýjað
Genf	+4	8	skýjað
Helsinki	0	1	skýjað
Hong Kong	15	17	heiðsklrt
Jerúsalem	2	10	skýjað
Kaupmannah.	3	6	skýjað
Las Palmas		19	skýjað
Lissabon	9	13	skjýað
London	3	8	skýjað
LosAngeles	13	21	heiðsklrt
Lúxemborg		3	skýjað
Malaga		14	léttskýjað
Mallorca		13	léttskýjað
Mlaml	12	22	skýjað
Montreal	+3	0	skýjað
Moskva	+19	1	skýjað
NewYork	4	11	heiðskfrt
Oalð	+3	+2	skýjað
Parft	4	10	rigning
Peking	+11	4	heiðskirt
Reykjavfk		+3	hálfskýlað
RfódeJaneiro	21	33	skýjað
Rómaborg	2	13	rigning
Stokkhólmur	+2	+2	skýjað
Sydney	21	25	rigning
Tókýó	1	7	skýjað
Vfnarborg	1	6	heiðskirt
Þórihðfn		4	alskýjað

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56