Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 18. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986
miwm
C1981 Univartol Pran Syndieat»
to-2
„ Bg \ey&i þér aldr&i db e>igla
bátnum m'muml"
áster...
IUA0
... að hafa hann við
hendina.
TM Rm. U.S. Pat. Off.->H rlghta reeerved
01888 Loa Angelea Tlmet Syndlcate
Vtfw
Merkileg bók. — Fyrsta sem
Heldurðu að hún sé þung     ég sé þar sem  málstaður
eða létt?                     foreldranna er túlkaður!
HÖGNI HREKKVtSI

„ pETTA  BK MyNP AF Dyf^ALÆKNINU/M
ÓEM 5£TTI plGÁ MB3RUMAÍZFÆÞIP."
múmim mLUhU .
mmm mmmmmm ifl
FAEIN ORÐ UMISLENSK
SJÓNVARPSLEIKRIT
Mikið er skrifað og rætt um ís-
lenska sjónvarpið hér í Velvakanda.
Hér er því borið í bakkafullan læk,
en fátt sýnir reyndar betur vinsæld-
ir sjónvarpsins en einmitt sífelld
umræða um efni þess. oftar en ekki
er þetta nöldur og kvartanir. En
þeir sem kveina mest, horfa mest.
llinir sömu virðast seint ætla að
uppgötva ágætan eiginleika takk-
ans kveikt/slökkt, þ.e.a.s. líki
mönnum alls ekki það sem þeir
samt horfa á.
Mér finnst íslenska sjónvarpið
ágætt og margt þar vel gert. Jafn-
vel þó aðstaða, aðbúnaður og tæki
sé allt orðið gamaldags að sögn
kunnugra.
Eitt hefur sjónvarpinu þó ekki
tekist á sínum 20 ára starfsferli,
svo sæmilega skammlaust geti tal-
ist. Þ.e. að setja upp og framleiða
bærilega ásjáleg sjónvarpsleikrit.
Hér er reyndar hægt að fuinna
undantekningar, en þær eru sorg-
lega fáar.
Líki mönnum ekki geta að sjálf-
sögðu allir slökkt og aðrir fengið
sér „vídeó-spólu" í staðinn. En ís-
len.sk sjónvarpsleikrit eru bara það
fátíð og mikill viðburður að flestöll
þjóðin mænir á skjáinn.
Það er slæmt að þetta skuli sjald-
an takast, þvf við íslendingar eigum
marga ágæta leikara og frambæri-
lega hvar sem er. Sennilega er hér
oftar um að kenna leikstjórum og
öðrum stjórnendum en leikurunum
sjálfum. Verkin sjálf eru líka mi-
sjöfn, en aðalgalli þessara leikverka
er lang oftast ofleikur leikaranna.
Þeir eru í sviðsleik, með ýktum
hreyfíngum, háum talanda og geifl-
um sem þar henta stundum, en alls
ekki í nálægð sjónvarpsmyndavélar
og síðar inn í stofu. Eg nefhi þessu
til staðfestingar Arnar Jónsson í
„Föstum liðum..." Ég persónu-
lega hefði getað hlegið að þessum
ágæta leikara hefði bægslagangur
hans, handapat og læti verið aðeins
minna. Brussugangur hans hefði
vel komist til skila með meiri hóg-
værð. Edda Björgvinsdóttir lendir í
því sama í jólaleikritinu „Bleikum
Slaufum". Andlitsgeiflur hennar og
yfirstemmdur leikur skaut yfir
markið þar sem reyndar oftar. Þó
hefur hún sýnt stórgóðan og hóg-
væran leik t.d. í „Hrafninn flýgur".
Að síðustu nefni ég sem dæmi er
Harald G. Haralds, eiginmaðurinn
í „Bleikum slaufum", fékk í bakið.
Mér datt frekar í hug áhugaleik-
flokkur frá Grenivík, þvílík var
fettan, tilþrifín oggrettan.
Ég bíð enn eftir þægilegu, efn-
ismiklu íslensku sjónvarpsleikriti
með góðum stíganda. Hógværum
leik og sterkri persónusköpun, frá
leikrænu sjónarmiði á við eitthvað
í likingu við t.d. hina frábæru þætti
„Vargur í véum2 er sýndir voru
fyrir jólin. Þar höfðum við margar
ólíkar persónur. Þeim var skilað af
þvflfkri snilli að fólk talaði um þess'a
„karaktera" milli þátta líkt og þeir
hefðuþekktþáallatíð.
Auðvitað er ekki sanngjarnt að
bera okkur saman við Bretann, en
það er tilvinnandi að nálgast hann
stundum. Að lokum skal tekið fram
að undirritaður hefur hvorki mikið
vit á þessu öllu né telur hann sig
neinn sjálfskipaðan speking. Aðeins
venjulegur sjónvarpsglápari. En
fyrir hann er nú leikurinn gerður.
V.G.
Víkverji skrifar
Verðandi sjónvarpsjörlum þessa
lands hefur væntanlega fund-
ist það lærdómsríkt sem kom fram
í umfjöllun Olafs Sigurðssonar
fréttamanns í síðastliðinniviku um
sjónvarpsframtak þeirra Ólafsfirð-
inga. Hverjum einasta manni sem
Ólafur ræddi við þarna í plássinu
fannst bæjarfréttirnar, sem litla
einkastöðin þeirra færði þeim heim
í stofu, langsamlega áhugaverðast-
ar.
Því var spáð í þessum dálkum á
dögunum að þegar „óháðu" stöðv-
arnar tækju til óspilltra málanna
að stimpast um hylli landsmanna,
þá yrði sú vænlegust til sigurs sem
vasklegast gengi fram í því að segja
— og sýna — mönnum fréttirnar.
Reynsla Ólafsfirðinga sýnist nú
staðfesta þetta. Og hafí hinir verð-
andi stórlaxar í sjónvarpsheiminum
það hugfast að auki að þótt viljann
vanti augljóslega ekki hjá þessum
brautryðjendum þarna nyrðra þá er
tækjabúnaður þeirra augljóslega
ekkert til þess að státa af.
Raunar hefur það ætíð verið
Víkverja undrunarefni hvað
bæjarblöðin íslensku eins og þau
eru oftast kölluð hafa alltaf hunsað
þennan frjóa akur, með fáeinum
heiðarlegum undantekningum að
vísu. Þau ástunda pólitík af því
meira kappi, en þá er það segin
saga hér úti á íslandi að þrefíð situr
í öndvegi með þokkapiltana Nart
og Stagl sem skutulsveina sína.
Mikið hvort „bæjarblöðin" í
grannbæ okkar Kópavogi eru ekki
fjögur, og þeim hefur verið haldið
úti með þessum venjulegu rykkjumi
og skryKKjum nánast síðan það
ágæta bæjarfélag fékk kaupstaðar-
réttindin. Þó má segja að engu
þeirra hafí ennþá auðnast að birta
bitastæða frétt né verið uppi með
tilburði á þá átt. Kópavogur gengur
næst Reykjavík að höfðatölu með
hálft fímmtánda þúsund íbúa. Samt
gerist þar aldrei neitt ef marka má
blaðakostinn. Pólitíkusarnir kalla
hver annan erkiflón; það eru öll tíð-
indin.
Hér er verk að vinna fyrir unga
og hressa blaðamenn — eða var það
til skamms tíma að minnsta kosti.
Kannski eru þeir samt búnir að
missa af strætisvagninum. Fjöl-
miðlabyltingin     margumrædda
kynni að sópa þeim út í hafsauga,
tími smáblaðanna sem vilja í alvöru
taka þátt í daglegu lífi og amstri
fólksins utan höfuðborgarinnar að
vera liðinn. Það er raunalegt. Víða
erlendis hafa þessi blöð gegnt hinu
þarfasta hlutverki og raunar sum-
hver orðið þjóðkunn fyrir ágæta
blaðamennsku, vandaðan málflutn-
ing og lipra penna.
Jaruzelsky hinn pólska bar hér á
góma í gær ásamt með dæmi
af því hve böslulega honum farnast
að halda Pólverjum undir járn-
hælnum. Hann gengur einhvern-
veginn ekki í mannskapinn þrátt
fyrir sólgleraugun (eða það skyldi
þó aldrei veravegna þeirra?) og
tilraunir hans til þess að sýnast
landsföðurlegur enda með hálfgerð-
um ósköpum.
En eins og sagan sýnir er pólska
þjóðin heldur ekkert lamb að leika
við þegar allskyns sjálfskipaðir
kraftakallar þykjast ætla að drottna
yfir henni að henni forspurðri. Hún
herðist bara við hverja raun, tvíefl-
ist í þrjóskunni.
Eins sýnast Pólverjar næstum
stundum hafa lúmskt gaman af öllu
saman. Þeim fínnst að minnsta
kosti gaman að ögra kempunum.
Eða hvað fínnst mönnum um
ummæli Lech Walesa á dögunum,
leiðtoga Samstöðu?
Hann lýsti yfir: „Aragrúi Pólverja
— og ég er einn þeirra — mundi
ekki kæra sig um að skipta um
umhverfí. Því fleiri sem vandamálin
eru, því auðugra er líf okkar."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56