Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.01.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986 53 Úr söngbók Gunnar Þórðar: Dúndr- andi lófatak fyrir fullu húsi ÞAÐ fór fiðringur um margan miðaldra poppáhugamanninn í Broadway á laugardagskvöldið þegar þar var frumsýning á skemmtidagskránni „Söngbók Gunnars Þórðarsonar". Þar komu fram fjölmargir söngvara og hljóðfæraleikara, sem flutt hafa lög Gunnars Þórðarsonar á undanfömum rúmum tveimur áratugum. Troðfulit hús var og gerður góður rómur að söng og hljóðfæraslætti tónlistarmann- anna. Flutt eru lög Gunnars Þórðarson- ar, sem hafa komið út á plötum allt frá því að Hljómar sendu frá sér „Fyrsta kossinn" fyrir rúmum tutt- ugu árum og til nýjustu plötu Gunn- ars, „Borgarbrags". Auk hinna upprunalegu Hljóma koma fram dúettinn „Þú & ég“, söngvaramir Björgvin Halldórsson, Helga Möller, Egill Ólafsson, Pálmi Gunnarsson, Shady Owens, Jóhann Helgason, Eiríkur Hauksson, hljómsveitimar Ðe Lónlí Blú Bojs, Trúbrot og fleiri. Að öllum öðrum ólöstuðum vöktu Hljómar og Shady og Trúbrot hvað mesta hrifningu á laugardagskvöldið - og þá ekki sist trommuleikarinn Gunnar Jökull Hákonarson, sem ekki hefur leikið opinberlega í hálfan annan áratug, en sýndi eftirminni- lega á laugardaginn að hann hefur engu gleymt af gömlum töktum. Lög úr söngbók Gunnars Þórðar- sonar verða flutt í Broadway næstu helgar, bæði á föstudags- og laugar- dagskvöldum, við undirleik íjöl- mennrar hljómsveitar Gunnars. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hljómar og Shady Owens í „Ég elska alla“. Frá hægri: Gunnar Þórðarson, Erlingur Björnsson, Engilbert Jensen, G. Rúnar Júlíusson og Shady Owens. Gunnar Jökull Hákonarson við trommusettið eftir Iangt hlé. Rúnar Júlíusson kann greinilega að meta stuðin. Samband Líkamsræktarstöðva á íslandi auglýsir: Áheyrendur risu úr sætum og fögnuðu ákaflega. Þrír söngvaranna flytja lög Gunnars, sem sér í á bakvið. Lengst til vinstri er Pálmi Gunn- arsson, þá Helga Möller og Egill Ólafsson. Við bjóðum upp á viðurkennda og full- komna þjónustu á sviði líkamsræktar og leikfimi. Komið í stöðvarnar og kynnist að eigin raun skemmtilegu umhverfi og hressu fólki. Ath. Leiðbeinendur ávallt á staðnum. Líkamsræktin Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 64100. Orkulindin Brautarholti 22, sími 15888. Æfingastöðin Engihjalla 8, sími 46900. Orkubót Grensásvegi 7, sími 39488. Orkubankinn Vatnsstíg 11, sími 21720. RæktinÁnanaustum 15,sími 12815.. World Class heilsustúdíó Skeifunni 3C sími 39123.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.